Fréttablaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MIÐVIKUDAGUR 9. júlí 2008 — 185. tölublað — 8. árgangur HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. ÓDÝRT OG VISTVÆNTHjá Lundavespum er hægt að leigja sér vespur í skemmri eða lengri tíma.BÍLAR 2 Hafþór Theodórsson, sölumaður hjá Securitas, reynir að ferðast sem oftast bæði innanlands og erlendis. Hafþór Th varla er hægt að lýsa þessum stöðum í stuttu máli. Strákurinn okkar var yfir sig hrifinn og ekki fyrir að hann hitti þ Frábært að vera á Flórída Feðgarnir Hafþór og Viktor Blær sem er í körfuboltatreyju sem Hafþór keypti á soninn á NBA-leik í Flórída. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR EITTHVAÐ FYRIR ALLAJökulsárgljúfur býður upp á fjölbreytta möguleika til útivistar og náttúruskoð-unar. FERÐIR 3 Lager hreinsun allt að 60%Húsgagna lagersala t.d sófasett, hornsófar, tungusófar o.fl HAFÞÓR THEODÓRSSON Fór í skemmtilega fjöl- skylduferð til Flórída ferðir bílar Í MIÐJU BLAÐSINS VIÐSKIPTI Fyrirtækið IOD, sem rekur meðal annars Sjónvarps- miðstöðina og Heimilistæki, tók yfir heildsölu Tölvulistans fyrir um ári og á nú félagið í heild sinni. Ásgeir Bjarnason, fyrrverandi eigandi Tölvulistans, staðfestir þetta. Samkvæmt heimildum Markaðarins hefur Tölvulistinn barist fyrir tilveru sinni undan- farið. Lánardrottnar hafa haft áhyggjur af stöðunni og jafnvel haft hönd í bagga með niðurstöðunni. Breytingar hafa einnig orðið á eignarhaldi byggingarfyrirtækis- ins Mest. Þá varð leikfangaversl- unin Leikbær gjaldþrota fyrir skemmstu. Leikfangaverslunar- keðjan Just4kids tók yfir rekstur þriggja verslana hennar. Eftir því sem Markaðurinn kemst næst keyptu heildsalar lager Leikbæjar. Nokkuð hefur verið um að lánardrottnar hafi reynt að sigla viðskiptavinum sínum í var í ólgu- sjó markaðanna nú um stundir, enda eiga margir í lausafjárerfið- leikum. Heimildir Markaðarins herma að fullvíst sé talið að frekari eigna- tilfærsla á félögum verði á næst- unni, þar sem sterkari aðilar taki yfir rekstur félaga sem búa ekki lengur yfir nægu eigin fé. - ghh / sjá Markaðinn Nýir eigendur koma að rekstri Tölvulistans og Mest, en Leikbær er gjaldþrota: Eignatilfærslur í viðskiptalífinu Ójafnt gefið „Óheft þátttaka á samkeppnis- markaði með þeim áherslubreyt- ingum sem því fylgir er ósamrým- anleg hugtakinu „ríkisútvarp“,“ skrifar Ari Edwald. UMRÆÐAN 25 Fjölbreytt dagskrá Sumartónleikaröðin Bláa kirkjan hefst á Seyðisfirði í dag en þetta er í tíunda sinn sem hún er haldin. TÍMAMÓT 18 ANITA BRIEM Komin með fjöl- miðlafulltrúa Öll fjölmiðlasamskipti um Bandaríkin FÓLK 30 Skjöldur hörkutól Er tryggur fjölskyld- unni og situr í stjórn vinnuvélafyrirtæk- is föður síns. FÓLK 30 VIÐSKIPTI Forsvarsmenn Eignar- haldsfélagsins Fasteignar hf. og Klasa hf. íhuga nú að sækja bætur vegna Tónlistar- og ráðstefnuhúss við höfnina í Reykjavík. Félögin tóku sameiginlega þátt í samn- ingskaupaferli um húsið en Aust- urhöfn ehf. samdi við Portus ehf., sem er í eigu Landsbankans og Nýsis. Fasteign og Klasi fóru fram á að fá samning Austurhafnar og Portusar afhentan. Líkt og Frétta- blaðið greindi frá, neituðu samningsaðilar að afhenda samn- inginn. Það var kært til úrskurð- arnefndar upplýsingamála sem úrskurðaði Fasteign og Klasa í vil. Ríkiskaup kærðu þann úrskurð til héraðsdóms og þegar hann hafði staðfest að félögunum bæri samningurinn, var áfrýjað til Hæstaréttar. Í vor féll dómur og enn og aftur Fasteign og Klasa í vil. Hanna Lára Helgadóttir, lög- maður félaganna, segir að verið sé að skoða hvort rétt hafi verið staðið að málum við samnings- gerðina að öllu leyti. Hún segir að búið sé að óska eftir frekari gögn- um frá Austurhöfn, Reykjavíkur- borg og Ríkiskaupum. „Þetta er töluvert flókið mál og enn flókn- ara þar sem gögnin voru afhent svo seint sem raun ber vitni. Félögin hafa ýmsar spurningar um samningaferlið. Lagt var út í mikinn kostnað við verkefnið og menn vilja vera þess fullvissir að rétt hafi verið staðið að öllum málum,“ segir Hanna Lára. Fréttablaðið óskaði eftir samn- ingi Portusar og Austurhafnar í kjölfar dóms Hæstaréttar, en var í fyrstu hafnað. Eftir nokkra eftir- gengni fékkst samningurinn afhentur, þó ekki fjárhagslegar upplýsingar. Í tillögu Fasteignar og Klasa var gert ráð fyrir húsi sem kostaði 8,5 milljarða, en tilboð Portusar, sem var tekið, gerði ráð fyrir stofn- kostnaði upp á 12 milljarða króna. Engu að síður var gert ráð fyrir sama hámarksfjármagni ríkis og sveitarfélaga, 600 milljónum árlega á samningstímanum. - kóp Íhuga málshöfðun vegna Tónlistarhúss Félögin Fasteign og Klasi íhuga málshöfðun vegna samningagerðar um Tónlist- ar- og ráðstefnuhús. Þau fengu samninga afhenta eftir úrskurð Hæstaréttar. Má bjóða þér léttan kaffisopa? FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR VÍÐAST BJARTVIÐRI Í dag verða norðvestan 3-8 vestan til, annars hæg breytileg átt. Víðast bjartviðri til landsins en áfram má búast við þokulofti með ströndum, einkum norðan til og austan. Hiti 10-20 stig. VEÐUR 4 13 16 16 20 16 20 20 VIÐSKIPTI „Það var einfaldlega kominn sá tími sem ég hafði ætlað mér að vera þarna,“ segir Ólafur Jóhann Ólafsson athafna- maður um sölu á 16,7 prósenta hlut sínum í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Það vakti töluverða athygli þegar Ólafur Jóhann eignaðist hlutinn, síðla árs 2005, en öllu minni þegar hann seldi. Björgólfur Guðmundsson, athafnamaður og aðaleigandi Landsbankans, keypti hlutinn. Björgólfur ræður nú yfir þriðjungshlut í Árvakri eftir því sem næst verður komist, meðal annars í gegnum félögin Ólafsfell og Forsíðu. - ikh / sjá Markaðinn Björgólfur stærstur í Árvakri: Ólafsfell kaupir Ólaf Jóhann út FLÓTTAMENN Biskup Íslands, séra Karl Sigurbjörnsson, segist hafa samúð með Fídel Smára, syni Rosemary og Pauls Ramses. „Við erum skuldbundin því að sjá til þess að fjölskyldum sé ekki sundrað. Því miður var það ekki virt hér,“ segir biskup. Allsherjarnefnd fjallaði um málið í gær og segir Atli Gíslason þingmaður að fram hafi komið að vel hefði mátt finna aðra lausn á máli Keníamannsins, en að slíta hann frá konu og barni. „Þessi fjölskylda kann að vera sundruð í á annað ár,“ segir hann. „Þetta er kjarninn og rauði þráðurinn í þessu máli; það er brotið gegn réttindum barnsins.“ - kóþ / sjá síður 4 og 16 Flóttamaðurinn frá Kenía: Biskup telur illa farið með Fídel BISKUP ÍSLANDS Séra Karl Sigurbjörns- son segir að í Biblíunni séum við hvött til þess að taka vel á móti útlendingum. BIFREIÐIN ALELDA Eldur kom upp í bifreið fjögurra pólskra ferðamanna, þriggja presta og biskups, eftir að þeir höfnuðu utan vegar við Vatnsdalshóla í Austur-Húnavatnssýslu laust eftir hádegi í gær. Mennirnir voru sjálfir komnir út úr bílnum þegar lögreglu bar að garði. Fljótlega eftir það varð bíllinn alelda að sögn lögreglu. Þrír mannanna voru fluttir á sjúkrahús á Akureyri vegna meiðsla, sem þó voru ekki mjög alvarleg. Tildrög slyssins og eldsupptök eru óljós. MYND/ÓMAR VILHELMSSON Fyrsti þjálfarinn fokinn Gunnar Guðmunds- son var rekinn frá botnliði HK í gær. HK leitar að nýjum þjálfara. ÍÞRÓTTIR 27 VEÐRIÐ Í DAG

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.