Fréttablaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 51
MÁNUDAGUR 25. febrúar 2008 27 Tillaga að breytingu deiliskipulags Höfðavegar á Húsavík Sveitarstjórn Norðurþings auglýsir hér með til almennrar kynningar tillögu að breytingu á deiliskipu- lagi Höfðavegar á Húsavík skv. 1. mgr. 26. gr. skipu- lags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Breytingin felur eingöngu í sér breytingar á lóðunum Höfðavegi 6a og 6b. Þær eru sameinaðar í eina lóð, Höfðaveg 6. Á lóðinni er nú gert ráð fyrir sex íbúða fjölbýlishúsi á einni hæð í stað parhúss á tveimur hæðum. Heimilað nýtingarhlutfall lóðar verði 0,4 og mesta hæð húss 5,0 metrar yfi r gólfkóta. Nánari byggingarskilmálar fyrir lóðina eru skilgreindir í greinargerð. Skipulagstillagan verður til sýnis á sveitarstjórnarskrif- stofu Norðurþings frá 25. febrúar til 24. mars 2008. Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefi nn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til og með mánudagsins 7. apríl 2008. Skila skal skrifl egum athugasemdum til sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir. Húsavík 20. febrúar 2008. Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingarfulltrúi KÖRFUBOLTI Grindavík varð bikar- meistari í kvennaflokki í fyrsta skipti í gær þegar liðið lagði Hauka í úrslitum með tíu stiga mun, 77-67. Haukar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik en stórkost- legur þriðji leikhluti hjá Grinda- vík lagði grunninn að öruggum sigri. „Þetta er alveg ólýsanleg til- finning,“ sagði Grindavíkurstúlk- an Petrúnella Skúladóttir sem átti magnaðan leik fyrir Grindavík á báðum endum vallarins. „Maður verður að gefa sig allan í svona leiki. Ég ætlaði ekki að labba af velli hugsandi hvað ef ég hefði gert hitt eða þetta. Ég veit ekki hvað var að hjá okkur í fyrri hálfleik. Það kom samt engin örvænting í okkar leik og við vorum ákveðnar að klára dæmið í síðari hálfleik sem við og gerð- um,“ sagði Petrúnella brosmild. Það má í raun segja að leikurinn hafi verið eins og svart og hvítt. Haukar voru betri á flestum svið- um í fyrri hálfleik. Munaði þar aðallega um grimmdina en þær tóku heil 17 sóknarfráköst í fyrri hálfleik gegn 6 hjá Grindavík. Suðurnesjastúlkur litu út fyrir að vera engan veginn tilbúnar í slag- inn og voru nær meðvitundarlaus- ar og áttu verk fyrir höndum í leikhléi einum 12 stigum undir, 41- 29. Ræða Igors Beljanski, þjálfara Grindvíkinga, í leikhléi var snörp og augljóslega hitti í mark því allt annað lið mætti til leiks í seinni hálfleikinn. Þær fóru allt í einu að taka öll fráköst og keyrðu upp hraðann með Tiffany Robertson í fantaformi. Haukar áttu ekkert svar, töpuðu leikhlutanum 28-10 og þar með leiknum því þær kom- ust aldrei inn í hann aftur. „Þetta er gríðarlega svekkjandi en ég er samt mjög stoltur af mínum stelpum sem gáfu sig alla í leikinn,“ sagði Yngvi Gunnlaugs- son, þjálfari Hauka, súr á svipinn í leikslok en hann var ekki sáttur við dómgæsluna í þriðja leikhlut- anum þegar leikurinn snérist. „Það er 8-0 í villum gegn okkur og við áttum aldrei möguleika. Ég er mjög ósáttur við margt hér í dag en skrifa þó tapið ekki alfarið á dómarana.“ Þær Petrúnella, Robertson og Skiba áttu hreint magnaðan leik fyrir Grindavík en hinum megin munaði mikið um að Kiera Hardy náði sér ekki á strik og virtist eitt- hvað há henni. - hbg Ótrúlegur þriðji leikhluti hjá Grindavíkurstúlkum gegn Haukum í bikarúrslitum: Bikarinn loksins til Grindavíkur PETRÚNELLA SKÚLADÓTTIR Fór hreint á kostum í Höllinni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LOKSINS, LOKSINS Grindavíkurstúlkurnar Ólöf Helga Pálsdóttir og Berglind Magn- úsdóttir fögnuðu titlinum vel og innilega. Uppi í hægra horninu sjást þær Jovan Stefánsdóttir og Petrúnella Skúladóttir lyfta bikarnum eftisótta. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HAUKAR-GRINDAVÍK 67-77 Stig Hauka: Kiera Hardy 19, Kristrún Sigurjónsdóttir 17, Guðbjörg Sverris- dóttir 9, Ragna Brynjarsdóttir 8, Hel- ena Hólm 5, Telma Björk Fjalarsdóttir 4, Unnur Jónsdóttir 3, Bára Hálfdánar- dóttir 2. Stig Grindavíkur: Tiffany Roberts- on 24 (13 frák.), Joanna Skiba 22, Petrúnella Skúladóttir 15 (10 frák., 6 stoðs., 2 stolnir), Jovana Lilja Stefáns- dóttir 6, Ólöf Helga Pálsdóttir 6 (11 frák.), Ingibjörg Jakobsdóttir 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.