Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 8
8 28. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR 1 Hvaða ráðherrar segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, að eigi að segja af sér? 2 Hver skoraði eina mark Liverpool gegn Marseille á miðvikudaginn? 3 Hverju fórnaði Brandon Flowers, söngvari hljómsveitar- innar The Killers, fyrir nýja plötu hljómsveitarinnar? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 54 STJÓRNMÁL Leggja á Tryggingar- sjóði innstæðueigenda til peninga svo sjóðurinn geti staðið skil á greiðslum til eigenda innlánsreikn- inga í íslensku bönkunum í útlönd- um. Peningarnir eiga að fást með lánum frá ríkjum þar sem slíkum reikningum er til að dreifa. Mest er fjárþörfin vegna Icesave-reikn- inga Landsbankans í Bretlandi og Hollandi en að einhverju leyti vegna skuldbindinga Glitnis og Kaupþings. Í kjölfar bankahrunsins reis deila milli íslenskra stjórnvalda annars vegar og breskra og hollenskra – og síðar Evrópusambandsins – hins vegar um ábyrgðir íslenska ríkis- ins á Tryggingarsjóði innstæðueig- enda. Í sjóðnum var aðeins brot þeirrar fjárhæðar sem bankarnir hefðu með réttu átt að greiða til hans. Íslensk stjórnvöld töldu – og telja enn – vafa leika á um ábyrgð ríkis á tryggingarsjóðum, ekki síst við hrun fjármálakerfis þjóðar. Evrópusambandið sjálft og einstök aðildarríki þess telja á hinn bóginn engan slíkan vafa uppi. Ríki beri að ábyrgjast greiðslur. Eftir flóknar og erfiðar samningaviðræður féll- ust íslensk stjórnvöld á þau sjónar- mið, að því gefnu að við útfærslu samkomulags yrði tekið tillit til erfiðra og fordæmalausra aðstæðna Íslands og nauðsynjar þess að skuldbindingar raski ekki áætlun- um um endurreisn fjármála- og efnahagskerfis landsins. Ríkisstjórnin hefur með þings- ályktunartillögu óskað heimildar Alþingis til að leiða til lykta samn- inga við erlend ríki um málið. Í tillögunni segir að það sé mat ríkisstjórnarinnar að hagsmunum Íslands til lengri tíma litið sé best borgið með því að stjórnvöld styðji við Tryggingarsjóðinn svo hann geti ábyrgst lágmarkstryggingu þá sem EES-reglur mæla fyrir um. Stendur til að gera það með lántök- um frá þeim ríkjum sem hlut eiga að máli með ábyrgð íslenska ríkis- ins. Óvíst sé hve há þau lán þurfi að vera enda ráðist það af því að hve miklu leyti andvirði eigna bankanna mun renna til sjóðsins. Samkvæmt bráðabirgðamati Alþjóðagjaldeyrissjósins (AGS) nema heildarskuldbindingar vegna innlánsreikninga íslensku bankanna í útlöndum um 500 millj- örðum króna. Líkt og greint var frá í Fréttablaðinu í gær telur sjóðurinn eignir bankanna standa undir helmingi þeirrar fjárhæðr- ar. Afganginn, um 245 milljarða, þurfi ríkissjóður og þar með skatt- greiðendur að bera. bjorn@frettabladid.is Tryggingarsjóðurinn efldur vegna Icesave Tryggingarsjóði innstæðueigenda verða lagðir til peningar til að standa við skuld- bindingar vegna innlána í útlöndum. Peninganna verður aflað með erlendum lánum. Stjórnvöld segja fjárhæðina óljósa en AGS reiknar með 245 milljörðum. ODDVITARNIR Slá á erlend ríki um lán svo hægt sé að mæta skuldbindingum Tryggingarsjóðs innstæðueigenda. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Eftir að gengið hafði verið frá vilja- yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í sam- vinnu við sérfræðinga Alþjóðagjald- eyrissjóðsins var skipulega unnið að því í gegnum tengslanet utanríkis- þjónustunnar að kynna málstað og málaleitan Íslands fyrir aðildarríkj- um Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Varð framan af ekki vart neins annars en stuðnings. Það snerist hins vegar og verulegar tafir urðu á fyrirtöku vilja- yfirlýsingar Íslands í framkvæmda- stjórn sjóðsins.“ Úr þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar. UTANRÍKISÞJÓNUSTAN KYNNTI MÁLIÐ ® DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur staðfest níu mánaða fangelsis- dóm héraðsdóms yfir 25 ára gömlum karlmanni sem rauf skilorð með því að hafa í hótunum við og kýla lögreglu- mann árið 2005. Lögregla var að hafa afskipti af manninum þegar hann sló snögglega með krepptum hnefa hægri handar til lögreglumanns og kom höggið við eyrað á vinstri vanga. Maðurinn fylgdi högginu eftir með því að ráðast á lög- reglumanninn og slá til hans ítrekað í handlegg og líkama. Maðurinn á allnokkurn sakarferil að baki. - jss Níu mánaða fangelsi: Kýldi og hótaði lögreglumanni VENESÚELA, AP Dmítrí Medvedev Rússlandsforseti samþykkti í opinberri heimsókn sinni í Venesúela í gær að Rússar aðstoði þarlend stjórnvöld við að koma sér upp kjarnorkuverum til raforkuframleiðslu. Hann lýsti því jafnframt yfir að Rússar væru reiðubúnir að taka þátt í viðskipta- samstarfi Suður-Ameríkuríkja sem lúta sósíalískum valdhöfum, en Hugo Chavez, forseti Venesú- ela, hefur haft forgöngu um að stofna til þess samstarfs. Medvedev nýtti heimsókn sína til Venesúela til að treysta áhrif Rússa í Rómönsku Ameríku, einkum með auknum samningum um viðskipti og hernaðartengsl. - aa Rússlandsforseti í Venesúela: Heitir kjarn- orkuaðstoð BANDAMENN Gestgjafinn Hugo Chavez faðmar hinn tigna gest frá Rússlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VINNUMARKAÐUR Alls 25 starfs- mönnum Eimskipafélags Íslands á Íslandi og 47 starfsmönnum félagsins í Evrópu verður sagt upp störfum nú um mánaðamótin. Samkvæmt tilkyningu frá félaginu eru uppsagnirnar liður í umfangsmiklum hagræðingar- aðgerðum í ljósi efnahagsað- stæðna, sem meðal annars koma fram í verulegum samdrætti á innflutningi til landsins. Til að koma í veg fyrir frekari uppsagnir verða laun starfsmanna, sem hafa yfir 300 þúsund í mánaðartekjur lækkuð um 10 prósent ásamt því sem dregið verður úr vakta- og yfirvinnu. Þá verður skipum Eimskipa fækkað úr ellefu í átta auk þess sem gripið verður til annarra hagræðingaraðgerða sem snúa að öðrum þáttum í rekstri félagsins. - ovd Skipum fækkar í átta: Uppsagnir hjá Eimskip FRÁ SUNDAHÖFN Með hagræðingar- aðgerðunum áætlar Eimskipafélagið að spara um 2,4 milljarða króna á ársgrundvell. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VERSLUN Verslun Hagkaupa í Skeifunni verður framvegis opin allan sólarhringinn, í það minnsta fram að jólum. Mælist breytingin vel fyrir verður þetta opnunar- tíminn til frambúðar. Með þessu er brugðist við óskum viðskiptavina um aukið aðgengi að vöruúrvali Hagkaups, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu. - hhs Sló í höfuð með glerflösku Maður á þrítugsaldri hefur verið ákærður af embætti ríkissaksóknara fyrir að slá mann í höfuðið með flösku. Fórnarlambið krefst rúmlega 400 þúsunda króna í skaðabætur. DÓMSTÓLAR Hvað um tónlistarhúsið? Steinunn Valdís Óskarsdóttir hefur lagt fram fyrirspurn til menntamála- ráðherra um stöðuna á byggingu tón- listar- og ráðstefnuhússins. Vill hún vita hvernig ráðherra sér framhald verkefnisins, „nú þegar framkvæmda- aðilar eru komnir í þrot“ eins og hún orðar það. ALÞINGI JAFNRÉTTISMÁL Kynbundinn launamunur á heildar- launum er 19,5 prósent, körlum í vil. Hefur þá verið tekið tillit til vinnutíma, starfs, menntunar, aldurs, atvinnugeira, ábyrgðar í starfi og þess hvort fólk er sjálfstætt starfandi eða launþegar. Þetta kemur fram í skýrslu sem Félagsvísinda- stofnun Háskóla Íslands vann fyrir félags- og tryggingaráðuneytið og kynnt var í gær. Skýrslan byggir á launarannsókn sem er sú fyrsta sem nær yfir allan vinnumarkaðinn á Íslandi en fyrri rannsóknir hafa verið bundnar við einstök stéttar- félög, fyrirtæki eða stofnanir. Samkvæmt skýrslunni eru konur með 74 prósent af heildarlaunum karla en að teknu tilliti til vinnu- tíma, þar sem karlar vinna að jafnaði lengri vinnutíma, eru konur með 84 prósent af launum karla. „Almennt segjast karlar bera meiri ábyrgð í starfi en konur á meðan ábyrgð á heimilisstörfum og umönnun barna er frekar á herðum kvenna en karla,“ segir í niðurstöðum skýrslunnar. Á höfuðborgarsvæðinu eru karlar með 10,3 prósenta hærri heildarlaun en konur en á lands- byggðinni er leiðréttur kynbundinn launamunur 38 prósent, körlum í vil. - ovd Kynbundinn launamunur er meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu: Launamunur enn við lýði BARÁTTUFUNDUR Þrátt fyrir áralanga baráttu gegn kynbundn- um launamun mælist hann enn 19,5 prósent þegar tekið hefur verið tillit til annarra þátta. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI VIÐSKIPTI „Hugtakið bankaleynd má ekki verða skálkaskjól,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, viðskipta- ráðherra. Hann segir það blasa við að sumt falli þar undir en annað ekki. Hann nefnir sem dæmi að banka- leynd sé aflétt í væntanlegum lögum um sérstakan saksóknara og rannsóknarnefnd sem eigi að skoða bankahrunið. Bankarnir og Fjármálaeftirlitið hafa ítrekað neitað að veita almenningi upplýsingar á grund- velli bankaleyndar. Kaupþing hefur raunar vísað til þess að tveggja ára fangelsi liggi við brot- um á bankaleynd og Glitnir hefur kært Morgun- blaðið til Fjár- málaeftirlitsins fyrir að birta upplýsingar úr lánabókum gamla Glitnis. Davíð Odds- son, seðlabanka- stjóri, Björn Bjarnason, dómsmálaráð- herra og Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður viðskiptanefndar Alþingis, hafa allir sagt að banka- leynd eigi ekki við þegar upplýsa þurfi um hrun bankanna. Björgvin er spurður hvort eðli- legt sé að menn rjúfi bankaleynd til að hagnast á því persónulega eða fyrir hönd þess fyrirtækis sem þeir starfa hjá. „Nei, það getur varla talist það.“ En ættu slíkir menn að starfa hjá fjármála- fyrirtækjum? „Ég get ekki fellt dóm um það í sjálfu sér, það hlýtur að verða að skoðast í hverju tilviki fyrir sig. Árni Tómasson, formaður skila- nefndar Glitnis, var bankastjóri Búnaðarbankans árið 2003, þegar Fjármálaeftirlitið ávítaði bankann fyrir brot á bankaleynd. „Ég er ekki dómari og ætla ekki að dæma um þetta mál,“ segir Björgvin. - ikh Viðskiptaráðherra setur sig ekki í dómarasæti um brot á bankaleynd: Bankaleynd ekki skálkaskjól BJÖRGVIN G SIGURÐSSON Hagkaup í Skeifunni: Opið 24 tíma sólarhringsins VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.