Tíminn - 08.09.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.09.1988, Blaðsíða 2
C nnirn: í' 2 Tíminn títíííi 'fC'.W'.'YSi .‘j vjg£c-i'-!'rifiti”i FlrtúfiWdS^úr' 8* fefeþtémber* 1 ðð8 Alþingi gaf hófsömum heildsölum byr undir báða vængi: Heildsöluálagning hækkuð með lögum Ný lög um vörugjald, sem Alþingi samþykkti s.l. haust hafa leitt til þess aö margir þeir heildsalar sem áður kunnu sér nokkurt hóf í álagningu hafa nu hækkað hana verulega, að áliti starfsmanna Verðlagsstofnunar og heildsala sem Tíminn hefur talað við. Vörugjald (7% cöa 17%) var áður lagt á tollverö innfluttra vara eða verksmiðjuverð þeirra seni franileiddar voru innanlands. Nýja vörugjaldið er 14% en gjaldstoln þess er:...tollvérð þcirra... , auk 25% áætlaðrar heildsöluálagning- ar“ eða af innlendum vörum: „... heildsöluverð þeirra". Fyrir ríkis- sjóð yrði niðurstaðan nákværnlega sú sama af 17,5% vörugjaldi á tollverð og verksmiðjuverð eins og af 14% vörugjaldi ofan á gcfna 25% heildsöiuálagningu, þannigað vörugjaldið er í raun 17,5% miðað viö eldri reikningsaðferðina. Áhrifin af þessunt „skollaleik" með vörugjaldsprósentuna eru hins vegar þau, að þeir hcildsalar sem áður létu sér nægja kannski 15%-17%- eða 20% heildsölu- álagningu sjá nú enga ástæðu til þess lengur þegar sjálft hið háa Alþingi er búið að samþykkja áætl- aða 25% heildsöluálagningu með lögum. f samtölum viðstarfsmenn Verð- lagsstofnunar hefur komið fram að mörg dæmi séu þess að heildsalar sem áður lctu sér nægja lægri heildsöluálagningu hafi nú hækkað hana upp í 25% eftir lagasctning- una. Þetta hefur sömulciðis verið staðfest f viðtölum viö heildsala. sem segjast ekki lengur sjá ástæðu til lægri álagningar heldur en lög- gjafinn hafi áætlað þeim í nelndum lögum. 1 raun hcfur Alþingi því (kannski til þess að geta státað af sem lægstri vörugjaldsprósentu?) beint eða óbeint, lögfest 25% heildsö- luálagningu sem nokkurskonar lág- marksprósentu og þar mcð í mörg- um tilfellum potað vöruverði upp um jafnvel 5-10% frá því sem ella hefði verið. Vörugjald á m.a. að greiða af sælgæti og öðrum sætindum, kexi og kökum, ávaxtasafa og öðrum drykkjarvörum. Sömuleiðis virðist hrcinlæti talinn góöur gjaldstofn því vörugjald leggst á ilm og snyrti- vörur, öll hreinlætistæki á heirnil- um og síðan flest önnur tæki og tól sem heimilisfólki eru til gagns og skemmtunar heima hjá scr. Af öðru má svo nefna steypustyrktar- járn, einangrun og gaddavír og fjölmargt annað. Samtals eru það vörur í um 220 tollskrárnúmcrum sem gjaldið skal lagt á. -HEI Marel hf. með umboð fyrir Berkel Nýlega var undirritaður samning- ur milli Marel hf. ogBerkel Internat- ional 13.V. í Rotterdam, Hollandi, um að Marel hf. yfirtaki sölu og þjónustuumboð fyrir allar Berkel vörur á íslandi með söluleyfi til sjávarútvcgs annarstaðar í Evrópu. Bcrkel International er þekkt fyrirtæki sem hefur um áraraðir haft leiöandi markaðsstöðu fyrir margar af framleiðsluvörum sínum. Helst má þar nefna kjötskurðarvélar, kjöt- sagir, kjötmarningsvélar, hakkavél- ar, brauðskurðarhnífa, iðnaðarvog- ir, afgreiðslukassa og ýmis konar verðmerkingarvogir fyrir verslanir. Marel hf. er íslenskt fyrirtæki sem framleiðir rafeindavogir og fram- leiðslustýringarkerfi fyrir fiskiðnað. Fyrirtækið var stofnað 1983, og hef- ur síðan verið í örum vexti. í dag er útflutningur orðinn um 70-80% af framleiðslunni, sem gert hefur fyrir- tækið að stærsta útflytjanda hátækni- vöru frá íslandi. Þórólfur Árnason, markaðsstjóri Marel, Jupp Kleijwegt, aðstoðarframkvæmdastjóri Berkel, Geir A. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Marel, W.F. Bloemcndaal, forstjóri Berkel, og Jón Geirsson, sölustjóri Marel. Listahátíð haldin á vitlausum tíma? Er septembermánuður heppilegri tími fyrir Listahátíð á íslandi en júníntánuður? Þessi spurningog aðr- ar voru ræddar á blaðamannafundi sem framkvæmdastjórn Listahátíðar stóð fyrir í gær. Jón Þórarinsson, fráfarandi for- maður framkvæmdastjórnar Lista- hátíðar, taldi fólk yfirleitt vera orðið mettað í júní eftir mikla tónleika- bunu apríl- og matmánaða en í september væri fólk frekar orðið þyrst í menninguna eftir sumarleyf- in. Þá taldi hann enga ástæðu til að ríki og borg væru að keppa við einkaaðila um flutning popptónlistar eins og málum á því sviði er nú háttað. Framboð á slíkum viðburð- um væri nú mun meira en þegar Listahátíð tók upp á því að flytja inn erlenda poppara fyrstir manna. Ljóst er að dræm aðsókn á popp- tónleikana í sumar hefur verið um- hugsunarefni manna og sagði Jón að ef ekki hefði komið til halli á popp- tónleikunum, sérstaklega 16. júní þegar the Christians spilaði, hefði Listahátíð sennilega komið út á sléttu fjárhagslega. Fjárhagslegu uppgjöri er hins vegar ekki lokið en Ijóst er að útkoman verður heldur neikvæð en þó ekki langt frá fjár- hagsáætlun frá því desember. Jón benti einnig á að nauðsyn væri á öruggara samhengi í starfseminni þannig að unnt verði að undirbúa og taka ákvarðanir um dagskrá Lista- hátíðar lengra fram í tímann en nú er gert. Listamenn eru nú bókaðir lengra fram í tímann en áður og sagði Jón það heppni ef tækist að ná saman góðu efni með þeim fyrirvara sem nú er viðhafður. Þá taldi hann slæmt að kasta reynslu og samböndum við erlenda listamenn og umboðsmenn þeirra frá sér eftir hverja Listahátíð og byrja svo upp á nýtt fyrir þá næstu. Hingað til hefur það ekki tíðkast að formaður framkvæmdanefndar Listahátíðar bindi hendur eftir- manns síns sem hefur næstu hátíð til meðferðar. Jón taldi það vera til bóta ef ákveðið yrði að vara-formað- ur nefndarinnar hverju sinni yrði ákveðinn formaður nefndar næstu hátíðar. Þannig yrði hægt að auka samræmi og nýta betur þau tengsl sem skapast við undirbúningsstörfin. Jón sagði menn yfirleitt ánægða með hvernig til tókst með Listahátíð í sumar og að hún hafi gengið áfallalaust fyrir sig, ef frá er talin gengisbreytingin í vor. Hefði hún kostað Listahátíð á fjórðu milljón króna ef ekki hefði verið gripið til þess að hækka miðaverðið um 10%. Heildaraðsókn að Listahátíð var rúmlega 27 þúsund manns en sagði Karla Kristjánsdóttir. framkvæmda- stjórnarmeðlimur, að ef með væru taldir þeir viðburðir sem haldnir voru í tengslum við hátíðina en ekki undir stjórn framkvæmdanefndar, mætti telja aðsóknina hátt í 50 þúsund manns. Aðsóknin var mest á sýningu á verkum Marcs Chagall en hana sóttu um 11.500 manns. Þá gat Jón þess nýnæmis að leitað var til fyrirtækja um stuðning við einstök atriði Listahátíðar og gekk vel. Sagði hann að ný kynslóð fram- sýnna menntaðra manna, sem meta menningarleg verðmæti, væri að ryðja sér til rúms innan íslensks atvinnulífs og að þeir sæju sér hag í því að styðja við íslenska menning- arstarfsemi. Blaðamannafundinn sat auk Jóns og Körlu einnig Rut Magnússon, framkvæmdastjóri Listahátíðar. JIH Tvo síöustu daga hafa færri hringt til Verðlagsstofnunar meö kvartanir: Neytendur að sofna? „Við höfum nú ekki talið beint hversu margar ábendingar, kvartan- ir eða fyrirspurnir, tengdar verð- stöðvuninni hafa komið inn á borð hjá okkur, en höfum það á tilfinning- unni að 60 til 80 inanns hafi samband við okkur á degi hverjum," sagði Jóhannes Gunnarsson starfsmaður Verðlagsstofnunar í samtali við Tímann. Jóhannes sagði að í fyrradag og í gær hafi heldur minna verið hringt til þeirra, en undanfarið og sagðist hann vonast til þess að þetta væri ekki merki um að neytendur hefðu sofnað á verðinum. Verðlagsstofnun átti í fyrradag fund með þrem stærstu forlögum í bókaútgáfu á íslandi, vegna fyrir- spurna og kvartana um hátt verð á námsbókum. Jóhannes sagði að niðurstaða þess fundar hefði verið sú að aðhafast ekkert. Verðlagsráð telur að þær skýring- ar sem þar komu fram, auk þess sem stofnunin hefur sannreynt. benda til þess að ekkert sé athugavert við verð á námsbókum. Bókaforlögin innkalla allar kennslubækur þegar námsvetri lýkur, síðan ákvarða þeir hækkun um mitt sumar, þannig að ákvörðun um verðhækkun á bókum var tekin löngu áður en vcrðstöðvun kom til sögunnar. Síðan kemur það til viðbótar að bókabúðir eru búnar að fá námsbækurnar á hækkuðu verði áður en formleg verðstöðvun tekur gildi, enda byrja skólarnir flestir fyrsta september. Út frá þess- um ástæðum, telur Verðlagsstofnun ekki að um brot á ákvæðum verð- stöðvunarlaga sé að ræða. Ekki hefur komið til málssóknar á hendur þeim sem brjóta verðstöðv- unarlögin. -ABÓ Tilraun með eldi sæsnigla í Grindavík Hingað til lands komu um 1000 lifandi sæsniglar, sem nefndireru sæeyru. frá Kalilorníu í Banda- ríkjunum um síðustu helgi. Til- raun er nú í gangi undir vfsinda- legu eftirliti í hinni nýju rann- sóknaeldisstöð Hafrannsóknar- stofnunar í Grindavík, með að ala sæeyrun á íslenskum þara við íslenskan jarðhita og er meining- in að selja þá sfðan til Japans. Sæeyrað er cftirsótt. einkum í Austurlöndum fjær, vegna kjötsins. Það má því hafa gott upp úr því að flytja dýrin út því að sögn Ingvars Nielssonar, verk- fræðings, sem haft hefur veg og vanda af tilrauninni, eru Japanir tilbúnir til að greiða 3-6.000 krón- ur fyrir kílóið af lifandi sæsnigl- um. Sæeyrað er hryggleysingi og lifir t fullsöltum sjó við 15 gráðu kjörhita og nærist á þara. Tilraunadýrin eru sem stendur að ná sér eftir langa og erfiða ferð en tilraunin er gerð í sameigin- legu átaki af Abalona Unlimited Inc. í Guadalupe, Kaliforntu, íslenska álfélaginu hf. og Ingvari Níelssyni. Rannsóknaráð ríkisins styður tilraunina. Niðurstöður hennar munu ráða framtíð sæeyr- ans á fslandi. JIH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.