Fréttablaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 6
6 11. janúar 2008 FÖSTUDAGUR STJÓRNSÝSLA „Í þessari greinar- gerð setts dómsmálaráðherra eru slíkar rangfærslur að nefndin ætlar ekki að elta ólar við hana í fjölmiðlum,“ segir Pétur Kr. Haf- stein, formaður dómnefndar sem mat hæfi umsækjenda um emb- ætti héraðsdómara. Nefndin vísar að öðru leyti til greinargerðar sem hún sendi frá sér á miðvikudag, þar sem rökstuðningur Árna M. Mathiesen fyrir ráðningu Þor- steins Davíðssonar, í embætti hér- aðsdómara við Héraðsdóm Norð- Austurlands og Austurlands, er sagður ófullnægjandi og ómál- efnalegur. Árni M. Mathiesen, fjármálaráð- herra og settur dómsmálaráðherra, segir greinargerð dómnefndar um hæfi umsækjenda til embættis héraðsdómara vera gallaða og ógagnsæja. Árni sendi frá sér yfir- lýsingu í gær, vegna greinargerðar dómnefndarinnar. Í greinargerð- inni segir meðal annars að engin tilraun hafi verið gerð af hálfu Árna til að rökstyðja hvers vegna þau atriði sem tilgreind eru sér- staklega á ferli Þorsteins Davíðs- sonar vegi þyngra í mati á hæfni en „allt það sem hinir umsækjend- urnir hafa til brunns að bera“. Í yfirlýsingu Árna segir að það sé rangt hjá dómnefndinni að það sé einsdæmi að „ráðherra fari ekki að áliti nefndarinnar“. Vitnar Árni þar til orða í greinargerð dómnefndar þar sem segir: „Þótt umsögnin bindi ekki hendur ráð- herra eru engin fordæmi fyrir því að svo verulega hafi verið gengið á svig við álit dómnefndar“. Árni segir enn fremur í yfirlýs- ingunni að dómnefndin hafi „mis- skilið hlutverk sitt“ þar sem hún telji sig hafa vald sem hún hefur ekki. Þorsteinn Davíðsson var metinn hæfur í umsögn nefndarinnar en Guðmundur Kristjánsson hæsta- réttarlögmaður, Halldór Björns- son, aðstoðarmaður hæstaréttar- dómara, og Pétur Dam Leifsson lektor voru metnir mjög vel hæfir. Þorsteinn var því í þriðja hæfis- flokki en hinir þrír fyrrnefndu í fyrsta. Siv Friðleifsdóttir, þingflokks- formaður Framsóknarflokksins, telur leitun vera að verklagi eins og því sem ráðning Þorsteins hvíli á. „Árni hefur í tvígang með skömmu millibili fengið gríðarlega hörð viðbrögð frá stjórnsýslunni. Fyrir skömmu í tilfelli Grímseyjar- ferjumálsins, þar sem Ríkisendur- skoðun gagnrýndi fjármálaráðu- neytið harkalega, og síðan fyrir ráðningu Þorsteins í embætti hér- aðsdómara. Það er athyglisvert að dómnefndin segi að rökstuðningur ráðherra sé ómálefnalegur. Traust á dómsvaldinu er það sem skiptir öllu máli og það verður að ríkja sem víðtækust sátt um það þegar nýir dómarar eru ráðnir til starfa.“ magnush@frettabladid.is Elta ekki ólar við yfirlýsingar Árna Dómnefnd sem mat hæfi umsækjenda um embætti héraðsdómara segir Árna M. Mathiesen fara með rangfærslur, sem ekki sé hægt að elta ólar við í fjölmiðlum. Traust á dómsvaldinu er það sem skiptir öllu máli, segir Siv Friðleifsdóttir. ÞORSTEINN DAVÍÐSSON ÁRNI M. MATHIESEN Ítrekar að það sé ráðherra að skipa í starf dómara en ekki dóm- nefndarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA PÉTUR KR. HAFSTEIN Telur þú rökstuðning Árna Mathiesen fyrir því að skipa Þorstein Davíðsson í embætti dómara fullnægjandi? Já 18,5% Nei 81,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Átt þú hlutabréf sem hafa lækkað í verði undanfarið? Segðu þína skoðun á visir.is Munið bílastæðin í bílastæðahúsinu í Traðarkoti, beint að baki versluninni Kisan er opin mán - fim 10:30 - 18:00 föstudaga 10:30 - 19:30 laugardaga 10:30 - 18:00 Laugavegi 7 101 Reykjavík Sími 561 6262 www.kisan.is Heimsþekkt vörumerki eins og Sonia Rykiel, Bonpoint, Jamin Puech, Orla Kiely og fleiri ... Útsalan er hafin C O N C E P T S T O R E FÓLK „Við þurfum að taka ábyrgð á öllum börnum,“ segir Sigríður Björnsdóttir hjá samtökunum Blátt áfram, sem vilja mennta fimm prósent þjóðarinnar til að verjast ofbeldi gegn börnum. Áætlun Blátt áfram á að skila á næstu fimm til sjö árum 11.250 fullorðnum einstaklingum sem hafa þekkingu til að koma auga á illa meðferð á börnum og bregðast við. Markmiðið er að fimm prósent fullorðinna í öllum sveitarfélögum landsins sitji sérstakt námskeið. Að sögn Sigríðar hafa nokkur bæjarfélög þegar tekið við sér. „Hveragerði og Ísafjörður ætla til dæmis að taka ábyrgð á sínum börnum og munu senda alla sína starfsmenn,“ segir Sigríður. Námskeiðin eru að banda- rískri fyrirmynd og segir Sig- ríður þau hafa reynst vel. „Fólk fær staðfestingu á því af hverju það á að hjálpa öllum börnum en ekki bara sínum eigin. Ef það tekur eftir einhverjum merkj- um hjá annað hvort börnunum eða fullorðnum um eitthvað sem ekki er í lagi getur það gripið inn í. Við erum að tala um alls konar ofbeldi, allt frá því að börn séu vanrækt og alla leið upp í kynferðislegt ofbeldi,“ segir Sigríður, sem vonast eftir góðum undirtektum: „Fólk er að átta sig á því að það verður að takast á við hlutina í stað þess að neita að þeir hafi gerst.“ - gar Blátt áfram vill gera fimm prósent fullorðinna Íslendinga að verndurum barna: Ellefu þúsund manna varðlið stöðvi ofbeldi gegn börnum SIGRÍÐUR OG SVAVA BJÖRNSDÆTUR Hrinda af stað námskeiðinu Verndarar barna á næstu mánuðum á vegum samtakanna Blátt áfram. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA RÚSSLAND, AP Vladimír Pútín skipaði í gær Dmitrí Rogozin, harð skeyttan þjóðernissinna, í stöðu sendiherra Rússlands hjá Atlantshafsbandalaginu. Rogozin var leiðtogi stjórn- mála flokksins Rodina, Föður - land, sem hafði uppi svo harð- vítugan þjóð- ernisáróður að flokknum var ekki leyft að taka þátt í kosningum í Moskvu árið 2005. Rogozin segist ekki telja sjálfur að Nató sé óvinveitt Rússlandi, en segist þó þeirrar skoðunar að þeir sem telja Nató óvinveitt Rússlandi hafi fyrir því góð rök. - gb Pútín Rússlandsforseti: Þjóðernissinni sendur til Nató DMITRÍ ROGOZIN FÉLAGSMÁL Hlynur Smári Sigurðar- son, sem dæmdur var í þriggja ára fangelsi vorið 2006 fyrir kókaín- smygl til Brasilíu, hefur fengið synjun á fjárhagsaðstoð frá Mos- fellsbæ. „Mér finnst þetta á heldur lágu plani,“ segir Sigurður Þorvaldsson, faðir Hlyns Smára. „Hlynur Smári bjó í Mosfellsbæ nánast frá fæð- ingu. Mér finnst að bæjaryfirvöld ættu að sjá í gegnum fingur sér að hann hefur ekki verið búsettur þar allra síðustu ár.“ Aðbúnaður Hlyns Smára í Brasil- íu hefur verið slæmur en Sigurður segir aðstæðurnar þó hafa batnað. Hann sitji ekki lengur í fangelsi heldur sé aðeins inni milli klukkan tíu á kvöldin og sex á morgnana. Hlynur sé hins vegar upp á sjálfan sig og ættingja kominn peninga- lega. Hlynur Smári er skráður með lögheimili í Mosfellsbæ og mun hafa hug á að flytjast þangað þegar hann sleppi úr prísundinni. Þá geti hann endurgoldið styrkinn með því að greiða sín gjöld til bæjarins. Erindið vegna Hlyns Smára fékk neikvæða afgreiðslu í Mosfellsbæ. „Fjölskyldunefnd synjar erindinu þar sem umsækjandi er ekki með búsetu í Mosfellsbæ og fellur að öðru leyti ekki undir reglur Mos- fellsbæjar um fjárhagsaðstoð. Í því sambandi vísast til þess að umsækj- andi sætir afplánun á refsidómi erlendis og er þar af leiðandi á ábyrgð viðkomandi ríkis,“ sagði fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar. - gar Íslendingur sem afplánar dóm fyrir fíkniefnasmygl í Suður-Ameríku: Fær ekki styrk frá Mosfellsbæ HLYNUR SMÁRI SIGURÐARSON Neitað um fjárhagsaðstoð til Brasilíu frá Mosfellsbæ. Rannsakar dauða loðnu Hafrannsóknastofnunin mun á þessari loðnuvertíð gera í fyrsta sinn tilraunir til að fylgjast með afdrifum loðnu sem drepst að lokinni hrygn- ingu. SJÁVARÚTVEGUR Bjarni lagður í hann Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmunds- son fór frá Reykjavík á miðvikudag og mun stunda mælingar á stærð veiði- stofns loðnu fyrir Austur-, Norðaustur- og Norðurlandi. Fyrirhugað var að skipið færi til mælinga á mánudag en bilun kom upp í vélbúnaði þannig að ekki var unnt að senda það í verkefnið. Fuglalíf glæðist Óvenjulega mikil síldargengd í sunnan verðum Breiðafirði hefur skilað sér í auknu fuglalífi. Við Stykkis- hólm og Kolgrafafjörð er óvenjulega mikið af mávum, skörfum, toppönd- um og teistum. LÍFFRÆÐI SPÁNN, AP Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar og leiðtogi sósíalista, hét því á miðvikudag að ríkisstjórn hans myndi stuðla að sköpun minnst 1,6 milljóna nýrra starfa í landinu ef hún hlýtur endurkjör í kosningunum 9. mars. Zapatero tjáði blaðamönnum í Madríd að stjórnin væri staðráðin í að lækka atvinnuleysishlutfallið í landinu úr átta prósentum í sjö en á kjörtímabilinu hefðu þrjár milljónir starfa orðið til. Stefnan væri að bæta við 1,6 milljónum til 2 milljóna starfa. Fylgi flokkafylkinganna tveggja mælist nú nánast hnífjafnt. - aa Kosningar boðaðar á Spáni: Zapatero heitir fjölgun starfa KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.