Fréttablaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 2
2 24. apríl 2008 FIMMTUDAGUR Sveinn, leit Abbas við hjá þér? „Nei, en ég kíkti á hann á Bessa- stöðum. En hann er alltaf velkominn í heimsókn til mín.“ Mahmoud Abbas, forseti Palestínu- manna, var í heimsókn á Íslandi á þriðju- dag. Sveinn Rúnar Hauksson er formaður félagsins Ísland-Palestína. VIÐSKIPTI „Vinnan er langt komin og henni lýkur innan tíðar,“ segir Kristinn Hallgrímsson hæstarétt- arlögmaður en hann er formaður skilanefndar eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga. Nefndin vinnur að slitum á Samvinnu- tryggingum og verður eignum félagsins skipt á milli eigenda félagsins. Rétt á greiðslum eiga þeir sem tryggðu hjá félaginu á árunum 1987 og 1988 en samtals eru það rúmlega fimmtíu þúsund einstaklingar. Upphaflega átti að ljúka vinnu við slitin á síðasta ári en vinnan reyndist flóknari og umfangs- meiri en menn höfðu reiknað með í fyrstu og því tafðist málið. Eignir og skuldbindingar voru fluttar yfir í Gift ehf. í fyrra. Eignir félagsins eru fyrst og fremst í fjármálafyrirtækjum, meðal annars Kaupþingi, og nema þær tugum milljarða. - mh Slit á Samvinnutryggingum: Skilanefnd að ljúka störfum LÖGREGLUMÁL Forráðamenn Bygg- ingafélags námsmanna (BN) munu fara fram á opinbera rannsókn efnahagsbrotadeildar Ríkislög- reglustjóra á tilteknum þáttum í rekstri félagsins á næstu dögum. Þetta er gert í kjölfar ítarlegrar úttektar endurskoðunar- og ráð- gjafarfyrirtækisins KPMG á rekstri BN. Málið verður rannsak- að nokkur ár aftur í tímann. Byggingafélag námsmanna er sjálfseignarstofnun með sjálf- stæðan fjárhag. Það annast kaup og uppbyggingu húsnæðis til rekstrar stúdentagarða í þágu námsmanna. Það var í kjölfar skyndilegrar afsagnar og brotthvarfs fyrrver- andi stjórnarformanns bygginga- félagsins í desember sem núver- andi forráðamenn félagsins fengu KPMG til að gera úttekt á rekstri BN. Í febrúar var svo ráðningar- samningi við framkvæmdastjóra félagsins rift. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins beinast sjónir manna meðal annars að fyrirtækjum sem fyrrverandi stjórnendur áttu. Þar voru hvorki til staðar starfsmenn né húsnæði, en BN mun hafa verið í viðskiptum við þessi fyrirtæki varðandi ýmsa þætti starfsemi sinnar. Þá leikur grunur á að ekki hafi farið fram útboð á öllum fram- kvæmdum BN. Fleiri þættir á starfstíma fyrrverandi stjórnenda eru taldir þarfnast nánari athug- unar. Ýmislegt þykir benda til þess að ekki hafi verið farið að þeim reglum sem félagið á að starfa eftir, til að mynda varðandi inn- kaupastefnu, á fyrrnefndu tíma- bili. Þar kemur til kasta efnahags- brotadeildarinnar, sem þegar mun vera kunnugt um málið, þótt það sé ekki komið þangað formlega. Sigurður Grétar Ólafsson, núver- andi stjórnarformaður BN, stað- festi að KPMG hefði unnið úttekt á rekstri félagsins að beiðni forráða- manna þess. Henni væri ekki end- anlega lokið. Hann neitaði hins vegar alfarið að tjá sig um þær nið- urstöður sem nú liggja fyrir eða um einstök atriði málsins yfirleitt. „Þær eru trúnaðarmál,“ sagði hann, en kvaðst vilja undirstrika að rekstur félagsins stæði fjár- hagslega traustum fótum. Niðurstöður úttektar KPMG voru kynntar á aukafundi fulltrúa- ráðs félagsins í mars. Ráðið er æðsta stjórn félagsins. jss@frettabladid.is Opinber rannsókn á byggingafélagi Farið verður fram á opinbera rannsókn efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglu- stjóra á rekstri Byggingafélags námsmanna á næstu dögum. Þetta gera núver- andi forráðamenn félagsins í kjölfar úttektar KPMG á rekstri þess. BÓLSTAÐARHLÍÐ Bygginga- félag námsmanna hefur byggt íbúðir sem leigðar eru stúdentum bæði í Bólstaðarhlíð og víðar á höfuðborgarsvæðinu. SVEITARSTJÓRNARMÁL Nýr meiri- hluti var ekki myndaður í Bolungarvík í gær þrátt fyrir þriggja klukkustunda fund A-lista og Sjálfstæðisflokks. Ákveðið hefur verið að hittast aftur annað kvöld til frekari viðræðna. Meirihluti A og K lista sprakk á þriðjudag þegar Anna Guðrún Edvardsdóttir, oddviti A-lista, sleit tveggja ára samstarfi. Að sögn Önnu Guðrúnar er ástæða samstarfsslitanna umsvif Soffíu Vagnsdóttur, oddvita K-lista, Framsóknar og Samfylkingar- fólks, í atvinnurekstri á staðnum. Elías Jónatansson, oddviti Sjálfstæðisflokks, er orðaður við bæjarstjórastólinn sem Grímur Atlason hefur setið í undanfarin tvö ár. - shá Viðræður í Bolungarvík: Nýr meirihluti ekki myndaður LÖGREGLUMÁL Sýslumaðurinn í Borgarnesi telur mun líklegra að 8.545 ensk pund í reiðufé sem fundust við húsleit í íbúð nemanda í viðskiptaháskólanum á Bifröst séu afrakstur fíkniefnadreifingar, eða ætluð til að fjármagna innflutning og dreifingu á fíkniefn- um, heldur en að nemandinn hafi fengið fjármunina að láni. Þetta kemur fram í málsgögnum, þar sem sýslu- maður krafðist úrskurðar um ótakmarkað aðgengi að upplýsingum um fjármál nemandans. Hann hefur nú verið rekinn úr skólanum. Það var í lok febrúar sem fjölmennt lið lögreglu- og tollgæslumanna leitaði í þremur íbúðum nemenda á Bifröst. Verðmæti ensku pundanna nemur 1,2 milljónum króna en auk peninganna fundust 0,3 grömm af kókaíni í íbúð mannsins. Samnemandi mannsins mætti á lögreglustöðina í Borgarnesi fáeinum dögum eftir húsleitina. Kvaðst hann eiga fíkniefnin, sem fundist hefðu við húsleitina. Þá fullyrti þriðji maður að hann hefði lánað nemand- anum fyrrverandi 8.000 ensk pund. Kröfu sýslumanns um aðgengi að fjármálum mannsins var hafnað, bæði í héraði og Hæstarétti. - jss VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN Á BIFRÖST Lögregla leitaði í þremur íbúðum nemenda á Bifröst í lok febrúar. Kannabisefni, amfet- amín og kókaín í neysluskömmtum fundust í íbúðunum, auk 1,2 milljóna í enskum pundum. Fíkniefni og fjármunir sem fundust við húsleit hjá nemanda á Bifröst: Rúm milljón í enskum pundum talin ágóði fíkniefnasölu FJÖLMIÐLAR Ólafur Þ. Stephensen hefur verið ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins og aðalritstjóri útgáfufélagsins Árvakurs. Ólafur tekur við ritstjórastarfinu af Styrmi Gunnarsson, sem lætur af störfum 2. júní, en hann hefur verið ritstjóri Morgunblaðsins frá árinu 1972. Hann hóf störf á ritstjórn Morgunblaðsins 1965. Gunnhildur Arna Gunnarsdótt- ir verður næsti ritstjóri 24 stunda en hún hefur verið fréttastjóri blaðsins frá árinu 2006. Hún var áður blaðamaður á Fréttablaðinu. - mh Breytingar hjá Árvakri: Ólafur tekur við af Styrmi DÓMSMÁL Hæstiréttur dæmdi í gær liðlega fertugan mann, Böðvar Þór- hallsson, í fjögurra ára fangelsi, fyrir kynferðisbrot gegn sex stúlk- um. Hæstiréttur þyngdi þannig dóm héraðsdóms sem hafði dæmt manninn í tveggja og hálfs árs fangavist. Maðurinn var sakfelldur fyrir misjafnlega gróf kynferðis- brot gagnvart sex ungum stúlkum. Brotin voru framin yfir langan tíma og voru stúlkurnar misgaml- ar. Elstu brotin voru framin gegn stúlku sem fædd er 1984, en þau voru framin á árunum 1988 til 1994. Brotin gegn stúlku sem fædd er 1987 voru framin árið 1993 eða 1994. Fjórar stúlkurnar voru fædd- ar 1992 og brotin gegn þeim voru flest framin árið 2005. Sumar stúlkurnar fékk maðurinn til að hafa munnmök við sig, aðrar fékk hann til fróa sér fyrir framan hann eða nudda kynfæri hans. Þá fékk hann tvær stúlknanna til að skrifa með penna á kynfæri sín. Hæstiréttur hækkaði miskabæt- ur til tveggja stúlkna; úr 800 þús- und krónum í eina milljón og úr 600 þúsund í eina milljón. Maðurinn var dæmdur til að greiða fimm stúlkum samtals 3,5 milljónir í skaðabætur, minnst 300 þúsund krónur. Ekki er vitað hvenær maðurinn hefur afplánun sína. - kóp Hæstiréttur þyngdi dóm vegna brota gegn sex stúlkum: Fjögur ár fyrir kynferðisbrot ÞYNGDI DÓMINN Tvö og hálft ár í hér- aðsdómi urðu að fjórum í Hæstarétti. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BRASILÍA, AP Björgunarsveitir í Brasilíu fundu í gær úti fyrir strönd landsins skærlitar helíum- blöðrur, sem kaþólski presturinn Adelir de Carli hafði notað til flugs. Presturinn hefur þó ekki fundist. Hann hugðist setja met í blöðruflugi, spennti þær við sig á þriðjudag og tókst á loft búinn fallhlíf og GPS-staðsetningartæki. Vindurinn hrakti hann hins vegar af leið og út yfir hafið og var þá þegar hafin leit að honum. Presturinn hugðist slá það met og safna í leiðinni fé til að reisa hvíldaraðstöðu fyrir vörubílstjóra í borginni Paranagua. - gb Brasilískur prestur týndur: Blöðrur fundn- ar án prestsins BLÖÐRUR Í HAFI Ekkert er vitað um afdrif prestsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Þingflokkur Samfylk- ingarinnar hafnar boðuðum breytingum á löggæslustarfi á Suðurnesjum og vill að þær verði endurskoðaðar frá grunni. Samkvæmt upplýsingum frá Lúðvík Bergvinssyni, formanni þingflokks Samfylkingarinnar, er verið að leita lausnar á málinu en ríkisstjórnin hefur samþykkt þær með fyrirvara um samþykki þingflokka. Gangi breytingarnar eftir verður yfirstjórn löggæslu-, tollgæslu- og öryggismála á Keflavíkurflugvelli ekki öll í höndum lögreglustjórans á Suðurnesjum eins og nú er. - mh Löggæsla á Suðurnesjum: Þingflokkur leita lausnar SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.