Fréttablaðið - 28.07.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.07.2008, Blaðsíða 4
4 28. júlí 2008 MÁNUDAGUR FRIÐARGÆSLA Sífellt fleiri konur sinna störfum fyrir íslensku frið- argæsluna erlendis. Fyrri hluta síðasta árs sinntu konur 27 prósentum starfa friðar- gæslunnar. Hlutfall kvenna var komið í 38 prósent síðari hluta árs- ins, ef litið er til unninna mánaða, og nálgaðist jafna kynjaskiptingu undir lok ársins. „Við höfum breytt verkefnavali okkar og bjóðum nú fleiri störf sem henta konum,“ segir Erlingur Erlingsson, skrifstofu íslensku friðargæslunnar. „Við höfum bæði gert landfræðilegar áherslubreyt- ingar og horft til nýrra samstarfs- aðila.“ Erlingur segir samstarf friðar- gæslunnar við Sameinuðu þjóðirn- ar hafa aukist mikið. „Við sinnum fleiri verkefnum í Miðausturlönd- um og Afríku,“ segir Erlingur. „Ríkisstjórnin hefur til að mynda samþykkt að leggja aukna áherslu á starf í Miðausturlöndum og höfum einkum veitt aðstoð við Pal- estínumenn og íraska flóttamenn.“ Umfangsmesta verkefni friðar- gæslunnar er þó í Afganistan og er stýrt af Atlantshafsbandalaginu. Tæplega fjörutíu þjóðir hafa fólk að störfum við verkefnið sem flest vestræn ríki taka þátt í. „Við höfum gert breytingar á starfi okkar í Afganistan þar sem starfsmönnum í höfuðstöðvum alþjóðaliðsins hefur verið fjölgað og við leggjum áherslu á að hafa áhrif á borgara,“ segir Erlingur. Erlingur segir að tvö eftirlit- steymi sem áður voru við störf í Afganistan hafi lokið störfum á síðasta ári. „Við leggjum núna meiri áherslu á þróunarverkefni og upplýsinga- miðlun ásamt samskiptum við fjöl- miðla,“ segir Erlingur. „Það hefur veitt okkur gott tækifæri til þess að auka hlut kvenna.“ Þá hefur aukin áhersla síðastlið- ið ár verið lögð á að manna stöður til lengri tíma auk þess sem upp- lýsingafulltrúi í Írak var kallaður heim. Forgangsverkefni friðar- gæslunnar snúa nú að stuðningi og samstarfi við heimamenn. Þar er reynt að stuðla að mannréttindum, friði og þróun efnahagslífs, eink- um með þarfir kvenna í stríðshrjáð- um löndum í huga. helgat@frettabladid.is KYNNINGAR VERÐ Í JÚLÍ 10 ltr. 4.590 BARN Í AFGANISTAN Umfangsmesta verkefni íslenskrar frið- argæslu fer fram í Afganistan en nær helmingur fjárheimilda friðargæslunnar renna þangað. MYND/ÍSLENSKA FRIÐARGÆSLAN FLEIRI KONUR Steinunn Guðrún Björgvinsdóttir friðargæsluliði við störf í Palestínu. MYND/ÍSLENSKA FRIÐARGÆSLAN ■ Afganistan ■ Palestína ■ Líbanon ■ Súdan ■ Líbería ■ Samstarf við Þróunarsjóð Sam- einuðu þjóðanna fyrir konur á Balkanskaga ■ Lögregluverkefni ESB í Bosníu og Hersegóvínu ■ Kosningaeftirlit ■ Írak þar til í ágúst 2007 ■ Srí Lanka þar til í janúar á þessu ári HELSTU VERKEFNI FRIÐARGÆSLUNNAR VERKEFNI FRIÐARGÆSLUNNAR Rauðir hringir sýna yfirstand- andi verkefni, gulir sýna kosningaeftirlit og grænir verkefnum sem lokið er. MYND/ÍSLENSKA FRIÐARGÆSLAN Konum fjölgar í friðargæslu Hlutur kvenna við störf hjá íslensku friðargæslunni jókst úr tæpum þrjátíu prósentum í upphafi síðasta árs og nálgaðist helming við lok ársins. Fleiri verkefnum er sinnt og aukið samstarf við SÞ tekið upp. VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg Helsinki Eindhofen Amsterdam London Berlín Frankfurt Friedrichshafen París Basel Barcelona Alicante Algarve Tenerife HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 26° 28° 31° 24° 27° 23° 31° 29° 27° 32° 31° 25° 30° 28° 28° 31° 28° 21° Á MORGUN 3-8 m/s. MIÐVIKUDAGUR 3-10 m/s en hvassara við SA- og NV-strönd- ina. 16 17 17 20 21 16 20 13 15 14 15 24 20 20 20 20 18 24 24 22 20 14 18 16 20 25 25 6 5 5 5 3 5 3 3 6 8 6 HLÝIR HÁLOFTAVINDAR Nú þegar hitatölur á landinu ná daghvern yfi r 20 stig heyrir maður fólk vilja skýringar. Fyrir það fyrsta er afstaða veð- urkerfanna hagstæð en lægð suður af landinu og hæð yfi r Evrópu dæla hlýju lofti til okkar. Sé rýnt í háloftin þá á þessi hiti rætur að rekja til Portúgals og Spánar, þaðan frá Bretlands- eyjum og til Íslands. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur KALIFORNÍA Sinueldur ógnar íbúðabyggð við Yosemite- þjóðgarðinn í Sierra Nevada, Kaliforníu. Rúmlega 2.000 heimilum stendur ógn af eldinum. Rýma þurfti 200 heimili, en aðrir íbúar eru í viðbragðsstöðu. Sextán þúsund ekrur hafa þegar orðið eldinum að bráð, eða 64.8 ferkílómetrar. Eldsupptök eru rakin til skotæfinga á laugardag. Þurr viður og annar gróður veldur því slökkvistarf er erfitt en talið er að gróðurinn sé um 100 ára. Brugðið verður á það ráð að reyna að ráða viðlögum eldsins úr lofti, breiði hann frekar úr sér. - kbs Eldur ógnar heimilum: Þjóðgarður fuðrar upp WASHINGTON, AP John McCain hefur gagnrýnt Barack Obama, verðandi keppinaut sinn um forsetaembætt- ið í Bandaríkjunum, harðlega fyrir þá ákvörðun Obama að hitta ekki særða bandaríska hermenn í Þýska- landi fyrr í vikunni. Til stóð að Obama myndi hitta hermennina, en hann hætti við heimsóknina af ókunnum ástæðum. Obama sagði bandaríska varnar- málaráðuneytið hafa beðið hann að fara ekki, þar sem hermenn mættu ekki vera hluti af pólitískum átök- um. Þessu neita hins vegar fulltrú- ar ráðuneytisins. Myndir náðust af Obama í íþróttafötum á sama tíma og heim- sóknin hafði átt að fara fram. McCain gagnrýnir mjög að Obama skuli ekki gefa sér tíma til að sinna hermönnum þjóðar sinnar, heldur fari þess í stað í ræktina. Skömmu áður hafði McCain dreg- ið í land með hvassa gagnrýni sína á afstöðu Obama í málefnum Íraks. Hann hafði látið þau orð falla að Obama myndi frekar tapa stríði en kosningum, þar eð Obama vill draga bandarískt herlið heim frá Írak. McCain segist með þessu ekki hafa ætlað að draga þjóðernisholl- ustu Obama í efa, heldur hafi hann viljað árétta að Obama skildi illa ástandið í Írak og hvað væri þar í húfi. Forskot Obama á McCain í kapp- hlaupinu um forsetastólinn fer óðum minnkandi samkvæmt skoð- anakönnunum. - sh Barack Obama sætir gagnrýni fyrir að heimsækja ekki særða hermenn: Hætti við að hitta hermenn ÁBÚÐARFULLUR Obama segir fulltrúa Pentagon hafa meinað sér að hitta hermennina. Því neitar Pentagon. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SKIPULAG „Ég er að gera húsið upp í upprunalegri mynd og ætlaði að reyna að gera það fyrir haustið,“ segir Kristján S. Kristjánsson, rafvirkjameistari og eigandi að Bergstaðastræti 22. Í Fréttablaðinu í gær var greint frá því að unnið væri að því að rífa húsið, sem er einn af fáum steinbæjum landsins. Kristján segir að verið sé að rífa allt nema steininn og því sé ekki um raunverulegt niðurrif að ræða. Fjórar kynslóðir hafa búið þarna í röð og upplyftingin er í góðri þökk þeirra. Kristján eignaðist húsið 10. júlí og segir óvíst hvort hann ætli að búa í því. - vsp Steinbærinn endurgerður: Bergstaðastræti fær upplyftingu BERGSTAÐASTRÆTI 22 Í raun er ekki verið að rífa húsið heldur er einungis um upplyftingu að ræða. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Stungu sér í höfnina Þrír karlmenn stungu sér berir til sunds í höfninni á Húsavík um helg- ina. Þeim var gert að klæða sig að nýju og hlýddu því. Mennina sakaði ekki af sundsprettinum. Slapp ómeiddur úr veltu Maður velti bíl í Mjóafirði við Ísafjarð- ardjúp í gær. Ökumaður var einn í bílnum og slasaðist lítillega. Hann komst út af sjálfsdáðum. Vegurinn er ómalbikaður, en vegaframkvæmdir standa yfir í firðinum. LÖGREGLUFRÉTTIR GENGIÐ 25.07.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 163,6289 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 80,96 81,34 161,68 162,46 127,44 128,16 17,077 17,177 15,755 15,847 13,465 13,543 0,7545 0,7589 131,85 132,63 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.