Tíminn - 16.09.1988, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.09.1988, Blaðsíða 1
Skiptarskoðanir eruumafnotarétt á afruglurunum • Blaðsíða 3 J Gjaldþrot fyrirtækja hellast yfir skiptaráðendur í metstærðum: Þau vantar allt nema stórlánin Tíðindi eru að gerast í gjaldþrotasögu íslendinga þessa dagana. Gjaldþrotamál hellast yfir skiptaráðendur sem aldrei fyrr og hefur orðið vart mikillar aukningar síðan í vor. Málin eru ekki einvörðungu fleiri heldur eru þau jafnframt stærri. Svo virðist sem veruleg brotalöm hafi orðið í útlánastefnu banka því fyrirtækjum hafi verið lánað langt umfram það sem eignir eða önnur veð standa á bak við. Afleiðingin er sú að eignir fjölmargra þrotabúa duga ekki fyrir nema um 5-10% krafna seiii í þau eru gerð og kröfuhafar tapa milljónum króna. Þess eru jafnvel dæmi að eignir þrotabús samanstandi af nokkrum skrifborðum og stólum á meðan kröfurnar í búið hlaupa á tugum milljóna. Jón Páll Sigmarsson - sterkasti maður heims -vill berjast við heimsmeistarann í hnefaleikum: Eg vil Tvson Jón Páll Sigmarsson - sterkasti maður heims - segir í viðtali við Tímann í dag að hann vilji slást við heimsmeistarann í þungavikt í hnefaleikum, Bandaríkjamanninn Mike Tyson. Jón Páll tekur að vísu fram að hann vilji að reglunum sé breytt eigi að verða af slagnum. „Engar reglur,“ segir Jón Páll. Sá sem lifir vinnur. Jón segist vera búinn að sigra þá er skipti máli í jötnaheiminum og þá sé að leita á ný mið. Tyson hefur orðið fyrir valinu, og þó hann lesi ekki Tímann telur Jón nokkuð öruggt að hann fái skilaboðin. £ BlaÓSÍðd 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.