Ísafold - 19.09.1903, Blaðsíða 1

Ísafold - 19.09.1903, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist eÍDD sinni eða tvisv. í viku. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/2 doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). 1SAF0LD. Uppsögn (skrif)eg) bundin við áramót, ógild nema komin sé tii útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXX. árg. Reykjavík laugardaginn 19. september 1903 60. blað. JtuAÁidá jMaAýaAÍii I. 0. 0. F. 859258V7 Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjum mán. kl. 11—1 i spltalanum. Forngripasafn opið md., mvd. og ld. 11—12. K. F. TJ. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og aunnudagskveldi kl. 8*/a siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 ■og kl. 9 á hverjum helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- endur kl. 101 /2—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundn lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. ti) útlána. Náttúrugripasafn, í Vesturgötu 10, opið i sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis i Pósthússtræti 14b 1. og á. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Engin síðdegis- messa á morgun. Lesið! Prentsmiðja 1 ■■■■Bnu íýÍAEODDAI^ tekur til prentunar bækur og önnur rit, erfiljóð, grafskriftir, auglýsingar, nafnmiða og sérhvað annað, sem um er beðið. Afgreiðsla fljót. Prentun ódýr. Bókverzlun íj^AEODDAÍ^ selur flestar innlendar bækur ogmarg- ar útlendar, einkum danskar. Bækur þær, sem ekki eru til í bókverzlun- inni, innlendar eða útlendar, eru út- vegaðar svo fljótt sem kostur er á. Pappirs-og litfausaverzlun íj^AEODDAlý seluralls konar skrifpappír, í stóru og smáu broti, alls konar umslög, penna, pennasköft, blýanta, skrifbækur, reikn- ingsfærslubækur og margt fleira, er til ritfanga heyrir. J53g~ Verð hvergi betra. Bókbandsverkstofa íj^AEODDAI^ tekur bækur í band og afgreiðir fljótt og vel. Afgreiðslan opin allan daginn, frá kl. 7 árd. til 8 síd. t Frú Pördis Helgadóttir Sivertsen. Fædd 2. mai 1874, dáin 28. júli 1903. Ó hve undarlegir eru drottins vegir, hærri hyggju manns! Eríitt er að skilja oft í drottins vilja, hver sé meining hans. Standa veik stráin bleik; eikin væna víntréð græna verða' að jörð að falla. Enn þá einu sinni oss er fest i minni drottins dularráð. Flýgur sorgarsaga sumarlanga daga yfir lög og láð: Fallin eik föl og bleik. Undarlegir eru vegir orð og gjörðir drottins. Stóð í bezta blóma björk i sumarljóma góð á góðri rót; hugþekk hverjum manni, heill i sínum ranni, horfði himni mót. Dundi þá þruman á; elding skæð slö hám af hæðum hana banasári. Komin kær var möðir kaldar hafs um slóðir, dóttur fýsti’ á fund, en þá hitti hana hartnær komna’ að bana; hvílík harmastund! Svona fer, — vonum vér, gott oss hyggjum hús oss byggjum hátt, en drottinn ræður. Traust var tengdur svanni tryggum eiginmanni, glöð í góðum reit. Sú hin sama höndin, sem þau tengdi böndin, sjálf þau sundur sleit. Drottins hönd batt þau bönd. Sami kraftur enn mun aftur ástir fastar binda. Margur maður tregar menjar ástúðlegar: sárast syrgir ver, bræður harma hljóðir, hnípin situr móðir, systur sorgin sker. Hrygðin nær nær og fjær. Börnin ung af böli þungu beygjast ei sem hinir. Sefið sorg og trega, sú hin elskulega hvarf í himininn: heim til hærri ranna, heim til ástvinanna, fann þar föður sinn. Faðirinn, frelsarinn faðminn breiða brúði leiða blíða’ í föðurgleði. Ó hve yndislegir eru drottins vegir síðar segjum vér, er i höfn vér höldum hafs af bárum köldum, leið er lokið er. Ó þá stund, unaðsfund! Gott er að bíða gleðitíða, gott er að drottinn ræður. Valdimar Briem. Rektor K.E. Palmgren í Stokktiólmi og samskóli hans. Eftir Guðmund Finnbogason, magister. II. Skóli Palmgrens hefir fyrstur á Norðurlöndum tekið upp s a m e i g i n- lega kenslu fyrir pilta og stúlkur til fullorðins ára. Hann hefir því rutt þá braut, er Pinn- ar, Norðmenn og Danir síðar hafa fylgt, að láta æðri mentaskóla sína kenna piltum og stúlkum saman. Fyr- irmyndin er heimilið. Eins og piltar og stúlkur uppalast saman á heiuiil- nnum, svo á það og að vera í skólun- um. Á þann hátt kynnast þau bezt hvort öðru og fá því réttari skilning á þvf, sem einkennilegt er í fari hvorra um sig, en það er hinn bezti undir- búningur undir lífið, þar sem menn og konur lifa og starfa saman. það virð- ist undarleg hugsun, að siðferðinu sé meiri hætta búin er piltar og stúlkur sitja saman að alvarlegum störfum í skólanum, heldur en þegar þau hitt- ast utan skólans, á heimilum, í dans- salnum, á skautaísnum eða annarstað- ar, enda hefir reynslan sýnt hið gagn- stæða. Einmitt siðferðisins vegna, einmitt af því að hið siðferðislega and- rúmsloft verður hollara og hreinna þar sem bæði piltar og stúlkur sækja skólann undir handleiðslu hygginna og vingjarnlegra kennara og kenslukvenua, er það, að Palmgren leggur svo mikla áherzlu á samkensluna. Um áhrif pilt- anna og stúlknanna i skólanum hvort á annað segirhann: »Drengirnir fyr- irverða sig fyrir að viðhafa ljótt orð- bragð, blóta og koma ókurteislega fram í viðurvist stúlknanna. Erammi fyrir þeim missa þeir trÚDa á að þeir með slikum ósiðum sýni nokkra »karl- mensku* og Iáta sér auðveldlega skilj- ast hve órétt slík hrottaleg framkoma er. þar sem stúlkurnar gefa piltun- um gott eftirdæmi með híbýlaprýði sinni (huslige egenskaper), ef svo má að orði kveða, svo sem aðgætui, ná- kvæmni, hæversku og ástundunarsemi, hafa piltarnir aftur góð áhrif á þær með eðlilegum hvatleik sínum, fjöri því og snarræði, er þeim fylgir«. í skólannm er enginn munur gerð- ur á piltum og stúlkum. í kenslu- stundum sitja þau samau, venjulega i stafrófsröð, og alt viðmót þeirra og blærinn á samlífinu í skólanum ber það með sér, að þar er bygt á réttum grundvelli. •þegar eg frá ræðupallinum í hátíða- og bænasal skólansi, segir rektor Palmgren*, lít yfir barnahópinn, gleðst eg oft við þessa hugsun: f>að er þó h e i 11 hluti mannkynsins sem þú hef- ir frammi fyrir þér og átt að leiðbeina, ekki h á 1 f u r. Er það tilviljum ein, eða er dýpri þýðing 1 því fólgin, að orðið b a r n er hvorugkyns í svo mörgum málum? í samskólanum eru ekki stúlkur, ekki drengir, að eins b ö r n«. Eins og Palmgren hefir rutt sam- kenslunni braut, þannig hefir hann, eins og áður var tekið fram, fyrstur manna f Svíþjóð tekið upp k e n s 1 u í skólaiðnaði. Aldrei hefirhanda- vinna átt sér betri talsmann. Endur- f

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.