Ísafold - 14.12.1918, Blaðsíða 1

Ísafold - 14.12.1918, Blaðsíða 1
Ksmur lit 1—2 i viku. Verðárg. 5 kr.i erlendls 7^/a kr. eða 2 dollarjborg- lst fyrir miðjan júlí erlendls fyrirfram. Lausasala 10 a. eint ísafolaarpremsmiðja. Ritsijörl: Ólafur Hjörnssan. Talsimi nr 455. Uppsögn (skrifl. bundin við áramót, er ógild nema kom- in sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandl skuld- laus við blaðlð. XLV. árg. Reykjavík laugardaginn 14. desember 1918. 60. tölublað. Hver teí ábyrgðina? Vík, nóvember 1918. Vágestir þeir, er sigla í kjölfar styrj- aldarinnar eru nii farnir að gera vart við sig um lönd álfunnar, er stríðinu mikla linnir. Þeir verða margvislegir áður en lýkur. Einn þeirra er »pest* sú, sem nú er hingað komin og geysar um landið, hin svo nefnda «spanska sýki«. Sá er voðalegastur gesturinn. __Og hvað er heimsstyrjöldin sjálf fyrir oss, sem reyndar að miklu höfum enn sloppið við þrengingar þær, sem hún hefir þegar löngu leitt yfir önnur lönd, jafhvel þau er hlut- laus ahafa verið sem vér! Hvað er Kötlugosið eða aðrar slíkar ógnanir náttúrunnar, þótt stórskemdum valdi; þær ern þó að ýmsu leyti bætan- legar og ná aðeins yfir takmarkað svæði. Hvað er þetta móts við drep- sóttir, sem ef til vill meira og minna eyða bygðir landsins fólki og valda ósegjanlegum hörmungum meðal manna! Á meðan vér höfum lífið kærast, líf sjálf vor og annara, eru þær það ægilegasta, sem að höndum getur borið. Margt er það, sem við ráðum ekki við. Öfl náttúrunnar eru oss of vaxin, er þau koma i algleymingi. Ög vér íslendingar að minsta kosti höfum verið þess ómegnugir að hafa nokkur áhrif á gang styrjaldarinnar og verðum að taka þegjandi flestum þeim óþægindum, er hún veldur. £n við þetta böl réðum vér áreið- anlega. — Það var oss í lója laqið Gestur Einarsson á Hæii. .,Maðurinn, af konn fæddur, lifir stutta stnnd og mettast óró- semi“. Úr Jobsbók. Ýmsum veitti erfitt að trúa and- iátsfregn hans. Ekkert er þó trúlegra uadir sól- unni en það, að maður deyi, þótt röskur sé og hraustur og í blóma iífs. Sískelfir vor mannanna, dauð- inn, hafði auk þess boðið oss Reyk- víkingum sitt af hverju dagana áður en lát hans spurðist hingað. Menn hefði því ekki hvað sízt nú mátt reka minni til þeirrar eldgömlu reynslu, að dauðanum er á öilum tímum trúandi til alls. En samt þótti sumum næsta ótrúlegt, að Gestur á Hæli væri dáinn. Af þessu smávægilega atriði má að nokkru manninn marka. Vinir hans og kunningjar hér — og þeir vóru margir — vildu £kki með nokkru móti festa trúnað a svo iH .tíðindi. £»eir kveinkuðu sér við ag trúa því, að þeir sæu jafn- fjörgandi anfúsugest aldrei framar reka höfuðið inn um dyrnar hjá sér, sumum þeirra fanst, sem þeim yrði hættara á vígvellinutn fyrir frá- fali han?. að hindra pað, að pessi sýki kœmist til landsins! Að raunin hefir orðið önnur á, er að kenna sumpart óleyfi- egri fávizku og sumpart vitaverðu sinnuleysi, ef ekki hreinu kæruleysi ijá þeim, er þessi míl koma mest undir. Svo vill til, má í þessu sambaudi segja, að vér liggjutn hér úti í regin- hafi, íslendingar, allskostar »einangr- aðir«. Skipakomur eru svo fáar og strjálar milli landa nú, að hvert mannsbarn getur haft auga með þeim og yfirlit yfir þær. Vér höfum frétt til þessatrar veiki í álfimni á þeim stöðum meira að segja, sem vér höf- um talsverð mök við, og vissum, að hún var þar svo skað, að drepsótt mátti kalla (ekki sizt í fólki á bezta aldri), hvaða nafn sem læknarnir annars vilja gefa henni. Og svo koma skip þau að landi, sem siglt höfðu á þessum slóðum, x, 2 og jafnvel 3, og menn vita að þau eru að koma og að sýkin er í þeim! Ókunnugir mættu ætla, að þau hefðu komið á einhvern útkjálk- ann, þar sem þess var varla að vænta, að menn hefðu Ijósa hugmynd um hvað á seiði var, né heldur tök á að hefjast handa, fjarri þeim stöðum þar sem þekkingin og menningin rikir. En svo var eigi. Skipin komu til Reykjavikur, til höfuðstaðarins, par sem alt var til taks, ej með purfti. Og þar varð það fljótt að niður- stöðu, að alt skyldi drasla og fárinu hleypt yfir landið á hættulegasta tíma ársiris! Nú spyr eg og sjálfsagt fleiii með mér um land alt: hver á sök á þessu? Því að alveg vafalaust er hér einhverjum um að kenna, og En annað olli þó meir vantrú þeirra. Fátt virtist fjarlægara en dauðinn og Gestur á Hæli. Hann mátti enn kalíast ungur og var ung- legur eftir aldri, svo að orð var á gert. Hann ólgaði af lífsfjöri, hann iðaði af óþreyju, hann gneistaði gleð- inni, sísögull, siskemtinn, sífyndinn, síhæðinn, gat varla kyrr verið, lát- laust á fetð og flugi. Var sízt kyn, þótt kunnmeun hans áttuðu sig ekki undir eins á, að slikt fjör væri ah i einu slokuað, horfið, Og að þeim væri örðugt að hugsa sér jafn- kvikan rr.ann og léttan i spori liggja nú grafkyrran og stirðnaðan á »þegjanda fjölnm« Ef vér læsum í skáldsögu fjöruga °R nákvæma lýsing á persónn, er væri að öllu skapi farin sem Gestur á Hæli, fjölhæf og fjölþætt sem hann, myndi 0ss flestnm þykja slík frásögn hin skemtilegasta og girni- leg til skilnings. En þótt vel væri gengið frá slíkri mannlýsingu, efa eg, að mörgum þætti hún sennileg, að minsta kosti í fyrstu. Hann var t. d. einn þeirra manna, er var ekki sjálfum sér samkvæmur. Eða það væri líklega réttara að segja, að hann var bæði samkvæmur sér og ósam- kvæmur, stundum »eitt í dag og annað á morgun*, en þó tryggnr og stefnufastnr. Hann átti i þvi sam- merkt við ýmsa mikilhæfa menn, að hann var auðugur að andstæðum þá er skylt — gagnvart þeim, sem lifs eru og einnig gagnvart hinum, sem lífið hafa látið af völdum veikinnar, að leita þann sama fram í dagsljósið og sjá hverju hann má þar fyrir bera. Þegar veiki þessi kom á fyrsta skipinu til Reykjavikur, vildi svo til, að eg átti tal í sima við lögreglu- stjórann í bænum (um alt annað efni), og segir hann mér þá í frétta skyni, að menn liggi nokkrir á skipsfjöl þar á höfninni i sýkinni og sé nú verið að tala um að sóttkvía skipið og hleypa henni ekki á land, að því er mér tókst eftir honum. Þótti mér þetta hið eðlilegasta og sjálfsagðasta og lét eg þess getið við hann. Ummæli hans sýndu fyllilega, að hann hefir ekki verið fjarri þessu þá, þótti mér sé alsendis ókunnugt um aðgerðir hans í málinu siðan. Skömmu seinna náði eg tali af skrif- stofustjóranum á fyrstu skrifstofu sjórnarráðsins, en undir hana hníga þessar ráðstafanir að framkvæmdar- valdinn til, ef sóttkvíun eða sóttvörn á að gerast að lögum á alþjóðarkostn- að. hg spurði hann um hvað til stæði að gera hjá þeim þar syðra. Eg skildi hann svo, að hann væri öllum vörnum hlyntur, en hann kvað „læknavöldin* eigi telja þess neina þörf, né nein tök á að fara að braska í sliku, og yrði það því eigi gert. Hafði hann það og eftir þeim, að veiki þessi ætti að vera sú sama, sem gengið hefði ; sumar í Reykjavík og nokkrum stöð- utn öðrum á landinu; stæði yfir í nokkra daga, en væri að öðru leyti tiltölulega meinlaus, »ef menn færu sæmilega með sig«! Eg inti og mótsögnum. Hann var í senn fjárafhmaður og bugsjónamaður, óvenju keskinn og meinyrtur alvöru- maður, varkár og óvarkár, trúhneigð- ur og háðjárn, óbilgjarn dreng- skaparmaður, stórorður stundum og bersögull, er honum mislíkaði, kænn að koma fram ráðum sinum og fyrirætlunum. Og eg ætla, að undir gárungshreistrinu hafi leynzt miki viðkvæmni. En tvent var það skapnaði hans, er aldrei brást í and- stæðursÍDar: Hann var framkvæmda- maður og böfðingi, hvorttveggja svo, að hann bar þar langt af nær öllum samtiðarmönnum sinum innanlands. Smásálarskapur var ekki til i eðli hans. Og andlegir hæfileikar hans voru að sama skapi. Hann var hraðgáf- aður og fjölgáfaður, bæði til munns og handa, skjótur til skilnings og ráða, hugkvæmdamaður mikill og frjósamur, meinfyndinn, orðheppiun, hraðsvörull, hagorður, merkilega ve ritfær af manni, er hafði lítt iðkað ritstörf og litillar mentunar notið, alt lék í höndum honum, hamhleypa við vinnu, er hann gekk að henni. í honnm virtist efniviður, er nota mátti i margt, og mismunandi Hfs- kjör hefðu getað gert úr ýmisskonar menn. Kyn hans var lika sundurleitt. Hann var í föðurætt kominn a bændum, er búið hafa á Hæli frá skrifstofustjórana eftir því, hvort íann með »læknavöldum« ætti aðal- ðga við landlækni, og neitaði hann )ví eigi, enda veiður það að teljast eðlilegt. Samkvæmt lögum frá 16. nóv. 1907 (nr. 24) um varnir gegn út- breiðslu næmra sjúkdóma (2. gr.), er það fullvíst, að sýki þessi telst ekki til þeirra sjúkdóma sem yfir- völdum af sjálfsdáðum er skylt (eða eyft) að verja almenning fyrir á al- flóðarkostnað og með fullum laga- trafti. Að svo miklu leyti sem hún á skylt við »influenzu« er það undir óðrum komið, hvort þetta skuli gert, eða, eins og lögin segja: »Þykji landlæknt nauðsyn til bera, °etur stjórnarráðið fyrirskipað að vörnum skuli beita« (gegn þar tilgreindum sjúkdómum). Með öðrum orðum, það er landlæknir, sem hefir ráðin; hann ræður þvi hvað gera skuli, og hefir þá og vitaskuld í þessu tilskilda tilfelli ráðið því hvað gera skyldi — eða að ekki neitt var qert! Þvi að þótt sýkin væri enn annað en nokkur influenzuveiki, þá hefir hann ekki síður úrskurðarvaldið, hann og eng- inn annar, undir hinni raunvernlegu ábyrgð laganna. Þetta hefir lög- gjafinn talið vera eitt af þeim mál- um, sem algerlega ættu að leggjast undir hans verkahring, landlæknis- ins, þótt önnur stjórnarvöld lands- ins önnuðust um framkvæmdir sam- kvæmt sóttvarnartiHögum hans. Hvort fleiri hafa verið hér með i' ráðum úr læknastétt er mér með öllu ókunnugt um, enda raskar það ekki höfnðatriði málsins, því sem sé, að hér hefir orðið á einhver sú ein■ þvi á 18. öld, en i móðurætt a ' lærðum mönnnm og valdsmönnum i marga kynliðu. Var móðir hans af Melsteðs- og Thorarensensættun- um, er kent hefir í margra grasa, og er Thorarensensættin miklu merk- ari. Faðír hans, Einar Gestsson, lifir enn, hálfáttræður, vandaður og merkur maður, að allra rómi. Föður- faðir hans, Gestur Gíslason á Hæli, hafði verið einkennilegur maður, meinyrtur og glettinn, var uppsigað við fyrirmenn og stórbokka og bekt- ist til við þá. Ganga skemtilegar sögur af honum austan fjalls. Móðir Gests unga var Steinnnn, dóttir Vig- fúsar sýslumanns Thorarensens og Rsgnheiðar, dóttur Páls amtmanns Melsteðs og systir Páls Melsteðs, söguritara. Dóu þau systkin bæði sama mánaðardag (9. febr.) á sama aldursári, nærri þvi tiræð (á 98. ári). En þeir vóru systrungar, dr. Helgi Péturss og Gestur á Hæli, og hafa þær systur, mæður þeirra, alið landinu gervilega sonu og fágætlega gefna. En bræður Vigfúsir sýslu- manns, móðurföður Gests, vóru þeir síra Stefán Thorarensen, silmaskáld, og síra Gísli Thorarensen, er var háðskur mjög og skáldmæltur og til er ljóðakver eftir (Rvik 1885). Keskni var þvi i báðum ættum Gests, og ekki furða, þótt hann hefði nokkra. Faðir Vigfúsar sýslumanns var síra Sigurður Thorarensen i Hraungerði, stakasta oq ajleiðinqarlkasta vanraksla, sem söqur Jara aj með pjóð vorri. Þegar eg sá að þessum ófögnnði var slept lausum af þeim, sem átta að reisa skorðurnar, fór eg að hngsa upp á minar eigin spítur. Hingað som þá til Víkur, fyrstu dagana í nóvember báturinn »Skaftfellingur«, rá Reykjavik, og var skipstjórinn svo hugulsamur að láta þess getið í símtali frá Vestmannaeyjum, aðskips- meun hefðu nokkrir tekið veikina. íannaðj eg þá þegar öll persónuleg samskipti við skipið, en vörur voru teknar hér á land og flattar á skips- fjöl á strengjum eftir sjónum í lok- uðum tunnum. — Með bátDum flutt- ist sýkin til Vestmannaeyja að því er liklegt má hyggja. En þetta var auðvitað ekki full- nægjandi. Sóttin var komin á austur- leið frá Reykjavík og fór hart yfir sýslurnar — varnir þurfti því að setja á landi í snatri. Enn náði eg tali í sima af áðurnefndum skrif- stofustjóra í stjórnarráðinu og skýrði honum frá, að nú vildi eg fá heim- ild til þess að setja samstundis opm- bera sóttvörslu við endamörk sýsl- unnar, Skaftafellssýslu, að utan, sem sé við Jökulsá á Sólheimasandi. Brást hann hið bezta við og hét mér leyfi stjórnarráðsins að þvi er hann mætti við gera, — en sjáljur yrði eq að Já tillöfrur landlaknis, sem vari óhjá- kvamileqt, ef petta atti að qeta orðið. En þar sem hann, landlæknir, hefði við stjórnarráðið ráðið Jrá öiium sótt- vörnum við sýki pessari, þá þýddi þeim ekki að tala meira um það við hann. er kallaður var fégjarn, sem mágur hans og frændi, Bjarni skáld Thor- arensen, vottar ófrændsamlega í skammavisum um hann og prentað- ar eru 1 ljóðmælum hans: »Miðlar öllu í punginn kæsiskoppur og smjerat, kveður hann um sira Sigurð. En drengskaparmaður hafði hann verið i aðra röndina. Hafa þeir Thorareu- senar margir verið miklir fésýslu- menn. Um ættföður þeirra, Þórar- in sýslumann Jónsson á Grund, segir Bogi Benediktsson, að hann hafi verið »mesti útsjónar og afla- maður, hafði o? mikil víxli baði á útlendum 0% innlendum vörum*. — — — keypti töluvert jarðaoöz*. Menn sjá, að Gesti hefir svip ið ekki lítið til þessa forföður síns, þótt fimm kynliðir og mikið á aðra öld sé i milli frænda. Bogi kallar Þór- arin sýslumann »flugskarpan« og »góðhjartaðan við auma ogvolaðac, og mun hiklaust segja mega sama um Gest. Er, ef til vill, ekki óeðli- legt, að honum kipti mest i kyn þeirra Thorarensena, því að hann var kominn af þremur sonum Þór- arins sýslumanns. Eru frændgift- ingar kynfylgja þessarar ættar, og vafasamt, hve holl er. Bjarni Thor- arensen var langömmubróðir Gests og framkvæmdajötuninn mikli, Skuli Magnússon, einn forfeðra hans. í æfi hans voru og andstæður,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.