Tíminn - 26.01.1980, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.01.1980, Blaðsíða 7
Laugardagur 26. janúar 1980 7 Er það sanngjörn krafa og kvöð að þingflokkar leggist í stjórnarflatsæng hvenær og hvernig sem á stendur? Kr iiaí* sami£fjörn krafa o<í kvöð aft þingflokkar lesíííist i stiórnarflat- s:vn<í hvenær osí hvern- sem a stendur: Sl þriðjudagskvöld var sjón- varpsþáttur um Alþingi þar sem rætt var við tvo alþingisforseta og 2 blaðamenn undir stjórn Ingva Hrafns Jónssonar. Eðli- lega bar margt á góma i þessum þætti og vafalaust margt vel sagt af hálfu viðmælenda, þótt fátt. kæmi þar nýtt fram, enda „vegur og virðing Alþingis” ansi útþvælt efni i fjölmiðlum og einhvern veginn til þess gert að falla i fastan farveg, bæði af hálfu þingmanna og blaða- manna. Þó ber að þakka að Indriöi G. Þorsteinsson leitaðist við að sjá Alþingi og alþingis- menn i öðru ljósi en íorskriftir tiltekinna blaðamanna hafa löngum sagt til um. Jónas Kristjánsson braut hins vegar ekki forskriftarreglurnar að neinu leyti. Og er ekkert við þvi að segja. Það er hans mál. Þrástagl um aukaatriði En aö öðru atriði vil ég vikja varöandi þennan sjónvarpsþátt. Þótt mér sjálfum megi vafa- ............ ■ ■ ' \ Ingvar Gislason, formaður þing- flokks Framsökn- armanna: ___________________ laust um kenna, vegna snögg- soðinnar framsetningar á flóknu efni i innskoti i þáttinn, þá get ég ekki varist þvi að segja sem mér finnst, aö fátt varð um svör hjá viðmælendum Ingva Hrafns, þegar til þess kom að ræða ágalla þing- stjórnarfyrirkomulags þess, sem við tsl. búum við og blasa við hvers manns augum þessa daga. Mátti ráða af við- brögðum flestrg að stjórnskipun okkar væri gallalitil eða galla- laus. Að visu kom Gunnar Thoroddsen með nokkrar mjög góðar ábendingar um úrbætur á ágöllum þingræðiskerfisins og nefndi alkunn dæmi um ófull- komleika þess, s.s. i Þýskalandi á árunum 1919-1933. Að öðru leyti var ekki mikið á umræðun- um að græða hvað snerti stjórn- skipunarmál. Timinn var að visu afar naumur og efnið við- tækt. En sorglegt var að verða vitni að þessu eilifa þrástagli um „óraðaða” framboðslista sem allsherjarlausn á göllum þingræðis og mannaskipunar á Alþingi. Ef það er eina ,,úr- bótin” sem gera þarf i stjórn- skipunarmálum, þá er óþarfi að kosta miklu til starfa stjórnar- skrárnefndar og sérfræðinga sem .starfa á hennar vegum. Nei, þessi mál eru flóknari en svo að þau verði leyst með töfraformúlufn á borð við „óraöaða” framboðslista. Enda vona ég að stjórnarskrárnefnd- in geri sér ljóst að kosninga- fyrirkomulagið hér á landi er minni háttar atriöi, þegar rætt er um stjórnskipunarmál og Alþingi sérstaklega. Úrbætur á stjórnarskránni felast i þvi að ákveða valdahlutföil, skipta völdum og valdaábyrgð milli valdhafa i þjóbfélaginu i sam- ræmi við nútima þjóöfélag og tr.vggja Alþingi úrslitavald i pólitiskum málum. Slik trygg- ing er ekki fyrir hendi nú. En svo ég snúi mér að innskoti minu i þennan þátt, sem ég hafði þvi miður ekki möguleika tilað ýta á eftir og útskýra betur með beinni þátttöku i umræðu fjórmenninganna, þá hélt ég þar m.a. fram skoðun um „skyldur” Alþingis sem mér er i mun að áhugamenn um stjórnmál hug- leiði og hafni ekki fyrirfram með vanabundnu oröalagi rétt- trúarfólks eða afskiptaleysi sem passar i kramið á liðandi stund. Ég ætla þvi að biðja Timann, að prenta eftirfarandi káfla úr pistli þeim sem ég flutti i sjón- varpi sl. þriðjudag: ,,Kg le\ l'i niér að ininna a. að Idrseti Islauds hefur s( iornarins nilunarrett sam- kxa'int s t jorna rskrá. \uk hess \ il eg m inna á það að það • oflulkun og þav tneö revndar rangtulkun að Mþiugi herioniirld skylda til að nivnda rikisstiorn. i raun og veru hel'ur Alþingi s |orn a rin vndu na rrét t en ekki skyldu. Þess vegna er það osanngjnrn krala að leinita þaðal þingflokktim og -1 i !>i ng is ni (in nu m a ð þeir ieggist i st jornarl'latsa-ng með aiidsta'ðingum sinuni hvenær og hvernig sem á stendur. — slikt er nauðung sem enginn \ ill þolti. — Þess vegna segi ég: Ef flokkaruir i þinginu v ilja ekki notii rétt sinn til að iiiynda meirili lutast jórn. þá liefur íorseti fuila heimild til þess að lata nivtida svo kall- aða n ta nþi ngsst jórn . Slik stjorn þarf ekki að vera ,.em ha'ttismannast jórn". \ð sjall'siigðu er utanþingsstjórn ne\ðtirkostur. en hún er þó sá kostur sem stjórnarskráin gerir rað f\ rir. ef þingflokkar koma ser ekki suman um s t jor ii n r s a m s l a r f. Þe 11 a akvteði er örvggisventill i gölluöu stjórnkerfi. Það er ,IUk þess rangt að kalla slik tilíelli uppgjöf jiiugsins. Þingið er eltir sem aður löggjali og það er aðal- skylda Mþingis að vera liig- gjafi. Það er gntt að menn vilja rteða skyldur Alþingis. en eg lield að ekki sakaði að menn gerðu það af meiri viðsyni en ofl her \ið... Ingvar Gíslason Hver er skylda Alþingis? AVARP Fyrir dyrum stendur að kjósa^ hinn fjórða forseta islenska lýðveldisins. Mikið er i húfi fyrir þjóðina, að val hins nýja forseta takist vel. Við þurfum þjóðhöfðingja, sem hefurtil að bera bæði virðuleik og skörungsskap. Við þurfum þjóð- höfðingja, sem hefur i heiðri siði og venjur þingræðis, en hikar ekki við að taka eigin ákvarðanir og fylgja þeim eftir, þegar hags- munir þjóðar, þings og stjórnar kefjast. Pétur Thorsteinsson hefur ver- ið sendiherra Islands bæði i Sovétrikjunum og Bandaríkjun- umog einnig i Frakklandi og Þýskalandi. Nú er Pétur Thor- steinsson sendiherra Islands i Kina og fleiri Asiurikjum. Mun leitun á manni meðal Islendinga, sem er jafn kunnur málefnum þjóða bæði i austri og vestri. Hann hefur borið hróöur Islands viða og hvarvetna komið fram fyrir Islands hönd með miklum ágætum. Pétur Thorsteinsson var ráðu- neytisstjóri utanrikisráðuneytis- ins i nær sjö ár. Hann er óháður stjórnmálaflokkum en er ger- kunnugur islenskum stjórnmál- um. Við treystum Pétri Thorsteins- syni til að skipa embætti forseta Islands af festu, skörungsskap og virðuleik, svo sem hæfir þjóð- höfðingja. Við undirrituð leitum þvi stuðn- ings kjósenda við framboð Péturs Thorsteinssonar til forsetakjörs hinn 29. júni n.k. Arnór Hannibalsson lektor Agúst Bjarnason skrifstofustjóri Arni Kristjánsson pianóleikari Bjarni Óskarsson byggingafull- trúi Egill Ólafsson hljómlistarmaður Emil Jónsson fv. forsætisráð- herra Dr. Friðrik Einarsson læknir Geirþrúður Hildur Bernhöft elli- málafulltrúi Guðjón Sveinsson rithöfundur Guðmundur Danielsson rit- höfundur Guðrún P. Helgadóttir skólastjóri Gunnar Egilson klarinetleikari Halldór Laxness rithöfundur Haraldur Blöndal héraðsdóms- lögmaður Hákon Bjarnason fv. skóg- ræk tarsti. Ingibjörg Eliasdóttir fulltrúi Ingvar Vilhjálmsson Utgerðar- maður Jón Pálsson dýralæknir Karl T. Sæmundsson kennari Kristján Ragnarsson frkv.stj. L.t.O. Kristinn Guðlaugsson verkstjóri Ólafur H. Torfason kennari Páll A. Pálsson yfirdýralæknir Ragnar Stefánsson bóndi Rikarður Pálsson tannlæknir Selma Kaldalóns tónskáld Sigrún Jónsdóttir kennari Sigurður Thoroddsen verk- fræðingur Sólveig Sveinbjarnardóttir húsfrú Sveinn Tryggvason fv. frkvstj. Stéttarfél. bænda Sveinn B. Valfells iðnrekandi Skarphéðinn Asgeirsson forstjóri Tryggvi Emilsson verkamaður Sr. Valdimar Hreiðarsson prestur Valtýr Pétursson listmálari Vigdis Guðfinnsdóttir bréfritari EFLVM TÍMANN Sjálfboðaliðar hringi i sima 86300 eða 86538, Siðumúla 15 Reykjavik, á venjulegum skrif- stofutima. Þeim sem senda vilja framlög til blaðsins er bent á að gíró- seðlar fást i öllum pósthúsum, bönkum og sparisjóðum. Söfn- unarreikningurinn er hlaupa- reikningur nr. 1295 i Samvinnu- bankanum. Styrkið Tímann Fyllið út þennan seðil og sendið til Tímans í pósthólf 370, Reykjavík Ég undirritaður vil styrkja Timann með þvi að greiða i aukaáskrift q heíia Q háifa á mánuði Nafn________________________________________________ Heimilisf. ----------------------------------------- _________________________________________________Sími

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.