Fréttablaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 30
ÞÓRUKAKA 150 g smjörlíki 150 g sykur þeyta saman og bæta eggjum út í einu í senn 3 egg 150 g hveiti 2 tsk. lyftiduft 2 tsk. kakó – best að sigta Hrærið alla dýrðina saman. Smyrjið á bökunarpappír og bakið í 10 mínútur við 180-200 gráður. Látið kólna aðeins og skerið kökuna í þrjá jafna hluta. Látið kólna alveg og klippið papp- írinn eftir skurðinum svo kökuhlut- arnir brotni ekki. Karamellubráð 2 dl rjómi 120 g sykur 2 msk. síróp – vel fullar skeiðar Setja í pott og láta sjóða. Fylgjast vel með bráðinni því hún sýður auðveldlega upp úr ef hitinn er of hár. Sjóða rólega í um 40 mínútur eða þar til bráðin loðir vel við skeiðina. Þá er potturinn tekinn af hlóðun- um, 1 msk. af smjöri bætt út í svo bráðin verði ekki of stíf, því næst 1 tsk. vanilludropar og kakó ef manni sýnist svo, þá verð- ur bráðin dökk og falleg. Setja bráðina á milli laga og að lokum yfir kökuna alla. Skreytt með smartís. Hættulega góð með ískaldri fjörmjólk. UPPSKRIFT KATRÍNAR EPLI koma flestum í jólaskap og um að gera að nota þau sem mest í matargerð á aðventunni. Epli eru góð í salöt, kökur, heilsudrykki og safa, niðursneidd ofan á brauð eða bara skorin í bita í skál. Kaffismiðja Íslands opnar að Kárastíg 1 í byrjun næstu viku. Þær Sonja Björk Grant og Ingi- björg Jóna Sigurðardóttir standa að baki smiðjunni en báðar hafa heilmikið vit á kaffi. Sonja starf- aði á Kaffitári í rúman áratug og Ingibjörg Jóna er tvöfaldur Íslandsmeistari kaffibarþjóna. Kaffismiðjan verður í senn kaffibrennsla, kaffiskóli og kaffi- hús en í miðju brennslunnar stendur skærbleikur brennsluofn sem á engan sinn líka. „Við ákváð- um að hafa ofninn svolítið kven- legan en kaffibrennsluheimurinn hefur til þessa verið mikill karla- heimur. Ofninn er líka mikið stáss og vildum við því fá á hann falleg- an lit. Liturinn er þannig til kom- inn að við létum litgreina einn af kjólunum mínum og sendum lita- númerið út til framleiðandans. Ofninn er því einstakur,“ segir Sonja en viðskiptavinir geta fylgst með kaffibrennslunni á staðnum. „Þá erum við með tvær kaffikvarnir og getur fólk smakkað espresso úr kaffibaun- um frá ólíkum löndum og þannig lært að greina muninn,“ segir Sonja en boðið verður upp á grænt kaffi frá Gvatemala, Kólumb- íu, Brasilíu og Indónesíu. Þær Sonja og Ingibjörg ætla að leggja ríka áherslu á heimilislega stemn- ingu og munu til að mynda eingöngu spila tónlist af vínylplötum. Þá bjóða þær viðskipta- vinum að koma með eigin plötur til að setja á fóninn. Þær hyggjast auk þess bjóða upp á hafragraut með sultu og korn- flex með mjólk og sykri svo dæmi sé tekið. „Þá gerum við okkar eigin síróp en Íslendingar hafa lengi verið hrifnir af hinum ýmsu bragðefnum í kaffið. Fyrir jólin verðum við með síróp úr súkku- laði og kanil en auk þess óáfengt kaffijólaglögg með negulnögl- um, kanil, engifer, chili og lím- ónu.“ vera@frettabladid.is Brennt í bleikum ofni Í Kaffismiðju Íslands verður hægt fylgjast með kaffibrennslu í einstökum brennsluofni, bragða kaffi frá hinum ýmsu heimshornum og gæða sér á hafragraut með sultu í morgunsárið. Bleiki brennsluofninn er frá Hollandi og á sér engan líkan. Hjá honum standa eig- endur Kaffismiðju Íslands, þær Ingibjörg Jóna og Sonja Björk. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Laugaveg 54, sími: 552 5201 50% afsláttur af peysum * Rúllukragapeysur * Gollur * Síðar peysur * Hettupeysur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.