Ísafold - 29.06.1929, Blaðsíða 2

Ísafold - 29.06.1929, Blaðsíða 2
2 I S A F O L D merm þá, af hverju bensíneyðslan stafaði, en það kom á daginn, þeg- ar þeir lentu á Spáni, að auka- farþegi hafði verið með. Höfðu flugmennirnir eltki orðið hans var- ir fyr en 20 mínútum eftir að þeir lögðu af stað, en vegna þess, að J>eim þótti mikið koma til áræðis piltsins, hættu þeir við að skjóta lionum í land aftur. Vegna auk- ins þunga á vjelinni, hafði meira eyðst af bensíni en áætlað var, og leiddi ]>að til þess, að vjelin varð að lenda fyr en ella. Farþeginn er 18 ára piltur, Arthur Schreiber að nafni, og er vjelamaður. Hann læddist um borð í vjelina, meðan kveðjurnar stóðu sem hæst, og enginn hafði auga á öðru en flug- mönnunum. Vegna þess, að hann er lítill vexti, tókst honum að fela sig undir sætunum, svo að flug- mennirnir urðu ekki strax varir við hann. Eins og nærri má geta, voru móttökurnar afarhátíðlegar, þegar flugmennirnir lentu við Le Bour- get kl. 8,45 á sunnudagskvöld, enda er þetta flug hið frækileg- asta, sem farið hefir verið, að Lindberghs-fluginu undanteknu. bíða, og þetta, ásamt ýmsu öðru, hefir ýtt undir okkur að ráðast í þennan leiðangur nú þegar í sumar. — Hvernig hugsið þið ykkur að ná dýrunum? — Það verður að ráðast þegar vestur kemur; fyrst er að finna þau. Annars höfum við með okk- ur allar hugsanlegar tilfæringar til þess að handsama þau og koma þeim til skips. En okkur er sjer- lega umhugað að ná eigi aðeins í kálfa, heldur einnig í mæðumar, því að hætt er við, að kálfamir drepist í höndunum á pkkur, eða verði ekki langlífir hjer, af við- brigðunum, ef þeir fá ekki að Leit að sauðnautum. Leiðangur hjeðan t il austurstrandar Grænlands til þess að reyna að ná í lifandi sauðnaut. Hjer í höfninni liggur vjelbát- urinn Gotta frá Vestmannaeyjum ■og hefir undanfarna daga verið að útbúa hann þannig, að allir gátu sjeð, að hann átti að nota til einhverra stórræða. Enda er það svo. Bátur þessi á að fara til austnrstrandar Græniands og er það eríndi þeírra, sem á honum eru, að freista þess hvort þeir geti •ekki náð í lifandi sauðnaut og flutt hingað. Aðalhvatamaður þessa fyrirtæk- is er Þorsteinn Jónsson kaupmað- ur frá Seyðisfirði. Hefir hann lengi haft áhuga á því að flytja hjer inn sauðnaut, og mun líklega vera fyrsti maður hjerlendur, sem fekk þá hugmynd að það gæti orð- ið landinu til heilla að flytja sauð- naut hingað. Annars er það fje- lagsskapur, sem nefnist „Eiríkur rauði“, er kostar förina, og eru í þeim fjelagsskap ýms-ir mætir menn, þar á meðal Ársæll Árnason bóksali. Hann verður með í leið- angrinum til Grænlands, og hefir Isafold náð tali af honurn og spurt hann um hitt og annað viðvíkjandi þessu fyrirtæki. — Honum sagðist svo frá: — Eins og kunnugt er samþykti seinasta Alþing að veifa 20 þús. króna styrk til þess, að flytja inn lifandi sauðnaut. Fjelagsskap- ur okkar leitaði til Tryggva Þór- hallssonar forsætisráðherra og fór þess á leit að fá þennan styrk. Var þetta rjett áður en hann sigldi. Við höfðum þegar fengið vilyrði fyrir styrknum, með vissum skil- yrðum. En áður en gengið yrði frá samningnura um það, kemur skeyti frá Sveini Björnssyni sendiherra og var á þessa leið: „Dýrin líklega fáanleg hjer.“ Verður það varla skilið á aðra leið en þá, að danska stjórnin hafi boðist til að útvega þau. Vegna þessa vildi forsætis- ráðherra ekki ganga frá samning- um við okkur fyr en hann vissi nánar um þetta. Lofaði hann að síma liingað er hann vissi hvernig þessu væri varið, en ennþá hefir ekkert skeyti komið frá honum um þetta. En við ætlum nú samt að brjótast í því að fara vestur og reyna að ná í nokkur dýr. Teljum við tækifæri svo gott til þess núna af mörgum orsökum, að ekki sje vert að sleppa því. — Hvert er förinni heitið? — Norður til Franz Jósefs-fjarð- ar, sem er all-langt norðan við Scoresbysund. Þar er enn „almenn- ingur“ og öllum frjálst að veiða ]>ar. En einmitt þess vegna er hætt við, að sauðnautin gangi til þurðar, og hver veit hvenær sein- asta dýrið verður skotið? Vera má, að þess verði ekki langt að Kort, er sýnir afstöðu íslands og Austur-Grænlands. halda móðurmjólkinni. Við förum með dálítið af heyi með okkur, en svo höfum við með okkur hey- skaparverkfæri og ætlum að heyja vestra, ef svo skyldi til takast, að við næðum í nokkur dýr. — Hvað getið þið flutt mörg dýr á þátnum? — Við ættum að hafa rúm fyrir 10—20 dýr í lestinni, og auðvit- að reynum við að ná í eins mörg og við getum. — Hvernig eruð þið útbúnir í þetta ferðalag og hvað búist þið við að vera lengi? — Ef alt gengur að óskum, gæt- um við komið aftur eftir rúman mánaðar tíma, en við búum okkur út til miklu lengri tíma. Við höf- um t. d. nauðsynlegustu matvæla- birgðir, svo sem kornmat, til eins árs, en veiðiskap búumst við við að fá nógan. Erum við útbúnir til þess að veiða fisk og skjóta dýr og fugla. Eða hvað segið þjer um hana þessa, er hún ekki nógu veiðileg ? — Og Ársæll bregður á loft heljarmikilli skammbyssu, sem hlaðin er með dynamitskotum og „dum-dúm“ kúlum. — Auk þess höfum við. liaglabyssur og riffla. Olíu tökum við eins mikla og báturinn getur borið, en til þess að spara hana sem mest, notum við segl eftir því sem hægt er. Það er því óþarfi að óttast um okk- ur, þótt heimkoman dragist nokk- uð. — — En hvað gerið þið nú, ef þið hittið engin sauðnaut? — Þá svipumst við eftir ein- hverju öðru, enda á þetta jafn- framt að verða rannsóknarleið- angur, gerður í því skyni að fræð- ast um þetta merkilega land, sem er svo skamt frá okkur, en við vitum þó ekkert um. Má vera, að þótt ekki verði mikill árangur í þessari för, þá beri hún meiri ár- angur síðar. Vjelbáturinn Gotta er eign Árna Böðvarssonar rakara. í Vestmanna- eyjum, og er hann leigður í þessa för. Báturinn hjet áður Sígurður I. og var þá um tíma í förum milli hafnanna hjer við Faxaflóa. Hann ber 36 smálestir. Skipshöfn- in verður 11 manns: Kristján Kristjánsson (ættaður úr Arnarfirði), skipstjóri, Finnbogi bróðir hans, stýri- maður, Kjartan Bjarnason, 1. vjelstjóri, Hjalti Benónýsson, 2. vjelstjóri, Vigfús Sigurðsson, veiðistjóri, Edvard Frederiksen, bryti, Þorvaldur Guðjónsson, formað- ur frá Vestmannaeyjum, Markús Sigurjónsson Markússonar fyrv. sýslumanns, Baldvin Björnsson gullsmiður, og Ársæll Árnason, bóksali, eru hásetar og svo er lcftskeytamaður. Vigfús Sigurðsson, som kallaður hefir verið Grænlandsfari, síðan hann fór með Koch þvert yíir Grænlandsjökul, er sá maðurinn, sem nokkuð þekkir til sauðnauta —- hvar þau hafast helst við, og hvernig á að veiða þau. Frederik- sen hefir áður verið á skipi, sem stundaði veiðiskap við austur- strönd Grænlands. Baldvin Björns- son er gamall sjómaður, þótt hann hafi nú um íiiörg ár stundað gull- smíðar. Var hann margar vertíðir á þilskipum frá ísafirði og komst þá oft í kast við hafísinn. Auk þess er lxann gjörhugall maður á íiest og hefir í tómstundum sín- um kynt sjer t. d. náttúrufræði og stein'áfræði, og getur það komið að góðu haldi í þessum leiðangri. Sparlsjöðir á fsiandi. Nýjustu liagskýrslur, sem Hag- stofan hefir gefið út, eru um spari- sjóði fram til ársins 1925. Má þar sjá livað sparisjóðir hafa aukist stórlega á síðari árum. Fyrir tæp- um sextíu árum (árið 1872) var sparisjóðseign landsmanna 13.610 krónur, en í árslok 1925, er hún orðin 48.824.891 króna, eða 488 kr. á hvern mann í landinu til jafnaðar. Á hverjum 10 ára fresti hafa sparisjóðsinnstæður rúmlega þrefaldast. Tiltölulega mest varð hækkunin þó 1916—25, því á því árabili hafa innstæðurnar rúmlega 31/2 faldast. En verðmæti pening- anna hefir líka minkað mikið á þessum árum og er því hækkun á innstæðum í rauninni minni heldur en á undanförnum ára- tugum. Langmestur hluti sparisjóðsfjár- ins er geymdur hjá bönkunum. — Þannig höfðu bankarnir 41.1 milj. sparisjóðsfjár til geymslu ájrið 1925, en sparisjóðir ekki nema 7.7 milj. króna, eða tæplega þg. Á Stórstúkuþinginu hefir verið samþykt e-ftirfarandi tillaga: „Stórstúkuþingið samþykkir að beita sjer fyrir fjársöfnun til þess að tryggja reglunni umráðarjett, yfir einu herbergi í fyrirhuguðum stúdentagarði í Reykjavík.“ Islenska ríkið 1000 ára Úlfljðtnr fyrsti og frægasti löggjafi þjóðarinnar. Ræða G. Björnson landlæknis 17. júní 1929. Hamingja þjóðanna fer ekki eft- ir höfðatölunni, heldur eftir mann- kostum. Á sumum Öldum hafa litlar þjóðir lagt stærsta skeríinn í sjóð frelsis og framfara. Svo var um Forngrikki. Og eitthvað í þá sömu átt, má líklega segja um þá fornu íslendinga. Þetta er víst: Fyrir 1000 árum ruddu þeir sje. frelsisbraut, sem þá var með öllu ókunn meðal germanskra þjóða - jeg á við stofnun lýðveldisins. Og nokkrum mannsöldrum síðar skópu forfeður okkar bókmentir, nem talið er að beri af bókmentum stórþjóðanna í þá tíð. Við erum vön að helga þannan dag minningu mesta og besta stjórnmálamanns þjóðarinnar á 19. öld. — Það var alltítt í upphafi þessarar aldar, að ötulir áhuga- menn þóttust vera að feta í fót- spor Jóns Sigurðssonar. Það bar vott um smámenskubrag. Enginn nýtur drengur setur sjer það marlc mið að feta í fótspor dauðra inanna. Sá einn er þjóðnýtur mað- ui í fylsta mæli, sem fetar ný spor á framfarabraut þjóðar sinnar. _Jón Sigurðsson var stórstígasti umbótamaðurinn í sinni tíð, dug- mestur, djarfastur, þrautseigast- ur og ósjerplægnastur. Þess vegna höfum við minningu hans í svo miklum heiðri. En nú þegar 1000 ára afmæli alþingis fer í hönd, verður ekki hjá því komist að hefja á loft minningu ]>ess mesta og göfugasta stjórnmálamanns, sem íslensk þjóð hefir átt síðan landið bygðist. Við eigum þar við þann mann, sem samdi fyrstu stjórnarskipun- arlög landsins. Að hans ráði var hið forna íslenska lýðveldi stofn- að. Að hans ráði var alþingi sett. Hann var faðir hins íslenska ríkis. Og við vitum, að hann, þessi af- burðamaður, þessi Solon okkar fs- lendinga — við vitum að hann hjet Úlfljótur. Við hugsum mest um alþingishá- tíðina næsta ár. Og árið er vafa- lautf, rjett valið. Það er vafalaust, rjett, að hið fyrsta reglulega al- þingi var háð á Þingvöllum sum- arið 930. En við vitum líka vel, að „setning Alþingis“, svo jeg noti orðtæki Sigurðar Nordals í nýrri og mjög fróðlegri ritgerð hanB — við vitum að setning alþingis var ekki annað en einn þátturinn og það að vísu meginþáttur, í þeim stærsta við- burði sem þjóðin hefir lifað, henn- ar stærsta afreki — stofnun hins forna íslenska lýðveldis. Og þar var Úlfljótur höfuðmað- urinn. Það hefði mátt kalla Stjórnar- skrána 1874 Jónslög, því hún var ávöxtur af athöfnum Jóns Sig- urðssonar. — Það hefði mátt kalla stjórnarskipunarlögin 1903 (heima stjórnina) Hannesarlög. — Og það hefði kannske mátt kalla Sambandslögin 1918 Bjamalög. TJm þetta má þó deila, Um hitt verður aldrei dedlt, að forfeður okkar kendu elstu, og sem líka ern langmerkustu stjórn- arskipunarlög landsins við höfund þeirra og kÖlluðu þau Úlfljótslög. Með Úlfljétslögum var íslenska ríkið stofnað og Alþing sett. En hvenær voru þá þessi miklu lög — Úlfljótslög samþykt til fiúls af landsmönnum? Var þáð 930? Nei, það er af og frá. Þó sagnirnar sjeu óljósar, þá benda þær og heilbrigð skynsemi ótvírætt í þá átt að samþykt Úlf- ljótslaga hafi verið lokið áður en hið fyrsta reglulega Alþingi var háð, 930. í rauninni hlaut svo að vera og liggur þá beint við að álykta að fullnaðaxsamþykt Úlf- ljótslaga hafi farið fram á þjóð- fundi árinu áður — 929. Það eru því fylstu líkur til, að nú í þessum júnímánuði 1929 sjeu Úlfljótslög orðin rjettra þúsund ára. — í sumar lifum við þá þegjandi þúsundára ríkisafmæli þjóðarinn- ar' — Að sumri höldum við há- tíðlegt þúsundára afmæli Alþingis — og það með fullum rjetti. Alt kemur út á eitt, ef við bara munum að halda á loft eins og verðugt er minningu Úlfljóts, fyrsta, mesta og frægaata löggjafa þjóðarinnar. Ingólfur var faðir íslensku þjóð- arinnar. Um hann vitum við margt. Úlfljótur var faðir hins íslenska ríkis. Um hann vitum við fát't. En sagnirnar um hann eru hver ann-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.