Tíminn - 17.03.1917, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.03.1917, Blaðsíða 2
TIM IN ÍN aukist síðustu árin, þá vantar þó mikið á að vér séum sjálfum oss nógir um samgöngur á sjó, enda er aukningin aðallega fólgin í fjölg- un fisk- og sildveiðiskipa. Ástandið eins og það er, krefst þess þó, að hver þjóð geti séð um sig sjálf. Ófriðurinn gerir alla samninga óábyggilega, er að siglingum lúta. Reynslan hefir þegar leitt það í ljós. En ófriðurinn hefir einnig or- sakað það, að vér getum naumast hættu- og hindranalaust siglt til þeirra landa, er næst liggja og vér höfum aðallega verzlað við, og þess vegna verði að leita lengra. Verzlunin við Vesturheim er enn ábyrjunarstigi, en samgönguástand- ið sem er, rekur mjög á eftir um það að viðskiftin við Ameríku verði að taka bráðum þroska. En til þess að það geti orðið, eru skip eitt aðal skilyrðið. Ef litið er á það, að sex skip á stærð við Fossana hafa stöðugt verið í förum undafarin ár, auk allra aukaskipa, þá sjáum vér, að ekki verður komist langt með Foss- ana eina, ef öll sund lokast, þeir verði einu skipin sem hægt verði að treysta. Enda er fyrir þessu hugsað, þingið siðasta hugsaði fyrir þvi, og landsstjórnin vinnur að því að tryggja landinu nanðsynleg skip. Það smá færist i það horf, að Reykjavík verði miðstöð fslenzkrar verzlunar. Heildsalan er að flytja sig hingað frá Danmörku og Eng- landi, og höfnin sem nú er komin langt á leið, gerir afgreiðsluna hæga og trygga. En þessi breyting sparar landinu skip. Fjögur skip jafnstór gætu senni- lega flutt það milli Reykjavíkur og útlanda, sem sex fluttu áður til landsins, en þá þarf auðvitað að sjá strandferðunum borgið. Það virðist því ljóst, að hið allra minsta sem komist verður af með, til þess að nokkurnvegin örugt megi heita, sé það, að auk strand- ferðaskipa tryggi landið sér tvö skip álíka og Fossana eða skiprúm sem því nemur. Stirt skip - litið skip. Þótt ekki væru allar samgöngur á sjó komnar í það öngþveiti sem nú á sér stað, meðan á þingi stóð í vetur, þá mun sú hugsun hafa legið að baki heimildar þeirrar til skipakaupa, er alþingi veitti Jands- stjórninni, að hún keypti skip eftir þörfum. Vér höfum á öðrum stað í blað- inu reynt að gera grein fyrir þörf- inni, enda kemur víst flestum sam- an um það, að hún sé svo mikil, að eitt lítið skip mundi ekki bæta úr henni svo við mætti una. Og þess vegna yrði, ef lítið skip yrði keypt, óhjákvæmilegt að kaupa annað. En þá er vert að athuga það, hvort ekki væri hagkvæmara að kaupa heldur eitt stórt skip þegar í upphafi. Höfum vér í því efni leitað upp- lýsinga hjá mætum mönnum er ætla má að hafi nokkra sérþekk- ingu til brunns að bera, og komist við það að þeirri niðurstöðu, að hagkvæmast mundi að kaupa skip er væri um þrjú þúsund smálestir. Það sem mælir með því, er sér- staklega þetta: Skipshöfnin er hin sama að heita má á skipi sem ber 3 þúsund smálestir, og öðru, sem ekki ber nema 1500. Er þar sparað kaup og fæði. Kol sparast hlutfallslega á að gizka til þriðjunga á stærra skip- inu, séu þau bæði jafn vönduð. Er þetta eftirtektavert atriði, þvi að kolin munu vera einn af stærstu útgjaldaliðum skipanna. Áætli maður að tvö skip þurfi 10 smálestir af kolum hvort um sig, yfir sólarhringinn, gjöri ráð fyrir að þau séu 12 daga hvora leið milli Reykjavíkur og New- York, og að þau geti farið 8 ferðir á ári, þá þurfa þau 3840 smálestir af kolum. Eitt skip jafn stórt og hin bæði sparaði þá 1280 smálestir af kol- um, eða rúmar 134 þásundir kr, miðað við kolaverðið sem er. En svona stórt skip mundi, að likindum ekki geta lagst hér að bryggju fullfermt, og það mundu menn setja fyrir sig. Því mjög mikið er undir því komið, að ferm- ing og afferming taki sem skemst- an tima. En hr. Sveibjörn Egilson fræddi oss um það, að það þyrfti ekki að tefja afferminguna, nema síður væri. Flest svo stór skip væru þannig útbúin, að þau gætu affermt vörur á bæði borð, a. m. k. úr aðal- Iestum (»spilin« tvö), og þá væri hægt að taka á móti vörum á 6—8 stöðum í senn, ef nógir væru bátarnir. Aftur á móti nyti ekki nema annarar hliðarinnar við uppskipun á bryggju. En vörugeymsluhús þyrfti að auka til muna til þess að geta tekið á móti farmi úr svona stóru skipi í senn. Og mundu fyrst um sinn nægja bráðabirgðabyggingar líkar þeim, sem þegar hafa verið reistar á hafnaruppfyllingunni. Virðist alt mæla með því, að keypt yrði fremur stórt skip en lítið. Það mundi gera flutningana ódýrari, og þá vöruna um leið. En ekki veitir af að spara það sem hægt.er þar, þegar flutnings- kostnaðurinn einn er kominn upp í 20 aura á hvert kíló. Til áramóta kostar Tíminn 4 kr. Er frágangs- sök að setja verðið lægra, þegar þess er gætt, að prentunarkostnað- ur hefir tvöfaldast frá stríðsbyrj- un, en pappírsverð fimmfaldast siðan nokkru fyrir ófriðinn. fhm orð um landssjóðsverzlunina. Síðan stríðið hófst, hefir lands- stjórnin eftir fyrirmælum alþingis, gert talsvert að því að byrgja land- ið ýmsum nauðsynjavörum. Til- gangurinn bæði sá, að hafa nokk- urn vöruforða fyrirliggjandi í land- inu, og líka hinn, að halda niðri okurverði sem kaupsj7slumenn kynnu að setja á nauðsynjavöru, meðan siglingar væru óvissar. Landssjóðsvörurnar áttu þannig að vera varaforði þjóðarinnar, og dýrtíðarhjálp fyrir almenning. Undanfarið hefir þetta eigi þótt ná tilgangi sínum vegna þess, að mestar vörurnar voru látnar í hendur manna sem höfðu verzlun- arleyfi, og sem síðan seldu almenn- ingi þær með því verði sem þeim sjálfum þóknaðist, án nokkurar ihlutunar af hálfu stjórnarvald- anna. All víða, einkum á Aust- fjörðum, var sáran kvartað um að álagning ýmsra kaupmanna hefði verið gifurleg, stundum alt að helmingi þess verðs, sem þeir keyptu vöruna við af landssjóði. Nú virðist, sem hafinn sé and- róður hér í bænum, gegn hr. Sig- urði Jónssyni ráðherra, fyrir breyt- ingar þær sem haun hefir gert á sölu landssjóðsvörunnar. En með því að undirróður þessi virðist ærið óverðskuldaður, en hinsvegar lævislega af stað komið, þá verður tilefni hans athugað nokkru nánar. Andróðurinn er hafin út af því, að sveitafélögum eru seldar lands- sjóðsvörurnar. Að vísu skal það játað, að sumir kaupsýslumenn missa nokkurs í við þetta, meðan þessir neyðartímar standa yfir. Þjóð- in fær landssjóðsvörurnar við sann- virði, og kostnaður við skiftingu þeirra verður áreiðanlega sáralítill borinn saman við milliliðagjöld eins og þau gerast nú. Það mun jafnvel óhætt að fullyrða, að þessi skifting á landssjóðsvörunum muni á einu ári spara almenningi útgjöld sem nemi hundruðum þúsunda. En svo misjafnt er lypdið, að fyrir þessa sjálfsögðu og eðlilegu ráðstöfun er reynt að koma fram hefndum, og þá leiðina, sem fæsta hefði grunað. Óánægðu mennirnir halda því fram, að þessi þátttaka sveitarfé- laganna í verzluninni gangi of nærri atvinnu kaupmanna. En þeir gæta ekki að því, að landsjóður verzlar með tiltölulega fáar vöru- tegundir, og af þeim eru sumar hinar halztu áður í höndum ein- okunarhringa, svo sem kol og stein- olía. Og á þeim sviðum mun mega kalla að nærri stappi skyldu fyrir stjórnina að taka verzlunina á sín- ar hendur. Enn fremur má líta svo á, að nauðsyn brjóti lög. Hefir líka kom- ið að því i ýmsum löndum, að vegna ófriðarins hefir orðið að gera ráðstafanir, sem sumar stéltir kalla að gangi nærri hagsmunum sínum, og þó eigi möglað um. Þjóð- arheill verður að ganga fyrir gróða- vonum einstaklinga. Og sé rýnt betur ofan í kjölinn, virðast ástæð- ur almennings, bæði til lands og sjávar, ekki svo glæsilegar, að það' geti talist ámælisvert, þótt stjórnin spari mönnum fé á nauðsynja- lcaupum. Rétt er að geta þess, ag margir kaupsýslumenn, bæði kaupmenn og kaupfélagsstjórar, álíta söluna til sveitarfélaga sjálfsagða dýrtiðar- ráðstöfun. Og væntanlega mun allur þorri landsmanna, sem nýtur stórmikils hagnaðar af landsverzluninni, ekki lála á sig fá blekkingatilraunir þeirra raanna, sem taka sér nærri að geta ekki gert sér neyð almenn- ings að féþúfu. Andbanningar hafa nú í seinni tíð fullyrt að þjóðin sé búin að missa trúna á bannlögin. Almenn- ingsálitið sé snúið á móti þeim^ Og um þetta hefir verið deilt. Um þjóðmál, sem alkunn eru orðin og fullrædd i blöðum og. á mannfundum er sjaldan mjög erfitt að komast að því, hver vilji þjóðarinnar er. Hann kemur fram í þvi, hvernig þjóðin kýs sér full- trúa, einkum ef litið er yfir all langt ára bil. Nú er það alkunnugt að and- banningar gerðu með sér félag stuttu eftir að bannlögin voru sam- þykt. Tilgangur þess félags var að hnekkja lögunum. En innan stund- ar dó það félag. Blað gáfu andbanningar út um skeið. Það dó lika, af því að þjóö— in vildi ekki styðja það. Þá reyndu annbanningar að koma sínum eigin mönnum á þing. En i það eina skifti sem það var reynt, biðu þau fulltrúaefni eftir- minnilegan ósigur, og voru þó mætir menn að öðru leyti. Síðan hefir engin alvarleg krafa komið fram um að afnema bann- lögin. Enginn hefir treyst sér tit að koma fram með þá kröfu í von um að hún yrði tekin til greina. Allir hafa vitað að eyru þjóðarinnar hafa verið lokuð gagn- vart slikum röddum. Aftur á móti hefir bannstefnan lyft mörg- um frammbjóðandanum upp i þingsæti, og það ekki sist nú i haust. Og um engan frambjóðanda er kunnugt, sem ekki hefir haft. óhag af því við kosningar að vera á móti banninu, enda eru nú flest- ir fallnir í valinn þjóðmálamenn- irnir, sem mest hafa beitt sér fyrir málstað andbanninga. Almenningsálitið sannar vitan- lega ekki > mikið um það, hvor málstaðurinn áé réttari. En um það geta ekki verið skiftar skoð- anir, að síðan bannlögin voru gerð, og alt til þessa dags, er al- menningsálitið í landinu móti and-- banningum. Dagur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.