Tíminn - 30.12.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.12.1982, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1982 minnmgj Agnar Kofoed Hansen flugmáldstjori Agnar Kofoed var sérstakur Agnar Kofoed-Hansen, flug- fimmtudagsins 23. þ.m. Viöand- hæfileikamaður. Hann átti sér málastjóri andaðist að morgni láthanserstórtskarðfyrirskildi. fáa eða enga líka. Nú er rétti tíminn til að fá sér: , LITLU VOGINA MEÐ STÓRU MÖGULEIKANA Björn í Kjötbúð Suðurvers vissi hvað hann gerði, er hann valdi Ishida Cosmic tölvuvog. Við bendum sérstaklega á eftirfarandi eiginleika: ★ Vatnsvarið takkaborð ...............................= Minni bilanatiðni ★ Vog og prentari sambyggt............................=' Minni bilanatíðni ★ Hægt að setja inn 5 föst einingaverð................= Fljótari afgreiðsla ★ Margföldun og samlagning............................= Fljótari afgreiðsla ★ Prentun með föstu heildarverði.....................= Fljótari afgreiðsla ★ Sjálfvirk eða handvirk prentun.....................= Hentar hvort sem er ★ Fljótlegt að skipta um miðarúllu við afgreiðslu eða ★ Hægt að taka út summu (tótal) alls við pökkun, bakatil sem vigtað er yf ir daginn eða hvenær í verslunum. sem er. ★ Tvær dagsefningar, pökkunardagur og síðasti söludagur. Þessir eiginleikar hafa í för með sér að ISHIDA COSMIC passar jafnt fyrir upp- vigtun og afgreiðslu í stórmörkuðum, sem í smærri verslunum og við verksmiðju- pökkun. Nýjar og eldri pantanir óskast stað- festar. sjávarfiskur s> MELABRAUT 17 HAFNARFIRÐI S. 51779 tyfcipn I i#ii Át/cor> ■ wcprt ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN Vörumarkaöurinnhí 86111 HAGKAUP t/OGatfERSo Jl! MATVORUMARKAÐl R $KJÖRBÚÐIR^ ^ K.S.K. GRINDAVÍK ÞYNGD 1 KÍLÓVERÐ * VERÐ I Það er komin 5 ára reynsla aí ISHIDA — tölvuvogum og ekki síðri reynsla af þjónustu |*la.Sl.OS£ PÖKKUNARDAGUR SlOASTl SÖLUD. NÁKVÆMNI — HRAÐI — ÖRYGGI ISHIDA tölvuvogir NÁKVÆMNI — HRAÐI — ÖRYGGI Allar gerðir tölvuvoga fyrir verksmiðjur og verslanir l’lsiSÚM lll Sími: 82655 Agnar Kofoed-Hansen fædd- ist í Reykjavík 3. ágúst 1915. Foreldrar hans voru Agner F. Kofoed-Hansen, skógræktar- stjóri og Emilía Benediktsdóttir. í fáum orðum sagt var æfi Agnars æfintýri líkust. Agnar Kofoed braust af fádæma dugn- aði til þess náms sem hugur hans stóð til og af sama dugnaði var hann einn fyrsti brautryðjandi flugs á íslandi. Það var við aðstæður sem við, sem ekki kynntumst þeim af eigin raun, fáum vart skilið. Ég leyfi mér jafnframt að fullyrða, að enginn á stærri þátt en Agnar Kofoed- Hansen í þróun flugshérálandi. Skráin yfir þau fjölmörgu trún- aðarstörf, sem Agna'r Kofoed- Hansen gegndi á sviði flugsins er löng og margs konar viðurkenn- ing var honum sýnd, m.a. erlend- is, þar sem hann naut einnig mikils álits. Allt var það verð- skuldað. Agnar hvarf um $jö ára skeið frá flugmálum og tók við starfi lögreglustjórans í Reykjavík. Það var á erfiðum tímum, stríðs- árunum, og honum var falið það ungum, aðeins 24 ára. Sú skipun var umdeild en Agnar Kofoed- Hansen leysti einnig það starf af hendi af miklum dugnaði. Það er óumdeilt nú. Agnar Kofoed-Hansen var íþróttamaður góður. Hann unni útivist og var þekktur fjallgöng- umaður. Agnar Kofoed lifði heilbrigðu lífi, svo til fyrirmynd- ar var. Hann var heimsborgari og fróður um menn og málefni. í þessari stuttu grein er ekki ætlun mín að rekja umfangsmik- inn æfiferil Agnars Kofoed- Hansen. Pað gera vafalaust ýmsir. Sem betur fer eru æfi- minningar Agnars jafnframt skráðar í tveim bókum sem út komu 1979 og 1981. Þar er mikinn fróðleik og lærdóm að finna. Með þessum fátæklegu orðum vildi ég fyrst og fremst þakka Agnari Kofoed-Hansen kynnin. Þau verða mér ætíð ómetanleg. Þau ná allt til minna föðurhúsa. Faðir minn mat Agnar mjög mikils. Hann taldi hann að mörgu leyti öðrum mönnum fremri og ákaflega traustan drengskaparmann. Síðar kynnt- ist ég Agnari vel sjálfur, ekki síst undanfarin ár, sem ég hef haft með flugmálin að gera í ríkis- stjórn. Agnar var mér ómetan- legur ráðgjafi, maður, sem ætfð mátti treysta. Síðastliðið sumar heimsóttu þau Agnar og Björg kona hans okkur hjónin upp í Borgarfjörð á dásamlega faliegum degi. Við þá heimsókn er lítil saga tengd. Þau hjónin komu fljúgandi og lentu á Stóra-Kroppi. Annar endi flugbrautarinnar var mjög laus. Framhjól flugvélarinnar sökk í sandinn við sérhverja tilraun til flugtaks. Það reyndist okkur tveimur ásamt flugmann- inum töluvert erfiði að losa vélina. Agnar hafði þá tekið þann sjúkdóm sem dró hann til dauða. Engu að síður hlífði hann sér hvergi. Hann gekk fram af fullum krafti við að ýta og lyfta velinni og draga hana út úr sandinum. Mér þótti nóg um, því ég vissi um sjúkdóm hans. Við áttum síðan saman ánægjulega dagstund. Agnar var glaður og reifur. Ég fór þá að trúa því að hann mundi einnig sigra þessa sína þyngstu þraut. Það ár, sem Agnar barðist við sjúkdóm sinn sá ég aldrei á honum merki uppgjafar. Hann hlífði sér hvergi. Um landið fór hann þvert og endilangt til eftirlits með flugvöllum og er- lendis ferðaðist hann mikið, m.a. í erfiða fyrirlestraferð. Agnar Kofoed-Hansen kom á skrifstofu mína í hinsta sinn tæpum tveimur mánuðum áður en hann lést. Hann átti þá erfitt með að standa upp úr stólnum en sagði um leið „Nú er maður- inn með ljáinn kominn upp að hliðinni á mér, en sigri skal hann ekki fá að hrósa“ Ég þakka þér, vinur, mér dýrmæt kynni og þær minningar, sem þú skilur eftir. Eftirlifandi eiginkona Agnars er Björg Axelsdóttir. Þau eign- uðust sex mannvænleg börn, fimm dætur og einn son. Björgu, börnunum og að- standendum öllum sendum við einlægar samúðarkveðjur. Steingrímur Hermannsson Kveðja frá Svifflugfélagi íslands í 46 ár hefur Svifflugfélag íslands starfað undir verndar- hendi stofnanda síns, Agnars Kofoed Hansen. í 46 ár hafa svifflugmenn getað flogið svif- flug og byggt upp íþrótt sína vitandi það að sterkur bakhjarl hafði auga með þeim, ætíð reiðubúinn að aðstoða þetta óskabarn sitt, Svifflugfélagið. Við fráfall Agnars hefur verið höggvið eitt stærsta skarð í raðir svifflugmanna frá upp- hafi svifflugs á íslandi. Persónulega vil ég þakka það að hafa fengið, sem formaður Svifflugfélags íslands, að kynn- ast Agnari og fá að læra þó ekki væri nema örlítið brot af því hvernig slíkur maður vinnur. Hér eftir verður svifflug á íslandi annað en það hefur verið en vonandi mun einhver taka upp merki Agnars um framgang og velgengni svif- fluginu til handa. Eg vil í nafni félaga í Svif- flugfélagi íslands votta Björgu, konu hans og öðrum aðstand- endum okkar dýpstu samúð. Þorgeir L. Árnason

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.