Fréttablaðið - 19.07.2008, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 19.07.2008, Blaðsíða 21
][ Örlygur Ólafsson, sem rak Súpubarinn í Borgartúni við góðan orðstír, hefur nú opnað kaffihús í Leifsbúð í Búðardal. „Það eru mikil forréttindi að starfa í þessu fallega húsi þar sem andi liðinna tíma svífur yfir vötnum. Auk veitinga- og kaffihúss eru í húsinu Upplýsingamiðstöð ferða- manna fyrir Dalasýslu og sýning á sögu og munum sem tengjast landafundum Eiríks rauða og Leifs heppna,“ segir Örlygur Ólafsson sem rekur kaffihúsið í Leifsbúð. Húsið er við sjávarsíðuna í Búð- ardal og segist Örlygur ætla að leggja áherslu á matarhefð hér- aðsins. „Ég var strax ákveðinn í að skapa hér matarmenningu sem væri samboðin umhverfinu, ekk- ert yfirdrifið og þungt heldur frekar fallegt og látlaust,“ útskýr- ir Örlygur og bætir við: „Við munum bjóða upp á ljúffenga osta- bakka og síldarplatta með bjór og léttvíni á kvöldin en Dalamenn eru þekktir fyrir ostagerð og má í því sambandi nefna að Mjólkurbú Búðardals sér um framleiðslu á öllum desertostum sem seldir eru undir vörumerkjum MS.“ Meðal annarra rétta sem boðið verður upp á eru matarmiklar súpur og einnig verður réttur dagsins framreiddur með úrvali af fersk- um salötum og meðlæti. Af nógu er að taka þegar kemur að eftir- réttum og bakkelsi en hægt er að renna því niður með gæðakaffi, tei og kakói. „Ég legg áherslu á að hafa allt hráefni fyrsta flokks og starfsemin í húsinu mun vonandi laða að sér bæði matgæðinga og menningarvita,“ segir Örlygur kíminn. Kaffihúsið verður opið í sumar, miðvikudaga til sunnudaga, frá klukkan 11 til 22. hrefna@frettabladid.is Matgæðingur í Búðardal Leifsbúð er fallegt og sögufrægt hús við höfnina og er þekkt sem gamla Kaupfélags- húsið meðal Dalamanna. Nú hýsir það upplýsingamiðstöð ferðamanna, sögusýningu og kaffihús. MYND/HELGA H. ÁGÚSTSDÓTTIR Örlygur leggur sérstakan metnað í súpugerð í nýja kaffihúsinu í Leifsbúð í Búðardal. Vegabréf er hlutur sem má ekki gleyma heima þegar haldið er af stað út á flugvöll. Ekki gott að vera komin af stað með ekkert vegabréf. BÍLALEIGUBÍLAR SUMARHÚS Í DANMÖRKU Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum Fjölbreyttar upplýsingar á www.fylkir.is LALANDIA - Rødby Lágmarksleiga 2 dagar. LALANDIA - Billund Nýtt frábært orlofshúsahverfi rétt við Legoland. Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975.- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. ( Afgr.gjöld á flugvöllum). Höfum allar stærðir bíla, 5 – 7 manna og minibus 9 manna og rútur með eða án bílstjóra. Allra síðustu sætin! Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Montreal 6. og 13. júní. Þetta er einstakt tækifæri til að njóta lífsins í þessari stórkostlega spennandi borg sem er önnur stærsta borg Kanada. Í borginni mætast gamli og nýi timinn, rík sagan og iðandi nýbreytnin á einstaklega skemmtilegan hátt. Það er frábært að skoða sig um, versla og njóta lífsins í Montreal; fallegar byggingar, endalaust úrval verslana og veitingastaða og mjög hagstætt verðlag. Gríptu tækifærið og smelltu þér til Montreal og njóttu þess besta sem þessi spennandi heimsborg hefur að bjóða. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Taktu hjólið með - settu það á toppinn. www.stilling.is // stilling@stilling.is Skeifan 11, 108 Reykjavik | Bíldshöfði 12, 110 Reykjavík | Smiðjuvegur 68, 200 Kópavogur Dalshraun 13, 220 Hafnarfjörður | Draupnisgata 1, 600 Akureyri Eyrarvegur 29, 800 Selfoss. | Sími: 520-8000 Allar upplýsingar um er að finna á vef Stillingar www.stilling.is THULE ProRide 591 Einfaldar og stílhreinar hjólafestingar. Auðveldar í notkun. THULE OutRide 561 Fyrir þá sem eru vanir. Hjólið fest í framgaflinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.