Fréttablaðið - 05.07.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.07.2008, Blaðsíða 4
4 5. júlí 2008 LAUGARDAGUR FLÓTTAMENN „Hann fékk að hringja í morgun úr gæslunni og sagði að lögreglumenn með byssur kæmu fram við hann eins og glæpamann. Hann vissi ekkert hvað myndi um hann verða,“ segir Rosemary Atie- no, eiginkona Pauls Ramses, sem var vísað úr landi á föstudaginn. Að þessu loknu var innistæða Pauls á íslenska frelsis-síma- númerinu uppurin. En Rosemary heyrði aftur í manni sínum um kvöldið. Þá var hann „kominn í gistihús og í her- bergi með öðrum flóttamönnum“, segir hún. Mikið álag er á Rosemary þessa dagana, en „fimm vikur og fjórir dagar“ eru síðan hún eignaðist son- inn Fídel. Hún segist enn vera að jafna sig eftir erfiða fæðingu. „Ég bið stjórn- völd um að sýna miskunn. Þótt ég megi vera í Svíþjóð, þá má ég ekki vinna þar. Hér á Íslandi er móð- ur systir Pauls og við eigum fullt af vinum sem geta hjálp- að okkur, en við þekkjum engan í Svíþjóð,“ segir Rosemary. Lydia Henrysdóttir og Paul Ramses eru systkinabörn. Mæður þeirra eru systur. Lydia hefur búið hér í 14 ár. Hún hafði ekki heyrt í frænda sínum í gær, en var í sam- bandi við Rosemary. Helga G. Halldórsdóttir hjá Rauða krossinum segir að stutt verði við Rosemary næstu dagana. Enginn viti hvenær henni verði vísað úr landi. „Það stóð til að hún færi fyrir nokkru síðan. Þetta er mjög erfið aðstaða fyrir hana. En við tökum upp þráðinn eftir helgi og skoðum hvaða möguleikar eru í stöðunni,“ segir hún. Mál Pauls hafi verið óvenju illa úr garði gert af hendi yfirvalda: „Við vissum ekki að hann ætti að fara úr landi þennan dag fyrr en nokkrum mínútum áður en þessi staða kom upp á lögreglustöðinni. Þá hringdi lögreglan í vaktsíma Rauða krossins og okkur sagt að koma eins og skot. Það hefði verið eðlilegt að gefa þeim tíma til að gera ráðstafanir.“ klemens@frettabladid.is 527 040 DÓMSMÁL Hæstiréttur ákveður eftir helgi hvort fyrrverandi há skól- a kennara sem sætir ákæru um gróf og langvarandi kynferðis brot gegn nokkrum stúlkum og einum dreng verði sleppt lausum. Héraðsdómur hafn aði á fimmtudag kröfu Rík- is sak sóknara um fram lengingu gæslu varðhalds yfir mann inum, en það rennur út á mánu dag. Úrskurð- urinn var umsvifa laust kærður til Hæsta réttar. Níu kærðu manninn, sem er rúm- lega fimmtugur, fyrir kyn ferð- is brot. Ákæra á hendur honum var þingfest 30. júní. Hann hefur setið í gæslu varðhaldi frá því í byrjun apríl. Ragnheiður Harðardóttir aðstoðar ríkissaksóknari segir að héraðsdómur hafi ekki fallist á þau rök ákæruvaldsins að það varðaði almannahagsmuni að halda manninum lengur í varð haldi. Hún segist vonast til þess að Hæstiréttur kveði upp úrskurð á mánudag, áður en mað- urinn losnar út. Steinunn Guðbjartsdóttir, rétt- ar gæslumaður allra kærenda utan eins, segist vona að Hæstiréttur snúi úrskurðinum. „Ég held að það sé mjög mikilvægt málsins vegna og ekki síður stúlknanna.“ Spurð hvort hún telji stúlkunum stafa hætta af manninum segir Stein- unn: „Það eina sem ég get sagt er að maðurinn hefur sætt gæslu varð haldi og það er ekki að ástæðulausu.“ - sh Fyrrverandi háskólakennari sem grunaður er um gróf kynferðisbrot: Sleppur kannski út á mánudag PÓLLAND, AP Pólski forsætis- ráðherrann Donald Tusk sagði í gær að nýjasta útspil Bandaríkja- stjórnar í viðræðum um að koma upp í Póllandi gagneldflauga- skotstöð fyrir eldflaugavarnakerfi Bandaríkjanna væri ófullnægj- andi. Hann lagði þó áherslu á að viðræður héldu áfram. Tusk segir að samkomulag verði að fela í sér bætt öryggi fyrir Pólland. Nýjasta tilboð Banda- ríkjamanna uppfylli ekki það skilyrði. Þar með væri þó ekki sagt að viðræðurnar væru strand. „Þær halda að mínu viti áfram.“ Pólverjar kváðu vilja að Patriot- flaugar, sem eru til að skjóta niður skammdrægar árásarflaugar, yrðu til frambúðar í Póllandi. - aa Viðræður um eldflaugavarnir: Tusk segir sátt ekki vera náð DONALD TUSK LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók á miðvikudag karlmann á fimm tugsaldri sem grunaður er um aðild að smygli á tæpum 200 kílóum af fíkniefnum til landsins um miðjan júní. Efnin, mest - megnis hass, en einnig kókaín og amfetamín, fundust í hús bíl um borð í Norrænu og hefur Hollend- ingur um sjötugt setið í varðhaldi vegna málsins síðan. Hinn maðurinn er íslenskur og hefur samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ekki komið við sögu í umfangsmiklum sakamál- um áður. Hann var úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald á miðvikudag. - sh Íslenskur nýgræðingur tekinn: Annar í haldi vegna hassmáls SAMFÉLAGSMÁL Borgarráð samþykkti einróma tillögu um að taka á móti tveimur pólitískum flóttamönnum frá Srí Lanka á fundi sínum í gær. Um er að ræða mann, sem starfaði áður við vopnahléseftirlit á Srí Lanka og sem túlkur fyrir íslensku friðargæsluna, og konu hans. Maðurinn var talinn vera í lífshættu eftir að vopnahlé Tamíltígranna og stjórnvalda á Srí Lanka rann út fyrr á árinu. Dagur B. Eggertsson sagði „sjálfsagt mál“ að taka á móti fólkinu og Júlíus Vífill Ingvars- son, félagi hans í borgarráði, tók í sama streng. - ges Tveir pólitískir flóttamenn: Flúðu lífshættu á Srí Lanka MONGÓLÍA, AP Fimm manns hafa látið lífið og um þrjú hundruð særst í átökum sem brutust út eftir þingkosningar í Mongólíu um síðustu helgi. Forsetinn Nambaryn Enkhbayar lýsti á föstudag yfir neyðarástandi í landinu í fyrsta skipti, vegna ofbeldisins. Stjórnarandstöðuleiðtogar hafa sakað stjórnarflokkinn MPRP, sem hlaut hreinan meirihluta í kosningunum, um svik. Kannanir höfðu þó bent til þess að MPRP myndi sigra, og kosningaeftirlits- menn sáu engin merki um svindl. Kommúnismi lagðist af í Mongól- íu árið 1990 og síðan þá hafa kosningar yfirleitt farið friðsam- lega fram. Ástandið nú kemur því Mongólum í opna skjöldu. - þeb Ásakanir um kosningasvindl: Mannskæð átök í Mongólíu Árangurslaus fundur Tveggja tíma samningafundur Ljós- mæðrafélags Íslands og samninga- nefndar ríkisins í gærmorgun reyndist árangurslaus. Næsti fundur hefur verið boðaður á miðvikudag. KJARAMÁL VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg Helsinki Eindhofen Amsterdam London Berlín Frankfurt Friedrichshafen París Basel Barcelona Alicante Algarve Tenerife HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 24° 25° 24° 19° 22° 17° 24° 21° 20° 23° 26° 26° 23° 24° 29° 31° 27° 22° 14 16 17 Á MORGUN Hægviðri eða hafgola MÁNUDAGUR Hægviðri eða hafgola. 13 15 18 20 13 13 16 17 17 20 1617 14 18 18 18 14 18 20 20 21 EINMUNA VEÐURBLÍÐA Það verður ekki annað sagt en að í dag og næstu daga verði einmuna veðurblíða á öllu landinu. Má búast við hægviðri og hita á bilinu 15-22 stig, hlýjast til landsins. Auk þessa verður bjart með köfl um víða um land. Ekki sér fyrir endan á góðviðrinu í lengstu spám. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur NEYÐARÁSTAND Ummerki óeirðanna á höfuðstöðvum stjórnarflokks Mongólíu í höfuðborginni Úlan Bator. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HÆSTIRÉTTUR Það stendur upp á Hæsta- réttardómara að ákveða hvort maðurinn losnar úr haldi. FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI Farið með Paul sem glæpamann á Ítalíu Flóttamaðurinn Paul Ramses svaf í herbergi með öðrum flóttamönnum í nótt. Komið var fram við hann eins og glæpamann á flugvellinum. Frænka Pauls hefur búið hér í 14 ár og þau hjónin eiga marga vini hér, en í Svíþjóð engan. ROSEMARY ATIENO ATHIEMBO PAUL RAMSES OG FÍDEL SONUR HANS Ramses gistir nú á gistihúsi með öðrum flóttamönnum á Ítalíu. Í gær gekk sú saga um netheima að Paul Ramses hefði beðið um viðtal í tvígang fyrir allnokkru síðan, hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra. Og ekki fengið. Ráðherra hefði því sagt ósatt í fyrradag, þegar hún kom af fjöllum um málið. Þau Rosemary og Kjartan Due Nielsen hjá AUS, ungmenna- skiptum, staðfesta að leitað hafi verið til utanríkisráðuneytisins eftir ráðgjöf, en embættismenn hafi útskýrt að málið væri á hendi Útlendingastofnunar. Utanríkisráðu- neytið hefði ekki lögsögu í þessum málum, heldur dómsmálaráðu- neytið. „Þau báðu ekki um viðtal við utanríkisráðherra,“ segir Kjartan. Hins vegar bað hann um viðtal við dómsmálaráðherra vegna málsins á fimmtudag. Kjartan hafði ekki fengið svar við beiðninni þegar Fréttablaðið ræddi við hann um kaffileytið í gær. BJÖRN, EN EKKI INGIBJÖRG GENGIÐ 05.07.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 155,545 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 77,1 77,46 152,87 153,61 120,89 121,57 16,21 16,304 15,151 15,241 12,871 12,947 0,7219 0,7261 125,33 126,07 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Í gær birtist grein þar sem sagt var að stofnuð hefði verið nefnd til að gera úttekt á starfsháttum Alþingis. Nefndin á hins vegar að gera úttekt á eftirlitshlutverki Alþingis. LEIÐRÉTTING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.