Tíminn - 05.11.1983, Blaðsíða 11

Tíminn - 05.11.1983, Blaðsíða 11
f eða veldu eina góða úr safninu og við sjáurnum að gera úr henni kort 1 sem stendur upp úr jólakortaflóðinu I ár. Allt sem við þurfum er filman þín. HfíNS PETERSEN HF * Kort með umslagi. Minnsta pöntun er 10 stk. eftlr sömu mynd Umboósmenn um land allt LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1983 FYRIRLIÐANS 7 -----_-Tv.. GAT ÍBK EKKERT ■ Keflvíkingar voru auðvcld bráð grimmum og stigþyrslum Völsurum er liðin léku í úrvalsdcildarkeppninni í körfubolta í Keflavík í kvöldi gær- dagsins (bara breyta til). Ekki bætti það úr skák að fyrirliði Keflvíkinga, hinn baráttuglaði og citilharði, Björn Víkingur Skúlason var veikur og gat ei leikið með sínum mönnum. Hefur sjálfsagt bara horft á Skonrokk og slappað af. Er upp var staðið höfðu Valsmenn sigrast á 100 stiga múrnum og Kcflvíkingum vitaskuld um leið. Lokatölur urðu 104-78 fyrir Valinn. Liðin voru áþekk í fyrri hálfleik, en þó hittu Valsmenn mun betur. Aldrei varð munurinn þó virkilega mikill, Þorbergurí þrumustuði ■ Þórarar í Vestmannaeyjum, hinir lipru, skemmtilegu og skondnu hand- knattleiksstrákar, unnu góðan, mikil- vægan og jafnframt gleðilegan sigur yfir Fram í 2. deildarkeppninni í handknattleik í gærkveldi er liðin léku í Vestmannaeyjum. Lokatölur urðu 17-16 eftir hörkuspennandi leik og þeir brostu gleitt Eyjapeyjar að leikslokum en skeifa var á Frömurum, sem von er. Staðan í hálfleik var 10-7 fyrir gest- ina, þ.e. Fram (af því að Þór var á heimavelli sko) og það sem einkenndi leikinn mest var frábær markvarsla liðanna tveggja. í síðari hálfleik tók Þorbergur Aðal- steinsson, matsveinn og bombari, sig til og negldi þrumuskotum hvað eftir annað í möskvana á bak við Fram- markvörðinn áhorfendum til mikillar gleði. Áður en yfir lauk höfðu Eyja- menn sigrað með einsmarks mun 17- 16. f Sandgerði léku Reynismenn gegn Fylkismönnum og töpuðu svo maður komi sér að efninu, 19-22. Á Seltjarn- arnesi unnu Gróttumenn svo góðan sigur á ÍR-21-17. -Jól. leikurinn þróaðist eitthvað á þessa leið: 6-6, 18-8, 26-12, 35-20, 43-32 og 49-36. Valsmenn taldir á undan. Já 13 stiga munur í hálfleik fyrir gestina. í síðari hálfleik hélt bilið áfram að breikka og keflvískir áhorfendur voru ekki hressir, sumir æjuðu, aðrir óuðu og enn aðrir fóru bara á ball. Nokkrir fóru í sjoppuna og fengu sér nammi og sumir héldu tryggð við liðið og hvöttu til dáða. En allt kom fyrir ekki. Valsmenn höfðu tögl og hagldir í leiknum, þeir voru kóngarnir að þessu sinni. Þeir komust fljótlega í 57-38, síðan 83-62, og loks 104-72, en það var mesti munurinn á liðunum, tölulega séð. Síðustu 3 körfurnar gerðu svo Keflvíkingar og lokatölur sem fyrr segir 104-78 fyrir rauðu búningsber- ana. Kristján Ágústsson átti frábæran leik að þessu sinni og gerði 30 stig auk þess sem hann átti ótölulegan fjölda frákasta, sóknar- sem varna. Mjög góður leikmaður. Torfi stendur alltaf fyrir sínu þó hann hafi ekki skorað neitt ofboðslega í gær. Tómas var sleipur en datt þó ekkert meira fyrir það (grín). Jón Kr. Gíslason var skástur Kefl- víkinga og átti margar frábærar rispur í leiknum, þó rispaði hann ekkert andlit andstæðinganna að ráði. Stigaskorun var sem hér segir: ÍBK: Jón 27, Þorsteinn Bjarnason 20, Guðjón Skúlason 12, Pétur 7, Hrannar 4, Óskar 2, Hafþór 2, Sigurð- ur 2, Guðbrandur 2. Valur: Kristján 30, Tómas 17, Jón Stgr., 16, Torfi 14, Jóhannes 14 og Valdimar 5, Lcifur 5, Björn 1. Guðjón Skúlason 16 ára nýliði í Keflavíkurliðinu vakti athygli fyrir góðan leik, mikið efni þar á ferð. -TÓP/-JÓL Hörður Harðarson átti ágætan leik gegn KA í gærkveldi og gerði sex mörk með Tímamynd: Róbert bravúr Þ0UÐ BRAST HJÁ KA og VÍKINGAR UNNU ■ Svíarnir góðiri | rúliuðuFinnumogNorð-1 | mönnum upp á NM í Iborðtennis... ■ í gærkveldi hófst Norður- ■ I landamót karla og kvenna í borð- ■ ® tennis í Laugardalshöllinni. í ■ | karlaflokki fóru leikar þannig: ■ ISvíþjóð-Finnland 5-0 ■ Danir-íslendingar 5-01 ISvíþjóð-Noregur 5-0 5 Staðan hjá íslendingum og | I Finnum var 3-0 fyrir Finna er m _ blaðið fór í prentun. í kvenna- ■ | flokki: ■ — Fjögurra marka sigur Víkings ISvíþjóð-Noregur Finnland-ísland 3-01 _ Færeyingar veðurtepptust og _ | eru því ekki mcð um helgina. | ■ - Jól ■ ■ Það var hrcint ótrúlegt að sjá hve gersamlega úthaldið brast hjá KA liðinu í handknattleik í gærkveldi er liðið lék gegn íslandsmeisturum Vík- ings í Seljaskóla að viðstöddu gífurlegu fjölmenni eða hitt þó heldur. U.þ.bþ 40 manns sáu leikinn og fæstir sjálfsagt hafa borgað sig inn. Þegar 15 mínútur lifðu af leiktíman- um voru norðanmenn yfir, leiddu 15- 13, og Víkingar virtust ekki líklegir til að bæta ráð sitt né leika miðað við frammistöðuna þangað til í leiknum. En þá brast þolið og Víkingar áttu ekki í erfiðleikum með sprungið KA-liðið. Víkingar jöfnuðu 15-15, komust síðan í 18-16, 19-17 og loks 22-17, en KA menn áttu síðasta orðið og skoruðu er leiktíminn var liðinn, úr vítakasti. Lokatölur urðu því 22-18 fyrir Vík- inga. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill. Víkingar leiddu framan af en um miðjan hálfleikinn komust KA menn yfir og þeir voru síðan með yfirhöndina er blásið var til leikhlés, höfðu sett 10 mörk gegn 9 Víkinga. Viggó Sigurðsson hvíldi 45 mínútur af leiktímanum og kom aðeins inn á er 15 mínútur voru eftir og lagaðist þá leikur Víkings til muna um leið og hann lak niður í ekki neitt hjá KA. Þetta var fyrsti leikurinn sem hinn nýi þjálfari Víkings, Karl Benediktsson stjórnaði. Og ef satt skal segja voru Víkingar rosalega slakir sem og leikur- inn sem komst aldrei á hið háa plan. Annars munaði mestu um að Sigurður Gunnarsson komst á skrið í síðari hálfleik og gerði samtals 9 mörk í leiknum. Mörkin gerðu: Víkingur: Sigurður Gunnarsson 9, Hörður Harðarson 6, Viggó Sigurðsson 2, Hilmar Sigurgísla- son 2, Steinar Birgisson 1, Karl 1, Guðmundur B. Guðmundsson 1 (áður KA). KA: Erlingur Kristjánsson 5, Magn- ús Birgisson 3, Kristján Óskarsson 3, Sigurður Sigurðsson 3, Þorleifur Ananíasson 1, Logi Einarsson 1, Jó- hann 1 og Jón Kristjánsson 1. Áhorfendafæðin á leiknum er eftir- tektarverð. Varla er þó við öðru að búast er leikið er á föstudagskvöldi og stigin í forkeppninni ekki tekin með í úrslitakeppnina... —jól LAUGARDAGUR S. NÓVEMBER 1983 11 Opnunarhátíð íþróttahússins við Skálaheiði ■ í dag verður haldin opnunarhátið tþrótta- hússins við Skálaheiði í Kópavogi. Kópavogs- búar munu þar fagna þeim áfanga, að eignast sitt fyrsta alvöruíþróttahús, þar sem keppni getur farið fram samkvæmt lögum og reglum. Hátíðin í dag hefst klukkan 14.00, með leik Homaflokks Kópavogs. Ávörp verða flutt, og íþróttafélög bæjarins munu síðan sýna íþróttir þær, sem stundaðar eru í Kópavogi. Öllum bæjarbúum er boðið á hátíðina. Ákvörðun um hönnun íþróttahússins var tekin í bæjarráði Kópavogs árið 1972. Bygging- arframkvæmdir hófust árið 1977, og uppsteypu var að mestu lokið árið 1978, en þá varð tveggja ára hlé á byggingu hússins. Húsið var gert fokhelt árið 1981, og hefur vcrið unnið í húsinu óslitið síðan. Nú eru 3/5 hlutar hússins teknir í notkun, salurinn ásamt fjórum búningsklefum, en að auki er gert ráð fyrir í framtíðinni alls kyns félagsaðstöðu í húsinu, og annarri íþróttaað- stöðu s.s. þrekherbergjum og borðtennissölum. Arkitektar íþróttahússins eru Þorvaldur Kristmundsson og Magnús Guðmundsson. - SÖE Einar mætir gamla félaginu - fullt af körfuleikjum um helgina ■ Einar Bollason, þjálfari Haukanna í körfu- boltanum, mætir í dag stnu gamla félagi í úrvalsdeildinni. Þetta er enn merkilegra fyrir þá sök, að „sá gamli" er nú búinn að taka frant skóna að nýju og hefur sýnt að hann hefur engu gleymt, þó citthvað vanti kannski á kraftinn og léttleikann. Leikur Hauka og KR erí Hagaskóla í dag, og hefst klukkan 14.00. Þriðji leikur fimmtu umferðar er svo á morgun í úrvalsdeild- inni. Þá mæta ÍR-ingar Njarðvíkingum í íþrótta- húsi Seljaskóla, klukkan 14.00. Mætir þar botnliðið toppliðinu, og nú er að sjá hvort Kolbeinn Kristinsson þjálfari leiðir menn sína til sigurs í fyrsta leiknum í vetur. ( neðri deildum körfuboltans er fullt af leikjum. Fram og Grindavík í 1. deild karla í Hagaskóla klukkan 15.30, og á Akureyri hefja Þórsarar leik við Skallagrím klukkan 14.00, endurtekið á sama tíma á morgun. í annarri deild keppa Esja og KFÍ klukkan 17 í Hagaskóla og Drangur og Reynir klukkan 18.00 í Kársnes- skóla. -Á morgun keppa Drangur og KFÍ í Kársnesskóla klukkan 10. og tveir leikir í fýrstu deild kvenna. (R og KR í Seljaskóla klukkan 15.30, og Njarðvík og ÍS í Njarðvík klukkan 14.00. - SÖE KA fer í handbottmn í fullum gangi ■ í dag er einn leikur í fyrstu deild karla í handknattleik. FH fær KA í heimsókn og hefst leikurinn klukkan 15.15. í fyrstudeild kvenna eru heilir fjórir leikir á dag, næstum heil umferð. FH og Valur í Firðinum klukkan 14.00, lA-Fylkir á Skaganum á sama tíma, KR-Víkingur í Seljaskóla klukkan 15.15 og Fram-ÍR, toppuppgjörið sjálft, klukkan 16.30. Á morgun er einn leikur í handboltan- um, Breiðablik og HK mætast f Kópavogs- skóla, og er það opnunarleikur nýja hússins í Kópavogi í handbolta. Hætt er við að Kópavogsbúar fjölmenni, til að sjá húsið nýja, liðin sín og aðra. -SÖE Reykja- víkurmót fatlaðra hefst í dag Reykjavíkurmót fatlaðra í sundi hefst í dag. Verður það háð í Hátúni 12, og hefst klukkan 14.00. Reykjavíkurmóti fatlaðra í borðtennis hefst klukkan 19.00 á mánudag í íþróttahúsi Hlfðaskóla. -SÖE Bændur - Sveitarfélög - Verktakar Getum útvegað fyrir áramót á sérstaklega hagstæðu verði: DEUTZ-tNTRAC FJÖLHÆFASTA DRÁTTARVÉLIN AMARKAÐNUM Sérhönnuð fyrir vinnslutæki bæði að aftan og framan. Aflúrtak og þrítengibeisli að aftan og framan. Frambyggð, loftkæld, með miðstöð og útvarpi. Öryggishús, sem hægt er að lyfta - Mjög gott útsýni úr ökumannssæti - 8-12 gírar áfram, 4 gírar afturábak. Hraðastig frá 0,05 km allt að 40 km á klst. ☆ AFL ☆ AFKÖST lirARÐSEMI ATH • Söluskattur J hefur verið felldur niður af öllum \ landbúnaðartækjum. HAMAR HF Véladeild KHD Sími 22123. Pósthólf 1444 Tryggvagötu, Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.