Ísafold - 12.01.1918, Blaðsíða 2

Ísafold - 12.01.1918, Blaðsíða 2
2 ISAFOLD / tnikinn, en heldur eigi nokkurn skapaðan hlut annað en rugling í reikningsfærslu. Og enginn maður á þingi var 1 vafa um það, né held- ur hefi eg beyrt gerðar getsakir um annað af nokkrum manni, nema nú af þeim óvandaða strákahóp, sem fylking »Tímans* virðist að nokkru mynduð af. — Flestir munu nú geta áttað sig á, að reikningsskekkjur muni geta kom- ið fyrir í öðru eins bákni og lands- verzlunin er, þar sem aðál-forstaða hennar hefir að mestu leyti fram að þessu verið í höndum þeirra manna, er aldrei hafa áður við þvilíkt feng- ist, og sérstaklega hefir óhæfum mönnum verið beitt þar til verka, síðan er þrimenningsstjórnin (»Tím- ans<) kom til valda i byrjun fyrra árs (1917) — enda hefir þar einmitt alt verið í sukki síðan, vitleysurnar hrúgast hver á annari og bókfærsla i engu lagi, eins og vafalaust mun sýna sig á siðan. Stjófnin lofaði Alþingi á siðastliðnu sumri, eftir beinni kröfu þess, að koma góðu lagi á landsverzlunina og setja hana nndir þæía forstjórn, en 'hún hefir svikist um það — og á þvi á ráð- herra »Timans«, atvinnumálaráðherr- ann, aðalsökina —, en langt verður þangað til að séð er fyrir endann á þessu óforsvaranlega ráðleysi. Nú fyrst hefir landsstjórnin, tilneydd, geit gangskör að þessu, og hefir nú, eftir þvi sem sjálfur «Timinn« seg- ir á öðrum stað, orðið að skipa sérstaka rannsóknarnejnd á það fyrir- komulag verzlunarinnar, sem sljórn- in hefir haldið henni i, og lið henn- ar talið hina mestu fyrirmynd, alt þangað til í óefni var komið. Þessi rannsóknarnefnd á nú að taka að sér forstöðu landsverzlunarinnar, en eigi hefir það heyrst, að henni b%fi verið falið það nauðsynjaverk, að sópa út þeim hóp ónytjunga, er þar hafa verið settir inn sem hálaunaðir brauðbitar úr klíku atvinnumálaráð- herrans, en vonandi er að hún hafi heimild til þess. Ef nú gengið er á lag »Timans« og athugað hverjutn þessi ruglingur eða reikcingsskekkja (i landsverzlun- inni) sé að kenna, þá er ekki i nein- ar grafgötur um það að fara, að það er þeim að kenna, er gengið hafa frá og gert upp þessa reikninga. Nú veit hver maður, sem ekki er fá- bjáni, að það eru ekki ráðherrarnir, sém hafa reikningsfærslu landsins á hendi og þvi sizt landsverzlunarinn- ar, nema þá að svo sé, að hinn ágæti atvinnumálaráðherra okkar hafi nú tekið hana að sér. Um reiknings- færsluna hafa að þessu annast skrif- stofur stjórnarráðsins, landsféhirðir, og svo skrifstofa landsverzlunarinnar. En eý nú nokkur sérstakur ráð- herra ber »ábyrgð« (manni er spurn: Hverskonar ábyrgð f) á þessari reiku- ingsskekkju, sem yfirskoðunarmenn telja vera i því fólgna, ekki að neitt »vanti«, heldur að >landssjóður er tal- inn eiga meira í verzlun sinni, held- ur en sizt í landsreikningi, að hann hafi til hennar la<>U, þá er það vit- anlega sú stjórn, er qerir upp reikn- int>ana og afhendir þá slíka. En pað var hin nýja stjórn, hin þrihöfðaða — stjórn »Timans«, eins og bent hefir verið á hér á undan. Hún sezt í sessinn [með drsbyrjun 1917, og skilar þessum reikningum til yfir- skoðunarmanna ekki fyr en 24. febr. s.á. Um vorið fær þessi sama stjórn tækifæri til þess að athuga reikning- ana á ný og hefir þá látið endur- skoða alla landsverzlunina. Svarar hún yfirskoðunarmönnum þann veg, að eigi verður annað séð en að hún telji sig jafnvel gera ýullnaqjandi qrein fynr pví, að hér sé i raun rittri ekki (lengur) um neina reikningsskekkju að raða! Nú sé alt komið í lag. Það virðist því, samkvæmt yfir- lýsingu stjórnarinnar, sem menn ætla að »Tíminn« meti enn nokkurs, ekki an.nað eftir, en að þessi leið- rétta reikningsfærsla komi glöggar fram, i næstu landsreikningum, eins og Alþingi ætlaðist til. En á maður á trúa því, að hin virðulega og há- gáfaða — og sérstaklega reiknings- fróða — stjórn treysti sér ekki til pess, og að sérstajra »rannsókn« sam- kvæmt kröfu, sem »pingmálaýundir«(!) eigi að gera, þurfi til þess að koma þessu þrekvirki í framkvæmd? Nei, í hyldýpi heimskunnar sér ekki til botns. Eða ætli menn eigi að fá að líta þingmenn »Tímans« bera fram til- lögu um þetta á þingi ? Við sjáum hvað þeir gera, kempurnar. En hvernig vill nú »Tíminn« gera mönnum það skiljanlegt, að »ísa- foldar-liðið* (á máli blaðsins) beri ábyrgð á þessari reikningsfærslu eða þurfi að gera grein fyrir nokkru þar að lútandi? Og ef blað þetta vill enn beimfæra þetta skrifstofumál til stjórnartíðar E. A., sem á srma stend- ur, þá má loks minna á, að því virð- ist hafa skotist að geía þess, hvaða maður pað er, sem þá og áður bar hina skriýstojulegu yfirábyrgð, á þessu atriði sem öðrum, en það er — tengdaýaðir ritstjóra »Tímansi, land■ ritarinn! Ætti nú blaðið að geta fræðst af honum. Menn segja, að þetta blað, sem ekki hefir orðið komist hjá að minn- ast hér, »Tíminn«, telji sig vera málgagn feinnar rómuðu »samvinnu- stefnu*, »ungmennafél.-hreyfingar- innar* m. m. Þær birtast hér í glæstu ljósi, eða hitt þó heldur. Því líkt endemismálgagn 1 Ef blaðið, klika þess og óstjórn sú, sem hún hefir staðið fyrir, ekki megnar að gera þéssar stefnur óvinsælar, þá má það sannarlega slembilukka kallast. Því að ef snmv'mnvpólitík á að rekast á þenna hátt í landinu, ef ungmenna hreyfingin á að bera þá ávöxtu eina, er hér koma fram, — biðjum þá fyrir okkur. Nokkrir voru þeir, sem hugðu, að framkoma blaðsins kynni ef til vill að taka einhverjum stakkaskiftum, á yfirborðinu að minsta kosti, er upp- gjafapresturinn frá Hesti gerðist þar ritstjóri, sá, er ætlaði sér að verða guðfræðiskennari við háskólann eins og kunnugt er. Hann átti þó að hafa mentunina, töldu menn. En því fer fjarri að svo hafi orðið. And- inn er samur — aðferðin söm. A- hrif »guðsmenskunnar« hafa einung- is birst í engu minni lævísi og enn hrottalegra orðbragði. T. d. notar hinn nýi ritstjóri varla oiðið »ósann- indi«, ef hann þarf á slíku hugtaki að halda, heldur stagast hann jafnan á lýgi, er siðaðir menn hafa nú útrýmt úr ritmáli sínu, enda geta legið við því viti samkvæmt hegningarlögum landsins. Þetta á víst að sýna steýn- urnar og efla menninguna, sem þeir eru að tala um, að þeir séu merkis- berar fyrirl Til þess að s]á handaverkin þeirra, sem blaðinu þjóna, þúrfa menn ekki annað en að taka fyrir sig þetta sama tölublað, er umrædd róreiðu«-grein stendur i. Blaðið er ekki nema hálft og þó er þar ærinn vetrarforði ósann- inda og blekkinga. Þeir klykkja út árið með þvi, heiðursmennirnir. — Þar má t. d. einnig sjá áframhald reginþvættingsins u.m »samsærið«, sem einhver sturluð mannkind hefir fundið npp að stofnað hafi verið til gegn landsstjórninni (fiestu finst þeim þó geta komið til tals áð béita, þegar stjórnin þeirra er annars vegar). Er ótrúlegt, að fullorðnir menn skuli vilja láta hafa sig að háði og spé fyrir að flytja greinar um þetta, blað eftir blað. — Þar eru enn fremur draumórar um »þrístjórana« eða þrí- veldasambandið, sem »Tíminn« þyk- ist vita að steypa muni stjórninni, þótt enginn flugufótur sé fyrir neinu slíku sambandi. En þeir virðast eiga sér aljs ills von, »Tímans«menn. — Loks er þar næsta kátleg grein um »fulltrúann í Ameríku«, sem ósann- ar alt það, sem blaðið hefir áður um það mál sagt, en svo vill auðvitað til, að þar er líka farið með svört ósannindi. Sá flokkur manna, sem lið »Tímans« óttast hvað mest, eru þeir, sem blaðið kallar »langsum- menn«; gerir það sér einna mest far um að leggja þá í einelti, býst lík- lega við, að þeir verði sér.þungir í skauti. Telur það nú pá hafa ráðið því á þingi í sumar, að »ungur verzl- unarrraður úr Rvik« (það á við Jón Sivertsen) hafir verið látinn sitja vestra til aðstoðar Arna Eggertssyni. Hrakyrðir það »fullveldisnefr.dina« i neðri' deild og segir hana »grann- vitra«- og/langsum-lyntal BJaðið er alveg búib að gleyma því, sem það vissi þó áður, að það var þrímenn- ingsstjórnin, sem sendi'þenna mann út af örkifini og sætti fyrir það ákúr- um, m. a. »langsum-mannanna«, ut- an þings og innan. Enn man blað- ið það ekki, að »langsum-menn« vom ekki í meiri hluta í neinni nefnd í þinginu og gátu því ekki ráðið neinu um þetta; en þar sem það kom til þeirra kaáta, þá kröfðust þeir þess beinlínis, að maður þessi yrði kallaður heim og aðrir sendir í stað- inn. Svona fer sá maður með sann- leikann, er fyrir skemstu þóttist vera að boða hann fáráðum sálum þessa lands, og líklega þykist enn, þótt »atvinnugreinarnar« þyki nokkuð sundurleitar! Þess er eigi þörf að geta, sem sjálfsagt þykir, að i þessu sama blaði er, auk þes> sem áður er talið, komið að hnútum til kaupmanna. Þeir eiga nú að verða þær grýlur, er klíka »Tímans« ætlar sér að nota til að keyra þá ósjálfstæðustu meðal þjóðarinnar út á hina hálu braut þeirrar fláttskaparstefnu, sem nú upp á síðkastið hefir verið notuð og þetta lið ætlar sér að nota til þess annarsvegar að gera ónytjungana að ráðandi mönnum og hinsvegar að seðja eiginhagsmuna-girnd þeirra, er leika forsprakka. Til þess að afla sér fylgis hafa þeir jafnvel þózt ætla sér að sameina hagsmuni sveita- banda og verkamanna kaupstað- anna(l), og hafa að því er talið er fengið nokkra af hinum óvitrustu meðal »leiðtoga« hinna síðargreindu til að fallast á þetta. Til alls þessa er nú óspart alið á tortrygni til þeirra manna, sem nýtastir hafa reynst eða líklegastir eru til að reynast. Hvað sérstaklega viðvíkur kaup- mpnnahatrinu, þá er vert að athuga, að landsstjórnin, sem »Timinn« styður, hefir nú orðið til neydd, að fá kaupmenn til þess að taka að sér að reyna að sjá farborða óskabarn- inu, landsverzluninni, sem þó átti að verða eitt af þvi, sem kæmi þeim fyrir kattarnef. Og rógburður, sem blaðið hefir dreift út um þann kaup- mann, er fyrstur hafði umsjón lands- verzlunarinnar, hefir nú, að nokkru mjög nýlega, verið átakanlega hrak- inn, en það þorir þetta hugrakka málgagn engan veginn að láta koma i dagsbirtuna. »Tíminn« er blað atvinnumála- ráðherrans. Það er engum vafa undir- orpið. Og ýmsir telja hann og flokk hans í höndunum á kliku þeirri, sem mestu ræður við blaðið. Ef svo er, þá er ekki við góðu að búast. Eg vorkenni honum sannarlega að vera þannig settum, því að engan hefi eg heyrt efa það, að hann væri sjálfur heiðvirður maður á alla lund, þótt hann vitanlega hefði ekki átt að taka að sér það starf er hann nú hefir á hendi. En — á meðau hann er í stjórn og blaðið er stjórnar- blað, verður hann einhverju að ráða um það, sem í því stendur, hvort það er fyrir utan takmörk almenns velsæmis eða ekki. Ella er svo talið, að stjórnin beri siðferðislega ábyrgð á þeim ósóma, sem hún lætur við- gangast í málgögnum sínum, ekki sizt, eý um stjórnmáleýni er að raða. Þetta er hvarvetna viðurkent, þótt þroskaléysi stýri því, að hér á landi er því ekki nægur gaumur gefinn. Og fyrir þessar sakir drap eg á þetta atriði á síðastliðnu þingi, þi er tilefni gafst til. Þar sem atvinnumálaráðherranum sem stjörnanda hlýtur að verakunnugt um, að æruleysis-sakir þær, sem getið er að framan og málgagn hans hefir borið á fyrverandi stjórn og fylgismenn hennar, eru staðleysur á engum rökum bygðar, þá er hér með skorað á hann að gefa það til kynna og þvo hendur sínar af þeim, ef hann á ekki að teljast samsekur blaðinu um áburðinn. G.-Sv. -------------------- Aukaþing? Það hefir Isafold heyit utan að sér, án þess hún geti haft það eftir stjórn eðaþingmönnum, aðsennilega muni þess von, að aukaþing verði kvatt saman áður en mjög langt líður. Kvað stjórnin hafa haldið tvo fundi með þingmönnum þeim, sem hér eru i bænum til þess m. a. að »ráðslaga« við þá um aukaþing og á þeim fundum hafa komið fram afdráttarlausar óskir eða kröfur um framkvæmd þeirrar ráðstöfunar. Sagt er, að tveir ráðherranna hafi ekki sett sig móti því, en hinn þriðji (Yztafellon) ekkert viljað hafa með það að gera, og borið fyrir sig við- báru, sem yfimaður hans, Hriflon, kvað hafa verið að reyna að koma inn í fólk, að það gæti þó ekki gengið, »að halda 3 þing á 16 mán- uðum 1« Þeir eru báðir hræddir um sig, Yztafellon um ytri dýrð og Hriflon um baktjaldavaldið, ef þing fengi að rannsaka ráðsmensku þeirra — og þá er eigi í það horft, að slá ryki í augu þjóðarinnar. ♦ Hvenær hefir verið meiri þörf á þvi, að fullrúar þjóðarinnar sviftu taumunum af stjórn hennar ? Aldrei 1 Hvort aukaþingið, sem þó er enn að eins með spurningartákni, ber gæfu Etil þess að meta þjóðheill meira en fordildar hégóma einstakra manna og graftrarbólgna flokks- hagsmuna-ígerð, verður timinn ■— en ekki Tíminn — að leiða í ljós. En verra getur það ekki orðið, stjórnarfarið, en það er — og því er að gera sér von um eitthvað betra. Mannslát. Hinn 22. desemb. f. á. andaðist Jón bóndi Bergsson á Ölvaldsstöð- um t Mýrasýslu, eftir þunga legu í krabbameini; vandaður maður og vel látinn. Hann lætur eítir sig konu og 2 syni. Tíðarfarið. Eftir hina ágætu hláku um jólin gerði á þrettándanum gr^mdar-bruna- frost, sem haldist hefir nokkurnveg- inn látlaust alla þessa viku, og mun vera hinn harðasti frostakafli hér sunnanlands síðan hörku-veturinn mikla 1880—1881. Svo mikil hefir frostharkan verið, að höfnina lagði 6 þumlunga þykk- um ís og mátti fyrri hluta víkunnar sjá mýgrút af fólki á gangi um ís- inn. Skipin, sem út þurftu, áttu mjög erfitt um að brjóta ísinn og ryðjæ sér braut og þurfti að leita fulltingis björgunarskijpsins »Geir«, helzt þeirra var Lagarfoss. Haldi þessari kulda-óáran áfram mega horfur til lands og sjávar heitæ óskaplegar. Flatningsteppa frá Vesturheimi verður nú fyrst um sinn, að því er skeyti frá erind- reka Eimskipafélagsings í NewYork segir. Fyrir þær sakir situr Gullfoss ■hér enn og bíður byrjar, þ. e. þess að útflutningsleyfi fáist frá Vestur- heimi. Bæjarstjórnarkosning fór nýlega fram á Isafirði. Kosn- ingu hlutu: Jóhann Þorsteinsson kaupm., Helgi Sveinsson bankastj. og Magnús Thorberg simastöðvarstj. Skipafregn: Lagarfoss fór héðan austur og norður um land á þriðjudag. Meðal farþega vou Páll Einarsson bókhald- ari á leið til Húsavfkur, þar sem hann tekur við verzlunarstjórastörfum fyrir Benedikt kaupm. Bjarnason. Frances Hyde leiguskiplands- stjórnarinnar kom til New-York í fyrri viku eftir aðeins 18 daga ferð frá ísafirði. Bæjarstjórnarkosningin í Reykja- vík fer fram þ. 31. janúar. Líklega verður færra um lÍBta en verið hefir. Hið nýja kosningafélag »Sjálfstjórn«, sem berst fyrir því, að fá í bæjar- stjórn fjölhæfa menn af öllum stétt- um mun að sjálfsögðu hafa sinn sér- staka lista, sem gera má ráð fyrir að hljóti að fá afar mikið fylgi, ef félagið fylgir stefnu sinni f framkvæmd. inni. A hinn bóginn má gera ráð fyrir þvf, að alþýðufélögin komi og fram með lista, sem ekki er tiltöku- mál — i sjáfu sér, en mikill ábyrgðar- hluti er það ef þau láta hafa sig til þesB að fylla lista sinn með alóhæf- um mönnum til starfa — bara þeir hafi á sér hinn misskilda jafnaðar- menskuhjúp, sem markaður er f Dagsbrún og beri á sér hinn falsaða jafnaðarmenskuj stimpil, sem þeir herrar, er Dagsbrún ráða eru fulltrúar fyrir. Hjúskapnr: þ. 5. jan. voru gefin. saman jungfr. Asa Kristjánsdóttir (háyfirdómara) og Boss-Kronika, skipstjórr sem nokkur undanfarin ár hefir verið skipstjóri á skipum Tore- félagsinB m. a. Sterling. Ungu hjónin fara brúðkaupsferð sfn suður til Miðjarðarhafs á skipinu Mjölni, sem brúðguminn ræður nú fyrir. I J

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.