Ísafold - 01.05.1912, Blaðsíða 1

Ísafold - 01.05.1912, Blaðsíða 1
Kemm út tviavar í viku. Verð Ar|?. (60 arkir minat) 4 kr. eriendia 5 kt, eða l1/* dollar; borgist fyrir mibjan jú)i (erlondin fyrir fram). ISAFOLD Uppsðgn (fkriflog) bnndip vib dramót. oi ógild nema komm »é til útgefanda (íyrtr 1. okt. eg aaapandi akoldlaai Tið blaðib Afgreibsia: Aostantrteti 8. XXXIX. árg. Reykjavík 1. maí 1912. 28. tölublað Trd Tifanic-slijsinu. TTlesta og voðaíegasta sjávarslijs, sem sögur fara af. Tttakaníegir atburðir. Titanic leggur á stað. Titanic lagði á stað frá borginni Southampton á Bretlandi io. april. Það var fyrsta ferð skipsins, en skip- ið mestur dreki í heimi og þótti þessi jómfrúferð þess því hinum mestu tið- indum sæta. Það bar við, er skipið lét úr höfn, að við lá árekstri við annað skip. Þótti skipverjum það ó- heillamerki. Svo var minsta kosti eftir slysið, að þeir þá töldu fyrirboða hafa verið. Farpegar á Titanic voru um 1400. Meðalþeirra merkastir: William Stead, miljónamæringarnir Astor, Vanderbilt og Straus. Skipstjóri Titanic var einn elzti starfsmaður White-Star-félagsins E. A. Smith. Heíir jafnan verið gripið til hans til að stjórna skipum á fyrstu ferð þeirra yfir Atlantshaf. Þar var traustið, sem hann var. Enda sýndi hann það, er slysið bar að höndum, að honum var ekki æðrugjarnt. Munu lengi fara af því sögur, hve mann- dómslega honum fórst þá, svo sem siðar getur. Trúiu á Titanic. Nú bar ekki til tíðinda í Titanic fyrstu 5 dagana. Farþegar undu sín- um hag hið bezta í þessari dýrlegu sjávarhöll — þessu sjölyfta skraut- hýsi, þar sem alt var innanborðs sem mannlegt auga girntist, að heita má, öll hugsanleg þægindi, sem hægt er að kaupa við peningum, — meira að segja leikvöllur var þarna — laiun- tennisvöllur, svo sem til að festa i far- þegum meðvitundina um, að á land- jörð væri, en eigi á hvikulu hafinu, svo sem til að gera að engu í huga þeirra muninn á sjó og landi. En að kvöldi hins 5. dags farar- innar sagði höfuðskepnan til sín og sýndi mannlegum mætti, hversu lítið hann megnar, þrátt fyrir öll þau óskapa framsóknarflug í allri kunn- ustu um farartæki á sjó, sem orðið hafa af hans völdum á síðustu ára- tugum. Titanic er svo búið ut, sögðu skipa- smiðirnir að pað getur ekki sokkið. — Hingað kemst skipasmíðarlistin, — en lengra ekki. Skipasmiðirnir fullyrtu þetta. Eig- endur skipsins trúðu því. Skipshöfn- in trúði þvi líka, og farþegarnir trúðu, þegar hinir trúðu. Og þó fór svona! Knörrinn klýf- ur sjóinn 5 daga — verður þá fyrir ísjaka. Og fáum stundum síðar — liggur hann á mararbotni — 0g 16— 1700 manns-líf fylgja með. Svo skamt á veg komin er mann- leg snilli, svo lítið má henni treysta I Áreksturinn. Sunnudagskvöldið 14. apríl var Titanic komin í námunda við New- foundland. Blíðalogn var á sjónum. Skipið fór með nærri fullum hraða, 20 sjómílur á klukkustund, en gat farið 21. Rekaís var talsverður þar á sjónum. Það var kalt orðið um kvöld- ið. Flestir farþegar kusu því heldur að vera í rúmum sínum eða hlýjum salakynnunum undir þiljum. Einstöku farþegar sátu í reykingarstofunni og voru að spila bridge. Þegar klukkan var rúmlega' 10 — er alt í einu hringt í ákafa frammi á skipinu, þrisvar sinnum. Það þýðir, að eitthvað sé beint fram undan, sem forðast verði. Skipstjórinn á stjórnpallinum lætur þegar stöðva allar vélar, en það er um seinan. Árekstri verður eigi varnað. Áður en vélarnar urðu stöðvaðar lend- ir skipsbáknið á ísjaka — eða öllu heldur ísfjalli, sem sumir farþegar hafa talið vera 150 fet á hæð og 100 rast- ir á lengd eða eins og héðan austur á Rangárvöllu. Skipið strýkst með jakaröndinni og járnplöturnar frá stefni og að miðju skipi flettast sundur. Hljóðið af árekstrinum og kippur- inn, sem skipið tók, var þó eigi meira en svo, að sagt er, að ekki hafi nema 100 manns innanborðs orðið þess vör. Aliir á þilfar. Þegar eftir áreksturinn voru allir farþegar og skipverjar vaktir og skip- að að fara upp á þiljur. Varð nú ys og þys, grátur og hörmunga-óp, sem þó rénuðu skjótt, því að skipsfyrir- liðar töldu öllum trú um, að Titanic gceti ekki sokkið. Kallað 4 hjálp. Björgunarbátar á flot. Skipstjóri stóð á stjórnpallinum og gaf skipanir sínar. — Fyrst og fremst var loftskeytamönnunum boðið að senda í allar áttir þetta skeyti: S. O. S., en það þýðir: Skip í sjdvarhdska — hjdlp I Þá voru björgunarbátarnir settir á flot, en þeir voru eigi nema 16 tals- ins og gátu eigi tekið nema um 1100 af 2340 manns, sem innanborðs voru. Börn og konur fyrst! Átakanleg sjön. Þá gaf skipstjóri ofanritaða skipun: Fyrst konur og börn í bátana. Eng- inn karlmaður, nema ræðarar og for- menn, mega fara ofan í björgunarbátana, meðan nokkur kona eða barn er enn á skipsfjöl. Og þessarri skipun var hlýtt nærri undantekningarlanst. Þrír ítalir gerð- ust þau ómenni að reyna að óhlýðn- ast og skjótast niður í bátana, en þeir voru óðara skotnir niður sem hundar. Eftir það reyndi enginn þetta, nema hvað 6 Kínverjar fundust seint og síðar meir undir hlemmunum í ein- um björgunarbátnum marðir og meidd- ir allir — tveir til dauða. Konur og börn fyrst! Enginn greinarmunur gerður á fátækum og ríkum, voldugum og vesölum. Enginn möglaði. Miljónamæringurinn John Astor, ný- kvæntur, bar konu sína niður í einn björgunarbátinn. Þar var sæti autt við hlið henni. Honum var boðið það, með því að alt kvenfólk, sem til næðist, væri koroið í bátana. Hann settist bjá konu sinni. En rétt í því sést kona koma hlaupandi út að borð- stokknum. Miljónamæringurinn reis óðara úr sæti sínu: Konur Jyrst, sagði hann, kveikti í vindling og hvarf á skipsfjöl, hallaði sér svo yfir borðstokkinn og hrópaði til konu sinnar: Við hittumst síðar. Meðal farþega voru vellauðug kaup- mannshjón frá Vínarborg: Isidor Straus og kona hans. Straus var eggjaður á að reyna að koma sér í einhvern bátinn: Ekki meðan nokkur kven- maður er á skipsfjöl, svaraði hann. Þá reyndu skipverjar að taka konu hans með valdi og koma henni i bát- ana. En hún hélt sér fast í mann sinn: Eg verð par sem pú ert. Við höýurn lijað saman 40 ár og skiljum pví egi á gamals aldri. Það er eins og Bergþóra á Bergþórshvoli hafi verið þarna komin: Ung var eg gefin Njáli! Straushjónin tóku, í faðmlögum, móti dauða sínum, er skipið sogaðist niður að mararbotni. Þrek og hugprýði skipstjóra Öllum þeim, sem komust af, ber samnn um hugdirfð, festu og ró Smiths skipstjóra. Hann vék ekki af stjórn- Skipstjórinn á Titanic, J. E. Smith. palli skipsins allan tíinann — og skip- aði þaðan fyrir um alt, sem gera skyldi, hugsandi um það eitt að gera alt, sem í hans valdi stóð, til þéss að bjarga mannslífum þeim, sem honum höfðu falin verið. — Þegar björgunar- bátarnir voru komnir frá skipinu, hrópaði hann til þeirra, sem eftir voru: Þér hajið gert skyldu yðar. Hér er eigi unt meira að gera. Sjdi nú hver fyrir sjáljum sér. Og þegar skipið var að sökkva, sjórinn farinn að taka skipstjóra i mitti — veifaði hann húfunni, hrópaði í kallara sinn: Sýnið yður sem Breta og — sökk með skipi sínu. Sumir farþega segjast hafa séð skip- stjóra síðar á sundi vera að hjálpa félögum sínum og farþegum að kom- ast upp í báta eða upp á fleka. í einum bátnum segir sagan, að honum hafi verið boðið rúm, en hann svar- aði: nAUhr aðrir á undan mér. Loftskeytamaðurinn Philipps. Loftskeytamaðurinn á Titanic hefir einnnig hlotið mesta orðstír fyrir skyldurækni sína. Hann vék eigi frá loftskeytaverkfærunum fyr en 1 o mín- útum áður en skipið sökk -j- send- andi í sífellu neyðarskeyti, ef vera mætti, að eitthvert skip væri svo í nánd, að björgun mætti takast. Loks náði hann ísamband við skipið Carpathia, sem að lokum barg þeim, sem af komust. Lojtskeytunum rná pakka pað, að eigi glötuðust allir peir, er með Titanic voru. Titanic innanborðs. Þessi mynd gefur nokk- ura hngmynd um hvern ig umhorfs hefir verib i Titaoic að innan. Það er þverskurður af skipinu. — Efst (nr. 1) er þilfarið, sem farþegum á 1. farrými var ætlað til skemtigöngu. nr. 2 eru salirnir i 1. far- rými, nr. 3 lestrarsaiur é 2. farrými og dagstofa á 3. farrými, nr. 4 borðsalnr inn i 2. farrými, 5. svefn- klefar, 6. horðsalurinn i 3 farrými og leikfimissalur 7. baðþró, geymsluklefai og lawntennisvöllur o't svefnklefar i 3. farrými, 8. Vatnsgeymar, 9. Hinr tvöfaldi botn. öufoskipafélaginn, sem átti Titanic, »White-Star- féiaginuc, hefir verið fund- ið það miög til foráttu, hve miklu fé hafi verið varið til skrauts og vel- lystinga t. d. ósköpin öl! af baðstofum — og lawn- tennisvöllur(\), en eigi höfð björgunartæki. þvi hugsun að gera skipið tryggilega úr garði um Loftskeyti á skipum. Ef eigi hefði verið loft- skeytastöð i Titanic er eigi annað sýnna en að hver einasti maður á skip- inu hefði drukuað. f>að má þvl segja, að loft- skeytin hafi borgið þarna 7—800 manns. A myndinni sést ofantil loftskeytamaðurinn, sem er að taka móti og senda frá sér skeyti, en neðan- til sjálfur höfundur loft- skeyta-aðferðarinnar, Marconi hinn italski. Sjálfsagt kennir þetta slys öllum þjóðum hversu mikiivæg loftskeytin ern. Þess verður óefað eigi langt að biða, að öllum fólksflutniugaskipum verði gert að skyldu að hafa loftskeytastöð — og svo smátt og smátt öllum skipum. Aðstoðarmaður Philipps, sem Bride heitir — og komst af — segir frá þvi, að Philipps hafi eigi einu sinni gefið sér tíma til að smeygja utan um sig björgunarhring. Segist Bride hafa gert það, meðan Philipps sendi skeyti sín. Skömmu áður en skipið sökk brá Bride sér frá Philipps, en er hann kom aftur, sá hann náunga einn vera að læðast aftan að Philipps, sem um ekkert hugsaði nema skyldu sína og reyna að ná af honum björgunar- hringnum. Bride'segist hafafylstsvo : bræði, er hann sá þann ódrengskap, j og niðingsbragð, að hann þreif mann- inn og gerði út af við hann á vet- fangi. Bride sá Philipps siðar um nóttina — liggjandi dauðan á timburfleka — dauðan úr kulda I Hljóðfærasláttur í dauðans dyrum. Hljóðfærasveitin í Titanic fór þegar Andvökukvöld. Frásögn i sumargleði stúdenta 24. april 1912. Nú er sálfræðiöld um allan heim. Hún er líka komin hingað. Við höf- um, hundruðum saman, hlustað á fyrir- lestra um sálarfræði einn vetur. Við höfum fengið doktor upp úr sálarfræð- inni. Sumir hér telja sig hafa fengist við sálarfræðilegar tilraunir, þó að aðrir telji það markleysu. Þó að eg sé ekki sálarfræðingur, dettur mér í hug að minnast á eitt atriði sálarfræðinnar, hugsanasambönd- in. Eg veit þið hafi öll tekið eftir því, hvernig ein hugsunin fæðist af annari, stundum á svipstundu. Og áður en menn varir, stundum nærri því á einu augabragði, eru hugsan- irnar orðnar svo fjarskyldar byrjunar- hugsuninni, að ef maður athugar þetta, liggur manni við að fara að spyrja sjálfan sig, hvort það sé nú alveg víst, að maður sé með öllu viti, hvort þessi sambandslausi fleygingur á hugs- unum sé ekki eitthvert vitsmunaringl. Eg ætla að drepa á eitt dæmi um þetta. Og þegar eg verð búinn að því, ætla eg að setjast niður — senni- lega ykkur til fagnaðar. Eg veit, að það er svo lifandi undur oft lang- skemtilegasti hlutinn af ræðum að sjá og heyra ræðumann — hætta. Eg var hér um kvöldið að iesa mig i svefn í Njálu. Mér gekk það illa. Eg held Njála sé einhver sú versta bók til þess að sofna við — þó að lesandinn sé henni sæmilega kunnug- ur. Hvert haldið þið að Njála hafi farið með mig? Eg veit, að hér eru margir spakir menn inni, lika getspak- ir. En eg efast um, að nokkurt ykk- ar geti getið þess. Hún fór fyrst með mig aftur i mín fyrstu blaða- menskuár vestur í Ameríku. Áður en mig varði, raktist sundur, eins og uppvafið bókfell, hver atburðurinn eftir annan, sem þar hafði gerst — út úr því að vera að lesa Njálu, sem ekki vantaði ýkja-mikið á að eg kynni utan- bókar. Getur nokkuð verið fráleitara? Er þetta ekki eins og sundurlausir draumórar sofandi manns? En svona erum við í vökunni. Eg veit, að þetta er ekki einstætt um mig. Eg var að lesa viðureign þeirra Hallgerðar og Bergþóru, þegar þær voru að láta drepa menn hvor fyrir annari. Og eg fór að hugsa um það, hvað sagan bæri þess ljós merki, að atburðirnir hafi alls ekki gerst eins og frá er skýrt, ef þeir hafa gerst á ann- að borð. Hallgerður byrjar á því, að láta Kol drepa Svart, húskarl Berg- þóru, meðan Gunnar og Njálssynir eru á þingi. Mátti þá ekki ganga að því vísu, að Bergþóra mundi sæta lagi um næsta þingtima og láta drepa Kol þá, ef þess væri nokkur kostur? Var ekki sjálfsagt, að haía gætur á mann- inum einmitt um þingtímann ? í stað

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.