Tíminn - 27.07.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.07.1982, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1982 Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn. Framkvœmdastjóri: Glsli Slgur&sson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Glslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgrei&slustjóri: Slgur&ur Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúl: Oddur V. Úlafsson. Fréttastjórl: Kristlnn Hallgrlmsson. Umsjónarma&ur Helgar- Tlmans: lllugi J&kulsson. Bla&amenn: Agnes Bragadóttir, Atll Magnússon, Bjarghlldur Stefánsdóttir, Frl&rik Indri&ason, Hel&ur Helgadóttir.lngólfur Hannes- son (Iþróttlr), Jónas Gu&mundsson, Kristin Leifsdóttir, Sigurjón Valdlmarsson, Skafti Jónsson, Svala Jónsdóttlr. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Gu&björnsson. Ljósmyndir: Gu&jón Elnarsson, Gu&jón Róbert Ágústsson, Elin Ellertsdóttlr. Arl Jóhannesson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarklr: Flosl Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorstelnsdóttlr. Ritstjórn, skrlfstofur og auglýsingar: Slðumúla 15, Reykjavlk. Slmi: 86300. Auglýsingasiml: 18300. Kvöldsimar: 8E387 og 86392. Ver& I lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánu&l: kr. 120.00. Setning: Tæknidelld Tlmans. Prentun: Bla&aprent hf. Harmleikurinn í Beimtborg ■ Daglega berast ófögur tíðindi af hörmungunum í Beirut, höfuðborg Líbanons, sem er umkringd af hersveitum Ísraelsríkis, gráum fyrir járnum. Stór- skotalið ísraelsmanna lætur sprengjum rigna yfir borginni, þar sem mikill fjöldi manna - skæruliðar samtaka Palestínumanna og sennilega hátt í tvö hundruð þúsund óbreyttir borgarar - er innilokað- ur. Óbreyttu borgararnir eru eins konar gíslar í þessu stríði. Hernaðaraðgerðir ísraelsmanna í Líbanon hafa eðlilega vakið mikla andstöðu víða um lönd, - ekki aðeins innrásin sem slík heldur fyrst og fremst umsátrið um Beirut og miskunnarlaus afstaða ísraelskra yfirvalda til þeirra, sem þar eru innikróaðir. Hefur því verið haldið fram með réttu, að þótt ísraelsmenn hafi unnið hernaðarsigur í Líbanon, þá hafi þeir beðið stjórnmálalegan og áróðurslegan ósigur. Það er ekki aðeins að stuðningsmönnum ísraels hafi verulega fækkað við þessar óbilgjörnu aðgerðir, heldur hefur umsátrið um Beirut einnig haft þær hörmulegu afleiðingar í sumum löndum, að andúð gegn Gyðingum hefur farið vaxandi á ný. Það er óneitanlega ömurlegt til þess að vita, að aðgerðir ísraelsmanna skuli verða til þess að magna þann óhugnanlega draug. Fórnarlömbin í þessum harmleik eru ekki fyrst og fremst Líbanir, sem orðið hafa að flýja frá heimilum sínum í rústum, heldur enn frekar palestínsku flóttamennirnir, sem búið höfðu í nokkur ár í Líbanon. Þetta er sú heimilislaúsa þjóð, sem með réttu ætti að búa í eigin ríki á vesturbakka fljótsins Jórdan, en hefur hrakist úr einu landinu í annað; fyrst af herteknum svæðum ísraels, en síðar úr Jórdaníu yfir í Líbanon, þar sem þeim er ekki vært lengur. Að sögn erlendra blaða verður hið umsetna svæði í vesturhluta Beirut sífellt minna eftir því sem ísraelsmenn þrengja meira og meira að. Það er nú aðeins um fimm ferkílómetrar. Þar er að finna um 5000 skæruliða, um það bil 80.000 palestínska flóttamenn og sennilega svipaðan fjölda líbanskra ríkisborgara, þótt þeim fari stöðugt fækkandi. Ef ekki finnst pólitísk lausn á næstu dögum má búast við því, að Palestínumenn verði svo til einir eftir í hinni umsetnu borg sem ísraelsmenn hóta að leggja í rúst. Aðgerðir Israelsmanna í Beirut kalla að sjálfsögðu fram í hugann svipaða atburði úr síðari heimsstyrj- öldinni. Sá samanburður er ekki af því tagi, sem ætla mætti að ísraelsmenn væru að sækjast eftir. En kannski skiptir það fyrrverandi skæruliðaforingjann, sem nú ræður ríkjum í ísrael, engu máli hvað umheiminum finnst um framferði ísraelsmanna, eða hvaða hliðstæðum liðinnar sögu aðgerðir þeirra minna helst á. Hvað sem því líður er ljóst að ísraelsmenn verða að taka tillit til Bandaríkjastjórnar, sem sér um að útvega þeim nauðsynleg vopn og er helsti bandamaður þeirra á alþjóðavettvangi. Af þeim sökum hafa Bandaríkjamenn einir ríkja tök á því að bremsa Israelsmenn af, aflétta umsátrinu um Beirut og knýja á um samninga sem veita palestínsku flóttaþjóðinni það sem skiptir hana, eins og aðrar þjóðir, öllu máli; eigin heimkynni, eigið ríki. Án slíkrar réttlátrar lausnar verður aldrei friður á milli ísraelsmanna og Araba, og harmleikurinn heldur áfram. ESJ á vettvangi dagsins Athugasemd eftir Hauk Jörundarson, skrifstofustjóra í landbúnaðarráðuneytinu ■ í viðtali, með fyrirsögninni „Sauðfé þarf að fækka um 100 þús.“, sem dagblaðið Tfminn á við Hákon Sigur- grímsson 6. þ.m., koma fram ummæli, sem rétt er að leiðrétta, en mér er málið skylt vegna starfs míns. 1. Hákon segir orðrétt: „Þessar hug- myndir voru kynntar landbúnaðar-' ráðherra fyrir rúmum mánuði og óskað eftir stuðningi ríkisstjómarinn- ar við að framkvæma þær. Við því hafa enn engin svör borist og er það mjög bagalegt því nauðsynlegt er að fara að vinna að málinu sem fyrst. Vandinn er þess eðlis að hann magnast stöðugt því lengur sem dregst að við honum sé brugðið. Mér finnst það skolli hart, að þegar bændasamtökin eru ákveðin í að grípa þurfi til slíkra aðgerða þá skuli vera hik á stjórnvöldum og það án þess að þau bendi á nokkur önnur úrræði.“ Sannleikurinn um þetta atriði er sá, að bréf Framleiðsluráðs landbúnaðarins til landbúnaðarráðherra með samþykkt Framleiðsluráðsins er dagsett 5. júlí og kemur í landbúnaðarráðuneytið 7. júlí eða daginn eftir að grein Hákonar birtist í Tímanum, þótt framkvæmdastjóri Framleiðsluráðs hafi þá verið búinn að afhenda ráðherra Ijósrit af bréfinu og hugmyndir um þessi efni kynntar fyrr. 2. Þá ræðir Hákon um ýmsar greinar sem komið gætu í stað þess er bændur verða að fækka búfé hinna hefð- bundnu greina. Um loðdýraræktar- þáttinn farast Hákoni svo orð: „Að mínu mati er loðdýraræktin lang líklegust til að geta á skömmum tíma orðið umfangsmikill þáttur í landbúnaði." Og síðar: „Það verður hins vegar að segjast eins og er, að markvissar aðgerðir hefur skort til að hrinda þéssu í framkvæmd. Enginn hefur forustu um heildar skipulag eða beitir sér fyrir framkvæmdum. Bæði stjórn Stéttarsambands bænda og búnaðarþing hafa sett fram íslensk alþýdulist KJARVALSSTAÐIR Sýning í tilefni Ars aldraðra. íslensk alþýðulist. Myndiistarsýning. 17. júlí-8. ágúst. opið á venjulegum tímum. Ár aldraðra ■ Það hefur þótt gefast vel, bæði hér á landi og í öðrum löndum, að helga árið ákveðnu málefni, og eru þá gjarnan valin þau atriði í mannlífinu, er einhverra hluta vegna hafa orðið útundan, ellegar tekin eru fyrir nýmæli í vandræðum, sem orðið hafa til í heiminum, vegna breyttra aðstæðna. Nú er ár aldraðra á íslandi. Öldrunar- mál hafa orðið hér nýr vandi, þar eð langlífi hefur aukist með framförum í lænisfræði og fl. Banvænum, ólæknandi sjúkdómum hefur fækkað og gífurleg framför hefur orðið í endurhæfingu þeirra er lenda í slysum og veikindum. Og svo er það hitt, að körin hin merkilega félagsmálastofnun forníslend- inga er ekki lengur til. Hún gufaði upp með saltfiski, frystihúsum og borgarlífi. Sú aðstaða, er bændaþjóðfélagið gat boðið gamalmennum áður, er ekki lengur fyrir hendi. Allir eru að vinna. Börnin í skólum, eða á stofnunum með lykla um hálsinn, og í svoleiðis samfélagi er lítið svigrúm fyrir aldrað fólk. Þess vegna hefur orðið að finna ný úrræði til að finna hinurn öldruðu athvarf. Það er gjört með ýmsu móti. Smíðuð hafa verið elliheimili og víða hafa verið byggðar íbúðir fyrir aldraða, og í öðrum tilvikum er öldruðum veitt aðstoð heima. í þessari grein verðjir ekki gjörð tilraun til að meta lífskjör gamalmenna á íslandi, nema hvað öllum var orðið ljóst, að það var ekki nóg að gefa fólki að borða og veita því húsaskjól. Það þurfti einnig að gæða ellina lífi eins og það er orðað. Menn hímdu iðulega á stofnunum oft árum saman, með óútfyllt dánarvottorð í höndunum. Og við það sat. Lífið var á öðrum stöðum og fegurðin líka. Það má því segja að mál hafi verið til komið, að gjöra eitthvað til að gæða ellina lífi, og einn liðurinn í þeirri viðleitni er Ár aldraðra á íslandi. Sýning að gefnu tilefni Einn liðurinn í Ári aldraðra var sá að halda listsýningu og handmenntasýn- ingu sem nú stendur yfir á Kjarvals- stöðum. í Vestursal er málverkasýning og um hana mun verða fjallað nokkuð í þessari grein. íslensk alþýðulist nefna menn þá sýningu, cn þar eru sýndar myndir eftir menn, sem ekki hafa notið skólagöngu í listum, nema að á sýningunni eru einnig verk tveggja íslenskra mynd- höggvara, þeirra Ásmundar Sveinssonar og Sigurjóns Ólafssonar. Málverkasýningin í Vestursalnum verður að teljast til meiriháttar viðburða í myndlist, því þar hefur verið safnað saman verkum, sem sjaldan, eða aldrei hafa verið sýnd, þótt einstaka verk og myndlistarmenn séu þegar þjóðkunnir menn fyrir list sína. Elstu myndirnar eru af guðspjalla- mönnum frá Staðarhóli, eða fimm fjalir úr predikunarstóli frá árinu 1738 (120x30 cm), sem eru í eigu Þjóðminja- safnsins. Höfundur þessara málverka er óþekktur. Yngstu myndirnar eru svo að segja nýjar. Þótt fullt samræmi ríki á sýningunni, eru myndverkin af ýmsum gerðum, eða stíltegundum. Sumar myndirnar eru nýlist, eða abstrakt. Svonefndir nai- vistar eiga þó stærsta hlutann, en á síðustu áratugum, hefur sú listastefna notið vaxandi vinsælda. Um naivista ritar Bjöm Th. Björnsson, listfræðingur í sýningarskrá frá árinu 1962 á þessa leið: „Margar fremstu listmenningarþjóðir heims hafa eignast frábæra alþýðumál- ara, svonefnda naivista. Með hispurs- lausu sjálfræði sýna þeir okkur gjarnan hlutina á hinn óvæntasta hátt, rata ævintýralega stigu þar sem aðrir sáu ekki nema venjugróna slóð. Þann skilning getur enginn lagt sér til. Hann verður að spretta innra með manni sem ósnortinn er af allri venju, manni sem hefur til brunns að bera ósvikna listræna gáfu.“ Undir þessi orð geta víst flestir tekið, og fróðlegt er það líka að bera naivistana í Vestursal saman við verðlaunamyndir eftir börn, sem tóku þátt í myndasam- keppni Rauða krossins. Þá sést hversu vel sumir varðveita barnsaugun og hjartað. Myndirnar Þegar inn er komið eru á vinstri hönd myndir eftir Jón Hróbjartsson frá ísafirði (?) (1877-1946) sem er vel þekktur myndlistarmaður og einn sá nákvæmasti í sínu verki, er þjóðin hefur eignast. Hann taldi girðingarstaura skilmerkilega í sínum myndum og lét raunar ekkert smáatriði fram hjá sér fara. Allmikið er til af myndum eftir Jón Hróa, eins og hann hét á innansveitar- máli, en á sýningunni á Kjarlvalsstöðum eru 6 málverk, sem ég hygg að gefi mjög

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.