Ísafold - 10.08.1918, Blaðsíða 3

Ísafold - 10.08.1918, Blaðsíða 3
IS AFOLD Landsbanki ís'ands 1917. Saœkvæmt nýbirtum reikningi bankans hefir arður af bankarekstrin- um nu nið 361947 kr.; hefir þar af verið varið 19218 kr. til lækknnar á bókfærðu verði erlendra verðbréfa, 44602 kr. er ágóði landssjóðs af innskotsfje og 279910 kr. bnfa verið lagðar i varasjóð. Atið á undan (1916) var arður bankans að heita má jafnmikill, kr. 346125. Varasjóður bankins er nú orðinn 1,6 milj. kr., 1916 var hann 1,3 milj.- kr., 1915 i,X milj. kr. og 1914 0,9 mi j. kr. Eftirfarandi liðir úr efnahagsreikn- ingum hinkans (ásamt útbúunum) sýna viðskiftaaukninguna og framþróun bankans: 1914 1915 1916 1917 þús. kr. Innstæðu’é á hlaupareikningi . . ■ . 418 671 1237 2573 —«— í sparisjóði • • 391° 571 S 7&S5 9S01 —«— gegn viðtökuskirteini . . . . 626 9°3 1167 1518 Inneign veðdeiidir • • 7S9 838 1014 i°99 Sjilfskuldarábyrgðarláa 4^ GO 1331 1648 Reikningslán 11 ss 1586 2143 V xlar innleystir og ávisanir . . . . 2683 2822 5102 10169 Bankavtxtabréf . . 1152 1109 1085 1294 Inneign erlendis • • 739 3562 3677 1467 (»Verslunartíðindi«.) Pétur Nansen. Símfregn barst hingað nýlega um, að danski rithöfundurinn Peter Nan- sen væri látinn, 56 ára að aldri (f 20. jan. 1862). Nansen var talinn með mestu o'ðsnillingum sinnar sarotíðar á dmska tungu og fjölhæfustu blaða- mönnun’. Hann var einn af aðal- stxrfsmöonum við stórblaðið »Poli- tiken« frá stofnun þess 1884 og fram til 1895, er hann gerðist for- stjóri við hið mikla bókafoilag Gyldendals. Því starfi hélt hann fram til s'ðustu ára og hafni þá meiri áhrif á bókaútgáfu í Danmörku en nokkur annar maður. í þessu starfi sinu átti hann allmikil mök við íslenzka rithöfunda og munu þeir ein'óma láta honum lof í té fyrir góðan skilning og mikla sam- úð — bvort heldur er síra Matthias eða yng.tu skáldin fóhann S'gur- jónsson, Gunnar Gunnarsson og Guðm. Kamban.. Bækur Nansens eru margar og vöktu jafnan hneyksli, er þær komu út, hjá íhaldssinnuðum þröngsýnis klíkum í Danmörku, en upp á sið- kastið hafa þær verið gefnar út í samfeldri heild og mun nú íæstutn detta í hug að hneykslast á þeim. Kvæntur var Nansen hinni frægu leikkonu Betty Nansen, en þau skildu fyrir nokkurum árum. Akureyrarskólarnir. Skólastjóri víð barniskólann á Akureyri er ráðinn Steinþór Guð- mundsson cand. theoi., sá er gegndi skólastjórastörfum fyrir Ögmund Sig- nrðsson i Flensborg síðastkðinn vetur. Kennari í íslenzku við Gagnfræða- skólann er settur næsta vetur Bryn- leifur Tobíasson stúdent. Heillaösk frá Vestyr-lslendingum. Stjórnarráðinu bars í fyrradag skeyti frá Wynyard í Ktnada svo- hljóðar.di: Þ|óðhátíð íslendÍDga hér sendir ís enzku þjóðinni og gamla landtnu alúðarfylstu árnaðaróskir. Sigfús cBer°mann. Siglingar. Skip komin frá útlöndum til Reykjavikur: I. júli Gulljoss e.s. kom frá New York. Farmur: um 250 tons af hafra- mjöli til landsverzlunariunar og ýms- ar vörur til kaupmauna (vefnaðarvör- ur, skófatnað, niðursuðu, bíla, hljóð- færi o. fl.). 5. júli Geysir e.s. (556 tonn) d. kom frá Methil á Skotlandi. Farm- ut: kol. II. júlí Hertha 3-m. sk. frá Mars- tal (178 tonn). Kom frá Halmstad. Fartnur: ttjáviður (til Arna Jónsson- ar) um 19 þús. ten.fet. S. d. Gunnvðr kútter 76 tonn. Kom frá Noregi. Farmur: trjáviður (til T. Fredriksen) um 5 */2 þús. ten,- fet. S. d. Valdemar Tornóe 3-m. sk. (194 tonn). Kom frá Cadiz á Spáni. Farmur: salt (til Jes Ztmsen). 15. júlí Najaden 3 m. sk. (150 tonn) d. Kom frá Kaupmannahófn. Farmur; trjáviður (til Jóns Björns- sonar & Co.. Borgarnesi). S. d. Dorthea 3-ro. sk. n. (196 tonn). Kom ftá Cadiz á Spáni. Farmui: salt (til h.f. Kol & Salt) um 335 tonn. 16. júlí Philip frá Thurö (147 tonn). Kom ftá Cadiz á Spáni. Farmur: salt (t 1 Goos, Siglntirði) um 274 tonn. S d. Wtllemoes 3-m. sk. d. Kom frá Ibizi á Spáni. Farmur: salt (til h.f Kol & Salt) um 315 tonn. 17. júlí Sðstrene sk. n. (60 tonn). Kom frá Kaupmannahöfn. Farmur: ttjáviður. 21. júlí Botnia e.s. (812 tonn). Kom frá Kaupmannahöfn. Farmur: alls konar vörur, þar á meðal 100 tonn af sykri og talsvert af kaffibætir. S. d. L(o mótorsk. (21 tonn) kom frá Noregi. Farmur: ýmsar vörur til útgerðar. 25. júlí Kursemneeks 3-m. sk. rúss- neskt (493 tonn) kom frá Liverpool. Farmut: kol (til h.f. Kol & Salt). 26. júlí JM^arfoss e.s. (708 tonn). Kom frá New York. Farmur: aðal- lega kornvörur (nveiti á fjórða hundr- að tonn og baframjöl á fimta hundrað tonn) og smjöriíki á anuað hundrað toun. Skip farin frá Reykjavik til útlanda: 9. júlí Júnó 44 tonn. Fór til Spánar. Farmut: saltfi: kur um 73 tonn. 13. júlí Geysir e.s. 566 tonn. Fó til útlanda. Farmur: lýsi um 140 tonn. 17. júlí Asta sk. 94 tonn. Fór til Spánar. Farmur: saltfiskur. 24. júií Botnia e.s. Fór til Dun- merkur. Farmur: um 400 hestar. (Versi.tíð.) Bftirmæli. Eins og áður hefir getið verið hér í blaðinu lézt ekkjufrú Marqrét Guðmundsdóttír hér i bænum þ. 30. júlí síðastltðinn. Húd var fædd að Þrastarhóli í Eyjafirði þ. 19. febr. 1855 og voru foreldrar heunar hin metku prests hjón Guðmundur Einarsson Johrsen síðast prestur í Arnarbæli, sem drukn- aði i Ölfusá (28. des. 1873) og Guð- rún Pétursdóttir Hjaltested, sem and- aðist í Reykjavík í hitt eð fyrra, komin á tíræð:saldur. Sira Guð- muudur var sonur Einars Jónssonar stúdents, bróður síra Sigurðar á Rafnseyri föður Jóns forseta og Jens rektors. En systkini síra Guðmund- ar voru frú Ingibjörg kona Forseta og hiun kunni héraðshöfðiogi á sinni tíð, síra Ólafur E. Johnsen á Stað á Reykjanesi. Og i móðurætt var frú Margrét 5. manneskja frá Árna biskupi. á Hólum, og í þeirri æit margir ágætir menn, r. d. Jónas Hallgrímssoa o. s. frv. Frú Margrét ólst upp i föður- garði unz hún fór að stunda nám i Reykjavíkur-kvenn tskóla fyrsta vetur- inn, sem hann stóð 1874—x875- Var svo með móður sinni unz hún tók að sér að standa fyrir búi föður- bróður sins sira Ólafs á Stað nokkur- um árum siðar. Þaðan giftist hún frænda sínum, syni síra Ólafs Jó- hannesi sýslumanni Skagfirðinga. Af börnum þeirra lifa 4, þau dr. Alexander, Guðmundur kaup maður á Eskifirði, Sigrún og Davíð verzlunarmaður, en elzti sonur þeirra Ólafur er dáinn fyrir nokkurum ár- um, frá námi við Kaupmannahafnar- bákóla. Mann sinn misti frú Margrét árið 1897. Það er ekki ofsagt, að frú Margrét hafi verið mikill kvenkostur. Því hjá henni fór saman óvenju mikill fríðleild og gjörfnleiki, kjarkur óg myndarskapur. Það mundi eigi öll- um konum hent að berjast afram ein sín liðs, af litlum sem engum efnum, með svo mikinn barna hép og koma þeim eins vel til menta og þroska, eins og hún gerði. Sýndi sig þar sem í öðru hið góð berg, er hún var brotin af. Síðustu árin var frú Margrél þrot- in að heilsu og naut þá einstakrar umönnunar barna sinna. Jarðarför hennar fór fram þ. 6. þessa mán. að viðstödda fjölmenni. M. a. lét frú Thota Melsteð sig eigi vanta til að heiðra útför einnar af fyrstu námsmeyjum kvennaskólans, enda þótt nú sé nær hálf-tiræð oiðin. Frændnr hinnar látnu báru kistuna inn í kirkju, en 6 gamlir sýslubúar hennar úr Skagafirði úr kirkju. r. í. Reyl(iaYÍkiirannflIl. Kveíljusamsæti veglegt var bæj- arfógeta vorum, Jóhannesi Jóhannes- syni, haldið 4. þ. mán. á Seyðisfirði af Seyðfirðingum og öðrum gömlura sýslubúum hans. Bæjarfógetinn er nú á suðurleið landveg, norðan um land. Slys. Þorleifut Jónsson póstaf- greiðslumaður varð fyrir því óhappi Dýlega, að hrapa ofan af móskúr svo illa, að hann bæði fótbrotnaði og fór úr liði um öklann. 0 *dur Gíslason yfirréttarraálafiutn- ingsmaður befir í hyggju að flytjast af landi burt og setjast að í Kaup- mannahöfn með fjölskyldu sinni. Hús hana við Laufásveg hefir keypt Axel Tulinius f. sýslumaður fyrir 35000 krónur. Gainli Waardahl, sem um mörg ár var skipstjóri á Faxaflóagufubátn- um »Reykjavík«, lézt 10. aprll í vor, aamkv. augl., er sonur hans hefir birta látið. Ueráísarlóðina svonefnda við Aust- ur8træti. austan við Isafoldarprent smiðju, hefir frú Margrét Zoega selt nýlega fyrir 42.000 kr. Kaupendur sagðir: Lúðvík Lárussou (f. h. skó verzl. L. G. Lúðvlgssonar), Halldór Sigurðsson úrsmiður og Pétur Þ- J. Gunnarsson kaupmaður. Fyrir 20 árum var lóð þessi m e ð húsum öllum seld á 6000 kr. og þótti dýrt. Svona breytast tímarnir! Willemoes kom hingað frá Vest urheími á miðvikudagskvöld hlaðiun steinolíu. J>Ú8und tunnur fara hér á land, eu afgangurinn til Isafjarðar, Sauðárkróks, Siglufjarðar, Akureyrar, ef til vill Húsavíkur og Seyðisfjarð- ar. Fór skipið héðan til þessarra stöðva f gærkveldi. Fari tóku eér m. a.: Magnús Gísja- son cand. juris frá Eskifirði og Jón Stefáusson ritstjóri frá Akureyri. Sorgarathöfn fór fram í dómkirkj- unni í gær kl. 6 síðdegis yfir líki sfra Jónasar Jónassouar. Var svo líkið borið þaðan á skipsfjöl Willemoes, er fiytur það til Akureyrar. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í Khöfn Martin Bartels banka- ritari og jungfr. Elízabet Arnórsdóttir (prests Arnasonar). Inflúenza stingur sér allmikið nið- ur hér í bænum, en er hvorki skæð ué langvinn. Gullfoss. Skeyti barst Eimskipa- félaginu í gærdag frá Gullfossi og er búist við því að hann geti komið hingað í fyrramálið. Skipið hefir j meðferðis 800 smálestir af vörum. Farþegar eru: Garðar Gíslason stór- kaupmaður, Carl Olsen stórkaupm., Vilh. Knudsen kaupm., Axel Krist- jánsson kaupm. og jungfrú Helga Guðmundsdóttir. Frá Roykjavitk heitir fréttapistill i blaðinu »Nirði« á ísafirði þ. 23. júní. Er þar maigt nýstárlept. »Skal þess getið í upp- hafi«, segir blaðið, »að það er alt satt og rétt, sem Njörður þaðan segir, hvað sem aðrir meina«. Svo byrjar blaðið með því að kalla höfn- ina »prýðilegt kýrauga«, sem muni »orðin oflítil löngu fyr en búið er að borga helming þeirra miljóna, sem hún hefir kostað.* Kunnugir og sérfróðir munu bezt geta dæmt um þenna »sannleika« blaðsins. En svo kemur enn eitt »alt satt og rétt*. Ritstj. talar um vegabæt- urmr i höfuðstaðnum og segirr »Mik!u fé er varið til vegabóta í bor^inni eftir beztu erlenduro hátt- um. Kallast það að »akaden i;era« göturnar. Þar með er bent 11 þess^ að i borginni eru skólnr mai. tr og á öllum »akademiskt« freisi til að slæpast á götunua:*. Þarna ætlaði sá hinn velví 1 höf. að ná sér niðri með meiri náttar snarfyndri! En vindhöggið svo mikið, að hann veit ekkert hvaó innn fer, veður reykmn afskaplegar en etnum »akademicus« er ley ilegt. Það sem hann heldur að ;é kall- að að »akademisera« vita allir, sem ekki vaða reyk af fijótfærni og leita sér vitneskju áður en þeir byrja a& prédika fyrir lýðnum »alt satt og rétt« — að heiur að »macadem!sera« og ber sú vegabótaaðferð nafn a£ skozkum verkfræðingi, M. c Adatn að nafni (f. 1756, d. 1836), uafn- kunnum vegabótamanni. Betur færi á minni drýgindum og meiri hugsun nm að hafa jörðina undtr fótum — jafnvel »makademi- seraða* vegi. Sami höf. er eini maðurinn, sem ráðist hefir móti sambands-samningn- um nýja. Fór það að líkindum. \ Enskukcnnariun við Mentaskóiann, sem verið hefir undanfarin ár, Böðvar Kristjánsson, hefir sagt af sér þvi embætti og er nú orðinn framkvæmdarstjóri h.f. Kol og Salt. Ekki þarf lengi að veikja fyrir sér, hverjar sé ástæðurnar: Launakjörinl Og eigi þarf blöðum um það að fletta, að fleiti dugnaðarmenn úr em- bættismannastéttmni munu á eftir fara, ef kjörin haldast hin sömu. Erl. simfreg,iir Frá fréttaritara isafoldar. Khöfn 2. ágúst Frakkar hafa sótt fram töluvert fyrir norðan Outcq. Síðan 15. júií hafa þeir alls hand- tekið 33.400 Þjóðvetja. Sorgarathöfn fór frám hér í rúss- nesku kirkjunni i tilefni af dauða. Nikulásar fyrv. Rússakeisara. K.hófn 3. ágúst. Þjóðverjar halda enn áfram uadan- baldinu milli Rheims og Soissons af ásettu ráðu og eftir ákveðnum regl- um. Holtzendorff yfiiflotaforiogi Þjóð- verja hefir látið af embætti en við tekur Scheer »úthafsflota«-foringi. Forsell operasöngvari hefir sagt upp stöðu sinni við söngleikhúsið í Stockhólmi. Khöfn ódagsett. Bandarikjamenn hafa sótt fram um fimm miiur. Frakkar hafa tek- ið Soissons og sótt fram um fimm kílómetra á tuttugu og fimm mílna svæði milli Ardre og Saux. Þáhafa þeir og tekið Ville-Pardenois. Khöfn, 4. ágúst. Frakkar hafa sótt fram um 10 kílómetra á 50 kílómetra svæði, milli Soissons og Fismes. Þjóðverjar eru á undanhaldi báðn megin við Albert á Amiensvígstöðv- unum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.