Tíminn - 07.07.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.07.1983, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ1983 .7 umsjón: B.St. og K.L. erlent yfirlit Lygalauparnir sögðu: „Hringið hvert sem er, - Burt borgar!“ ■ Það voru meiri prakkar- arnir í Ameríku, sem komu þeirri lygasögu á loft, að Bell símafélagið hefði átt í úti- stöðum við Burt Reynolds kvikmyndaleikara, og hlunn- farið hann í einhverjum pen- ingamálum. Nú ætlaði félagið að gera það gott með því að leyfa Burt að hringja hvert á land sem var ókeypis, næstu tvær vikurnar. Svikahrapparnir sögðu sem sagt: „Nú skuluð þið nota tæki- færið, hringið hvert sem er, látið skrifa það hjá Burt og hann borgar, þ.e.a.s. hann fær þetta allt ókeypis! Þið gefið bara upp hans símanúmer, þegar þið pantið viðtalið við frænda í Ástralíu, - eða vin- konuna, sem þið kynntust á Spáni í fyrra.“ Þessir lygalaupar komu því líka á framfæri, að Burt vildi endilega að aðdáendur sínir nytu góðs af þessu tilboði síma- félagsins og notuðu símanúm- erið sitt og sömuleiðis númerið á kreditkortinu sínu. Svo gáfu þeir upp nokkur símanúmer, sem Burt átti að hafa á sínum snærum, og sögðu að þessi númer mætti gefa upp til þess að fá frí símtöl. Þegar til kom var reyndar símanúmer leikarans ekki þar á meðal, en nokkur voru skráð á Wabash-símafélagið, og önnur voru tilbúin og höfðu ekki verið skráð. Þegar loksins símastjórnend- ur áttuðu sig á svindlinu eftir mánuð hafði upphæðin á þess- um „ókeypis símareikningum“ komist upp í vfir 2 millj. ísl. kr., og forráðamenn Wabash- félagsins sögðu að þeir ættu áreiðanlega eftir að fá miklu hærri reikninga fyrir næsta mánuð. Burt Reynolds lét blaðafull- trúa sinn gefa út yfirlýsingu um að það væri ekki nokkur fótur fyrir þessu, og að sér þætti leiðinlegt ef einhver yrði fyrir skaða vegna þessara svika- hrappa. ■ Burt var leiður yfir þessari vitleysu: „Hvernig getur nokkrum dottið svona della í hug“, sagði hann. hafa verið kenndir," svaraði Sæmundur. - Hvar hefurðu tekið þann rekavið sem þú notar, einhver staður fengsælli en annar?“ „Nei, nei. Þessu er mest safn- að á Suð-vesturlandinu en einnig víðar. - Nú eru þetta mest manna- myndir, hver er sagan á bak við þær? „Það er kannski ekki mikil saga á bak við þessar manna- myndir en flestar eru þær tákn fyrir hinar ýmsu manngerðir karia og kvenna. Enda bera nöfnin sterkan vott um það: „Verðandi einstæð, „Glaum- gosi“, „Skarphéðinn í brenn- unni“ og „Fegurðardís" til dæmis.“ - Hefurðu aldrei sýnt þessar myndir áður? „Jú. Tvö verka minna voru með á málverkasýningu ólærðrá málara á Kjarvalsstöðum í fyrra," svaraði Sæmundur. - Hver eru þín aðalverkfæri við vinnuna á þessu og hvað notarðu fleira en rekavið til að fullkomna verkin? „í fyrsta lagi verða drumbarnir sem ég hirði að hafa harða enda og náttúrulega og einnig mega þeir ekki vera of stórir. Nú varðandi verkfærin þá er lang- áhrifamesta verkfærið, íhvolft sporjárn. Svo nota ég mikið hamar, rasp og sandpappír. Liturinn á myndunum er fenginn með gasi, þannig fæ ég einnig fram æðarnar í trénu. Þetta vinn ég í bílskúrnum mínum allt saman. Þar sem klæðnaður er á mannsmyndunum nota ég t.d. kórallavaxið þarablað, ýsuroð og fallin og sjórekin laufblöð. Einn- ig nota ég steina dálítið. Augun í myndunum eru brjóskplötur sem eru á milli hryggjarliða í smáhval“, sagði Sæmundur og þá vitum við það. Sæmundur hefur unnið í Áburðarverksmiðjunni frá stofnun hennar fyrir 30 árum og lætur engan bilbug á sér finna. „Ja, ég ítreka það bara enn að ég vildi óska að fleiri gætu séð þetta á opnum stað þó ég muni aldrei selja verk mín“, sagði Sæmundur að lokum. -Jól Kohl vill að Andropov og Reagan hittist sem fyrst Ráðgjafar Reagans eru ósammála um það ■ ÞÓTT ékkert samkomulag næðist um eldflaugamálið á fundi þeirra Andropovs, forseta Sovétríkjanna og Kohls, kan- slara Vestur-Þýskalands, lét Kohl allvel af viðræðunum og taldi þær engan veginn hafa orð- ið árangurslausar. Það mun síðar koma í ljós hvað hann á við. Eitt hið athyglisverðasta, sem frétzt hefur af viðræðum þeirra, er sú frásögn Kohls, að hann hafi hvatt til þess, að þeir Andropov og Reagan forseti hittist og það fyrr en seinna. Andropov mun ekki hafa tekið þessu alveg fjarri, en þó talið ýmsar torfærur á veginum. Það er ekki óeðlilegt, að Kohl skyldi sérstaklega vekja máls á þessu. Eins og nú horfir, er ekki sjáanlegt í náinni framtíð, að utan við. Rússar vilja taka þær með í reikninginn, en því mót- mæla Bretar og Frakkar. Sú skoðun hefur rutt sér til rúms í Vestur-Evrópu, að það sé ekki eðlileg krafa af hálfu Rússa að vilja taka brezku og frönsku eldflaugarnar með í reikninginn. Flokkar sóst'al- demókrata hafa yfirleitt lýst sig fylgjandi því. í Bretlandi hafa Verkamannaflokkurinn og Bandalag frjálslyndra og sósíal- demókrata lýst fylgi sínu við það, en mikill meirihluti brezkra kjósenda stendur að baki þessum flokkum. Þá hafa sósíaldemókratar í Vestur-Evrópu lýst sig fylgjandi því, að staðsetningu bandarísku eldflauganna verði frestað með- an frekari samningaumleitanir árangur náist á viðræðufundum risaveldanna í Genf um tak- mörkun kjarnavopnaflauga, og gildir það jafnt um meðaldrægar og Iangdrægar eldflaugar. Eitthvað nýtt og óvænt þarf því að koma til, ef samkomulag á að nást um takmörkun meðal- drægra eldflauga í Evrópu nokkru fyrir áramót, en sam- kvæmt áætlun Nato frá 1979, á staðfesting meðaldrægra banda- rískra eldflauga að hefjast fyrir áramótin, ef samkomulag um tamörkun hefur ekki náðst áður. Kohl virðist þeirrar skoðunar eins og margir fleiri, að hér eftir sé það eitt varanlegt til að ná samkomulagi, að þeir Adropov og Reagan hittist. Það sé a.m.k. eina tilraunin, sem vænta megi árangurs af úr þessu. Sömu skoðun hafa margir leiðtogar republikana í Banda- ríkjunum látið í ljós, m.a. Baker, formaður republikana í öldungadeildinni og Percy, formaður utanríkismálanefndar öldungadeildarinnar. HIN sameiginlega nefnd risa- veldanna, sem fjallar um tak- mörkun meðaldrægra eldflauga í Evrópu, á að ljúka störfum um miðjan nóvember. Þessi tímasetning mun upp- haflega hafa verið ákveðin með tilliti til þess, að Bandaríkja- menn hefðu nokkurt ráðrúm til að hefjast handa um staðsetn- ingu eldflauganna fyrir áramót- in, ef samkomulag hefði ekki náðst áðhr. Kohl mun í viðræðunum við Andropov hafa hafið máls á því eins og gert hefur verið oft áður af hálfu vesturveldanna, að við- ræðurnar um takmörkun eld- flauganna gætu haldið áfram, þótt Bandaríkjamenn byrjuðu á staðsetningu meðaldrægu eld- flauganna. Þetta mun hafa fengið litlar undirtektir hjá Andropov. Hann mun hins vegar hafa lagt áherzlu á, að yrði hafizt handa um stað- setningu bandarísku eldflaug- anna, myndu Rússar svara í fari fram. Þetta veldur Kohl verulegum vanda. SVO MIKIL áherzla er nú lögð á það í Bandaríkjunum, að þeir Reagan og Andropov hittist, að Shultz utanríkisráðherra hefur hafið viðræður við sendiherra Rússa í Washington, Anatoly F. Dobrynin, um hugsanlegan fund þeirra. Leslie H. Gelb upplýsti það í New York Times 30. f.m., að viðræður þeirra Shultz og Do- brynins um þetta efni hefðu hafizt upp úr áramótunum og haldið áfram öðru hverju síðan. Til þessa munu þessar við- ræður ekki hafa borið mikinn árangur og mun þar ráða að verulegur ágreiningur er um þessi mál meðal helztu ráðgjafa Reagans. Harðlínumennirnir munu mótfallnir fundi þeirra Reagans og Andropovs í náinni framtíð. Áætlun þeirra er sögð í stuttu máli þessi: Látum engan árangur nást í Genf og hefjum staðsetn- ingu bandarísku eldflauganna í Evrópu á næsta vetri. Síðan skulum við bjóða upp á endur- nýjaðar viðræður og reyna að ná samkomulagi og koma á fundi þeirra Andropovs og Reagans sumarið 1984. Þá verður hægt að halda því fram í forsetakosning- unum um haustið, að hin ein- beitta stefna Reagans hafi neytt Andropov til að semja. Dúfurnar eru hins vegar á öðru máli. Þær segja, að verði staðsetning eldflauganna hafin munu Rússar svara í sömu mynt, eða með fjölgun eldflauganna. Rússar verði jafnframt ófúsir til viðræðna fyrst um sinn, eða á meðan óvíst er hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. Jafn- framt mun þetta vekja vaxandi andstöðu gegn kjarnavopnum í Vestur-Evrópu. Miklar viðsjár muni skapast í sambúð Banda- ríkjanna og Vestur-Evrópu. Kohl kanslari virðist styðja þetta sjónarmið og því hvetja til þess,að þeir Andropov og Reag- an hith^t fyrr en síðar. ■ George P. Shultz Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri7 skrifar ■ Anatoly F. Dobrynin sömu mynt og fjölga eldflaugum sín megin. Af hálfu Rússa hefur verið gefið í skyn, að eldflaugar þær, sem þeir myndu bæta við, yrðu staðsettar í Austur-Þýzkalandi eða Tékkóslóvakíu. Mikið bil er enn á milli tillagna Rússa og Bandaríkjamanna um takmörkun meðaldrægu eld- flauganna. Bandaríkjamenn vilja að aðal- lega sé samið um eldflaugar, sem eru staðsettar á landi, en á því sviði hafa Rússar algera yfir- burði. Rússar vilja að einnig sé samið um eldflaugar, sem hægt er að skjóta úr flugvélum, eða úr kaf- bátum. Bandaríkjamenn eru tregir til að faliast á þetta, en á þessu sviði hafa þeir yfirburði. Loks stendur svo deilan um það, og það er sennilega erfið- asta deiluatriðið, hvort halda eigi eldflaugum Breta og Frakka

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.