Tíminn - 19.07.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.07.1983, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1983 ■ Ein af nýrri flugvélum Flugleiða, Boeing 727-200. Flugleiðir 10 ára ■ Á morgun eru 10 ár liðin frá stofnun Flugleiða. Stofnendur voru hluthafar Flugfélags íslands hf. og Loftleiða hf. sem samþykktu á aðalfundum beggja félaganna 28. júní 1973 uppkast að samningi um stofnun sameignarfélags. Fyrir sameiningu kepptu félögin tvö að nokkru á sama markaði, en unnu að öðru leyti hvort að sínu verkefni. Þessi samkeppni harðnaði síðan verulega upp- úr 1970 og það svo, að þáverandi flugmálastjóri ritaði samgönguráðuneyt- inu og lýsti áhyggjum sínum vegna samkeppninnar sem hann sagði skaða bæði félögin stórlega. Fyrir forgöngu ríkisstjórnarinnar hófust samningaum- leitanir milli félaganna um samvinnu og/eða sameiningu. Síðan áttu sér stað langar samningaviðræður félaganna sem lyktaði loks með samkomulagi sem sam- þykkt varáaðalfundumfélaganna28. júní 1973, en félagið var þó ekki form- lega stofnað fyrr en 20. júlí það ár. Þrír forstjórar voru við félagið og mynduðu þeir stjórnarnefnd sem fór með ákvörðunarvald milli stjórnar- funda. Það voru þeir Örn Ó. Johnson, Alfreð Elíasson og Sigurður Helgason. Þessi skipan hélst til ársins 1979 er Sigurður Helgason varð einn forstjóri. - ÞB Samtök námsmanna: Mótmæla öllum áformum um lánaskerðingu ■ Samtök námsmanna, Stúdentaráð, SÍNE og Bandalag íslenskra sérskóla- nema, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem mótmælt er öllum áformum um skerðingu á kjörum námsmanna. Segir þar að ef hugmyndir um 25% skcrð- ingu á námslánum, sem fjölmiðill hafi nýlega haft eftir ókunnum ráðuneytis- manni, nái fram að ganga muni það leiða til þess að námsmenn yrðu að hætt námi í stórum stíl. „Með slíkri kjaraskerðingu væri jafnrétti til náms afnumið1', scgir í yfirlýsingunni. Enn fremur segja samtök náms- manna að þau fagni öllum hugmyndum um að auka þær tekjur sem námsmenn mcgi hafa án þess að lán þeirra skerðist, en benda á að slík aukning á tekjuumreikningi leysi aðeins brot af þeim vanda sem kjaraskerðingar mundu skapa, vegna ójafnrar aðstöðu námsmanna til tekjuöflunarog erfiðrar stöðu á vinnumarkaðnum. í yfirlýsingunni kemur fram að Lánasjóður námsmanna áætii mánað- arlega frantfærslu einstaklings hér á landi 11.263 kr. frá 1. júlí s.l. Af þeirri upphæð fái námsmenn 95% eða 10.702 kr. Samkvænit forsendum sjóðsins skiptist þessi upphæð þannig á einstaka útgjaldaliði að 4.939 fara í fæði, 1.649 í húsnæði, 823 í ferðir innanbæjar, 658 í föt, 577 í læknishjálpo.þ.h. 577 íblöð og bækur, 494 í búsáhöld og 998 kr. í ýmislcgt sem ekki er sundurgreint. Ef um 25% skerðingu á námslánum yrði að ræða mundu þau hvergi nærri nægja til lífsframfæris, segir i yfirlýs- ingunni. Loks vekja samtök námsmanna at- hygli á því að nántslán eru bundin lánskjaravísitölu frá þeim degi sem þau cru vcitt. ■ - GM Mikil fækkun sauð- f jár í kaupstöðum ■ Á árunum 1977 til ársins 1982 fækk- aði sauðfé um 40% í kaupstöðum landsins, á sama tímabili var fækkun yfir landið allt 16,6%. Þetta kemur fram í yfirliti sem landnýtingarráðunautur Búnaðarfélags Íslands, Ólafur Dýr- mundsson hefur tekið saman. Árið 1977 voru 896.192 kindur á fóðrum og var það mesti fjárfjöldi sem verið hefur í landinu. Á síðastliðnum vetri var fjöldi fjár 747.701, en það er svipaður fjöldi og var í lok kaláranna um 1970. Búist er við áframhaldandi fækkun sauðfjár verði ekki breyting á markaðs- aðstæðum fyrir kjöt erlendis. Mest varð fækkun fjár á þessum árum í Reykjaneskjördæmi, eða rúmlega 32%, næst kom Norðurland eystra með 19,5% fækkun, á Suðurlandi var fækk- unin 14,4, Austurlandi 19,3%, Norður- landi vestra 17,7%, Vesturlandi 11.7%, en minnst varð fækkunin á Vestfjörðum 9,9%. INGVAR HELGASON SM3æu> SÝNINGARSALURINN/RAUÐAGERÐI ARU Hér sérðu hvernig SUB ARU lítur út að framan Staðreyndin er, að flestir ökumenn sjá aðeins aftaná’ann Peir lijá Subaru voru fyrstir með hugmyndina að fjórhjóladrifnum fjölskyldubíl og þeir eru ennþáöruggirífyrstasœti. FyrstvurSubarumeð 1400ccvél. Hún varoflítil. Pákom lóOOcc vélin. Ekki var krafturinn ennþá nœgilegur fyrir fjórhjóladriftð. Núna er Subaru GLF4WD með geysi kraftmikilli en sparneytinni 1800cc vél. Pað er rétta stœrðin. ★ Upphækkanlegur með einu handtaki (og er nú Subaru hár fyrir), þegar þú vilt fara miklar vegleysur eða í snjó með vel hlaðinn bíl. ★ Með elektróniskri kveikju til að nýta bensínið enn betur, sem sagt kraft- meiri og sparneytnari. < ★ Með algera nýjung sem slær í gegn: „Hillholder". Subaru heldur sjálfur við í brekkum, ef þú stoppar. Þú þarft hvorki að stíga á bremsuna né nota handbremsuna. ★ Sjálfskiptur. Engan bíl í heiminum er jafn auðvelt að setja í fjórhjóladrif og sjálfskiptan Subaru. ★ Ekki bara með einn lágan gír, heldur EKTA lágt drif sem virkar á alla gíra. ★ Með vökvastýri, ef þú vilt. v ★ Með rafmagnsrúðum, ef þú vilt.' ★ Að sjálfsögðu með alla þá aukahluti sem aðrir gorta sig af en eru sjálf- sagðir í Subaru. Subaru 1800 4WD, vinsælasti bíllinn á Islandi (samkvœmt síðustu tölum Hagstofu íslands). Afhverju heldur ÞÚ að svo sé? Munið bílasýningar okkar um helgar kl. 2-5. Tökum allar gerðir eldrí bifreiða upp í nýjar. -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.