Tíminn - 26.05.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 26.05.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn Fimmtudagur26. maí 1988 Litið til baka í kjölfar atburðanna í Amritsar á dögunum: Kynþáttaátök á Indlandi fastur liður í rúma öld Atburðirnir í Gullna hofinu í Amritsar á dögunum þegar öfgafullir Shíkar tóku hofið herskildi og gáfust ekki upp fyrr en indverskar sérsveitir höfðu gert árás á hofið, minna menn á svipaða atburði sem áttu sér stað á sama stað fyrir fjórum árum. Þá koma upp í hugann tíð átök milli kynþátta á Indlandi, bæði í Punjabhéraði og annars staðar á Indlandi. Þetta er engin nýlunda. Það er því ekki úr vegi nú að líta yfir farinn veg og rifja upp fyrri átök. Breskir liðsforingjar berjast hér við indverska hermenn í uppreisninni árið 1857. Shíkar og Gúrkar studdu Breta gegn múslímum og hindúum. Þá kom skýrt fram stefna Breta, deildu og drottnaðu. 1 gegnum aldirnar hafa hundruð þjóðarbrota og trúarhópa á Ind- landi lagt út í óeirðir, uppreisnir og fjöldamorð í baráttu sinni fyrir sjálfræði í eigin málum. Allt frá því Bretar hófu afskipti af málefnum Indlands í byrjun 18.aldar þar til þeir yfirgáfu landið árið 1947 ýttu þeir undir þessi átök frekar en að draga úr þeim, enda fylgdu þeir ákaft þeirri stjórnunarstefnu að deila og drottna yfir kynþáttunum á Indlandi. Þegar Bretar gáfust upp fyrir sjálfstæðishreyfingu Ind-, verja og yfirgáfu landið beið erfitt hlutskipti hinnar nýju indversku stjórnar í Nýju Delhi. Það var að koma í veg fyrir að þjóðarbrot og trúarhópar á Indlandi rifu þjóðina í tætlur. Það vandamál er langt frá leyst. Það hafa síðustu atburðir sýnt okkur. Það er því ekki úr vegi nú að rifja upp þessháttar atburði sem sett hafa mark sitt á indverska sögu. 1845-6 Fyrsta Shíkastyrjöldin Shíkar í Punjab lögðust gegn aukinni drottnun Breta á Indlands- skaganum og réðust á breskar hersveitir. Þó Shíkarnir hafi haft 60 þúsund bardagafúsa menn undir vopnum, þá brutu hersveitir breska heimsveldisins þessa andstöðu á bak aftur og náðu Punjab héraði á vald sitt. Síðasti gimsteinn hins frjálsa Indlands var kominn í krúnu breska ljónsins. 1857 Uppreisnin Orðrómur um að Bretar smyrðu skothylkin í Enfield riffla sína með feiti unna úr svínafitu og fitu úr hinum heilögu kúm varð til þess að bæði hindúar og múslímar sem þjónuðu í her Breta fannst þeir svívirtir, enda var það brot gegn trúarbrögðum þeirra. Nokkrir her- menn í Meerut neituðu að nota skothylkin og voru fangelsaðir fvrir vikið. Félagar þeirra leystu þá úr haldi, slátruðu liðsmönnum breskra hersveita á staðnum, og héldu í átt að Delhi og drápu alla Evrópumenn sem þeir rákust á á leiðinni. Uppreisnin breiddist út um allt Indland þar til breskar hersveitir, dyggilega studdar af hermönnum af kynþáttum Shíka og Gúrka, náðu að fylkja liði og ■brutu uppreisnina á bak aftur. 1919 Fjöldamorðin í Amritsar Tíu þúsund óvopnaðir menn, konur og börn söfnuðust saman í Amritsar til að mótmæla harkaleg- um lögum gegn niðurrifsstarfsemi sem Bretar settu til að berja niður sívaxandi kröfur um sjálfsstjórn. R.E.H. Dyer hershöfðingi í her Breta fór með níutíu hermönnum sínum í almenningsgarð þann er mótmælafundurinn var haldinn. Hermennirnir hófu skothríð á mannfjöldann og eftir tíu mínútur lágu 379 manns dauðir í valnum og 1208 voru særðir. 1946 „Drápin miklu“ Með loforð það að leiðarljósi, er Bretar gáfu um að þeir myndu yfirgefa Indland, hvatti leiðtogi múslíma, Mohammed Ali Jinnah, alla múslíma til að taka þátt í kröfugöngum til stuðnings við hug- myndina um stofnum íslamsks ríkis á norður Indlandi, svokallað Pak- istan. f Kalkútta snerist dagur sá er mótmælin fóru fram upp í „drápin miklu“ þegar hópar múslíma og hindúa lentu saman og drápu mann og annan úr liði andstæðinganna. Innan 72 klukkustunda höfðu rúm- lega 5 þúsund manns af báðum trúarhópum verið drepnir, 20 þús- und manns slasast og 100 þúsund sátu uppi heimilislausir. 1947 Skiptingin Þann 14. og 15. ágúst lýstu Bretar yfir sjálfstæði tveggja ríkja á Indlandi, Annars vegar Indland þar sem flestir íbúarnir eru hindúar og hins vegar Pakistan þar sem meirihluti íbúa eru múslímar. Tíu milljónir hindúa, múslíma og Shíka flúðu heimili sín og leituðu hælis innan þeirra landamæra sem þeir töldu sig óhulta. Hindúar í Pakistan til Indlands og múslímar á Indlandi til Pakistan. Fólksflutn- ingarnir leiddu til mikillar óaldar og fjöldamorða þegar hópar , óeirðaseggja beggja kynþátta slátr- uðu, pyntuðu og nauðguðu föru- fólki af andstæðum kynþætti. Á fáum mánuðum höfðu að minnsta kosfi milljón manns verið drepnir. 1971 Þriðja styrjöld Indverja og Pakistana. Þegar aðskilnaðarsinnar í svo- kölluðu Austur-Pakistan risu upp gegn stjórnvöldum í Pakistan, sem sátu í Islamabad í Vestur-Pakistan, reyndu pakistönsk stjórnvöld að berja niður uppreisnina. í ofbeldis- öldunni sem reið þá yfir Austur- Pakistan flúðu milljónir Bengala, flestir hindúar, til Indlands. Ind- verskar hersveitir réðust þá gegn Pakistönum og studdu við bak sjálfstæðishreyfingarinnar í Aust- ur-Pakistan. f tveggja vikna stríði ríkjanna tveggja féllu rúmlega 100 þúsund manns. Upp úr átökunum reis nýtt ríki í Áustur-Pakistan, Bangladesh. 1983 Fjöldamorðin í Assam í kjölfar neyðarástands í Bangla- desh lögðu stórir hópar múslíma land undir fót og tóku sér búsetu í Assamríki sem er á norðaustur Indlandi.'Hindúum sem áttu hefð- bundin heimkynni sín í Assam líkaði ekki sú þróun og tóku að ofsækja múslímana, skutu á þá með byssum og bogum og hjuggu þá til bana með sveðjum sínum. Múslímarnir svöruðu fyrir sig með því að myrða hindúa. í ofbeldisöld- unni sem reið yfir Assam voru 5 þúsund manns drepnir og fjöldi þorpa lagður í rúst svo hundruð þúsunda íbúa héraðsins misstu heimili sín. 1984 Árásin á Gullna hofið 500 öfgafullir Shíkar undir leið- sögn trúarleiðtogans Bhind- ranwale settust að í Gullna hofinu í Amritsar sem er helgasti staður 14 milljóna Shíka á Indlandi, og kröfðust sjálfstæðis Punjab héraðs. Indverskir hermenn réðust til inn- göngu í Gullna hofið og í átökun- um féllu 350 Shíkar og 70 indversk- ir hermenn. Þessir atburðir urðu tveimur vikum eftir að ein verstu átök sem orðið hafa milli hindúa og múslíma í Bombey eftir sjálf- stæði Indlands kostuðu 200 manns lífið. í kjölfar átakanna brutust út óeirðir víða um Indland. 1988 Enn átök um Gullna hofið Öfgafullir Shíkar sem krefjast sjálfstæðis Punjabhéraðs voru ekki af baki dottnir þó illa hafi farið fyrir fjórum árum. Eftir tíð átök milli Shíka og hindúa í Punjab héldu um 100 Shíkar inn í Gullna hofið í Amritsar, sem þeir telja heilagt vígi sitt, og hófu skothríð á lögreglumenn. Shíkarnir sögðust ekki yfirgefa hofið fyrr en Punjab fengi sjálfsstjórn. Indverskar sér- sveitir héldu enn á ný inn í hofið og eftir nokkur átök gáfust Shík- arnir upp. Hins vegar myrtu Shíkar hindúa víðs vegar um Punjab í hefndarskyni fyrir árás Indverja inn í hofið, en Shíkarnir telja það hin verstu helgispjöll. 1988 Framtíðin Ekkert bendir til að úr kynþátta- átökum dragi á Indlandi á næst- unni. Öfgafullir Shíkar munu án efa halda áfram blóðugri baráttu sinni fyrir sjálfstæði Punjab og annars staðar á Indlandi eru værur milli kynþátta. Sem dæmi um það bárust fréttir af átökunt milli mús- líma og hindúa á austur Indlandi, nú í síðustu viku. Átök miUi hindúa og múslíma, jafnt sem Shíka og hindúa hafa alla tíð verið algeng á Indlandi, því miður. Árin 1947 og 1948 þegar Indland og Pakistan voru um það bil að fá sjálfstæði voru milljónir manna myrtir í kynþáttaátökum. Síðan þá hafa kynþáttaóeirðir kostað fjölda manns lífið og lítið lát virðist á ofbeldinu. Gullna hofið í Amritsar. Þar er helgasti staður 14 milljóna Shíka er búa í Punjab og annars staðar á Indlandi. Tvisvar á fjórum árum hafa öfgafullir Shíkar tekið hofið herskildi og krafist sjálfstæðis Punjab. I bæði skiptin brutu indverskir hermenn andstöðuna á bak aftur. Blóðið hefur oftar runnið um stræti Amritsar. Árið 1919 skutu breskir hermenn á óvopnaðan mannfjölda þar og drápu hátt á fjórða hundrað manns, þar af fjölda kvenna og barna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.