Fréttablaðið - 28.07.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 28.07.2008, Blaðsíða 26
 28. JÚLÍ 2008 MÁNUDAGUR6 ● fréttablaðið ● siglufjörður2 Magnús Ólafsson hjá Fjalla- byggð hefur haft veg og vanda af skipulagningu Síldarævin- týrisins á Siglufirði. Hann segir dagskrána fjölbreytta sem fyrr. Magnús Ólafsson hjá Fjallabyggð hefur yfirumsjón með Síldarævin- týrinu sem haldið verður á Siglu- firði um Verslunarmannahelgina. „Síldarævintýrið er fjölskylduhá- tíð,“ segir Magnús og bætir við að þetta sé hátíð þar sem Siglfirðing- ar bjóði heim. „Við sækjum gamla Siglfirðinga sem fluttir eru úr bænum og fáum þá til að vera með okkur. Nefna má gamla Siglfirðinga eins og Þorvald Halldórsson bassa- söngvara og Gylfa Ægisson í því samhengi. Þeir munu standa fyrir fjöldasöng í Bátahúsinu og heitir sýningin Óskalög sjómanna.“ Að sögn Magnúsar verður ým- islegt um að vera. „Nóg verður í boði fyrir börnin. Má þar nefna að Doktor Gunni og Abbababb verða á staðnum, haldin verður söngva- keppni, keppni í dorgveiði og boðið upp á andlitsmálun og Sprell-leik- tæki.“ Dansleikir verða haldnir bæði utan og innandyra og skemmtidag- skrá á ráðhústorginu að degi til og á kvöldin. Meðal þeirra sem koma fram eru Páll Óskar, Eyþór Ingi úr Bandinu hans Bubba og hjóm- sveitirnar Bermúda, Silfur, Heldri menn, Bátsmannatríóið, Trölla- skagahraðlestin og Miðaldamenn með Sturlaug Kristjánsson í farar- broddi. „Við leggjum áherslu á að virkja fólkið í bænum. Gido og Thiago eru fjölhæfir listamenn frá Brasilíu sem hafa búið hér á Siglufriði í tvö ár og ætla að spila á hljóðfæri og syngja. Margot Kiis, jazzsöngkona frá Eistlandi, mun syngja. Síðan verður messað í Hvanneyrarskál og Gústa guðsmanns minnst.“ Hið árlega sjóstangveiðimót Sjó- sigl hefur verið fastur liður á há- tíðinni og ekki verður brugðið út af þeim vana að sögn Magnúsar. Einnig verður boðið upp á golfmót, hestaferð, gönguferð, fjallahlaup og myndlistarsýningar. Sýning Jó- hönnu Bogadóttur, sem hún kall- ar Hátíð hafsins, verður sett upp. Ekki má gleyma sýningunni í Báta- húsinu þar sem síldarstúlkur salta síld við undirleik harmonikkutóna. -vg Stórættarmót Siglfirðinga Síldarævintýrið er fjölskylduhátíð þar sem leitast er við að bjóða upp á frábært úrval afþreyingar og skemmtiefnis fyrir alla ald- urshópa. MYND/STEINGRÍMUR KRISTINSSON Haft er á orði að Síldarminjasafn- ið á Siglufirði sé magnað safn, en þar er hægt að kynna sér síld- veiðar og vinnslu á silfri hafsins í þremur húsum. Safnið hlaut Evr- ópu-gullverðlaun í flokki iðnaðar- safna árið 2004 og var það í fyrsta skipti sem íslenskt safn tók þátt í þessari virtu keppni. Örlygur Kristfinnsson safnstjóri Síldar- minjasafnsins segir að allt frum- kvæði að uppbyggingu þess, sem var formlega opnað árið 1994, hafi upphaflega komið frá heimamönn- um sjálfum. „Mönnum var mikið í mun að varðveita þessa ótrúlegu sögu síld- arævintýrisins á Siglufirði,“ bend- ir Örlygur á, en hann hefur séð um að setja upp sýningar safnsins frá stofnun þess. En hvað varðar um- fang sýningarrýmis þá er Síldar- minjasafnið þriðja stærsta safnið á landinu næst á eftir Listasafni Reykjavíkur og Þjóðminjasafn- inu. „Þegar Evrópsku safnaverð- launin voru veitt var Bátahúsið reyndar ekki komið, en það er síð- asti áfanginn sem við höfum ráðist í nú við uppbyggingu safnsins.“ Aníta Elefsen safnvörður segir að Bátahúsið sé mikið notað undir tónleika. Frá fyrsta laugardegin- um í júlí og fram yfir verslunar- mannahelgi stendur yfir hin svo- kallaða Söltunar-sýning þar sem áhorfendum gefst kostur á að upp- lifa síldarstemninguna eins og hún var. Um verslunarmannahelg- ina verður þar haldinn fjöldasöng- ur þar sem sjómannalögin verða sungin. „Á safninu er svo hægt að koma auga á gömlu ballkjól- ana sem síldardömurnar klædd- ust á síldarböllunum. Þá og annan aðbúnað stúlknanna er hægt að skoða á efri hæð Roaldsbragga,“ bendir Aníta á og segir að snerta megi kjólana eins og aðra muni safnsins. -vg Aftur til fortíðar Haft er á orði að Síldarminjasafnið á Siglufirði sé magnað safn, en þar er hægt að kynnast síldarævintýri Íslend- inga. MYND/STEINGRÍMUR KRISTINSSON. Örlygur Kristfinnsson segir Síldarminjasafnið varðveita ótrúlega sögu. MYND/STEINGRÍMUR KRISTINSSON Fiskbúð Siglufjarðar er staðsett í hjarta bæjarins á Aðalgötunni við Ráðhústorgið. Hjónin Eysteinn Að- alsteinsson og Arnfinna Björnsdótt- ir reka búðina en þar hafa þau stað- ið vaktina í nær þrjá áratugi. Fiskbúðin hefur verið mikill samkomustaður bæjarbúa í gegn- um árin og er enn. Raunar allt frá þeim tíma þegar Síldarævintýrið stóð sem hæst í kringum 1955, en á því herrans ári var fiskbúðin sett á laggirnar. Í hugum bæjarbúa og annarra sem þekkja til Siglufjarð- ar setur fiskbúðin mikinn svip á bæinn. „Það líta allir inn í fiskbúðina,“ segir Eysteinn, sem býður ævin- lega upp á eyfirskt kaffi eins og hann orðar það, og á þá við kaffi sem brennt er af Kaffibrennslu Ak- ureyrar. Mikið hefur verið spjall- að saman í fiskbúð Siglufjarðar í gegnum tíðina og Eysteinn neit- ar því ekki að ýmsir þjóðþekktir menn hafi litið í heimsókn. „Kristj- án Möller núverandi samgönguráð- herra hef ég þekkt síðan hann var polli, en hann kíkir ævinlega við hjá mér þegar hann er í bænum.“ Aðspurður út í vöruúrvalið og kaupmennskuna bendir Eysteinn á að fleira en hið hefðbundna sé að finna í búðinni og vísar til ýs- unnar, þorsksins og lúðunnar í því samhengi. Enda er þar að finna prýðis úrval af helstu nýlenduvör- um fyrir heimilið, allt frá kjötboll- um til grænna bauna. „Ég er eigin- lega kaupmaðurinn á horninu hérna á Sigló,“ segir hann og bætir við að til standi að hafa alls kyns kræsing- ar fyrir gesti og gangandi meðan á Síldarævintýrinu stendur, eins og harðfisk, svið, síld og fleira. -vg Hlaðborð af kræsingum Eysteinn Aðalsteinsson rekur Fiskbúð Siglufjarðar ásamt eiginkonu sinni Arnfinnu Björnsdóttur. Hér er hann ásamt dóttur sinni, listakonunni Aðalheiði Sigríði Eysteins- dóttur. MYND/STEINGRÍMUR KRISTINSSON Siglufjörður er nyrsti kaupstaður- inn á Íslandi og stendur við lítinn, samnefndan fjörð, undir háum fjöllum. Þökk sé síldinni og því að Siglu- fjörður er með eina bestu höfn landsins frá náttúrunnar hendi varð þetta litla og fámenna þorp að fimmta stærsta bæ landsins með yfir 3.000 íbúa á aðeins 40 árum. Nú eru íbúarnir um 1.300. Undirstöðuatvinna þeirra hefur alltaf verið fiskveiðar og vinnsla á sjávarfangi. Þar eins og ann- arsstaðar hefur orðið mikil breyt- ing á atvinnuháttum og störfum í sjávarútvegi hefur fækkað um 300. Ýmis þjónustustörf og fjar- vinnsla fyrir stofnanir er nú orðin mikilvægur hlekkur í atvinnu- lífi bæjarins og horfa bæjarbúar meðal annars til fjölgunar starfa á þeim sviðum sem vaxtabrodd í at- vinnumálum. Saga Siglufjarðar er viðburðar- rík, gengi fiskveiða og sjávar- útvegsfyrirtækja hefur risið og hnigið á víxl. Á ýmsan hátt ber hann þess enn merki að hafa verið höfuðborg síldveiðanna í Norður- Atlantshafi um langt skeið. Sveitarfélagið Fjallabyggð varð til við sameiningu Ólafsfjarðar- bæjar og Siglufjarðarkaupstað- ar árið 2006. Þar búa nú um 2.200 manns. -nrg Viðburðarík saga Í byrjun 20. aldar var á Siglufirði lítið þorp, hálfnorskt, sem óx svo hratt að Siglufjörð- ur öðlaðist kaupstaðarréttindi árið 1918 og varð um leið sjálfstætt lögsagnarum- dæmi. Um miðja öldina var staðurinn orðinn einn af stærstu kaupstöðum landsins. MYND/STEINGRÍMUR KRISTINSSON Síldarævintýrið er hátíð þar sem keppst er við að endurskapa liðna tíma. MYND/STEINGRÍMUR KRISTINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.