Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 1
Krónan of lítil | Lánshæfismats- fyrirtækið Moody‘s sagði blikur á lofti með AAA einkunn íslenska ríkisins í skýrslu sem kom út á mánudag. Í skýrslunni var jafn- framt ýjað að því að krónan væri hreinlega orðin of lítill gjaldmiðill fyrir íslensku bankana. Tekjuaukning Landsbanka | Hagnaður Landsbanka Íslands eftir skatta nam 39,9 milljörðum króna fyrir árið 2007, en bankinn birti uppgjör á mánudag. Grunn- tekjur samstæðunnar jukust um 34 prósent frá fyrra ári, námu 93,4 milljörðum króna. Engin bráðnun | Greiningar- deild franska bankans BNP Pari- bas sagði enga hættu á bráðnun í íslenska bankakerfinu. Fram kom í greiningu Paribas að væntan- leg uppgjör íslensku bankanna og breytt verðlagning þeirra hefðu orðið til þess að bjartara væri framundan en áður. Askar afskrifa | Askar Capi- tal hafa nú þegar þurft að af- skrifa átta hundruð milljónir króna vegna bandarískra skulda- bréfavafninga og gætu þurft að afskrifa annað eins. Þetta sagði Tryggvi Þór Herbertsson forstjóri í samtali frá Dubai. Deildar meiningar | Greining- ardeild sænska bankans SEB Enskilda sagði Existu berjast við lausafjárskort. Stjórnarformaður félagsins og greinendur sögðu um- fjöllunina illa unna og forsendur rangar. Savile Row 200 ára klæðskeramenning 14 Krónan fylgir alþjóðamörkuðum Heldur sjó í fárviðrinu 6 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 30. janúar 2008 – 5. tölublað – 4. árgangur Viðbrögð bandaríska seðlabankans Milli steins og sleggju 8-9 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 F R É T T I R V I K U N N A R „Við höfum ekki hugmynd um það í dag, hvort slík breyting myndi þýða auknar eða minni skatttekjur. Það fer bara eftir þróun á gengi krónunnar. Ríkið gæti stórgrætt á þessu,“ segir Alexander G. Eðvarðsson, yf- irmaður skattasviðs KPMG, um að fyrirtæki sem færa bók- hald sitt í erlendri mynt fái að gera skatta sína hér upp í sömu mynt. Alexander leggur til að fyrirtæki sem hafa fengið heim- ild til að færa reikninga sína í erlendri mynt fái jafnframt að gera skatta sína upp í starfræksl- umyntinni. Þetta á bæði við um virðisaukaskatt og einnig yfirfær- anlegt skattalegt tap, svo dæmi séu tekin. „Þá er engin margföld- un og yfirfærslan úr einum gjald- miðli yfir í annan yrði fullkomin,“ segir hann. Þetta hefði í för með sér að ríkissjóður þyrfti að bera gengis- áhættu af sköttum fyrirtækj- anna; almenningur tæki þessa gengisáhættu af fyrirtækjunum. „Það má segja það. En það má líka segja, fyrst að búið er að veita þessa heimild til að færa bók- haldið í annarri mynt en krónu, af hverju ekki að ganga alla leið og gefa þeim kost á að telja fram í sömu mynt?“ - ikh / sjá síðu 12 Vill að ríkið beri gengisáhættu Vefur Artprice.com, sem veit- ir upplýsingar um alþjóðlegan myndlistarmarkað, hefur gert könnun um stöðu markaðarins í ljósi síðustu hræringa á fjár- málamörkuðum. Byggir hún á aðferðafræði Rannsóknaseturs Háskólans í Michigan um vænt- ingavísitölur. Samkvæmt niðurstöðu um miðjan dag í gær telja 56% svar- enda að nú sé góður tími til að kaupa listaverk, 21 prósent telja horfur bágar á listaverka- markaði. Svarendur skiptast í tvö horn varðandi fjárhagslegan styrk sinn til listaverkakaupa: 16 prósent telur hana betri, 32 prósent lakari. Þegar litið er til næstu þriggja mánaða segjast 14 prósent telja efnahagshorfur góðar, en 54 prósent slæmar. Segja 30 pró- sent líklegt að verð á listaverka- markaði falli, 20 prósent að það hækki. Artprice heldur úti vísitölu al- þjóðlegs myndlistarmarkað: en væntingavísitalan er nýjung og uppfærist jafnharðan miðað við 1000 síðustu svör. - pbb Blikur á lofti í myndlistinni www.lausnir.is .....þjónustukannanir sem virka! Tíma - og verkskráning Flotastýring og eftirlit www.trackwell.com Óli Kristján Ármannsson skrifar „Í þessu endurspeglast sá sannleikur að einhliða upptaka evrumyntar skiptir engu máli. Það sem mestu máli skiptir fyrir fjármálafyrirtækin er bak- hjarlinn,“ segir Björgvin G. Sigurðsson viðskipta- ráðherra um nýja umfjöllun matsfyrirtækisins Moody‘s um lánshæfi ríkisins. Í umfjöllun Moody‘s er á það bent að umsvif ís- lensku viðskiptabankanna utan landsteinanna séu orðið það mikil að þau gætu þrýst á lægri lánshæf- iseinkunn ríkisins. Lægri einkunn myndi rýra kjör ríkisins við erlendar lántökur. Björgvin segir þetta þó fremur sett fram sem umhugsunarefni í umfjöll- un Moody‘s en stórt vandamál. „Íslenska ríkið er ágætlega í stakk búið til að takast á við þrenging- ar. En auðvitað blasir við að áframhaldandi vöxt- ur bankanna erlendis mun hafa áhrif á stöðuna. Í framhaldinu vakna spurningar um hvaða kostir eru í stöðunni.“ Kostina segir hann allnokkra, svo sem einhliða tengingu við evru, myntráð, einhliða upp- töku evru eða aðild að Myntbandalagi Evrópu. „Al- þjóðavæðing bankakerfisins gerir að verkum að ís- lenskt fjármálakerfi er miklu háðara sveiflum á alþjóðamarkaði en áður og við bætast gríðarleg um- svif bankanna erlendis,“ segir viðskiptaráðherra og telur skýrslu Moody‘s undirstrika mikilvægi þess að fara mjög vandlega yfir málin. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbank- ans, tekur í svipaðan streng. „Ég held að það fyrirkomulag sem við höfum haft, að vera með sérmynt, á því sem ég held að sé minnsta mynt- svæði í heimi, hafi gagnast okkur mjög vel á þeim tíma sem sjávarútvegur var hér langmikilvæg- asta atvinnugreinin. Hann er raunar enn mikil- væg atvinnugrein, en núna þarf að horfa til fleiri atvinnuvega, þar með talið fjármálakerfisins. Ég tel okkur betur borgið með einhverju öðru kerfi, en hvað það á nákvæmlega að vera er erfiðara að segja.“ Sigurjón segist lengi vel hafa verið hall- ur undir að taka hér einhliða upp evru. „En nú í seinni tíð hef ég hallast að því að skoða þyrfti hvort ekki ætti að ganga heldur lengra og verða raunverulegur partur af evrukerfinu. En spurn- ingin er flókin og erfitt að segja hvaða leið er best út frá hagsmunum þjóðfélagsins,“ segir hann. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaup- þings, hefur margsagt krónuna vera of litla mynt- einingu. „En hún verður ekkert látin hverfa í snatri á einum til tveimur dögum, eða mánuð- um. Samt er alveg ljóst að mínu mati að krónan er ekki framtíðargjaldmiðill,“ segir hann. Helsta punkt Moody’s segir Sigurður hins vegar vera að arðsemi bankanna sé lykilatriði fyrir lánshæfis- mat þjóðarinnar. „Á það held ég að menn ættu að horfa.“ Sjá einnig síðu 4 Þrýst á evruumræðu Einhliða upptaka evru myndi litlu skipta að mati við- skiptaráðherra, bakhjarlinn skiptir mestu. Bankastjóri Landsbankans vill umræðu um leiðir til úrlausnar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.