Tíminn - 07.07.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.07.1983, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1983 5 Steingrímur býður fram regnhlíf sína með ánægju, en hellirigning var meðan staldrað var við hjá útsýnisskífunni. Bush á Þingvöllum: (Tímamyndir Árni Sæberg) STAÐURINN TENGDUR BESTU w HUGSJONUM VESTURLANDA ■ Það var um hálf tólf leytið í gær, sem bflalestin með George Bush og fc fylgdarlið hans kom að út- sýnisskífunni á barmi Al- mannagjár. Þar var til staðar sr. Heimir Steinsson prestur og þjóðgarðsvörð- ur á Þingvöllum og tók á móti gestunum og lýsti staðnum og sögu hans fyrir varaforsetanum. Hellirign- ing var meðan þessi athöfn fór fram en síðan stytti upp og skörtuðu Þingvellir sínu fegursta eftir það. Frá útsýnisskífunni var ekið að Þing- vallabænum þar sem kirkjan var skoðuð og síðan gengið til hádegisverðar, sem alþingi bauð til. í ávarpi sínu undir borðurn minnti Jón Helgason dómsmálaráðherra og forseti Sameinaðs alþingis á þýðingu Þingvalla fyrir íslensku þjóðina og það hversu staöurinn væri samofinn hugsjónum vesturlanda um lýðræði og þingræði. Hann sagði og að fyrir stofnun alþingis á Þingvöllum hefði ríkt skálmöld í land- inu, með stofnun alþingis hefði tekist að setja niður deilur og í margar aldir hefðu íslendingar ekki borið vopn. Kvaðst hann vona að þessi saga mætti verða öðrum þjóðum til eftirbreytni í baráttu fyrir friði í heiminum. George Bush sagði í ávarpi sínu að það snerti alla djúpt að heimsækja þann stað þar sem elsta þing í sögu Evrópu hefði verið stofnað, Þingvellir væru órjúfanlega tengdir bestu hugsjónum vestrænnar menningar. Hann gerði einn- ig að umtalsefni tengsl íslands og Banda- ríkjamanna, sem hann kvað eiga margt sameiginlegt og sameiginlegar hugsjónir mótuðu stjórnarfar beggja landanna. Hann minntist sérstakiega á samstarf þjóðanna í NATO og sagði að það samstarf þyrfti að efla og styrkja. Að borðhaldi loknu héldu Bush og kona hans ásamt Steingrími Hermanns- syni og Geir Hallgrímssyni í þyrlu land- helgisgæslunnar að Þverá í Borgarfirði þar sem varaforsetinn renndi fyrir lax. Stór herþyrla frá varnarliðinu fylgdi þeim, en strangar öryggisráðstafanir voru við hafðar nteðan gestirnir stöldr- uðu við á Þingvöllum. - JGK ■ Á leið til viðræðna í stjórnarráðshúsinu. ■ Sr. Heimir Steinsson ræðir við gestina við útsýnisskífuna á barmi Almannagjár. SLA TTUORFIÐ LEYSIR VANDANN Þú slærö blettinn meö blaðinu, og í kringum tré, j runna og fl.með spottanum. Ashtngti HOMELITE GRJÓTGRINDUR Á FLESTAR TEGUNDIR BIFREIÐA KVORT KÝSTÞÚ GATEÐA GRIND? BIFREIÐA SKEMMUVEGI 4 KOPAVOGI SIMI 77840 CVERKSTÆÐIÐ nastás Eigum á lager sérhannaðar grjót- grindur é yfir 50 tegundir bifreiða! SÉRHÆFÐIR (FIAT 06 Tireston* hjólbarðar undir heyvinnuvélar traktora og aðrar vinnuvélar ★ Sumarhjólbarðar ★ Jeppahjól barðar ★ Vörubílahjólbarðar Allar almennar viðgerðir Tírestone umboöið FLATEYRI Sigurður Sigurdórsson sími 94-7630 og 94-7703 ORION

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.