Tíminn - 07.07.1983, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.07.1983, Blaðsíða 12
FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1983 Gulrótarsúpa Fyrir fjóra þarf: 500 g gulrætur 11/2 bolla vatn V: I heit tær kjötsúpa (úr teningum) 1 pk. Ijós sósa 2 msk. rjómi 1 msk. hakkaðar, blandaöar krydd- jurtir (t.d. steinselja, laukur og kerfill eöa djúpfrosnar kryddjurtir eftir eigin vali) Vi tsk. salt Yi tsk. sellcrísalt !4 tsk. Ijós pipar 5 dropar sítrónusafi 2 franskbrauðsneiðar 20 g smjör 2 tsk. hökkuð steinselja Hreinsið gulræturnar, þvoið og skerið niður smátt. Látið koma upp suðu í vatninu og sjóðið gulræturnar þar í í 30 mín. Stappið þær síðan. Hellið heitri tærri kjötsúpu yfir. Útbúið sósuna skv. leiðbeiningum á pakkanum og hellið út í súpuna. Látið suðuna koma upp, en takið síðan pottinn af hellunni. Þeytið saman rjómann og eggjarauðuna og hrærið út í súpuna. Hitið, en gætið þess að ekki sjóði, þá skilur eggjarauðan sigfrá. Takið pottinn af hellunni. Kryddjurtir, salt,sellerísalt, pipar og ■ Hafið þið bragðað gulrótarsúpu? Það er vel ómaksins vert. sítrónusafi sett út í og tekin bragðprufa. Takið skorpuna af franskbrauðsneið- unum. Skerið niður í jafn stóra bita. hitið smjörið á pönnu. Steikið brauðið þar í þar til gullið. Skammtið súpuna á diska, dreifið franskbrauði og steinselju þar yfir og berið strax fram. Gulrætur með epla- og skinkufyllingu GUL- RSIOR Örlitlir froðleiks- molar um gulrætur ■ Þegar þið sjóðið gul- rætur, skuluð þið ekki láta undir höfuð leggjast að bæta örlitlum sykri út í vatnið. Sykurinn dregur fram sætubragð gulrót- anna og gerir þær bragð- betri. Víða þykir steinselja ómissandi með gulrótum. Hafið jafnan hugfast, að gulrætur eru mjög holl- ar og bætiefnaríkar. Þær eru auðugastar alls græn- metis af hinu bráðnauð- synlega A-vítamíni. Þar að auki benda nýjar rann- sóknir til, að stöðug neysla gulróta geti hindr- að myndun lungnakrabba- meins. ■ Og þá eru gulrætumar ekki amalegar í hrásalat! Gulrótarsalat Fyrir fjóra þarf 3 greipaldin safa úr hálfri sítrónu 1 msk. sykur eða hunang salt engifer 2 meðalstórar appelsínur 500 g gulrætur 1 meðalstórt epli 5 kokkteilber, rauð 10 valhnetukjarna Þvoið greipaldinin og þurrkið þau vel. Skiptið þeim í tvennt. Pressið safann úr öðrum helmingnum í skál, en hreinsið ávaxtakjötið úr hinum. Skerið kjötið niður í bita. Hellið sítrónusafanum saman við greipsafann, bætið sykrinum eða hun- anginu þar út í og hrærið vel. Kryddið með salti og engifer eftir smekk. Takið börkinn utan af appelsínunum og skerið kjötið niður. Bætið því saman við greipkjötið. Hreinsið gulræturnar og rífið þær niður. Blandið þeim strax saman við ávaxtakjötið og safann. Ef það er látið bíða, verða þær brúnar. Látið standa í 4 klst. til að gefa gulrótun- um tækifæri til að draga í sig safann úr ávaxtakjötinu. Nú má setja þessa blöndu í tómu greip„skálarnar“. Skreytið með kokkteilberjunum og hnetukjörnunum. Önnur útgáfa af salati Einnig má leggja ávaxtakjötið og gulræturnar í bleyti í blöndu af 4 tsk. majonaise, 2 msk. sýrðum rjóma, niður- soðinn í mjólk, salti, hvítum pipar, sítrónu- safa og karrýi. - Með þessu er gott að bera fram volg snittubrauð og smjör. ■ Fyrir fjóra þarf: 3 sverar gulrætur (350 g) salt 1/2 tsk. sykur 1 insk. sítrónusafa í FYLI.INGLNA: 2 mcðalstór epli (250g) 150 g skinka sýrðar asíur eftir smekk (má sleppa) 3 msk. majonaise 3 msk. sýrður rjómi (eða hlutföll að smekk) 1 msk. hökkuð steinseija salt sykur á milli fingurgóina hvítur pipar Afhýðið gulræturnar, þvoið og helm- ingið þær að endilöngu. Látið koma upp suðu á vatninu með saltinu og sykrinum. Sjóðið gulræturnar þar í í 15 mín. Hellið soðinu af og látið gulræturnar kólna. Holið nú varlega að innan helmingana með teskcið. Penslið mcö sítrónusafa. Þvoið nú eplin, þurrkið og hreinsið úr kjarnahús. Skerið nú óflysjuð eplin niður í smáa bita. Skerið skinku og astur í jafn smáa bita. Hrærið nú saman majonaise og sýrðan rjóma í marinaðilöginn. Blandið hakkaðri steinselju út í. Bragðbætið ■ Gulrætur með epla- og skinkufyll- ingu má bera fram hvort heldur sem er cinar sér éða sem forrétt. með salti, sykri og nýmöluðum Ijósum pipar. Hrærið cplunum, skinkunni og asíunum þar út í. Látið bíða í 10 mín. Smakkið og bragðbætið eftir þörfum. Fyllið gulrótarhelmingana með þessu. Berið fram með þessu löng fransk- brauð eða rúnnstykki og smjör. Nýjasta nýtt í ítalskri prjónatisku: Blandað sáman ólíku efni ■ ítalir hafa löngum staöið framar- lega í framleiðslu margs konar tísku- varnings. Það er ekki stst að minnast ítalskra prjónavara, sem hafa vakið athygli víða um heim og njóta( ómældra vinsælda. Nú liafa þeir enn hrundið nýrri tískubylgju af stað á þeim vettvangi. Þessi hugmynd ítalanna er ekki ný af nálinni, en þeir eru þó upphafs- menn að því að hleypa henni af stokkunum að þessu sinni og hún er sífellt að vinna sér meiri vinsældir víða um heim. Það, sem mörgum þykir mesti kostur þessarar tísku, er að fólk þarf ekki að vera sérlega lagið við prjónaskapinn, sem er afskaplega einfaldur. Þar sem lítið er hirt um að peysurnar falli þétt að líkamanum, eru einfaldlega prjónuð ferkönluð stykki í skikkanlegum stærðum, og þau síðan saumuð saman. Oftast er notast við slétt prjón. Það er hins vegar efniviðurinn, sem gcfur peysunum þennan sérstaka og eftirsótta svip. Þar ægir nefnilega öllu saman, allt frá garnafgöngum, mokka- og leðurreimum, silkibönd- um eða flauelsborðum, sem er blandað saman við bómullargarn, uppistöðugarn í.vef, mohair o.s.frv.. Auðvitað er best að láta ímyndunar- aflið leika lausum hala og þá getur útkoman orðið býsna skemmtileg. Á meðfylgjandi myndum sjáum við tvö sýnishorn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.