Fréttablaðið - 19.07.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 19.07.2008, Blaðsíða 54
34 19. júlí 2008 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. vandræði, 6. númer, 8. hamfletta, 9. mælieining, 11. samanburðarteng- ing, 12. vanvirðing, 14. reiðmaður, 16. í röð, 17. niður, 18. ennþá, 20. tveir eins, 21. velta. LÓÐRÉTT 1. fönn, 3. frá, 4. háll, 5. gæfa, 7. sútað skinn, 10. hylur, 13. blaður, 15. sjá eftir, 16. húðpoki, 19. núna. LAUSN LÁRÉTT: 2. basl, 6. nr, 8. flá, 9. júl, 11. en, 12. ósómi, 14. knapi, 16. hi, 17. suð, 18. enn, 20. rr, 21. snúa. LÓÐRÉTT: 1. snjó, 3. af, 4. sleipur, 5. lán, 7. rúskinn, 10. lón, 13. mas, 15. iðra, 16. hes, 19. nú. Hrafnhildur Helgadóttir Aldur: 21 árs. Starf: myndlistarnemi og listamað- ur. Fjölskylda: Ógift og barnlaus en á kærasta. Foreldrar: María Baldursdóttir sem vinnur hjá Kaupþing Líf og Helgi Helgason, vinnur hjá Vern Holding. Búseta: Amsterdam. Stjörnumerki: Tvíburi Hrafnhildur opnaði í gær listasýningu í Gallerí Íbíza Bunker. „Þetta er misnotkun á laginu,“ segir Sigmar Vilhjálmsson, betur þekkt- ur sem Simma-hlutinn af Simma og Jóa. Í myndskeiði sem gengur um vefinn youtube.com er farið yfir sögu FL-Group, ris og fall. Undir hljómar lagið Er ekki í sambandi í flutningi Simma og Jóa, en þar er á ferðinni afbökuð útgáfa lagsins Verum í sambandi með Sprengju- höllinni. „Nei þetta myndband er ekki á okkar vegum. Samsæris- kenningar eru ekki hluti af því sem við eyðum tímanum í,“ segir Simmi. Textinn er eftir þá Simma og Jóa sjálfa og fjallar um Hannes Smára- son. Lagið var samið fyrir rúmu ári en þá var FL-Group á góðu róli og gengi bréfa í fyrirtækinu með hæsta móti. „Við ráðumst ekki á lítilmagnann. Þarna var Hannes Smárason aðalmaðurinn og lagið er ádeila á hans hegðun þegar honum gekk vel,“ segir Simmi. „Hann var ríkur og var að mæta síðastur á tónleika sem FL-Group var að sponsa og ýmislegt í þeim dúr. Það fylgir því samfélagsleg ábyrgð að eiga nóg af peningum. Persónulega fannst mér Hannes oft haga sér kjánalega.“ Simmi segir þá Jóa hafa rætt um notkun lagsins í myndbandinu og báðir hafi verið ósáttir við hana, enda vilji þeir ekki tengja sig við samsæriskenningar. „Við ræddum hvort við ættum að taka lagið útaf heimasíðu Bylgunn- ar en það er ekki rétta leiðin. Lagið var gert og því verður ekki breytt.“ - shs Lag Simma og Jóa misnotað SIMMI OG JÓI Vilja ekki láta tengja sig við FL-Group myndband. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Hefði ég ekki vaknað fyrir tilvilj- un á þessum tíma hefði getað kvikn- að í húsinu,“ segir Ófeigur Björns- son, gullsmiður á Skólavörðustíg, sem varð fyrir þeirri óskemmti- legu upplifun í vikunni að kveikt var í við hús hans á Skólavörðu- stígnum á meðan fjölskyldan svaf á efri hæðinni. Ófeigur stóð svo sann- arlega undir nafni og kom snarlega í veg fyrir að eldurinn gæti breiðst út. „Þetta gerðist núna aðfaranótt fimmtudagsins. Ég vaknaði klukk- an fjögur og þurfti að fara fram á klósett. Ég fann reykjarlykt og fann að hún barst utan frá. Þá stóð blómapotturinn fyrir utan verslun- ina í ljósum logum,“ útskýrir Ófeig- ur, sem býr í sama húsi og verslun hans og listhús eru til húsa og hefur gert síðastliðin sautján ár. Hann dreif sig samstundis út og reif pott- inn niður af veggnum, þar sem hann hangir í grind. „Grindurnar eru utan á húsunum með blóma- pottum til að gleðja borgarana. Pottarnir eru fóðraðir að innan með einhverjum hampi sem virðist vera mjög eldfimur,“ segir Ófeigur. Hann segir það ekki fara á milli mála að þarna sé um íkveikju að ræða. Litlu mátti muna að illa færi, því hús Ófeigs er timburhús frá árinu 1881. „Ég er með verslun á neðri hæðinni, og sýningarsal og íbúð á efri hæðinni. Það hefði kvikn- að fyrst í sýningarsalnum, það er timburloft þarna sem nær aðeins út yfir götuna og potturinn var undir því,“ útskýrir Ófeigur. Hann komst síðar að því að einnig hafði verið kveikt í blómapotti fyrir utan kaffi- húsið Mokka þessa sömu nótt, en sá eldur dó út af sjálfu sér. „Svo sá ég að á milli mín og Mokka hafði verið sett veggjakrot neðst á vegginn. Það hefur verið úðað í gegnum svona skapalón, og þar stendur Mermaid. Kannski hafa þetta verið sömu aðilar,“ segir Ófeigur, sem tengir íkveikjuna þó ekki á nokk- urn hátt þeirri neikvæðu umræðu um miðbæinn sem hefur farið hátt upp á síðkastið. „Ég held að þetta sé því ekkert viðkomandi, og þetta neikvæða umtal á ekkert við um Skólavörðu- stíginn. Það er nánast ekkert veggjakrot hérna og fólk ber virð- ingu fyrir Skólavörðustígnum. Þetta hefði getað gerst hvar sem er, og það er enginn nema einhver ógæfumaður sem gerir svona,“ segir Ófeigur. Málið er í rannsókn. sunna@frettabladid.is ÓFEIGUR BJÖRNSSON: STÓÐ UNDIR NAFNI ÞEGAR KVEIKT VAR Í HÚSINU Ófeigur gullsmiður kom í veg fyrir bruna og stórtjón SÉR Á HÚSINU Íkveikjan hefði getað farið töluvert verr ef Ófeigur hefði ekki vaknað fyrir tilviljun um miðja nótt og þannig getað komið í veg fyrir útbreiðslu eldsins. Fjölskyldan sefur á efri hæðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Það verður eflaust mikið um ræðuhöld, glens og gaman, allavega ætla ég að halda ræðu,“ segir handboltakonan og sálfræðingurinn Hafrún Kristjánsdótt- ir, en hún er systir Sigurðar Kára Kristj- ánssonar lögfræðings og alþingismanns Sjálfstæðisflokksins. Sigurður Kári mun ganga að eiga Birnu Bragadóttur í Dómkirkjunni í Reykja- vík í dag, en Birna hefur starfað sem flugfreyja hjá Icelandair um árabil og stundar MBA- nám við Háskólann í Reykja- vík. Parið kynntist árið 2005 í gegnum sameiginlega vini sem munu einmitt verða í hlutverki veislustjóra í Ásmundarsal í dag. „Rúnar Freyr Gíslason leikari er einn besti vinur Sig- urðar Kára og Selma Björns- dóttir söngkona er ein besta vinkona Birnu, svo það var tilvalið að parið tæki að sér veislu- stjórnina,“ útskýrir Hafrún og segir mikla leynd hvíla yfir því hver muni flytja tónlistaratriði í athöfninni. „Það er algjört leyndar- mál hver mun syngja í kirkjunni. Stefán Hilm- arsson er góður vinur Sigurðar Kára svo það gæti verið hann, en annars veit enginn hver eða hverjir það koma til með að verða,“ segir Hafrún að lokum, spennt fyrir brúð- kaupinu. - ag Sigurður Kári gengur í það heilaga GIFTA SIG Í DAG Sigurður Kári Kristjánsson gengur að eiga Birnu Bragadóttur í Dóm- kirkjunni í dag, en brúð- kaupinu verður fagnað í Ásmundarsal undir veislustjórn hjónanna Rúnars Freys Gíslasonar leikara og Selmu Björnsdóttur söngkonu. Áður en Lofti Atla Eiríkssyni, fráfarandi ritstjóra Séð og heyrt, var gert að hreinsa til á skrifborði sínu höfðu yfirboðarar hans hjá Birtingi lagt fyrir hann tilboð um að taka að sér annað starf. Það sem Loftur Atli vissi hins vegar ekki var að ef hann myndi ekki þiggja það, þá yrði reisupass- anum lyft á loft. Þrátt fyrir hærri laun afþakkaði Loftur Atli starf- ið, enda var það ekki eitthvað sem kveikti í honum í samanburði við það að vera ritstjóri Séð og heyrt. Samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins mun starfið sem Lofti stóð til boða vera fréttastjórastaða á DV. Hvort það hafi átt að vera við hlið Brynjólfs Þórs Guðmundssonar eða í stað hans fylgir hins vegar ekki sögunni. Bryndís Jakobsdóttir, Dísa, er nú á tónleikaferð um Ísland. Ný plata hennar hefur fengið afbragðs dóma en sjálf er hún lítillætið uppmál- að í viðtali við Föstudagsblað Fréttablaðsins og segist hafa verið sannfærð um að platan yrði skotin í kaf af grimmum krítíkerum. Dísa nýtur þess að eiga einhvern mesta foringja íslenska tónlistarbransans fyrir föður, eða Jakob Frímann Magnússon, en það er þó ekki hann sjálfur sem er að vasast í umboðsmennsku fyrir dóttur sína þótt fáir væru betur til þess fallnir. Hins vegar sá Jakob í hendi sér að ekki dygði einhver veifiskati til þess og fékk hvorki meira né minna en eitt stykki bæjarstjóra til verksins, eða Grím Atlason í Búðardal. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI GANGA.IS Ungmennafélag Íslands Við stöndum upp úr í nýjustu könnun Capacent Fréttablaðið er með 41% meiri lestur en 24 stundir og 93% meiri lestur en Morgunblaðið Allt sem þú þarft... ...alla daga Fí to n/ SÍ A Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgina, 18–49 ára. Könnun Capacent í febrúar–apríl 2008. 49,72% 36,30% 69,94% Fréttablaðið 24 stundir M orgunblaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.