Tíminn - 16.02.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.02.1983, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1983 VÖKVAPRESSA MÚRBROT — FLEYGUN HLJÓÐLÁT — RYKLAUS Tökum að okkur alla múrbrota- og fleygavinnu, hvar og hvenær sem er. T.d. í húsgrunnum og holræsum, brjótum milliveggi, gerum dyra og gluggaop, einnig fyrir flestum lögnum og f.l. Erum með nýja og öfluga vökvapressu. Vanir menn. VERKTAK sími 54491. Bilaleigan\$ CAR RENTAL 29090 DAIHATSU REYKJANESBRAUT 12 REYKJAVIK Kvöldsími: 82063 TIL FERMINGARGJAFA Skrifborð, margar gerðir. Bókahiliur og skápar. Steriohillur og skápar. Stólar — Svefnbekkir — Kommóður Húsgögn og . / ... Suðurlandsbraut 18 mnrettmgar simi se 900 Raflagnir Fyrsta flokks þjónusta Ef þú þarft að endurnýja, gera við, bæta við eða breyta raflögnum, minnir Samvirki á þjónustu sína með harðsnúnu liði rafvirkja, sem ávallt eru tilbúnir til hjálpar. samvirki SKEMMUVEGI 30 - KÓPAVOGI - SÍMI 44l5 66 ISSKÁPA- OG FRYSTIKISTU VIDGERÐIR Breytum gömlum ísskápum i frystiskápa. Góð þjónusta. REYKJAVIKURVEGI 25 Háfnarfirði simi 50473 útibú að Mjölnisholti 14 Reykjavík. Kjarnaborun Tökum ur steyptum veggjum fyrir hurðir, loftræstingu, glugga, og ýmisskonar lagnir, 2", 3", 4", 5", 6" og 7" borar. HLJÓÐLÁTT OG RYKLAUST. Fjarlægum múrbrotið, önnumst ísetningar hurða og glugga ef óskað er. Hvert á land sem er. Skjót og góð þjónusta. Kjarnaborun sf. Símar 38203-33882 fréttir Skagafjördur: Stórgjöf til verndar H of s tada k i r k j u Skagafjörður: Björn Egilsson frá Sveinsstöðum í Tungusveit hefur ný- lega afhent formanni sóknarnefndar Hofstaðasóknar, Elínborgu Bessadótt- ur í Hofstaðaseli, 60 þúsund krónur, sem varið skal tii endurbyggingar Hofsstaðakirkju, en kirkjuhúsið hefur hrörnað all mjög á næstliðnum ára- tugum, enda lítt verið haldið við og staðurinn í eyði, þó að búið sé á Hofstaðajörð. Ástæður þess, að skort hefur á viðhald kirkjunnar á Hofstöðum um mörg undanfarin ár eru fyrst og fremst þær, að söfnuðurinn er mjög fámennur og töluvcrt um það rætt, að kirkjan skuli niður lögð og sókninni skipt milli Viðvíkur- og Akrahreppa við Kyrfisá, en innsti hluti Viðvíkursveitar og yztu bæir í Akrahreppi eiga sókn að Hofstöðum. Kirkjan er nú annexía í Miklabæjarprestakalli, áður í Viðvík- ur- og Hólaprestakalli, en fram til 1861 voru Hofstaðir ásamt Flugumýri kirkju- setur sn. Hofstaðaþinga. Núverandi kirkjuhús á Hofstöðum var reist 1905 og leysti af hólnii forna torfkirkju, sem stóð í hringlaga garði. Af henni er til teikning og eru sumir gripir núverandi kirkju úr hinni gömlu, s.s. merkileg altarisbrík frá 1782, máluð á tréspjöld og predikunarstóll frá árinu 1723. Á Hofstöðum var þjóðfræg Maríuhelgi langt fram yfir siðaskipti og gekk helgi Hofstaða-Mar- íu næst trausti því, er menn höfðu á krossinum í Kaldaðarnesi í Flóa. Maríulíkneskja var í Hofstaðakirkju líklega frá dögum Guðmundar Ara- sonar biskups snemma á 13. öid. Var hún nefnd Hofstaða-María.Næst Hóla- dómkirkju varð Hofstaðakirkja mesti helgidómur í Skagafirði vegna Mar- íumyndarinnar. Talið er, að mynd ein í Þjóðminjasafni sé hin forna Hof- staða-María. Eigandi Hofstaða, er núverandi kirkja varbyggð,var Björn Pétursson, sem bjó á staðnum 1861-1912. Var í engu til byggingarinnar sparað og ber húsið vitnimiklumhagleik kirkjusmið- ■ Maríukirkja á Hofstöðum. Mynd: Á.S. anna, Jóns Björnssonar frá Ljótshól- um og Jónasar Jónssonar frá Syðri Brekkum. Kirkjan er byggð í einu skipi, 6,50x5,35 m að innanmáli, en turn er reistur á stöpli. Að utan er húsið vatnsklætt og á hornum þess og undir upsum er haglega gert tréskraut. Bygging innan er af panel og má sérstaklega geta um innréttingu á klukknalofti, sem jafnvel er einsdæmi í landinu að frágangi og fyrirkomu- lagi - Hofstaðakirkja, sem stendur skammt norðan við opnar húsarústir á ein- hverju hinu fegursta bæjarstæði í héraðinu, hefur mjög látið á sjá vegna viðhaldsleysis eins og fyrr segir, eink- um þarfnast grunnur og gólf endur- bóta. Með höfðinglegri gjöf Björns Egilssonar til kirkjunnar er nú sýnt, að ekki verður framar um niðurrif hennar rætt, en brátt hafizt handa um fullar aðbætur. Er það von Björns, að gjöf hans verði varið til kirkjugrunnsins og vill hann þannig leggja undirstöðurnar að því endurreisnarstarfi á Hof- stöðum, sem víst má telja, að margir verði til að leggja lið. - Blaðagrein, sem Björn skrifaði nýleg um kirkjuna og Hofstaða-Maríu, lýkur hann á þessum hvatningarorðum: „Ætli Skag- firðingar að horfa á það aðgerðarlaus- ir, aðHofstaðakirkja verði lögð niður? Fari svo, að hætt verði að syngja messur á Hofstöðum, verður brotið blað í menningarsögu héraðsins.“ - Á.S. Mælifelli. Um 10. hver Grundfirðingur félagi í Leikklúbbnum: „Stjórnleysinginn” sýndur á Snæfellsnesi Gundarfjörður: A Snæfellsnesi standa nú yfir sýningar á leikritinu „Stjórn- leysingi ferst af slysförum“ eftir Dario Fo, sem Leikklúbburinn í Grundarfirði frumsýndi þar þann 25. janúar s.l. undir leikstjórn Jóns Y ngva Y ngvason- ar. Sýningar eru orðnar fjórar, þar af ein á LýsuhóliogönnuraðBreiðabliki, en eina helgi varð að fresta sýningu vegna ófærðar. Næstu þrjár helgar eru fyrirhugaðar sýningar á Hellissandi - væntanlega um næstu helgi - í Stykkis- hólmi og einnig er ráðgert að fara í Borgarfjörðinn. að sögn Inga Hans Jónssonar, sem leikur aðalhlutverkið í sýningunni. Leikklúbburinn í Grundarfirði var stofnaður s.l. vor, og til marks um áhugann má geta þess að stofnfélagar voru 54eða um 10. hverGrundfirðing- ur. „Raunverulega var þarna gamall draumur að rætast. Það merkilegasta við þennan fjölda er þó líklega það, að mörg böm eru í hópnum, sem stafar af gróskumiklu leiklistarstarfi í skólan- uni á undanförnum árum. Enda er hugmynd okkar að stofna sérstaka barnadeild innan félagsins", sagði Ingi Hans. „Við byrjuðum að vísu nokkuð stórt með að ráðast í þetta verkefni, en erum býsna ánægð með það hvernig til hefur tekist. Það sem mestu hefur valdið um að þetta skuli hafa tekist var þó að fá þennan mann - leikstjórann - sem flutti hingað sunnan úr Breiðafirði". Leikendur eru sex, en alls sagði Ingi Hans 11-12 manns í kringum sýning- una. „Og það er stórkostlegt hvað þessi óvani hópur hefur haldið saman og hvað það er gaman að vinna með þessu fólki. Það gefur góðar vonir um að framhaldið verði gott". Ingi Hans leikur „brjálæðinginn", sem hann segir skemmtilega persónu sent bregður sér í fjögur gerfi og cr í því að gcra at í löggunni. „Ég hef skilið þessa persónu þannig að hún sé ■ Lögregluþjónninn er Gísli Magnússon og Ingi Hans Jónsson í hlutverki brjálæöingsins, sem hann sagði skemmlilegt að giíma við. Aðrir ieikarar eru: Friðþjófur Friðþjófsson, Guðjón Elísson, Hjördís Bjarnadóttir og Jón Yngvi Yngvason, sem einnig er leikstjóri. Mynd A. Lieberman saman sett úr almannarómnum, biöð- unum og fleiru, sem varð til þess að fletta ofan af ákveðnu hneyksli. En þetta er sem kunnugt er sannsögulegt verk sem iiefur verið umdeilt um alla Evrópu, og gaman að hvernig Dario Fo fer með efnið og gengur þar nærri ýmsum", sagði Ingi Hans, sem kvað verkið einnig fá skemmtileg viðbrögð á Snæfellsnesi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.