Tíminn - 05.11.1983, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.11.1983, Blaðsíða 1
■ 1 á Húsavík — bls. 12-13 Blað 1 Tvö blöð f dag Helgin 5.-6. nóvember 1983 257. tölublað - 67. árgangur Stdumula 15-Postholf 370Reykiavik-Ritstjjo™86300-Auglýsingar 18300- Atgreidsla og askrift 86300 - Kvóidsimar 86387 og 86306 Sjávarútvegsrádherra kynnir hugmyndir sínar á fundi LIÚ: KVOTAKERFI SEn A TOGARA f T1LRAUNASKYNI í Ein AR? — Menn geti ákveðið að leggja skipum sfnum með stuðningi hins opinbera ■ „Ég er þcirrar skoðunar að ekki sé annað fært en að taka upp einhvers konar kvótafyrir- komulag fyrir togarana í til- raunaskyni ■ eitt ár“, sagði Hall- dór Ásgrímsson, sjávarútvegs- ráðherra, í ítarlegrí ræðu sinni á aðalfundi LIÚ á Akureyri í gær, þar sem hann gerði grein fyrir hugmyndum sínum um mótun fiskveiðistefnu næsta árs, og eins helstu tillögum sem bæta eiga afkomumöguleika útgerðarinnar í landinu. Halldór sagðist telja æskilegt að menn ættu val í því sambandi og gætu valkostirnir t.d. verið þeir, að úthlutað yrði kvóta eftir reglum sem um hann yrðu settar, að fram færi samkeppni um sam- eiginlegan kvóta, sem samkvæmt takmarkandi reglum gengi í sömu átt og skrapdagakerfið. Og að menn gætu ákveðið að leggja skipum sínum með stuðn- ingi úr opinberum sjóðum og samningum við lánadrottna. „Erfiðast er að finna réttlátan ' grundvöll fyrir ákvörðun kvóta. Það er margslungið mál“, sagði sjávarútvegsráðherra „sem ekki er tök á að ræða í nokkrum orðum. Hins vegar tel ég mikil- vægt að menn eigi annað val, ef þeir geta ekki sætt sig við kvóta og telja hann sér óhagkvæman." Gat sjávarútvegsráðherra að hér væri ekki um mótaðar til- lögur af sinni hendi að 'ræða en „ég tel mér hins vegar skylt að greina frá hugsunum mínum í þessu erfiða máli, en mun að sjálfsögðu taka full tillit til sjón- armiða hagsmunaaðila.“ Sjá nánar bls. 2 Nýtt loðnuverð ákveðið: SEUENDUR MÓTMÆLTU ■ „Sem fulltrúi sjómanna mót- mæli ég harðlega þessari verð- lagningu og tel að með henni sé í engu tekið tillit til afkomu sjómanna, sem þessar veiðar stunda. Þá tel ég að ekki hafi komið fram þau rök, hvorki hvað varðar markaðsforsendur né um vinnslukostnað verk- smiðjanna er réttlæti þetta lága verð,“ sagði Óskar Vigfússon, fulltrúi sjómanna í yfimefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins, sem ákvað loðnuverð í gær, eftir að ráðið hafði ákveðið loðnu- verð með atkvæðum odda- manns, Bolla Bollasonar, og full- trúum kaupenda. Yfirnefndin ákvað að verð á loðnu upp úr bát skyldi vera 1330 krónur. Er verðið miðað við 16% fituinnihald og breytist það um 72 krónur fyrir hvern hundraðshluta sem breytist frá viðmiðun til hækkunar eða lækk- unar. Verðið breytist um 85 krónur, til hækkunar eða lækk- unar, fyrir hvert 1%, sem þurr- efnismagn breytist frá viðmiðun. Ennfremur er kaupendum gert að greiða tvær krónur fyrir hvert tonn til Loðnunefndar. Verðið er uppsegjanlegt hvenær sem er eftir 1. janúar ’84 fyrir hvorn aðilann sem er. Fulltrúi útvegsmanna, Hilmar Rósmundsson, mótmælti einni ákvörðuninni, sem tekin var. -Sjó Hrídarbylur á norður- hluta Vestffjarða: SÁST EKKI MILLI ■ Hríðarbylur geisaði á norðurhluta Vestfjarða í gær og fjallavegir þar tepptust af þeim Vinnuslys á Vitastfg ■ Um kl. 18:40 f gær festist maður með hendurnar við lyft- ara í hcildverslun K. Jónsson, Vitastfg 3. Maðurinn var flutt- ur á slysadeiid, en ekki var kunnugt um méiðsli hans í gærkvöldi. -BK sökum. Að sögn Kristjáns Jóns Jónssonar rekstrarstjóra Vega- gerðar ríkisins á ísafirði byrjaði bylurinn seinni partinn í fyrrinótt og í gærkvöldi sást ekki milli húsa á ísafirði. Kristján sagði að vindur hefði verið á norðaustan og í þeirri átt væri ástandið yfirleitt vest við ísafjarðardjúp. Sæmilega fært var þó á milli Bolungarvíkur og Súðavíkur en skyggni var slæmt. Breiðadalsheiði, Botnsheiði og Hrafnseyrarheiði lokuðust allar í gærmorgun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.