Ísafold - 28.06.1899, Blaðsíða 1

Ísafold - 28.06.1899, Blaðsíða 1
ISAFOLD. Reykjavík, miðvikudaginn 28. júní 1899. A'eiriur ut. ýmist einu sinni e<5a tvisv. i viku. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/s doll.; borgist fyrir miöjan júlí (erlendis fyrir fram). XXYI. árg. Forngripasafnopiömvd.og ld. kl.ll—12. Landnbankinn opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjóri við 12—2, annar gæzlustjóri 12—1. Land.sbokasafn opið hvern virkan dag fel. 12—2, og einni stundu lengur (til kl.3) md., mvd. og ld. til útlána. Póstskipið Botnia væntanl. fsd. 30. þ m. Póstskipið Vesta fer 2. júli (umhv. landið). xtx1x+x11xtx11xtx11x+xlix+x11xlx1x+>..xtx..xtA.NA.,xt>..xtxi Innlendiir iðnaður. Klæðaverksmiðj ur. Eftir Aðalstein Halldórsson. II. f)ú er kemur til einstakra greina iðn- aðarins, verður ullariðnaðurinn fyrst fyrir, enda ætlaði eg sérstaklega að gera hann að umtalsefni. Árið 1896 var alls flutt út úr land- inu 1,740,399 pd. af ull, og hún seld fyrir 1,090,866 krónur, eða tæpa 63 aura pundið að meðaltali, og nú sem stendur má hún heita því nær óselj- andi. Ef vér vinnum sjálfir þessa ull, get- um vér vafalaust gert hana þrisvar sinnum arðmeiri, og er þó lítið í lagt. þetta látum vér ógert; en í þess stað kaupum vér árlega frá öðrum löndum alls konar álnavöru og tilbú- inn fatnað fyrir allt að í miljón króna, eins og áður er getið. Ef ullin væri unnin í landinu sjálfu ætti þessi gjaldgrein að hverfa að miklu leyti, því bæði ættu menn að nota meiri ullarklæði til fatnaðar og það, sem óhjákvæmilegt er að kaupa af bómullar- og hörvefnaði, ættum vér að vinna sjálfir. f>etta gera t. d. Dan- ir; þeir flytja inn ógrynni af bómull- ar- og hörgarni á ári hverju, og hafa stórar verksmiðjur til að vefa það; það ættum vér einnig að gera; það gæti veitt mörgum mönnum atvinnu. Eólk er eins og ósjálfrátt farið að finna til þess, hve óbærilegur skortur er á innlendum ullariðnaði með vélum, og sést það bezt á því, hve mikið er farið að senda af ull í hinar norsku verksmiðjur. |>eir finna það þó, að betra og ódýrara er að líta vinna úr sinni eigin ull en að kaupa alt frá útlöndum. En sárt er þó fyrir jafn- litla og efnalausa þjóð, eins og oss, að sjá á eftir alt að því hundrað þús- und krónum í glærum peningum, sem vér borgum Norðmönnum í verkalaun, þegar öll viðskifti hór heima mega heita lítt kleif fyrir peningaleysi, og sannarlega væri oss þörf á að fara að hugsa eftir því, að losast við þessi út- gjöld. Nú á sfðari árum hafa verið stofn- aðar tóvélar á nokkrum stöðum í land- inu, og getur sú byrjun verið góður vísir til annars meira, ef skynsamlega er farið að. (þar sem hér eru nefnd- ar tóvólar, er alt af átt við það sem Danir og Norðmenn kalla »Uldspinderi«, »Bondespinderi« eða »Lejespinderi«. Klæðaverksmiðju kalla eg það, þegar um fullkomna klæðagerð er að ræða). Af þeim má þegar margt læra, sem að líkindum hefðí verið keypt alt of dýrt, ef í stórt hefði verið ráðist í fyrstu. |>að hefir t. d. verið vafi á því, hvort hægt væri að nota kalt vatn á vetrum fyrir frosti og ruðningum, og margir hafa fullyrt, að það væri alls eigi hægt. Reynslan hefir nú þegar ljóslega sýnt, að þó það á sumum stöðum geti verið nokkurum erfiðleikum bundið fyrst í stað, þá þarf þetta alls eigi að verða til fyrirstöðu, þegar búið er að læra hin réttu tök á því. þessar litlu tóvélar hafa þegar opn- að augu almennings fyrir því, að nota svona lagaðar stofnanir, og enn frem- ur hafa þær gefið tilefni til þess, að stöku maður hefir dálítið kynt sér þennan iðnað erlendis, svo aðnúættu menn fremur að sjá, hvers við þarf, til þess að koma þess konar fyrir: tækjum á fót í meira mæli. þær hafa því undirbúið annað meira, og því að nokkru leyti rutt því braut. Eg skal geta þess, að í Eyafjarðar- sýslu voru skoðanir manna mjög skift- ar um það leyti, sem verið var að koma upp tóvinnuvélunum við Glerá. Sumir vildu þegar koma upp verk- smiðju, sem gæti unnið ullina í dúka. þeir sögðu, að fyrirtæki þetta, eins og það er nú, væri hvorki heilt né hálft. Aðrir vildu byrja eins og gjört var, og færa sig svo smámsaman upp á markið, ef þetta gengi vel. Mín sannfæring er, að það sé hin mesta hepni, að eigi var hrapað að þessu máli svo fljótt, heldur að eins byrjað eins og hér var gert. Tveggja ára reynsla er ekki langur tími; en þó hafa þessi ár kent oss svo margt og mikið, að margfalt meiri líkur eru nú til þess en áður, að vér getum nú ráðist í meira. f>að er rétt að sumu leyti, að tóvél- ar (Uldspinderi) eru hvorki »heilt né hálft«, þar eð þær geta eigi framleitt fullunninn varning. En eigi að síður eru þær þó nauðsynlegar og sjálfsagð- ar, til að lótta undir heimilisiðnaðin- um og bæta hann; en alt verður þó að vera einhverjum takmörkum bund- ið, ef vel á að fara, og mun eg minn- ast nánara á þetta áður en eg lýk mínu máli. f>ar sem flest er í bernsku, eins og enn er hjá oss, er réttara aó byrja í smáum stfl í fyrstu, en færa sig svo smámsaman upp á skaftið. þetta hafa aðrir gert, og margar af þeim verksmiðjum, sem nú eru orðnar afar- stórar, hafa upphaflega byrjað á mjög litlu. Nefna má til dæmis Aalgaards- verksmiðjur í Norvegi; þar vinna nú 300 manna dag hvern. Margir land- ar vorir hafa töluverð viðskifti við þessar verksmiðjur, og get eg því í- myndað mér að þeir hafi gaman af að heyra, hvernig þær eru á stofn komn- ar; eg vil því í sem fæstum orðum segja hér frá því. (SjáNorsk Industri i Text og Billeder. Textindustrien, 3. Hefte). Sá sem komið hefir þessari verk- smiðju á legg og er að mestu Ieyti eig- andi þeirra, heitir Ole Nilsen, og er af fátæku fólki kominn. Á ungum aldri fór hann til Stafangurs með tvær hendur tómur, til þess að nema litun- ariðn. Að loknum námstíma sínum var hann búinn að draga saman 100 norska dali (400 kr.) og settist að sem litari í Sandnæs. þ>essi höfuðstóll hans var ekki stór, en Nilsen barst ekki mikið á. þeim mun meira var þrek hans, sparsemi, atorka og iðjusemi. Ávextirnir komu líka brátt í ljós, því að fám árum liðnum var litunariðn hans orðin aðal-litunarverksmiðja bæj- arins. Nilsen hafði allan hugann á því, að afla sér þekkingar á iðn sinni, og bæta hana og fullkomna sem mest, og í því skyni tók hann sænska litun- arsveina í þjónustu sína, er* honum gafst færi til. Árið 1869 sagði einn þessi sænski Iitari honum frá því, að litarar í Svíþjóð hefðu stundum tóvél- ar (Spinderi) jafnframt litunarverk- smiðju sinni til þess að kemba og spinná fyrir bændur í nágrenninu. Nilsen greip strax þessa hugmynd feg- ins hendi, og slepti henni ekki fram- ar. Hann ferðaðist nú til Svfþjóðar og keypti þar gamlar vélar: 1 hand- spunavél, 2 kembivélar og 1 greiðslu- vél, og voru þær að mestu leyti gerð- ar af tré, og þannig úr garði gerðar, að nú á tímum mundi enginn maður láta sér koma til hugar að nota slík áhöld. Kembivélarnar og greiðsluvélin voru hreyfðar með hestafli, og gekk það alt mjög stirt, því ýmist fór hest- urinn of fljótt eða of seint. Aflið var og mikils til of lítið, og urðu því vél- arnar að ganga til skiftis. þær unnu mest 24 pd. á dag. Nilsen sá brátt, að þetta var ófært, og að bráðnauð- synlegt var að hafa annað hreyfiafl. Vorið 1870 keypti hann því einn fpss- inn við Aalgaard í Gjæsdal, hér um bil 13 rastir frá Sandnesi. Við tóvélarnar í Sandnesi unnu 5 menn, og var einn þeirra elzti souur Nilsens, Nils að nafni. Hann flutti sig nú til Aalgaard með vélarnar frá Sandnesi og tók að vinna þar með 6 mönnum síðari hluta maímánaðar 1870. jpá um vorið fór Ö. Nilsen til Svíþjóð- ar í annað sinn að kaupa vélar og kom með 3 kembivélar, þriðjungi stærri aflspunavél en áður, lókembivól og ló- skurðarvél, alt brúkaðar vélar. Óllu var nú komið fyrir á sem einfaldast- an hátt og kostnaðarminstan, því engum kom enn til hugar, að hér yrði nokkurn tíma um neitt annað að tefla en litla tóvélastofnun (Bondespinderi). Var því að eins komið upp einu húsi, og var verkstæðið niðri, en á loftinu hafði verkafólkið íbúð sína. Fyrirtæki þetta átti í öndverðu við að stríða ýmsar firrur og hleypidóma. Sumir voru hræddir um, að ullin létt- ist meira en góðu hófi gegndi, að öllu yrði ruglað saman, svo að eigendurn- ir fengju ekki sína réttu ull aftur, og það, sem unnið væri í vélunum, væri ónýtara en það, sem unnið væri með höndunum, og margt því um líkt. þessu er enginn vandi að trúa; þeir, sem eru við slíkar stofnanir fá vana- lega laun sín helzt úti látin 1 þess kyns vöru. Fyrirtæki þetta blómgaðist nú ár frá ári og var alt af verið að smá- bæta við vélum; en ekki var þó enn ráðist f að kaupa nýar vélar. Árið 1874varkomið upp í Gjæsadaltó- vélum af hlutafélagi, er stofnaðist í því skyni. þetta þótti O.Nilsen ískyggilegur keppinautur, og er hann sá að alvara var í fyrirtækinu, bauð hann þeim að vera í félagi, og var tilboð hans þegar Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til ntgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Atwturstrœti 8. 43. blað. þegið. Félagið hafði nú 60,000 króna höfuðstól, er skiftist í 300 hluti, og átti Nitaen helming þeirra. Um þjóðminningarhátiðina i sumar. I 40. blaði ísafoldar er minst á þjóðminningarhátíðina í sumar og sköru- lega hvatt til að halda hana með tilhlýðilegum hátíðabrigðum. Vér vilj- um minnast dálítið frekar á það mál. Væri nokkurn tíma ástæða fyrir oss til að halda þjóðminningarhátíð, þá er það einmitt nú, er 25 ár eru liðin frá því er vér héldum þjóðhátíð vora í minningu þess, að land vort hafðí verið bygt í þúsund ár. Vitaskuld er, að árferði er fremur erfitt nú sem stendur, en engum skynsömum manni mun detta í hug að láta slíkt á sér festa, því erfið ár höfum vér áður átt, en úr ræzt, og svo mun aftur verða. þess er enn fremur að geta, að stjórnarskrá sú, er vér höfum nú, ersvo allsendis ónóg, og vér þráum mjög bót þar á; en hins vegar verður því ekki neitað, eins og skýrt er tekið fram í áðurnefndri grein í lsafold, hve stórkostlegur munur er á stjórn vorri nú, frá því sem var, er alþingi var að eins ráðgefandi, enda dylst engum, sem augun hefir opin, hve mikið hefir verið starfað í fram- faraátt á þessum aldarfjórðungi, frá því er vér fengum hana. þegar þess ennfremur er gætt, að Reykjavík er sá staður á landi hér, sem fyrst var numin og fyrst hafin bygð á, þá er ætlandi, að Reykvíkingar sýni nú rögg á sér og haldi þá þjóðminningu, er tækifærinu sé samboðin, þar sem nú einnig þetta ár er hið síðasta á þess- ari öld, er reglulegt alþingi kemur saman. Vér vitum og til þess, að það hefir komið til orða meðal ýmsra manna, að nú í sumar bæri að halda venju fremur veglega þjóðminningarhátíð, þó ekki hafi það komið beinlínis til opin- berrar umræðu, og virðast menn, sem eðlilegt er, gjarna vilja hafa einhver sérstakleg hátíðabrigði. En hver ættu þau þá að vera? Ymislegt má að vísu til finna, og það fleira en eitt; en vér viljum sér- staklega benda á eitt atriði, og það er að Inafa einhverja sýningu eða leika úr sögu landsins. í því efni stöndum vér Reykvíkingar engan veginn illa að vígi. Vér höfum allgott leikhús, leik- ara svo góða suma, að sóma mundu sér nokkurn veginn í hverju leikhúsi, sem væri erlendis; þar á ofan eigum vér marga merkilega atburði í sögu vorri og það suma hverja ágætlega lagaða til að semja út af leikrit, og gegnir furðu, að skáld vor skuli ekki hafa gjört sér meira far um en verið hefir, að taka sér þar af yrkisefni til leikrita. Fyrir nokkrum árum sýndu Akureyringar þá rögg af sér, að leika um sumartíma á þúsundárahátíð sinni ærið kostnaðarsamt og langt leikrit, nefnilega Helga magra eftir síra Matth- Jochumsson, en þá er vonandi að vér Reykvíkingar, sem að öllu leyti að heita má stöndum svo langtum betui

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.