Tíminn - 19.07.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.07.1983, Blaðsíða 6
ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ1983 r spegli tímans ■ Melissa Gilbert var þriggja daga gömul, þegar Barbara Crane, leikkona, ættleiddi hana. Hér eru þær mæðgur saman, þegar Melissa var sjö ára. ■ Aðeins tveggja ára lék Melissa fyrst í auglýsinga- mynd og þegar hún var 9 ára fékk hún hlutverk Láru í Húsinu á sléttunni. ■ Nú er Melissa orðin stór stúlka og hér sést hún fara út með herra. Sá heitir Rob Lowe og er leikari í „The Outsiders". Michael Landon í Húsinu á Sléttunni: ■ Uppeldisbróðir Melissu, Jonathan, leikur líka í Húsinu á sléttunni. Þið munið eftir Willie Oleson, syni kaupmanns-hjónanna. VMELISSA VAR LÁRA, EINS OG EG HAFÐIHUGSAÐ MÉR HANA ■ Fáir sjónvarpsþættir hafa verið eins vinsælir hér á landi og Húsið á sléttunni, og fólkið í þeim þáttum var orðið að heimilisvinum okkar. Ekki síst átti hún Lára litla marga aðdá- endur, en hún var leikin af Melissu Gilbert. Hún var að- eins níu ára gömul, þegar stjórnandinn og aðalleikarinn í Húsinu, hann Michael Landon (Charles) réði hana í hlutverkið. Landon hafði auglýst eftir telpu í hlutverk Láru og það mættu um 200. Hann sagðist strax hafa tekið eftir Melissu og séð að hún var eins og hann hafði hugsað sér Láru, og eftir að hafa talað við Melissu iét Landon hinar telpurnar fara. Hann þurfti ekki að prófa fleiri. Sjálf segist Melissa hafa skemmt sér vel við að leika í Húsinu, þótt stundum hafi það verið strangt. „Þetta var meira leikur en alvörustarf, fannst mér alltaf“, segir hún, „og það var ekki ónýtt að fá líka mikla peninga fyrir“. Samstarf fólksins í Húsinu á sléttunni hefur verið mjög gott, og Melissa segir, að Michael Landon sé eins og faðir sinn. Sjálf þekkir hún ekki alvöru- föður sinn, því að hún er kjörbarn Barböru Crane og Pauls Gilbert, sem bæði voru leikarar. Þau tóku Melissu í fóstur þriggja daga gamla. Paul fósturfaðir hennar dó þegar Melissa var 11 ára og því hallaði hún sér enn meira að Landon, sem lék föður hennar í sjónvarpsþáttunum. Melissa hefur verið dugleg í skóla og á tímabili hafði hún hugsað sér að læra læknis- fræði, en nú hefur hún algjör- lega snúið sér að leiklistinni. Hún þykir hafa mikla hæfileika og sýndi, svo ekki var um villst, að hún er efni í mikla leikkonu, þegar hún lék í myndinni um Helen Keller og eins lék hún Önnu Frank í „Dagbók Önnu Frank“. viðtal dagsins STUÐMENN ætla að gefa út bók: „MEGMUPPISTAÐAN VERDUR LÖGSEM VTO HÖFUM SAMIT — segir Egill Ólafsson söngvari Stuðmanna ■ Hljómsveitin Stuðmenn cr Atlavík verslunarmannahelgina koma fyrjr þess; jói auk þess Við slóum á þráðinn til Egils nú að halda í stóra tónleikaför og svo víðar um landið. Fyrir sem þejr eru þegar farnir að Ólafssonar söngvara þeirra um allt land og hefst förin með utan tónleikana eru þeir félagar huga að næstu kvikmynd, sem -— vikutúr með ms. Eddu nú þann með bók í undirbúningi og ef vel væntanlega yrði jólamyndin ■ Egill Ólafsson söngvari 20. júh' en síðan verður spilað í tekst til mun hún væntanlega 1984. Stuðmanna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.