Ísafold - 19.11.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 19.11.1913, Blaðsíða 2
364 I SAFOLD Bróðurmorð í Reykjavík. Konan Júlíana Jónsdóttir veldur dauða bróður sins, Eyólfs Jónssonar, með þvi að byrla honum eitur. Fyrsta morð, sem sögur fara af i Reykjavík. Grunur um að Reykvikingur einn, Jön Jónsson verkam. sé meðsekur. >Dúkskot< (Vesturgötu 13), þar sem Eyólfur Jónsson bjó og lagðist banaleguna. Þess var getið í síðasta blaði, að nýdáinn væri maður einn hér í bæn- um, Eyólfur Jónsson að nafni, og að grunur léki á, að eigi væri alt með feldu um dauða hans. Sá grunur varð að vissu á laugar- dagskvöldið seint. Þá kom fram játning frá systur hins látna manns, að hún vœri völd að dauða hans. Með þeirri játning var Ijósi brugð- ið yfir einhvern hinn hryllilegasta og um leið hörmulegasta glæp, sem sögur fara af hér á landi, að minsta kosti um margar aldir. Morð hafa verið afarfátið hér á landi á seinni tímum, eigi komið fyrir nema á margra áratuga fresti. Síðasta morðið, sem sögur fara af, er yfir 20 ára gamalt. Hér skal nú sögð sagan af þess- um mikla sorgaratburði, sem lostið hefir Reykjavík og land alt eins og elding, fylt menn hryllingi, gengið yfir skilning vorn, en jafnframt kveikt samúð í brjóstum vorum, fyrst og fremst með sifjaliði þeirra, sem við málið ern flæktir, og jafn- framt vorkúnnsemi með þeim, sem í þessa ógurlegu ógæfu hafa ratað, sennilega meira eða minna undir lögmálinu því: Þeir vita ekki hvað peir eru að qera. Saga málsins er hér tekin að mestu eftir dagblaðinu Morqunblaðið, sem blaða bezt og ítarlegast hefir af þvi sagt. Aðalpersónurnar. hyóljur Jónsson, sá er ráðinn hefir verið af dögum, var 48 ára gamall, ættaður frá Arnórsstöðum á Barða- strönd. Hann var sonur Jóns bónda þar, sem var orðligður sjógarpur og dugnaðarmaður, en svolamenni annars. Var um hrið á Bíldu- dal við vinnu hjá Pétri Thor- steinsson og kallaður Eyóltur sterki. Eyólfur var þar talinn dugnaðarmað- ur, en mauiapúki mikill, maður, sem flest lagði á sig fyrir peninga. Tókst hann oft mjög vondar vetrarferðir á hendur, ef peningar voru í boði og var oftast nær fylgdarmaður prestsins á Bíldudal, er hann fór á vetrum til Selárdals. Var Eyólfur þar vestra álitinn mjög vel efnaður, lánaði þar mörg- um fé, t. d. einum manni 1400 kr. Átti og í jörðum. Síðar var Eyólfur á Patreksfirði og réðst þar á botnvörpung Péturs kon- súls, Eqyert Ólajsson. Var þar kyndari. Síðast var Eyólfur við vinnu úti á Melum, einhverja jarðræktarvinnu. Eyólfur bjó í Dúkskod, Vesturgótu 13. Júlíana Jónsdóttir, systir Eyólfs, sú er játað hefir á sig að hafa byrlað bróður sinum eitrið, er 46 ára. Var áður gift Magnúsi hafnsögumanni í Elliðaey, sem látinn er fyrir nokkrum árum, og átti i því hjónabandi dóttur, sem nú er gift verkmanni hér í Reykjavík. Síðustu árin hefir hún búið með Jóni Jónssyni, sem er þriðja aðalpersónan í þessu morðmáli. Bjuggu þau á Brekkustíg fyrir vestan bæ. Var Jón áður kvæntur konu, er Ingibjörg heitir og nú býr inn við Lindargötu, en fullur skilnaður var ger milli þeirra í vor, og hafði Júli- ana gengið fast fram i þvi, að skiln- aðurinn fengist. Jón þessi er mið- aldra maður, sagður fremur ófús til vinnu,kvað hafa auknefnið, Jón vinnu- lausi. Þessum Jóni kennir Júliana um alt saman, hann hafi komið sér til að byrla eitrið. Moröið sjálf't. Eyólfur heimsótti systur sina laug- ardag 1. nóv., milli kl. 5 og 6 síðd. Bauð hún honum þá að borða, og þá hann það. Skyr var fram reitt. Júlíana blandaði skyrið hvítu dufti, tvisvar úr skeið, að því er Eyólfur bermdi síðar. Fanst Eyólfi óbragð að skyrinu. »Hvaða vitleysa«, svar- aði Júliana, »eg setti dálitið brennivín saman við það. Láttu matinn i þig. Þú hefir gott af brennivínstárinu 1« Eyólfur hámaði i sig skyrið og fór síðan niður í Iðnó, fekk þar kvöldmat og fór svo heim. En þá fór eitrið að verka. Hann fekk uppsölur miklar, er héldust fram undir morgun. En sunnudag 2. nóv. var hann þó það hress, að hann komst til systur sinnar og heimtaði þá kistu, sem hún geymdi fyrir hann og í voru sparisjóðsbók með 705 kr. í og peningar nokkurir og bendirsú heimsókn til, að eitthvað hafi Ey- ólfur verið farinn að gruna systur sína um græzku. Enda reyndist svo, að er hann skoðaði í kistuna, vant- aði sparisjóðsbókina og peninga (2 kr.), — krafði hann þá Júlíönu bók- arinnar með vottum og þorði hún þá eigi annað en láta hana af hendi Hafði hún þá geymt hana niðri í kommóðuskúffu. Nú fór alt með feldu þangað til að kvöldi dags 4. nóv. Þá kvartaði Eyólfur enn um veikindi. Var Jón H. Sigurðsson héraðslæknir þá sóttur og stundaði hann Eyólf alla þá viku. Dró æ meira af Eyólfi og þriðju- dag 11. nóv. var hann fluttur í sjúkra- hús, þá með lítlli rænu. Gátu læknarnir við ekkert ráðið, og fimtudag 13. nóv. dó Eyólfur. Meðan Eyólfur lá heima hafði hann orð á því, að veikindi sín mundu stafa af ólyfjan í matnum hjá systur sinni, en baðst jafnframt þess, að henni yrði ekkert gert fyrir það, Aldrei heimsótti Júlíana bróður sinn, meðan hann lá. En eftir dauða hans beiddist hún þess að fá að sjá likið. Þess var henni synjað. Líkið bruflð. Þegar eftii dauða Eyólfs var lik hans krufið undir umsjón héraðs- læknisins. Spurðum vér hann um niðurstöðuna og tjáði hann oss, að komið hefði i ljós greinileg eitrun í öllum likamanum og benti flest á það að eitrunin stajaði aj Josfór, en það verkar mjög seint. Júlíana tekin föst. Nú þóttu böndin berast að systur Eyólfs, Júliönu. Leitaði lögreglati sér margs konar upplýsinga á föstu- dag og fyrri hluta laugardags. Þá um kvöldið klukkan 6 fór svo lög- reglan vestur eftir á heimili Júlíönu. Var hún þá tekin föst og farið með hana í varðhald. Júlíana játar á sig glæpinn. Frestaðist réttarhaldið nokkuð, með því að Júliana kvartaði yfir lasleika, svo að sækja varð héraðslækninn. Bar hún sig þá aumlega. I réttarhaldinu játaði Júliana svo, að hún hejði byrlað bróður sínum eit- ur í skyrið — aj ásettu ráði — til pess að stytta honuni aldur oq kornast yfir Jjármuni hans. En vildi kenna Jóni Jónssyni, sem hún býr með, alla ráðagerð um þetta. Jón tekinn fastur. Þegar játning Júlíönu var fengin, voru næturverðirnir sendir til þess að taka Jón Jónsson fastan. Komu þeir með hann upp í hegningarhús undir miðnætti. Lét Jón, sem eigi vissi hann neitt, hvaðan á sig stæði veðrið, hvers vegna verið væri að taka sig fastan og h 1 ó að misgrip- um þeim. Fangarnir í heguingar- húsinu. Fyrstu nóttina var Júliana svo há- vaðasöm, grét og stundi svo, að fangarnir T hinum klefunum fengu eigi hálfan svefn. En Jón hélt sinum sönsum alveg. Matarlyst hafði þó Júliana haft í fangelsinu og meira að segja mælst til að fá kaffidreitil. Réttarhald yfir Jóni. Það var haldið á sunnudag. En bæjarfógeti vildi þá eigi láta uppi hver niðurstaðan hefði orðið. — En af ýmsu öðru mun þó mega ráða, að komið hafi fram likur fyrir þvi, að hann hafi verið i vit- orði með Júlíönu. A mánnudaginn heimsókti einnaf blaðamönnum Morqunblaðsins fólk það, sem Eyólfur bjó hjá, í Dúks- koti, Magnús Bjarnason og konu hans Ingunni, og inti þau frétta um Eyólf og siðustu daga hans. Þessi eru helztu atriðin í þeirri skýrslu: Hann var ötull sparsemdarmaður, sem í mörg ár hafði sparað saman fé í sparisjóð Landsb. Átti hann þar inni um 705 kr. Þessa bók hafði hann í kofforti sínu, og ennfremur 32 kr. i peningum. Hafði koffortið staðið hjá systur hans í sumar, meðan Eyólfur var i kaupavinnunni — og stóð þar þangað til daginn eftir, að hann át eitrið hjá systur sinni. Þá sótti hann koffortið og varð þess vís, að Júlíana systir hans hafði tekið sparisjóðsbókina og 2 kr. af lausa silfrinu. Fór síðan með 2 menn með sér til heimilis hennar og heimt- aði aftur bókina og féð. Tók hún þá bókina úr kommóðuskúffu sinni og með hana fór Eyólfur á burt. Daginn eftir þessa síðustu heirn- sókn hans hjá Júlíönu systur sinni, varð Eyólfur að fara í rúmið enn á ný, vegna lasleika í maganum, og var upp frá því ófær til allrar vinnu. Ekki sagðist Magnús Bjarnason eða fólk hans hafa heyrt Eyólf minn- ast á ilt samkomulag milli hans og Júlíönu. Vissi hann um, að Eyólfur hefði oft rétt systur sinni hjálpar- hönd, er hún var í fjárkröggum. Hafði hann m. a. borgað húsaleigu fyrir hennar hönd í allan fyrravetur, og kvað nann Eyólf hafa minst á það lauslega við þau hjón, að Júlí- ana skuldaði sér 50 kr. fyrir húsa- leigu. Hann bjó þá í Ánanaustum hér í vesturbænum. Magnús segir frá því, að þau hjón hafi tekið eftir því, að það lýsti af spýjunni, eins og maurildi væri, þegar Eyólfur að kvöldi hins 1. nóv. kom heim veikur og fekk áköf uppköst um nóttina. Hafði lækni verið gert aðvart um þetta, og hefir það eflaust verið þess valdandi, að farið var að rannsaka málið, eftir að Eyólfur var fluttur í Landakotsspítala og grunur lék á, að hann hefði neytt eiturs. Bæjarfógeta var og einnig gert viðvart um þetta atriði, og lét hann undir eins eftir dauða mannsins flytja líkið af spítalanum upp í likskurðarhús gamla spítalans, og skipaði læknum að kryfja það. — Um hina ólánssömu konu, sem morðið hefir framið, hafði fréttarit- ari Mors’unbláðsins náð í þessar upp- lýsingar: Júlíana Jónsdóttir. Heimili hennar er á Brekkustíg nr. 14; bjó hún þar í kjallaranum, en hurðinni hefir verið læst af lög- regluþjónum, svo þangað verður eigi inn komist. En á efra lofti í húsinu býr Hákon Grímsson, sjó- maður, og börðum vér að dyrum hjá honum. Hákon þekti Iítið um hagi Júlíönu. Hún bjó þar með manni nokkrum, Jóni Jóns- sym, hálfbróður Sveins Jónsson- ar á Seli hér i Vesturbænum. Jón stundar bæði sjó og landvinnu og hefir róið til fiskjar við og við í haust. Hákon kvaðst eigi hafa verið heima, er lögreglan sótti Júlíönu. En þegar lögregluþjónarnir komu að sækja Jón, kl. ioxf2 sama kvöld, var Hákon háttaður, og sagði hann Jón einnighafa verið genginn til hvílu. Siðan hafi hurðum öllum verið lok- að og mætti enginn koma þar inn, Dóttur átti Júliana með fyrri manni sinum, fullra 7 ára og var hún hjá þeim Júlíönu og Jóni. Hún er laglegt barn, ljóshærð og bláeyg og sagðist ganga í skóla hjá Þor- steini Finnbogasyni. Hún er nú bæði föður- og móðurlaus og virtist, sem betur fer, bera lítið skyn á það hvað skeð hefir. Hún brosti til vor og bláu augun tindruðu, er vér lögðum höndina á bjarta hárið hennar og klöppuðum henni á kinnina. Þeg- ar móðir hennar var flutt í varðhald, var Hákon og kona hans beðin um að annast barnið. Verður hún hjá þeim þangað til lögreglan sér henni fyrir öðru heimili. En vér kveðjum Hákon í fullri vissu um það, að hann muni ganga þessu saklausa barni í föður- stað, og gera hið ítrasta til þess, að milda áhrif þessa þungbæra atviks á þann hátt, að barnið fái sem minst um hann að vita. — Þegar vér gengum fram hjá kjallaragluggum hússins, litum vér inn í herbergi það, sem Júlíana Jóns- dóttir bjó í. Tvö rúrn voru í her- berginu, stórt og lítið; borð stóð á miðju gólfi og á því þokkalegt klæði. í einu horninu stóð rokkur og á ofninum kaffikanna, — alt eins og húsmóðirin hafði skilið við það. í gluggakistunni lágu tóbaksdósir og fyrir glugganum voru hvit glugga- tjöld, gagnsæ. Heimili Júlíönu býður, eins og vér sáum það gegnum glugg- ann, af sér hinn bezta þokka, alt var hreinlegt og snoturt. Þetta eru helztu atriðin úr þess- ari raunalegu eiturmorðssögu. Síðan á sunnudag hefir ekkert nýtt gerzt. Á mánudaginn var að vísu haldið próf yfir Jóni Jónssyni, en eigi kom þá neitt nýtt fram. Júlíana hefir alveg verið látin eiga, siðan hún játaði sekt sína. í gær voru engin próf haldin í þessu máli, með því að lögreglu- stjóri var önnum kafinn í öðrum málum. En i dag mun standa til að taka ttl óspiltra málanna í morðsökinni. Felmtri sló á bæinn eins og nærrí má geta, þegar uppvíst varð um þenna óheyrða glæp. Vér eigum að venjast Reykjavík sem friðuðum reit glæpa — að minsta kosti stórglæpa — og því eigi nema eðlilegt, að fólk kippist við, er slík ósköp dynja á. Slíkum glæpum verður þjóðfélagið að reyna að verjast, eftirmætti. Sú vörn er framkvæmd á þann hátt að sökudólgar eru frjálsræði firtir um aldur og æfi, svo að eigi stafi öðr- um hætta af þeim. Eins og hér stendur á, er það að visu sjálfsagt að taka mjög hart á

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.