Tíminn - 14.02.1981, Blaðsíða 16

Tíminn - 14.02.1981, Blaðsíða 16
Gagnkvæmt tryggingafélag Nútíma búskapur þarfnast BAUER haugsugu Guðbjörn Guðjónsson heildverslun, Kornagarði Simi 85677 Laugardagur 14. febrúar 1981 m jm ■■ * wm Landbúnaöarráöstefna Framsóknarflokksins i gær og dag: Landbúnaður og atvinnulíf í sveitum HEI— „Þessi mál eru mér kær. Ég hafði mikia ánægju af sam- starfi minu við bændur og forystumenn þeirra”, sagði Steingrimur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins ma. I ávarpsoröum minum við setningu ráðstefnu um landbún- aöinn og atvinnulif i sveitum er hófst i gær. Ráðstefnan er hald- in á vegum þingflokks og framkvæmdastjórnar Fram- sóknarflokksins. „bað er meira en timabært aö halda svona ráðstefnu til að glöggva okkur á stöðu landbún- aðarmálanna. Þótt það sé nauðsynlegt hverjum stjórnmálaflokki aö setja fram stefnu i hinum ýmsu málum er ekki siður nauðsynlegt að benda á leiðir til að ná þeim stefnu- miðum,” sagði Stefán Valgeirs- son, sem tilnefndur var tundar- stjóri r á ðs te f n u n n a r . F ram s öguerin di um framleiðslu og sölu á kjöti flutti Jón R. Björnsson, um mjólkur- framleiðsluna Guðmundur Stefánsson og Hákon Sigur- grimsson um Stööu landbúnað- arins. Framsöguerindi um fjölgun atvinnutækifæra i sveit- um fluttu: Sveinn Hallgrimsson um feldfjárrækt, Aðalbjörn Benediktsson og Bjarni Einars- son um iðnaö I sveitum, Hallgrimur Indriðason um skógbúskap og Arni G. Péturs- son um nýtingu hlunninda. Ráð- stefnan var fjölsótt i gær, þrátt fyrir að eitthvað af ráöstefnu- gestum hafði þá ekki komist á staðinn sökum erfiðra samgangna. Ráðstefnunni verður fram haldið i dag. Þá ræða Brynjólfur Sæmundsson og Valgerður Sverrisdóttir um loðdýrarækt, Guðbjartur Gunnarsson, Guðni AgUstsson og Jónas Jónsson ræða um framtið landbúnaðar- ins og auk þess veröa umræöur. Landbúnaðarráðstefna Framsóknarflokksins er fjölsótt. Hér sést hiuti ráðstefnugesta hlýöa á framsöguræður. TimamyndG.E. Frá skirnarathöfninni Ný Skaftá Föstudaginn 13. febrúar s.l. bættist nýtt skip i islenska versl- unarskipaflotann, en þá var fjöl- hæfnisskipinu M/V Borre gefið nafnið M/S Skaftá og islenski fán- inn dreginn um hún I skipinu. Er þetta seinna af þéim tveimur fjölhæfniskipum sem Hafskip hf. hefur nú fest kaup á frá Fred Olsen linunni i Norégi, en fyrra skipið M/S Selá (áður Bomma) var formlega yfirtekið i ágúst s.l. Samtals kaupverð skip- anna var 4.700.000.- bandarikja- dalir. Skipin sem eru 2828 tonn (dauðvikt) eru búin ópnanlegum skut, tveimur stórum vörulúgum á hlið og færanlegum millidekkj- um. Möguleikar á hleðslunýtingu eru þvi mjög góðir og afgreiðslu- hraði vegna lestunar og losunar mun meiri en á hinum eldri, hefð- bundnu skipum. M/S Skaftá er annað skip félagsins sem ber það nafn, en M/S Skaftá fyrri var seld griskum kaupendum nýverið og afhent i Hamborg um miðjan janúar. Var söluverð þess skips 3.8 milljónir danskra króna. Skipstjórihinnar nýju Skaftár er Sveinn Valdimarsson og var skipið formlega móttekið af honum auk fulltrúum útgerðar- innar þeim Alberti Guðmunds- syni, stjórnarformanni og fram- kvæmdastjórum félagsins þeim Björgólfi Guðmundssyni og Ragnari Kjartanssyni. Arekstrar, árekstrar AM — Ófærðin á götum Reykja- vikur dregur dilk á eftir sér, þvi I gær voru árekstrar orðnir 36 kl. 18,þegar viðræddum við lögreglu, frá þvi kl. 6 um morguninn. Um- ferð gekk mjög hægt vegna ástands gatnanna, en þykkir svellbunkar lágu á götum og för I þeim viða svo djúp aö bilar kom- ust varla upp úr þeim. Verðlagsstofnun hefur útgáfu „Verðkynningar”: Reynt að örva verðskyn neytenda HEI — Markmiðiö með útgáfu þessa biaðs er m.a. að örva verð- skyn neytenda og gera þeim betur kleift að sýna aðgætni i innkaup- um, segir I frétt frá Verölags- stofnun þar sem kynnt er útgáfa 1. tölublaðs „Verðkynningar” sem stofnunin hefur nu útgáfu á. En aukin fjárveiting rikissjóös samkvæmt efnahagsáætlun rikis- stjórnarinnar geri þetta kleift. I þessu fyrsta tölublaði eru birtar niðurstöður af heimsókn verðgæslumanna stofnunarinnar i 19 bilaumboð, þar sem kannað var verð 48 varahluta. Fram kemur að verulegur verðmunur er á varahlutum i hinar ýmsu teg- undir bifreiða. Þar skiptir gæða- munur að sjálfsögðu máli, en ekki er lagt mat á hann i könnuninni. 1 verðkynningu segir, að vara- hlutirnir i hinar ýmsu tegundir bila séu að meginhluta þeir sömu, þótt um smávægileg frávik sé að ræða. Neytendum er ráðlagt að nota hana á tvennan hátt. I fyrsta lagi með almennum verðsaman- burði á varahlutum á milli bifreiðategunda, þar sem oft muni stórum upphæðum. Sjá megi að alloft séu sömu tegundir með bæði hæsta og lægsta verðið. 1 öðru lagi megi sjá framboð varahlutanna hjá einstökum um- boðum, þvi ekki sé nóg að verðið sé hagstætt, hlutirnir verði lika helst að vera til. Hvað það atriði snertir kemur i ljós að umboðin eru mjög misjöfn. Þrjú umboð eru áberandi best að þessu leyti: Lada 1600 (Bifreiðar og landbún- aðarvélar) Skoda 105 (Jöfur h.f.) sem aðeins vantaði einn af þess- um 48 varahlutum hvort og Mazda 626 (Bilaborg) sem vantaði tvo þeirra. Bileigendum og áhugamönnum skal bent á að Verðkynningu geta þeir fengið ókeypis á skrifstofu Verðlagsstofnunar að Borgartúni 7. Trabant-sölumenn óhressir með „Verðkynningu”: „Um 20 hlutanna ekki í Trabant” — og því eðlilega ekki til sem varahlutir HEI — „Við erum sáróánægðir með Jjessa Verökynningu Verð lagsstofnunar og frásögn út- varpsins af henni I dag”, sagði sölumaður hjá Ingvari Helga- syni, sem hafði samband við blaðið eftir hádegisfréttir Útvarpsins I gærdag. I fréttum útvarpsins hefði verið sagt að Trabant umboðið stæði sig einna laklegast meö varhlutaframboðið, þvi þar hefði vantað 23 af þeim 48 hlut- um sem spurt var um. Þetta sagði sölumaður eiga sér þær skýringar að um 20 þessara hluta væru alls ekki til i bilnum og þá eðlilega ekki sem vara- hlutír heldur. Margir þessara hluta eru i sambandi við vatns- kerfiö, en Trabant er hinsvegar loftkældur. I ljósi þessa virðist eðlilegt að sölumaðurinn væri hálf óhress. 1 Verökynningu er verðupp- hæða getið á þeim hlutum sem til voru f umboðunum, en siðan O á öðrum stöðum I dálkinum án neinna frekari skýringa. Varð- andi sumar aðrar tegundir en Trabant er hinsvegar á nokkr- um stööum tekið fram, að hlut- urinn sé ekki i bilnum, eöa athugasemdin „loftkældur”. Sem sárabætur fyrir Trabant er rétt að geta þess, að af þeim 25 varahlutum sem getið er um frá umboðinu voru 17 á lægst að verði á þessari könnun. 1 hæsta verðflokknum var Trabants ekki getið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.