Tíminn - 05.10.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.10.1988, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 5. október 1988 Tíminn 3 Stjómarandstaðan í borgarráði leggur fram fyrirspurn um vinnubrögð borgaryfirvalda í Foldaskólamálinu: IFOLDASKOLAII Fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar hafa verið tíðir gestir í Foldaskóla síðustu daga. í fyrradag fór fulltrúi eftirlitsins til að kanna aðstæður í nýjum áfanga skólans, í kjölfar frétta Tímans af ástandinu í Foldaskóla. Skýrsla fulltrúans var svört og varð til þess að framkvæmdastjóri Heilbrigðis- eftirlitsins, Oddur Hjartarson, fór sjálfur á staðinn í gær og var þá síðari hluti skólans tekinn út. Odd- ur sagði í samtali við Tímann í gær að skólinn stæðist ekki kröfur Heil- brigðiseftirlitsins og hann hefði orðið hissa þegar hann sá frágang- inn. Von er á mati skólalæknis fljót- lega, varðandi það hvort húsnæðið telst heilsuspillandi. Þegar það mat liggur fyrir verður tekin afstaða til umsóknar Skólaskrifstofu Reykja- víkur um að leyfð verði kennsla í húsnæðinu áfram. Þar til verður kennt í húsnæðinu. Hlýtur það að teljast ámælisvert af Skólaskrifstof- unni að leggja slíka umsókn fram, og í öðru lagi áttu menn að sjá fyrir vandann sem var að skapast, þar sem börnum í hverfinu hefur fjölg- að mjög og skólahúsnæðið er tví- setið. Er óhjákvæmilegt að minn- ast yfirlýsinga borgarstjóra, er byggingaframkvæmdir hófust í Grafarvogi. Talaði hann um fyrir- myndarhverfi, þar sem félagslegri þjónustu yrði komið á fót jöfnum höndum og íbúar flyttu í Grafar- vog. „Sandur og jafnvel mold berst inn í skólahúsnæðið, þar sem ekki hefur verið gengið frá lóð í kring. Mér virðist sem mjög erfitt eða jafnvel ógerlegt sé að halda skólan- um hreinum við þessar aðstæður. Við munum gera kröfur um úrbæt- ur í þessu sambandi. Það er fáranlegt að ekki skuli hafa verið lokið framkvæmdum áður en kennsla hófst og síðari áfangi Foldaskóla var tekinn í notkun. Þá er það enn fáránlegra að framkvæmdir skuli standa þegar skólastarf er hafið,“ sagði Oddur Hjartarson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur- borgar í samtali við Tímann í gær. Hann benti á að það væri ljóst að fjölmiðlar fengju ýmsu áorkað, þar sem mjög vel gengur með framkvæmdir í skólahúsnæðinu, þessa allra síðustu daga. Húsnæðisvanda í Foldaskólan- um nýja í Grafarvogi, þar sem kennt hefur verið í kuldaúlpum vegna kulda í nýbyggingum, ef kennsla hefur þá farið fram og undarleg vinnubrögð borgaryfir- valda í tengslum við vandann bar á góma á fundi borgarráðs í gær. Samkvæmt lögum er óheimilt að taka slíkt húsnæði t' notkun fyrr en úttekt Heilbrigðiseftirlits hefur far- ið fram og húsnæðið samþykkt. Á borgarráðsfundinum í gær vís- uðu fulltrúar minnihlutans til opins bréfs, sem formaður Foreldra og kennarafélags Foldaskóla skrifaði til borgaryfirvalda og birt var í Morgunblaðinu í síðustu viku. í bréfinu voru tilgreindar staðreynd- ir um viðvarandi húsnæðisvanda skólans auk þess sem þar sagði: „Bréf þetta er sent sent opið bréf því öðrum bréfum okkar til skóla- og borgaryfirvalda hefur ekki verið svarað". í Ijósi þessa lögðu lulltrúar minnihlutans, þau Sigrún Magnús- dóttir Framsóknarflokki, Sigurjón Pétursson Alþýðubandalagi og Elín G. Ólafsdóttir Kvennalista fram eftirfarandi fyrirspurn til borgarstjóra: „Um hvaða bréf er hér að ræða? Hverju sætir að bréf scm send eru til skóla- og borgaryfirvalda frá borgarbúum unt svo mikilvæg mál koma ekki fyrir sjónir fulltrúa minnihlutans? Hefur þessum bréfum ekki verið svarað? Hvernig er ætlunin að leysa húsnæðisvanda skólans nú í vetur? Hvenær er áætlað að ljúka 3. áfanga, íþróttahúsi og lóð?“ Borgarstjóri mun væntanlega svara þessari fyrirspurn á næsta fundi borgarráðs sem verður á þriðjudaginn í næstu viku. Það skal tckið fram að hiti er nú kominn á skólann eftir að Hitaveita Reykjavíkur rauf innsigli á hcita- vatnsinntaki í skólanum fyrir helg- ina. Hins vegar hefur Heilbrigðis- eftirlit ekki tekið út nýbygginguna og fer kcnnsla þar því fram í trássi við lög. -HM Forráðamenn Long John Silver beittir þrýstingi af grænfriðungum um að kaupa ekki þorskflök af lceland Seafood Corporation: Samningaviðræður eru rétt að byrja „Sannleikurinn er sá að við erum ekki búnir að semja við Long John Silver fyrir fjórða ársfjórðung, sem er nú rétt að byrja,“ sagði Sigurður Markússon framkvæmdastjóri Sjáv- arafurðadeildar Sambandsins í sam- tali við Tímann, þegar borinn var undir hann orðrómur þess efnis að Long John Silver hefði frestað pönt- un á fisk frá Iceland Seafood Corp- oration, dótturfyrirtæki Sambands- ins í Bandaríkjunum, vegna þrýst- ings frá grænfriðungum. Sigurður sagði að það væri allt of snemmt að spá því hvort Long John Silver muni ekki kaupa af þeim þorskflök og sér vitanlega hefðu þeir ekki gefið út neina yfirlýsingu, hvorki gagnvart þeim né öðrum. „Við stöndum í samningaviðræðum við þá eins og er, en því er ekki að leyna að forráðamenn Long John Silver eru sýnilega undir miklum þrýstingi frá grænfriðungum, sem okkur er vel kunnugt um,“ sagði Sigurður. Á síðasta ári var sala Iceland Seafood Corporation til Long John Silver um 12-15% af heildar þorsk- framleiðslu Sambandsframleiðenda. Sigurður taldi að salan í ár yrði ívið minni en í fyrra, vegna minnkandi framboðs af þorski til vinnslu auk þess sem meira væri farið að selja á Evrópumarkaði. -ABÓ Mitt líf - ég vel: Átak til eflingar heilbrigðs lífernis Herferð til eflingar heilbrigðs líf- ernis og vellíðunar íslenskra ung- linga er að hefjast þessa dagana og fór fram kynning á átakinu á vegum heilbrigðismálaráðuneytisins í gær. Markmiðið er að fá unglinga á aldrinum 11 til 16 ára til að hugsa um að þau geti sjálf haft áhrif á sitt líf. Átakið er- á vegum nefndar um heilbrigða lífshætti æskufólks, sem skipuð var af Guðmundi Bjarnasyni heilbrigðisráðherra í janúar á þessu ári. Fyrstu skref átaksins eru tekin undir slagorðinu „Mitt líf - ég vel“. 1 gær var veggspjaldi, barmmerki og límmiða dreift til allra skóla- nemenda á aldrinum 11 til 16 ára, alls um 21 þúsund manns. Með átakinu er sérstök áhersla lögð á að unglingarnir taki sjálfir ábyrgð á sínu lífi, en það mótast af ýmsum ákvörðunum sem teknar eru mörg- um sinnum á dag alla daga ársins, eins og fram kom á kynningarfundin- um. Á veggspjaldinu er vakin athygii á sjálfstæðum ákvörðunum um ýms- ar lífsvenjur svo sem mataræði, hreyfingu, kynlíf, vímuefni, vináttu og ótal fleiri atriði sem unglingar velja sjálfir, auk þess sem gefin eru tíu holl ráð til að viðhalda fýlu og tíu góð ráð til að viðhalda góða skapinu. Hugmyndin er að eftir áramót verði gefið út annan veggspjald með nýju efni en mcð sömu áhersium, sem unglingarnir fá til að hugsa um og ræða. Þá er einnig fyrirhugað að fá heilsugæslustöðvar og félagasam- tök úti á landi til að vinna saman og fá fólk til að koma saman og hreyfa sig. Þá hefur einnig verið rætt um að koma á fót einum allsherjar útivist- ardegi í vor. í nefndinni um heilbrigða lífshætti æskufólks sitja fulltrúar frá heil- brigðisráðuneyti, Iþróttasambandi íslands, Landlæknisembættinu, Ungmennafélagi fslands og Æsku- lýðsráði ríkisins. -ABÓ Þjóðverjar í hrakningum á Vatnajökli: MATARUTUR ITIU DAGA Tveir Þjóðverjar, rúmlega tvítugir að aldri, voru hætt komnir á Vatna- jökli í fyrradag, en þá höfðu þeir verið matarlitlir í nær 10 daga, auk þess sem cldunaráhöld þeirra virk- uðu ekki. Þeir hugðust ganga yfir þveran jökulinn, frá Breiðamerkur- jökli, og ætluðu þeir að vera komir að Sigöldu í fyrradag. Flugvél Flug- málastjórnar var send til leitar og fann hún mennina í Grímsvötnum í morgun, en lengra höfðu þeir ekki komist. Þjóðverjarnir, sem sagðir voru vel búnir og vanir fjallamcnn hófu ferð- ina fyrir þrcni vikum. Þcir lögðu upp frá Breiðamerkurjökli, hugðust þeir gagna að Esjufjöllum og þaðan í Grímsvötn. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.