Tíminn - 05.12.1987, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.12.1987, Blaðsíða 3
Laugardagur 5. desember 1987 Tíminn 3 Jón Baldvin um landbúnaðarkafla fjárlaga: Munum standa við búvörusamninginn Þrátt fyrir afgreiðslu ríkisstjórnar- innar í gær á tekjuhlið fjárlaganna, á hún eftir drjúga vinnu við hina hlið fjárlaganna, gjaldahliðina. Á dagskrá ríkisstjórnarfundar í dag er sú hlið mála. Stjórnarflokkarnir eru síður en svo sammála um suma liði útgjalda- hliðarinnar. Það virðist t.d. óvíst um örlög landbúnaðargeirans. Eins og Tíminn greindi frá í gær eru komnar fram þrjár tillögur til hækkunar á landbúnaðarkaflanum, frá landbún- aðarráðherra, Páli Péturssyni og Eiði Guðnasyni og Agli Jónssyni. Þessar tillögur gera ráð fyrir mismik- illi hækkun á landbúnaðarkaflanum. Tillaga Eiðs og Páls gerir ráð fyrir 300 milljóna kr. hækkun. Tillagan nýtur stuðnings þingflokks krata og, að því er virðist, meirihluta fram- sóknarmanna. Tillögur Egils Jóns- sonar og Jóns Helgasonar virðast um margt fara saman. Gera má ráð fyrir að þær þýði báðar um ríflega 100 milljóna kr. hækkun umfram tillögu Eiðs og Páls. Báðir vilja þeir t.d. 80 milljón kr. framlag til Áburðarverk- smiðjunnar. Tillaga Egils nýtur stuðnings þing- flokks sjáifstæðismanna, eins og fram kom í Tímanum í gær. Þessi frétt blaðsins kom bæði krötum og framsóknarmönnum mjög í opna skjöldu, því sjálfstæðismenn höfðu áður gefið í skyn að Egill væri einn á báti í þingflokki þeirra með afstöðu sinni til landbúnaðarkafla fjárlag- anna. Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra, sagði í samtali við Tímann að ekki væri ljóst hvaða til- lögur yrðu lagðar fram til úrlausnar málsins. Hann sagði að landbúnað- arráðherra væri með furðulegar reiknikúnstir um að upphækkun kjarnfóðurskatts vegna verðbreyt- inga, muni skila einhverjum tekjum. „Þetta eru úreltar forsendur þar sem fyrir dyrum stendur að lækka kjarn- fóðurskatt,“ sagði fjármálaráðherra. Hann sagði að tuð um hinar og þess- ar stofnanir væri ekki aðalmálið, heldur væri mikilvægast að standa við búvörusamninga og samninga um riðuveikiniðurskurð. „Það ætl- um við að gera“, sagði Jón Baldvin. Það kom fram hjá honum að nú þegar hefur verið afgreidd 20 milljón kr. aukafjárveiting vegna bóta fyrir riðuniðurskurð á árinu 1986. Eftir standa þá bætur fyrir niðurskurð sl. haust upp á 100 milljónir. Jón Bald- vin segist ekki vera samþykkur þeirri túlkun landbúnaðarráðuneytis að hann sé samningsbundið skuldbund- inn til að greiða þessar bætur fyrir 15. desember nk. „Þeir bændur sem förguðu riðuveiku fé í haust fengu auðvitað greitt fyrir sínar afurðir innan síns fullvirðisréttar. Eftir er að bæta þeim upp raunverulega stofn- tjónið og fyrir liggur að ég féllst á til- lögu Páls og Eiðs um að greiða þetta í upphafi næsta árs“, sagði Jón Baldvin. Hann sagði og að það væri alrangt hjá Þorsteini Pálssyni að tillaga Eiðs Guðnasonar og Páls Péturssonar um 300 milljóna kr. hækkun til landbún- aðarins hafi ekki verið lögð fyrir ríkisstjórn. „Ég lagði hana fram í ríkisstjórn með tillögum um lokun fjárlaga", sagði Jón Baldvin, „en þar kom frarn að hún hefði hvorki stuðn- ing forsætis- eða landbúnaðarráð- herra". Fjármálaráðherra lét þess getið í lokin, að flækjan um landbúnaðar- kaflann væri síður en svo ógreiðan- leg, þó svo að bæði landbúnaðarráð- herra og forsætisráðherra væru með „furðuleg yfirboð", eins og hann orðaði það. „En þetta er allt dálítið skondið", sagði Jón Baldvin Hanni- balsson. óþh Deila kennara við Tækni- skólann og fjármála- ráðuneytisins: Hnúturinn að leysast Búist er við að á fundi í dag takist samkomulag milli kennara í frumgreinadeild Tækniskólans og fulltrúa launadeildar fjármála- ráðuneytisins um greiðslur vcgna kennslu og kennslumati kennara við frumgreinadeild. Kennarar lögðu niður vinnu í gærmorgun til að mötmæla 10% sketðingu á launum um mánaða- mótin. Kennarar túlkuðu sam- komulag við fjármálaráðuneytið 27.októbcr á þann veg að skerð- ing á iaunum þcirra næði einungis til launa vegna kcnnslu en ckki til stjómunarstarfa, sem í sumum tilfellum er allt að helmingur launa kennara. Mat ráðuneytis var hinsvegar annað. Nemcndur í frumgreinadeild fjölmenntu t ráðuneyti fjármáia t gær, strax og kennarar lögðu niður vinnu. og hreyíðu sig ekki þaðan lyrr en Jón Baldvin gekk í málið og lofaði að lausn fcngist á því urn helgrna. Nemendur lögðu áherslu á skjóta úrlausn mála vegna þess aö t næstu viku eru ráögerð próf í skólanum, og án niðurstöðu þeirrtt fá þeir ekki áframhaldandi námslán. Að sögn ncmcnda rnyndi það þýða gjald- þrot margra þeirra sem hófu nam við deildina í haust. óþh Stjóm Menningarsjóðs og höfundar bókanna sem kynntar voro. Eysteinn Sigurðsson, Guðmundur Daníelsson, Árni Böðvarsson, Indriði G. Þorsteinsson, Úlfur Hjörvar, Gunnar Eyjólfsson, Sólrún Jensdóttir, Áslaug Brynjólfsdóttir, Helga Kress og Vilhjálmur Hjálmarsson. Tímamynd Gunnar Bifreiðaeftirlitið tekur ákvörðun um „nætursöltuðu" bílana frá Drammen: Subaru bílarnir f á ekki skráningu Vottorð framleiðenda Subaru bifrciða í Japan, Fuji Heavy Indu- stries, hefur nú borist Hauki Ingi- bergssyni t bifreiðaeftirlitinu, um þær bifrciðar sem fyrirhugað er að ílytja til landsins en þóttu ekki söluhæfar í Noregi eftir að hafa lent í sjó. Þarsegir að framlciðend- ur ábyrgist enga þá Subaru bifreið sem lenti I flóðunum í Drammen í Noregi þann 16. októbcr. Enn- fremur beinir Fuji ekki tilmælum til löggiltra Subaru þjónustuverk- stæða að framkvæma uppherslu-, viðhalds- eða viðgerðarþjónustu á untræddum bifreiðum. Framteiðendur btlanna segja þá alla ónýta, að ekki sé hægt að gera við þá og að ekki skuli undir nokkrum kringumstæðum selja þá cða nota sem ökutæki. Enn fremur frýjar Fuji sig allri ábyrgð á hvers konar tjóni sem hlýst af notkun þessara bifreiða. Bílarnir lentu á kaf í saltvatni og geta þess vegna ekki uppfyllt kröfur um öryggi sem áskildar eru. Manna á meðal hafa bílarnir fengið viðurnefnið „næt- ursaltaðir**. Hjá Fuji voru gefin ströng fyrir- mæii til innflytjenda Subaru í Nor- egi að umræddir bílar skyldu aðe- ins afbentir tryggingafélaginu og aö tryggt væri að bíiarnir yrðu aidrei notaðir til aksturs. Til Ingv- ars Helgasonar hf. og framleiðenda í Japan höfðu borist þær fréttir að þeir aðilar sem keyptu bílana af tryggingafélaginu í Noregi haft í hyggju að seija þá íslenskum neyt- endum andstætt fyrirmæium Fuji. Fuji rita í vottorði til bifreiðaeft- irlits: Okkur finnst þetta gróf móðgun.við íslendinga og við erum þeirrar skoðunar að þessa bíla ætti aldrei að skrá á íslandi. Það er okkar álit að bilar þcssir geti verið hættulegir og við trúum því að það sé á valdi ykkar að koma í veg fyrir að bílarnir aki um vegi á íslandi. Haukur Ingibergsson hjá bifr- ciðaeftirlitinu sagði að fyrst svo væri í pottinn búið yrðu þessar Subaru bifreiðar aldrei skráðar hjá eftirlitinu og því er engin Itætta á að þeir verði notaðir hér á landi til aksturs á vegunt úti. Hvað varðar Mitsubishi bifreið- arnar, sem Hekla hf. flytur inn og ientu sömuleiðis í saltbaði, segir Haukur að hafnað hafi verið beiðni þeirra um sérstaka athugasemd í skráningarvottorð um að viðkom- andi bíll hafi lent í sjó. Ekki sé venja að ökuferilsskrá fylgi skrán- ingarvottorði og ekki veröi gerð undantekning hvað þetta varðar. Mitsubishi bílamir eru þegar seldir. Endurselji kaupcndur þá hefur nýr eigandi bíisins enga tryggingu fyrir því, að bíllinn geti bilað af völdum saltvatnsins ein- hvcrn tímann næstu fjögur ár. w Menningarsjóður: ÞJÓDHÁTÍÐ KEMUR ÚT Menningarsjóður hefur nú gefið út tveggja binda vandað verk eftir Indriða G. Þorsteinsson, rithöfund, um Þjóðhátíðina 1974. Af því tilefni var stofnað til fundar og þar voru önnur ný verk einnig kynnt. Ber þar að nefna skáldsöguna Vatnið eftir Guðmund Daníelsson, skáld, bók um æfi og skáldskap Hjálmars Jóns- sonar frá Bólu, Bólu-Hjálmar, eftir dr. Eystein Sigurðsson, íslensku- fræðing, Orðalykil eftir Árna Böðv- arsson, cand.mag., Mjófirðingasög- ur eftir Vilhjálm Hjálmarsson frá Brekku og ljóðabókin Landamæri eftir Heiðrek Guðmundsson. Auk þess var minnt á nýlega útgefnar bækur, Hvítu rósina eftir Inge Scholl, í þýðingu Einars Heimisson- ar, með Ijóðaþýðingum eftir Helga Hálfdanarson. Greinir hún frá and- spyrnu ungra systkina höfundarins gegn ógnarveldi nazista í Suður- Þýskalandi og afdrifum þeirra. Þjóðhátíðarbók Indriða G. Þor- steinssonar er mikið verk sem prýtt er fjölda mynda. Segir þar frá hátíð- arhöldunum 1974, í tilefni ellefu hundruð ára afmælis íslandsbyggðar 874-1974. í fyrsta kafla bókarinnar segir frá aðdraganda þess að undir- búningsnefnd var sett á laggirnar, en það mun hafa verið dr. Bjarni Ben- ediktsson er hreyfði málinu fyrstur á Alþingi 1965. Voru menn afar stór- huga í fyrstu atlögu og var talað um að risin skyldi að fullu vegleg þjóðar- bókhlaða og stefnt yrði að ritun samfelldrar Islandssögu fyrir afmæl- ið. Hvorugu þessa er nú lokið. En nefndin var skipuð og geta flestir nú tekið undir að þar hafi enginn dregið af sér við vinnuna. Þeir sem nefndina skipuðu voru Matthías Johannessen, formaður, Höskuldur Ólafsson, gjaldkeri, Indriði G. Þorsteinsson, ritari, Guðlaugur Rósinkranz, Gísli Jónsson, Gils Guðmundsson og Gunnar Eyjólfsson. Bókin um þjóð- hátíðina er hið gagnmerkasta rit og nær út fyrir það að greina aðeins frá hátíðinni. Með sanni má segja að þessi tvö bindi hafi ' að geyma sérstakan kafla í fslandssögunni með allri þeirri þjóðkenndarvakningu er tímanum fylgdi. Kvæðabókin landamæri, eftir Heiðrek Guðmundsson, er sérstæð- ur fengur. Segir á bókarkápu að með þessari bók sé enn á ný staðfestur frumleikir hans og sérstaða. Hann hcfur nú samið ljóð í nær hálfa öld og hafa ljóðabækur hans jafnan þótt sæta tíðindum. Svið skáldsögunnar Vatnið eftir Guðmund Daníelsson, er Vatnið mikla í Þjóðvallahrcppi. Segir á bókarkápu að mái og stíll Vatnsins skipi sögunni á sess meðal snjöllustu fyrri bóka Guðmundar. Mjófirðingasögur Vilhjálms á Brckku eru skemmtilegasta lesning og er hér á ferðinni upphaf ritflokks um átthaga höfundar þar eystra og fólk sem lifði og starfaði á þeim slóðum. Segir meðal annars frá gull- aldarskeiði Mjóafjarðar um alda- mótin síðustu þegar þar voru reknar tvær hvalveiðistöðvar og í firðinum bjuggu auk þess um fjögur hundruð manns. Bókin um Hjálmar frá Bólu er gagnmerk úttekt á æfi, störfum og ritverkum Hjálmars Jónssonar. Fer dr. Eysteinn þar grannt með efnið, cnda var lokaritgerð hans á sínum tíma um Bólu Hjálmar. Sagði Ey- stcinn í viðtali við Tímann að ekki væri hér á feröinni sú ritgerð. Hann hefur nú um nokkurt skeið unnið að rannsóknum á verkum Hjálmars og er m.a. í bókinni útskýrt hver séu t.d. „helstu stíl- og formeinkenni Hjálmars, alþýðuskáldsins snjalla sem orti í sárri fátækt beinskeyttar vísur og dýr kvæði." KB Villa er í helgarblaði í nteðfylgjandi helgarblaði Tím- ans hefur orðið sú meinlega villa, að í inngangsorðum að kafla úr bókinni Þjóðhátíð 1974, hefur misritast að höfundur bókarinnar Indriði G. Þorsteins- son hafi verið formaður Þjóð- hátíðarnefndar. Svo er ekki, það var Matthías Johannessen, ritstjóri og skáld og er beðist velvirðingar á þessu óhappi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.