Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 7
H A U S MARKAÐURINN 7ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2008 V I Ð Á R A M Ó T sjávarborðinu, lítur út fyrir að Ísland muni standa af sér nú- verandi ókyrrð,” sagði Roberts Vanes í grein um íslenska banka- erfið í Acquisitions Monthly. Nokkrum dögum síðar sigldu bankarnir inn í ísbreiðu. „Við leggjum áherslu á að fjár- málakerfið í landinu geti starfað óhindrað áfram eins og verið hefur,“ sagði Geir H. Haarde, þegar ríkið tók yfir 75 prósenta hlut í Glitni í lok september. Þá höfðu mikil fundahöld verið í Seðlabankanum helgina á undan. Glitnismenn höfðu leitað í Seðla- bankann eftir þrautarvaraláni. „Þessi atburðarás kemur mér verulega á óvart og er maður þó orðinn ýmsu vanur úr þessari átt,” sagði Jón Ásgeir. Ákvörð- un Seðlabankans um þjóðnýt- ingu Glitnis væri óskiljanleg og óhugnaleg. Davíð Oddsson sagði að Glitnir hefði farið í þrot innan skamms hefði þetta ekki verið gert. Markaðurinn upp- lýsti að hagfræðisvið Seðlabank- ans hefði ekki verið haft með í ráðum til að meta afleiðing- ar þessa. Stoðir, stærsti eigandi Glitn- is, fór í greiðslustöðvun. Hrun- ið var hafið. OKTÓBER Lánshæfismat bankanna lækk- aði í kjölfar Glitnismálsins. Davíð Oddsson mætti á ríkis- stjórnarfund og vildi þjóðstjórn. Kaupþingsmenn komu til kvöld- fundar í stjórnarráði. „Krónan er orðin eins og geislavirkur úrgangur sem allir forðast að koma nálægt,” sagði Þórólfur Matthíasson, prófess- or við Háskóla Íslands. Geng- isvísitalan fór yfir 200 stig. Er- lendir bankar hættu viðskiptum með krónu. „Ég fullyrði hér að ríkisstjórn mín mun hvergi slá af í þeirri stefnu sinni að tryggja með öllum tiltækum ráðum stöðug- leika fjármálakerfisins og færa þær fórnir sem nauðsynlegar kunna að verða,” sagði Geir H. Haarde, í stefnuræðu á Alþingi. „Ég bendi á að hann er einn ör- fárra í Evrópu sem enn er starf- andi án þess að hafa notið sér- stakrar aðstoðar seðlabanka,” segir Ásgeir Friðgeirsson, tals- maður Landsbankans, í byrjun október. Síðar kom fram að þá þegar hefði bankinn leitað eftir þrautarvaraláni. „Ég er sannfærður um að okkur takist að halda okkar hlut og laga okkur að breyttum að- stæðum,” sagði Sigurður Ein- arsson, stjórnarformaður Kaup- þings. Daginn eftir kom forsætisráð- herra óvænt fram í sjónvarpi. „Sú hætta er raunveruleg, góðir landsmenn, að íslenska þjóðar- búið myndi, ef allt færi á versta veg, sogast með bönkunum inn í brimrótið og afleiðingin yrði þjóðargjaldþrot. Engin ábyrg ríkisstjórn teflir framtíð þjóð- ar sinnar í slíka tvísýnu, jafnvel þótt sjálft bankakerfi þjóðarinn- ar sé í uppnámi. Til slíks höfum við, ráðamenn þjóðarinnar, ekki leyfi. Íslenska þjóðin og fram- tíð hennar gengur framar öllum öðrum hagsmunum.” Um kvöld- ið samþykkti Alþingi neyðarlög- in. Fjármálaeftirlitið varð valda- mesta stofnun landsins. Gengi krónunnar hrundi. „Það gera sér allir grein fyrir því að mikil verðmæti hafa farið forgörðum síðustu sólarhringa, en ég vona að skilanefndin reyni að varðveita þau verðmæti sem eftir eru,” sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, fráfarandi stjórn- arformaður Glitnis, eftir að skilanefnd tók yfir stjórn bank- ans. Skömmu síðar tók skilanefnd við Landsbankanum. Davíð Oddsson kom í Kast- ljós. „Við ætlum ekki að borga erlendar skuldir óreiðumanna,” sagði hann. Bretar settu hryðjuverkalög á Landsbankann. Kaupþing féll. Atburðarás „sem enginn sá fyrir eða gat haft stjórn á,” sagði Sig- urður Einarsson. Gengið var fest í rúman dag. Gjaldeyrir var skammtaður. Norrænar lánalínur voru virkj- aðar. „Ég segi nú bara þó fyrr hefði verið. Þetta á að tryggja viðskipti með nauðsynlega hluti eins og lyf, olíu og, ef því er að skipta, matvæli.” sagði Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráð- herra. Nýir bankar voru stofnaðir. Eignir peningamarkaðssjóða bankanna stórminnkuðu. Helm- ingur varð eftir. Öllu meira en langt í frá allt var greitt síðar. Seðlabankinn lækkaði óvænt stýrivexti um þrjú og hálft pró- sentustig 15. október. Þeir voru síðan hækkaðir í 18 prósent. Þá þótti ljóst að Ísland færi að efna- hagsáætlun Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. Tilkynnt var 24. ok- bóber að leitað yrði til sjóðs- ins. Skilyrði efnahagsaðstoðar fengust ekki birt. Margir gagn- rýndu að farið væri til sjóðs- ins, Vinstri-græn þar fremst í flokki, en aðrir sögðu enga aðra leið í stöðunni. Willem H. Buiter, breskur hagfræðingur, greindi frá því að hann hefði lagt þetta til við stjórnvöld þegar á vor- mánuðum. Fréttablaðið upplýsti að Seðla- bankinn kynni að tapa hundr- uðum milljarða í endurhverf- um viðskiptum við fallna banka. Smærri bankar eru enn á fresti til að færa Seðlabankanum veð. Sumir sögðu Seðlabankann vera tæknilega gjaldþrota. „Ég vil ekki fegra myndina. Exista er í erfiðri stöðu,” sagði Lýður Guðmundsson, stjórn- arformaður í lok mánaðarins. Ákveðið var að taka félagið af markaði. NÓVEMBER Blásið var til rannsóknar á bankahruninu. Valtýr Sigurðs- son, ríkissaksóknari, og forveri hans Bogi Nilson voru fengnir til verksins, en sögðu sig frá því vegna fjölskyldutengsla. „Reynist það rétt að stjórn Kaupþings hafi afskrifað skuld- ir starfsmanna vegna hluta- bréfakaupa í bankanum munu stjórnvöld sækja það fast að samningum þar að lútandi verði rift,“ sagði Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. „Þarna er ekki gætt jafnræð- is heldur er greinileg mismun- un í gangi. Almenni hluthafinn, sem kannski hefur tapað ævi- sparnaðinum eða er með lán á bakinu fyrir hlutabréfakaupun- um, þarf að standa sína pligt,” sagði Pétur H. Blöndal, formað- ur efnahags- og skattanefndar Alþingis. Skattayfirvöld rann- saka málið. Skúli Eggert Þórð- arson, ríkisskattstjóri, segir að hafi skuldir verið gefnar eftir, teljist þær til tekna. Enda þótt sótt hafi verið um aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins, stóð allt fast í þeim hefn- um. „Enn sem komið er, hefur ekkert formlegt erindi borist stjórn sjóðsins,” sagði Thomas Moser, fulltrúi Sviss í stjórn Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins. Geir H. Haarde hafði skömmu áður sagt að ekki hefði verið lokið við við- bótarfjármögnun. Það mál stóð fast vegna Icesave deilunnar. Þar stóðu Evrópuríki saman um að veita ekki lán nema málið yrði til lykta leitt. Hermt var að forseti Íslands hefði skammað Breta, Svía og Dani á fundi með erlendum sendiherrum. Stjórn- málaflokkar á Alþingi tilnefndu sitt fólk í ný bankaráð. „Málefni Stíms ehf. hafa verið til skoðunar hjá Fjármálaeftirlit- inu, þar með talið lánveitingar,” segir Íris Björk Hreinsdóttir, upplýsingafulltrúi Fjármálaeft- irlitsins. Félagið var talið dæmi um hvernig fjármálafyrirtæki hefðu reynt að halda uppi hluta- bréfaverði með leppfélögum. Alþingi setti lög um gjaldeyr- ishöft, bann við fjármagnsflutn- ingum og skilaskyldu á erlendum gjaldeyri. Þetta var gert að boði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að verja krónuna falli við flot. DESEMBER Fyrsta fréttin í jólamánuðinum var um lægsta gengi krónunnar frá upphafi. Gengisvísitalan fór yfir 250 stig. Gengið hækkaði síðan við flotið. Því var lýst svo að krónan væri bæði með „kút og kork“. Lilja Mósesdóttir hag- fræðingur, taldi að skilaskylda á gjaldeyri skýrði tímabundna hækkun. Gengisvísitalan lækk- aði ört og fór í 190 stig en undir lok ársins var hún komin aftur í yfir 220. Fjárlög voru samþykkt. Hall- inn er yfir 150 milljarðar en auk þess verður mikill niðurskurð- ur og skattprósentan hækkuð um 1,25 prósent. Þau munu vera í samræmi við skilyrði Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Tilkynnt var að sjóðurinn setti Íslendingum tilsjónarmann með aðsetur hér á landi. Davíð Oddsson sagði í viðtali við danskt blað að hann myndi snúa aftur í stjórnmálin, yrði honum ýtt út úr seðlabankan- um. Jón Ásgeir Jóhannesson og fleiri honum tengdir voru ákærðir fyrir skattsvik. Hagar voru sektaðir um yfir 300 millj- ónir króna fyrir samkeppnis- lagabrot. „Mér finnst þetta mikil gjaf- mildi,” sagði Vilhjálmur Bjarna- son, framkvæmdastjóri Sam- taka fjárfesta, um að eigendur Milestone fái áfram hlut í fyrir- tækinu, eftir uppgjör, enda þótt skuldirnar séu helmingi meiri en eignir. ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐURINN TEKUR VIÐ Poul Thomsen, fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart Íslandi, útlistar efnahags- aðstoð sjóðsins á blaðamannafundi. MARKAÐURINN/ANTON MILLI STEINS OG SLEGGJU Lárus Welding gengur í sal milli Ingimundar Friðrikssonar og Davíðs Oddssonar. Á þessum fundi var tilkynnt um yfirtöku ríkisins á Glitni. MARKAÐURINN/GVA DAVÍÐ FÆR KRISTALSKÚLU Davíð Oddsson seðlabankastjóri upplýsti í nóvember að hann hefði þegar í febrúar fengið bend- ingar um að bankarnir myndu ekki getað fjármagnað sig. Hann varð sextugur í janúar og fékk þá gefins kristalskúlu. MARKAÐURINN/EYÞÓR ÁRNASON KAUPÞINGSMENN Á KVÖLDFUNDI Hreiðar Már og Sigurður Einarsson ræddu við forsætisráðherra seint um kvöld skömmu fyrir fall Kaupþings. MARKAÐURINN/STEFÁN Björgólfur Thor Björgólfs- son er ennþá ríkasti Íslend- ingurinn. Eignir hans eru metnar á 230 milljarða. Aðrir standa ekki eins vel að vígi. Sem dæmi voru eignir Ág- ústs og Lýðs Guðmundssona metnar á 80 milljarða hvors um sig fyrir ári síðan. Nú eru eignir hvors þeirra metnar á 19 milljarða. Það er einung- is fjórðungur af því sem þeir áttu þegar úrvalsvísitalan stóð sem hæst. Markaðurinn, viðskipta- blað Fréttablaðsins, birt- ir í dag lista yfir fimmtán ríkustu Íslendingana. Mikl- ar breytingar hafa orðið í hópi þeirra sem komast á listann. Menn eins og Hann- es Smárason, sem átti eign- ir upp á 42,5 milljarða króna fyrir ári, komast ekki á lista. Hið sama á við um Magn- ús Kristinsson. Hans eignir voru metnar á um 40 millj- arða króna. Björgólfur ríkastur í júlí RÍKASTUR UM MITT ÁRIÐ Björgólfur Thor Björgólfsson gengur af fundi forsæt- isráðherra á köldu haustkvöldi skömmu fyrir þjóðnýtingu Landsbankans. Í kjölfarið fór Samson eignarhaldsfélag í þrot. MARKAÐURINN/DANÍEL RÚNARSSON „Við höfum fengið nokkrar fyr- irspurnir um fjárhagsstöðu sjóðsins, einkum frá erlend- um blaðamönnum,“ sagði Jónas Þórðarson, framkvæmdastjóri Tryggingasjóðs innstæðueig- enda. Þessi frétt sem birtist snemma á árinu vakti ekki mikla athygli en var ef til vill fyrir- boði um það sem koma skyldi. Þá var fólk byrjað að taka pen- inga út af Edge og Icesave. Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, staðfesti að svo væri, en bætti við að aðrir legðu inn í staðinn. „Viðskiptavinum hefur fjölgað mikið, en hver og einn leggur inn lægri fjár- hæð.“ Síðar í mánuðinum var tilkynnt um að Icesave-reikn- ingar yrðu opnaðir víðar en í Bretlandi. „Samkvæmt heim- ildum Markaðarins nema heild- arinnlán á þessum reikningum nú um 800 milljörðum króna, sem kemur sér vel fyrir bank- ana nú þegar fátt er um fína drætti á alþjóðlegum fjármögn- unarmörkuðum.“ Telegraph sagði íslenska banka standa á brauðfótum og Sunday Times varaði landa sína við því í febrúar að leggja hærri upp- hæðir inn á íslenska innláns- reikninga en 35 þúsund pund. Á sama tíma lögðu Bretar fúlgur fjár inn á Icesa- ve-reikninga í Lands- bankaúti- búinu og á Edge- reikninga í dótturfé- lagi Kaup- þings. Það var svo í júní að Icesave hóf göngu sína í Hollandi. „Það er miklu verðmætara að hafa 350 þúsund viðskiptavini en 100 þúsund,“ sagði Sigurjón í ágúst. „Mest ræddum við hvaða lærdóm má draga af þessu stormasama ári á fjármála- mörkuðum,” sagði Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráð- herra um fund sinn með Alistair Darling, fjármála- og bankamálaráðherra Bret- lands. Fundurinn snerist ein- göngu um að koma Icesave- reikningunum í breska lögsögu. Það upplýstist síðar, en í millitíðinni seldi Baldur Guð- laugsson, ráðuneyt- isstjóri í fjár- mála- ráðu- neyt- inu, sem einnig sat fundinn, öll hlutabréf sín í Landbankanum. Landsbankinn féll í byrjun október. „Þau geta ekki bara neitað að standa í skilum,“ sagði Gordon Brown, for- sætisráðherra Bret- lands, um íslensk stjórnvöld og inn- stæður Breta í ís- lenskum bönk- um á Sky-sjón- varpsstöðinni. Hann sagði það hafa verið rétta ákvörðun að grípa til ákvæða í lögum um hryðjuverk til að kyrrsetja ís- lenskar eigur í Bretlandi. Síðar var birt samtal Árna M. Mathiesen, fjármálaráðherra, við Alistair Darling, sem fram fór í síma 7. október. Þar varaði Darling meðal annars við af- leiðingum af því að Íslending- ar gætu ekki ábyrgst Icesave- reikninga. „Forystumennirnir í bank- anum bera auðvitað ábyrgð á því að þetta fór af stað. Menn geta ekki vikið sér undan þeirri ábyrgð í sjálfu sér,“ sagði Geir H. Haarde. Icesave hefði falið í sér gríðarlega áhættu fyrir Ís- land. Úr þessu máli hafi orðið ein erfiðasta milliríkjadeila sem Íslendingar hafi lent í. „Ég er þess fullviss að ef rétt verður farið með þær eignir, þá duga þær fyrir Icesave-reikn- ingunum og gott betur,“ sagði Björgólfur Thor Björgólfsson í lok október. Samist hefur um að Íslend- ingar greiði að lágmarki 20.887 evur fyrir hvern Icesave reikn- ing. Sú upphæð nemur á sjö- unda hundruð milljarða króna, en eignir koma á móti. Lárus Finnbogason, formað- ur skilanefndar Landsbankans, sagði í desember að líkast til myndu 150 milljarðar standa út af þegar eignir hefðu verið seldar. Þá er ekki tekið tillit til fjármagnskostnaðar. Icesave: Ævintýri í evrum og pundum SPURT UM ICESAVE Erlendir blaðamenn og íslenskir spurðu margra spurninga um Icesave-reikningana á blaðamannafundum Geirs H. Haarde forsætisráðherra og Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra. MARKAÐURINN/PJETUR HOLLENDINGAR MINNA Á SIG Icesave borða var veifað á knattspyrnuleik í Hollandi. Þarlendir sparifjáreigendur óttuðust um sitt. NORDICPHOTOS/AFP Í 400 stærstu fyrirtækj- um landsins telja 76 pró- sent stjórnenda að aðstæður í efnahagslífinu séu frekar eða mjög slæmar. Telja 22 prósent þær hvorki góðar né slæm- ar og einungis 2 prósent telja þær góðar, samkvæmt könnun Capacent Gallup sem birt var um mitt árið. Vísitala efnahagslífsins miðað við núverandi aðstæður hefði aldrei verið lægri frá því að sambærilegar kannanir hóf- ust árið 2002. Meirihluti fyr- irtækjanna bjóst við óbreytt- um starfsmannafjölda en um fjórðungur hugðist fækka starfsfólki. Hjá einungis 19 prósentum svarenda væri nú skortur á starfsfólki en mikill meirihluti þeirra, 81 prósent, taldi sig hins vegar hafa nægj- anlegt starfsfólk. Svartsýni um mitt ár SVARTSÝNI Á EFNAHAGSLÍFIÐ Þrír af hverjum fjórum stjórnendum voru svartsýnir um efnahagslífið um mitt árið. Þá var þegar búið að tilkynna um mörg hundruð uppsagnir í fiskvinnslunni og framundan enn frekari uppsagnir í bygging- ariðnaði. MARKAÐURINN/GVA yrissjóðurinnkom 200 175 150 125 100 75 50 ja n. fe b. m ar . ap r. m aí jú n. jú l. ág ú. se p. ok t. de s. nó v. 2008 G E N G I E V R U N A R 5 10 15 20 V E R Ð B Ó L G A N ja n. fe b. m ar . ap r. m aí jú n. jú l. ág ú. se p. ok t. de s. nó v. 2008 % VERÐBÓLGAN ÓX „Þessi verðbólguskot eru allaf upp á við. Verðbólgan hefur farið vaxandi frá árinu 2003 í mjög föstum takti. Það væri kannski nær að tala um verðbólgustökk,“ sagði Gylfi Arnbjörnssn hjá Alþýðusambandinu. GENGIÐ HRUNDI Enda þótt krónan fljóti nú og evran kosti rétt um 160 krón- ur hjá Seðlabankanum, eins og myndin sýnir, þá skráði evrópski seðlabankinn evruna á 290 krónur þriðja desember. Sú skráning stendur enn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.