Fréttablaðið - 18.12.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.12.2008, Blaðsíða 4
4 18. desember 2008 FIMMTUDAGUR VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Ósló París Róm Stokkhólmur 15° 9° 1° 3° 8° 7° 4° 0° 7° 4° 19° 11° 6° 26° 4° 7° 11° 4° Á MORGUN 8-13 m/s vestast á Vestfjörðum annars hægari. LAUGARDAGUR Hæg breytileg átt. -1 -1 -3 -5 -7 -5 -7 1 -4 2 -7 4 3 5 3 3 3 2 4 3 9 4 -3 -6 -2 -9 -4 -4 -5 -6 -10 -7 HELGARHORFUR Í sjálfu sér eru ágætar veðurhorfur um helgina. Rétt er þó að benda á að allt stefnir í norðaustanstorm við suðausturströndina aðfaranótt sunnudags- ins með ofan komu. Að öðru leyti verður vindur hægur. Á laugardag verða él með norður- og suð- urströndinni og bjart eystra. Á sunnudaginn rofar til suðvestan til en þá verða él nyrðra og eystra. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur DÓMSMÁL „Þetta er mikill léttir og ég er ósköp þakklátur og glaður yfir að þessi niðurstaða skuli liggja fyrir núna, sem ég var raunar viss um að yrði með þess- um hætti.“ Þetta segir Jón Ólafsson athafnamaður eftir að ákæru vegna meintra skattalagabrota hans hefur verið vísað frá í Hér- aðsdómi Reykjavíkur. Ásamt Jóni voru þeir Hreggviður Jónsson, Ragnar Birgisson og Símon Ásgeir Gunnarsson ákærðir. Var málum Hreggviðs og Bjarna einn- ig vísað frá en kröfu Símonar um frávísun var hafnað. Verður mál hans tekið fyrir hjá héraðsdómi. „Mér er nú efst í huga þakklæti til þeirra fjölmörgu sem trúðu ekki þessum ávirðingum á mig og sögðu að þetta væri ekki svona, en treystu mér og sýndu mér full- an stuðning,“ segir Jón enn frem- ur. „Nú hrannast inn hjá mér tölvupóstur frá þeim og öðrum sem ég þekki ekkert með baráttu- kveðjum og hamingjuóskum.“ Efnahagsbrotadeild Ríkislög- reglustjóra gaf út ákæru á hend- ur Jóni fyrr á árinu. Málið hafði þá verið í rannsókn í um tæplega sjö ára skeið. Honum var gefið að sök að hafa svikið um 360 milljón- ir króna undan skatti í tengslum við rekstur Norðurljósa og tengdra félaga. Í niðurstöðu héraðsdóms segir meðal annars að krafa Jóns, Hreggviðs og Ragnars um frávís- un málsins frá héraðsdómi byggi á því að þeir njóti ekki réttlátrar málsmeðferðar í skilningi tiltek- innar lagagreinar mannréttinda- sáttmála Evrópu. Séu þeir nú fyrir dómi bornir sökum um refsi- verða háttsemi sem þeim hafi þegar verið ákveðin refsing fyrir með álagningu 25 prósenta álags á skattstofna, samkvæmt ákvörð- un ríkisskattstjóra, og verði þeim því ekki refsað öðru sinni fyrir sömu sakir. Spurður um ákvörðun Helga Magnúsar Gunnarssonar, sak- sóknara efnahagsbrota, að kæra frávísunina til Hæstaréttar kveðst Jón ekki hafa áhyggjur af því. „Ég er sannfærður um að þar mun þetta fá sömu meðferð. Dómurinn nú er í samræmi við ákvæði í lögum mannréttinda- sáttmála Evrópu. Áfrýjunin sýnir það enn á ný hvers konar „batterí“ þetta eru og hvern mann þessir menn hafa að geyma. Nú verður haldið áfram að eyða peningum skattborgara í ekki neitt eins og gert hefur verið í þessu máli öllu.“ Málskostnaður verjenda þre- menninganna í héraðsdómi, rúmar 3,7 milljónir króna falla á ríkissjóð samkvæmt dómnum. jss@frettabladid.is Þakklátur og glaður yfir niðurstöðunni Jón Ólafsson athafnamaður segir það mikinn létti að niðurstaða héraðsdóms skuli loks fengin í mál sem verið hefur í gangi á hendur honum vegna meintra skattalagabrota. Baráttukveðjum og hamingjuóskum hefur rignt yfir hann. JÓN ÓLAFSSON Hann segir að með því að kæra frávísun héraðsdóms til Hæstaréttar sé einungis verið að eyða peningum skattborgara í ekki neitt eins og gert hafi verið í þessu máli öllu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR REYKJAVÍK Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa í Reykjavík mættu að ósekju ganga lengra en gert er ráð fyrir í drögunum, sem nú eru til umfjöllunar, segir Júlíus Vífill Ingvars- son, borgarfull- trúi Sjálfstæð- isflokks. Hann sjái til dæmis ekkert því til fyrir- stöðu að upplýsa um eignir sínar og hagsmunatengsl. Júlíus gerir hins vegar athugasemd við ákvæði um eftirlitshlutverk borgarfulltrúa. „Þetta er ekki það sem ég réð mig til,“ sagði hann á borgar- stjórnarfundi á þriðjudaginn; borgarfulltrúar ættu að einbeita sér að stefnumótun. - kóþ Fulltrúi sjálfstæðismanna: Siðareglurnar gangi lengra JÚLÍUS VÍFILL INGVARSSON VINNUMARKAÐUR Ekki er von á að forseti Íslands taki afstöðu til hugsanlegrar launalækkunar hjá sjálfum sér fyrr en eftir að lagafrumvarp um kjararáð hefur fengið lokaafgreiðslu á Alþingi og meðan kjararáð er með launalækkun helstu embættis- manna og stjórnmálamanna til skoðunar. Frá forsetaskrifstofunni fást þau svör að með frumvarpinu sé verið að marka kjararáði nýjan lagaramma. Forsetinn þurfi að staðfesta lögin verði frumvarpið að lögum. Forsetinn vilji ekki hafa áhrif á mál í meðförum Alþingis en fyrri afstaða hans sé fullkomlega óbreytt. - ghs Forseti Íslands: Tekur ekki ákvörðun um launalækkun FJÖLMIÐLAR „Sem stendur verður að duga að það sé bara ég sem er gefinn upp,“ segir Haraldur Johannessen, ritstjóri Viðskipta- blaðsins, um nýtt eignarhald á blaðinu. Haraldur er skráður eigandi Mylluseturs ehf. sem keypti Viðskiptablaðið á dögun- um. Hann kveður hóp fjárfesta, sem þegar liggi fyrir, koma að félaginu. Ganga þurfi frá ýmsum tæknilegum málum áður en þeir séu gefnir upp. „Við vinnum þetta eins hratt og við getum,“ segir Haraldur sem kveðst afar ánægður að áframhaldandi útgáfa Viðskiptablaðsins sé tryggð. „Það var ekkert sjálfgefið með okkur, frekar en ýmsa aðra fjölmiðla, að það tækist að halda áfram.“ - gar Ritstjóri Viðskiptablaðsins: Enn leynd yfir eigendahópi MÓTMÆLI Hópur fólks veittist að Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, fyrir utan 101 Hótel við Hverfisgötu laust eftir hádegi í gær. Lögregla var kölluð til, en samkvæmt henni var um lítið upphlaup að ræða og yfirgaf fólkið staðinn eftir að rætt hafði verið við það. Jón Ásgeir var staddur á landinu ásamt Malcolm Walker, forstjóra Iceland verslunarkeðjunnar í Bretlandi, en þeir áttu fund með skilanefnd Landsbankans Jón Ásgeir segir lítið hafa gengið á. „Mér skilst að þetta hafi verið reiðir mótmælendur á ferðalagi um bæinn sem lögregl- an hafði verið að elta. Einn af þeim var ekki í jafnvægi en það urðu engin handalögmál.“ Í gærkvöldi birti maður færslu á bloggsíðu sinni þar sem hann segist hafa kastað snjóbolta í andlit Jóns, og fleiri hafi fylgt í kjölfarið. - kg Mótmæli í miðbænum: Veist að Jóni Ásgeiri í gær MENNTAMÁL Nemendur í nágrenni Reykjavíkur fengu hæstu meðal- talseinkunnina í bæði stærðfræði og íslensku í sjöunda bekk og í stærðfræði í fjórða bekk í sam- ræmdum könnunarprófum 2008. Nemendurnir fengu 7,3 í íslensku og 6,9 í stærðfræði í sjöunda bekk og 7,1 í stærðfræði í fjórða bekk. Nemendur á Norðurlandi eystra fengu hæstu meðaltalseinkunn- ina í íslensku í fjórða bekk, eða 6,7. Nemendur á Vestfjörðum og Austurlandi fengu lægstu meðal- talseinkunnina í stærðfræði og íslensku í sjöunda bekk. Í fjórða bekk fengu nemendur á Suður- landi lægstu meðaltalsein- kunnina í stærð- fræði og á Vest- fjörðum í íslensku. Nemendur í fjórða bekk á Norðurlandi vestra hækka sig verulega í stærðfræði í fjórða bekk eins og sjá má á norm- aldreifðum einkunnum, fara úr 27,8 hjá krökkunum í fyrra, í 29,8 í ár og eru þá nærri landsmeðal- talinu sem er 30,0. Nemendur á Austurlandi og Norðurlandi vestra hækka sig nokkuð í íslensku en lækka sig á Vestur- landi og Vestfjörðum. Í sjöunda bekk hækka sig nem- endur í nágrenni Reykjavíkur, Suðurlandi og á Norðurlandi vestra í íslensku en lækka sig á Norðurlandi eystra og Austur- landi miðað við frammistöðu nemendanna í fyrra. Sigurgrímur Skúlason, sviðs- stjóri hjá Námsmatsstofnun, segir að skýringin á miklum breytingum milli ára geti legið í því að hóparnir úti á landi séu litl- ir og breyting milli ára endur- spegli hreinlega muninn milli árganga. - ghs SIGURGRÍMS SKÚLASONAR Nemendur í fjórða og sjöunda bekk fá niðurstöðu úr samræmdu prófunum: Lægstir fyrir vestan og austan AP, DETROIT Tvö af stærstu dagblöðunum í bandarísku bílaborginni Detroit munu innan skamms einungis bjóða upp á útburð til lesenda þrjá daga vikunnar. Vefútgáfum blaðanna verður gert hærra undir höfði í staðinn. Þetta tilkynnti The Detroit Media Partnership, útgáfufélag blaðanna tveggja. Blöðin verða þó enn um sinn prentuð og seld á sölustöðum á degi hverjum. Fastir áskrifendur, sem fá blöðin ekki heim að dyrum nema þrjá daga vikunnar, geta lesið blöðin á vefnum. Aðgerðirnar eru liður í baráttu blaðanna til að halda lífi. - kg Blaðaútburður í Detroit: Aukin áhersla á vefútgáfur GENGIÐ 17.12.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 206,6133 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 113,84 114,38 175,74 176,60 160,69 161,59 21,567 21,693 16,861 16,961 14,581 14,667 1,2871 1,2947 177,32 178,38 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.