Tíminn - 08.09.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.09.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 8. september 1988 Foldaskóli stækkar í 2. áfanga Annar áfangi Foldaskóla í Graf- arvogi hefur nú verið tekinn í notkun að hluta, með því að efri hæð þessarar nýbyggingar og hluti neðri hæðar hefur verið gerður að fjórum kennslustofum til bráða- birgða. Þessi annar áfangi Folda- skóla er alls um 1.830 fermetrar að stærð. í framtíðinni verða þar raungreinastofur, mynd- og hand- menntastofur, hússtjórnarstofur, almennar kennslustofur og félags- miðstöð fyrir allt hverfið, ásamt tengdum rýmum. Þcim hluta húss- ins sem cnn er ólokið er ráðgert að ljúka samkvæmt samningi þann 1. mars á næsta ári. Foldaskóli tók til starfa árið 1985 og cr því fjórða skólaár hans að hefjast núna í haust. Alls verða nemendur á nýbyrjuðu skólaári um 760 en það eru nemar í forskóla til áttunda bekkjar í 34 bekkjar- dcildum. KB Fyrsti áfangi Foldaskóla var tekinn í notkun 1985 og var þá þegar full lítill í þessari vaxandi byggð. Tímamynd Gunnar Árlegar viðræður íslands og Sovétríkjanna um viðskipti landanna á milli: Minna selt af ull og freðfiski en til stóð Ekki hefur tekist að selja Sovétmönnum jafn mikið af freðfiski, ull og málningu og viðskiptabókun landanna á milli gerir ráð fyrir. Dagana 29. ágúst til 1. september sl. fóru fram í Reykjavík árlegar viöræður fulltrúa Islands og Sovétríkj- anna um framkvæmd viðskiptabókunar við viðskipta- og greiðslusamning landanna sem undirritaður var hinn 1. ágúst 1953. Viðskiptabókunin var undirrituð hinn 25. júní 1985 og gildir í fimm ár, frá ársbyrjun 1986 til ársloka 1990. Bókuninni fylgja tveir listar yfir þær íslcnsku og sovésku vörur sem gert er ráð fyrir að keyptar verði árlega á samningstímabilinu, en samningar um kaup og sölu eru gerðir árlega milli viðskiptaaðila. Framkvæmd viðskiptabókunar- innar hefur gengið vel það sem af er þessu ári, að sögn Ólafs Sigurðsson- ar sendiráðsritara á viðskiptaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins, að öðru leyti en því að ekki hefur tekist að selja freðfisk, ullarvörurog máln- ingu í þeim mæli sem getið er um í viðskiptabókuninni. Hún kveður á um að Sovétmenn kaupi ullarvörur fyrir 5-6.5 milljónir Bandaríkjadala árlega en einungis er búið að semja um sölu fyrir um 2.1 milljónir dala í ár, að sögn Ólafs. Reyndar er búið að semja um sölu ullarvöru í formi vöruviðskipta upp á 2.8 milljónir dala til viðbótar en þau viðskipti falla utan við viðskipta- bókunina. Um sölu á freðfiski, aðallega fryst- um karfa- og ufsaflökum, kveður viðskiptabókunin á um að Sovétrík- in kaupi 20-25.000 tonn, en aðeins er búið að semja um 9.500 tonn á þessu ári. Þá er kveðið á um sölu 4-7.000 tonna af heilfrystum fiski en aðeins hefur verið samið um sölu á 1.200 tonnum. Engin málning hefur verið seld síðan 1985. „Við notum þessar viðræður til að koma okkar sjónarmiðum á framfæri um sölu á þessum vörum en það er rétt að taka það fram að við höfum ekki heldur náð að kaupa af þeim allar þær vörur sem viðskiptabókun- in kveður á um. Þar er um að ræða gler, málma og stál," sagði Ólafur Sigurðsson í utanríkisráðuneytinu. Samningaviðræður um kaup Sov- étmanna á saltsíld hafa enn ekki hafist en að sögn Einars Benedikts- sonar hjá síldarútvegsnefnd var ítrekað við samninganefndina nauð- syn þess að viðræðurnar færu fram í þessum mánuði, fyrir byrjun síldar- vertíðar í byrjun október. Mikilvægt er að samningar liggi fyrir vegna undirbúnings vertíðar. Sovétríkin eru eitt af helstu við- skiptalöndum íslands og nam verð- mæti útfluttra vara þangað á árinu 1987 um 1,9 milljarði króna, en verðmæti innfluttra vara þaðan nam á sama tíma um 2,6 milljörðum króna. Voru Sovétríkin á síðasta ári ellefta stærsta viðskiptaland fslands og námu viðskiptin á því ári um 4% af heildarviðskiptum íslands við önnur lönd. JIH Búsetaíbúðir fyrir 11-16 þúsund kr. á mánuði Fyrstu „búsetarnir“ verða vænt- anlega búnir að koma sér fyrir í 46 íbúöum að Frostafold 20 í Grafar- vogi sem Búseti stefnir að afbend- ingu á, fullbúnum, þann 1. desember n.k. íbúðirnar eru 2ja, 3ja og 4ra herbergja og kosta í kringum 3.620 þús., 4.570 þús. og 5.070 þús. krónur miðað við vísitölu nú í september. Þar af þurfa búsetar að borga um 15% fyrir búseturéttinn (um 543, 685 eða 760 þús. kr.) en 85% er lán úr Byggingarsjóði verkamanna. Þriðjungurinn í sameignarsjóð Búsetar greiða síðan „leigu“ - rúmlega 11.000, rúmlega 14.000 eða tæplega 16.000 kr. á mánuði (m.v. verð í ágúst). Þar af eru um % afborganir og vextir af lánunum, urn 'A fer í sameiginlegan viðhalds- og rekstrarkostnað. Af rúmlega 14.000 kr. mánaðargreiðslu fyrir 3ja herb. íbúð fara þannig tæplega 9.500 til greiðslu af lánum en tæplega 4.700 í sameiginlegan kostnað. Sunnuhlíð ódýrari „Lagt hefur verið allt kapp á að hafa byggingarkostnað sem lægstan án þess að slaka á kröfum um gæði og mikla sameign", segir í frétt sem Búseti sendi út í tilefni reisugillis s.l. föstudag. Fermetraverð í Búseta- blokkinni var um 46.400 krónur rniðað við júlívísitölu. Það er u.þ.b. sama verð og á íbúðum sem Verslun- armannafélag Reykjavíkur byggði fyrir aldraða félagsmenn sína við Hvassaleiti, um 2.000 kr. (4,6%) hærra heldur en í þjónustuíbúðuum aldraðra í Sunnuhlíð (44.371 pr./ fm.) en hins vegar um 5,5% lægra heldur en í íbúðum sem Ármannsfell hefur byggt fyrir Samtök aldraðra við Dalbraut og Bólstaðarhlíð. Fyrstu búsetarnir eru fólk með tekjur undir þeim mörkum sem réttur til úthlutunar verkamanna- bústaða miðast við, hvað flestir fé- lagar í VR, Sókn eða félögum opin- berra starfsmanna. Einbýlisbúsetar? Búseti hefur sótt um lán til nærri 200 íbúða á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt lögunt um kaupleigu- íbúðir. Umsóknir um aðild að Bú- seta berast í stórum stíl þessa dag- ana, svo félögum hefur fjölgað um nokkur hundruð á nokkrum vikum. Félagið er nú að gera ítarlega húsnæðiskönnun meðal félags- manna, en niðurstöður eiga að liggja fyrir í byrjun október n.k. Þar er m.a. spurt um núverandi húsnæðis- aðstæður - hvort fólk óski eftir blokkaríbúð, rað- eða einbýlishúsi og hver sé greiðslugeta þess í hús- næðiskostnað, 10, 20, 30 þús. á mánuði eða meira. Almenn kaupleiga mun dýrari Þær 11, 14 og 16 þús. króna mánaðargreiðslur sem greint er frá að framan miðast við að byggt sé fyrir lán með 1% vöxtum úr Bygg- ingarsjóði verkamanna. Ef um væri að ræða almennar kaupleiguíbúðir, fjármagnaðar með lánum úr Bygg- ingarsjóði ríkisins, með 3,5% vöxtum, yrðu mánaðargreiðslur væntanlega um 43% hærri, eða í kringum 16, 20 og 23 þús. krónur miðað við íbúðir á sama verði, 15% Búsetablokkin í byggingu. „útborgun", sama sameiginlegan kostnað og vísitölu í ágúst s.l. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.