Tíminn - 05.10.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 05.10.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn Miðvikudagur 5. október 1988 AÐ UTAN Vestur-þýski forset- inn vill náða afturbata hryðjuverkamenn - % hlutar þjóðarinnar andvígir Richard von Weizsácker, forseti Vestur-Þýskalands, sem hefur notið álits sem friðsamur maður, stendur nú í miklum ófriði við ýmsa valdamikla stjórnmálamenn í landi sínu og skoðanakannanir hafa leitt í Ijós að tveir þriðju hlutar þjóðarinnar eru annarrar skoðunar en hann. Málið sem öllum þessum styr hefur valdið er sú yfirlýsing forsetans að hann hyggist nýta sér þann náðunarrétt sem forsetaembættið ráði yfir og náða tvo fyrrum hryðjuverka- menn sem áttu aðild að hinum alræmdu Rauðu hersveitum fyrr á árum en hafa snúið við blaðinu og afneita nú ofbeldi. Dómsmála- ráðherrann vill líka ráða yfir náðunarréttinum Richard von Weizsácker ætlar að nýta náðunarréttinn og það ekki síðar en á næsta ári. Hann vill náða fyrrum hryðjuverkamennina Angeliku Speitel og Peter-Jiirgen Boock, sem bæði sitja í fangclsi. En fyrirætlun forsetans mætir mikilli andstöðu Franz Josefs Strauss, foringja kristilegra demó- krata í Bayern, og Hans A. Engel- hard dómsmálaráðherra. Hans- Dictrich Genschcr utanríkisráð- herra og stjórnarandstaða sósíal- dcmókrata er meðmælt fyrirætlun forsetans, innanríkisráðuneytið veitir leynda andstöðu, Helmut Kohl kanslari og aðstoðarmenn hans hafa enn sem komið er ekki látið uppi sitt álit. En forsetinn stendur lastur fyrir og hefur opinberlega lýst því yfir að hann láti engin pólitísk öfl telja sig ofan af því að nýta sér náðunar- réttinn. Embætti hans fylgi réttur- inn til náðunar samkvæmt lögum og þessa ábyrgð geti hann ekki látið neinn taka frá sér, ekki einu sinni dómsmálaráðherrann. En Engelhard dómsmálaráðherra vill áskilja sér rétt til að undirrita, ásamt forsetanum, sérhverja veit- ingu náðunar, annars öðlist hún ekki gildi. Það er mjög umdeilt meðal lögfræðinga hvort þetta til- kall dómsmálaráðherrans eigi sér lagalega stoð. Dómsmálaráðherrann, sem er af flokki Frjálslyndra demókrata, er að vísu á sama máli og forsetinn um endanlega aflausn fanganna, en álítur að fangarnir hafi ekki enn afplánað nógu langan tíma af dóm- um sínum til að náðun komi til greina. Embættismenn í dóms- málaráðuneytinu segja óhjá- kvæmilegt að fangarnir sitji a.m.k. 2-3 ár í viðbót í fangelsi áður en náðun komi til álita. Peter-Júrgen Boock hefur nú setið í fangelsi næstum 8 ár og skrifað bók í fangavistinni. Angelika Speitel hefur afplánað 10 ár. Ákvörðun forsetans gæti haft áhrif á gengi ríkisstjórnarinnar Forsetinn hefur ákveðið að inn- an tveggja ára ætli hann að beita náðunarréttinum, að sögn tals- manns forsetaembættisins. Að baki þeirri ákvörðun sé sannfæring forsetans um að báðir fangarnir hafi fyrir fullt og allt orðið afhuga ofbeldi og hafi orðið að sýna fram á það í einkasamtölum við forset- ann. Forsetinn fullyrðir að við náðunina ráði ákvörðun hans eins, dómsmálaráðherrann hafi ekki annað til málanna að leggja en að staöfcsta skoðun forsetans, svo að forminu verði fullnægt. í herbúðum stjórnarinnar ríkir nokkur titringur vegna áforma forsctans, þar sem þau gætu orðið til þcss að stjórnin biði ósigur í kosningunum að ári, eða yrði jafn- vel að segja af sér. Pað veltur sem sagt mikið á tímasetningu náðunar- innar, en samt sem áður veigrar Helmut Kohl sér við því að hafa bein afskipti af forsetanum, sem er alræmdur fyrir þrjósku. Skoðanir innan stjórnarinnar skiptar En þess ber líka að gæta að skoðanir eru mjög skiptar innan stjórnarinnar og fara þær ekki eftir hreinum flokkslínum. Þannig standa frjálsir demókratar ekki allir að baki innanríkisráðherran- um. Hans-Dietrich Genscher utan- ríkisráöherra virðist styðja von Weizsácker að málum og Irmgard Adam-Schwaetzer, sem sækist eftir formannsembættinu í flokki Frjálsra demókrata er eindreginn stuðningsmaður forsetans. Hún spyr hvort dómar séu ekki að hluta til frcmur hugsaðir sem hefnd en refsing. Innanríkisráðu- neytið breiðir út ósannar sögusagnir Það er hins vegar innanríkisráð- herrann, Friedrich Zimmermann, flokksbróðir Franz Josefs Strauss, sem þykir leika tveim skjöldum í afstöðu sinni. Hann hefur til þessa ekki viljað taka opinberlega af- stöðu gegn ákvörðun forsetans, en lætur óspart í Ijós andstöðu sína þegar lítið ber á. Og starfsmenn Richard von Weizsácker, forseti Vestur-Þýskalands segist staðráð- inn í að náða tvo dæmda hryðju- verkamenn og þar með sett stjórn- málamenn og þjóðina í uppnám. innanríkisráðuneytisins breiða út þá sögu að Boock hafi átt þann þátt í afdrifum Hanns Schleyers (hann var auðugur iðnjöfur sem Rauðu herdeildirnar rændu og myrtu 1977) að keyra bílinn sem notaður var við ránið og þar með verið beinn þátttakandi í ráninu og morðinu. Hvorug þessara fullyrð- inga er sönn. Né heldur var hægt að sanna á Angeliku Speitel að hún hefði hleypt af skotinu sem varð lögregluþjóni að bana og hún var dæmd fyrir. Angelika Speitel hefur setið í fang- elsi í 10 ár og Peter-Júrgen Boock ■ tæp 8 ár. Sannað er að hvorugt þeirra framdi þann glæp sem þau voru dæmd fyrir og nú vill forsetinn náða þau. Umdeild lög réðu dómum í réttarhöldum yfir hryðjuverka- mönnum var í mörgum tilfellum dæmt eftir líkum, og dómarnir byggðust framar öðru á umdeildri lagasetningu um sameiginlega ábyrgð hryðjuverkamannanna. Boock hefur aldrei mótmælt því að hann hafi verið félagi í Rauðu herdeildunum og þar hafði hann það verkefni -sem tæknimenntað- ur maður - ásamt öðrum að um- breyta bílum sem notaðir voru við morðið á bankajöfrinum Júrgen Ponto og við ránið á Hanns Martin Schleyer. í hvorugu þessara tilfella var Boock þó á vettvangi þegar atburð- urinn átti sér stað, og er það líka niðurstaða dómarans. Þegar Schleyer var drepinn 18. október 1977 var Boock staddur í Bagdad og hafði dvalist þar undanfarandi 3 vikur. Á þessu hafa verið færðar sönnur. Það hefði legið beint við að dæma hann til refsingar fyrir að hafa veitt hjálpandi hönd. En, a.m.k. á tímum hinna miklu réttar- halda yfir hryðjuverkamönnum, var afstaða saksóknara og dómara sú að hver og einn meðlimur hóps- ins hefði upplýsingar um allar árás- aráætlanir, hefðu lagt blessun sína yfir öll hryðjuverk og yrðu þess vegna að bera fulla ábyrgð á þeim í gagnvart lögunum. Þannig var í öllum réttarhöldunum á þessum tíma litið svo á að hver einstakling- ur bæri fullan hluta sektarinnar fyrir hryðjuverk sem Rauðu her- deildirnar sem heild hefðu framið. í skýrslum frá réttarhöldunum segir Boock: „Aldrei á ævi minni hcf ég skotið á nokkurn mann og hef heldur aldrei verið viðstaddur þegar það hefur gerst.“ Þessum orðum Boocks mótmælti enginn. Dómsúrskurðurinn yfir Boock var líka umdeildur þarsem hann leit út fyrir að vera hefndaraðgerð. Boock virtist vera að fá það launað að hann hafði neitað, þrátt fyrir geysilegan þrýsting, að gerast vitni ríkisins gegn fyrrverandi vinum í Rauðu herdeildunum. Öðru máli gegnir um þá sem hafa gerst vitni saksóknara! Að áliti Zimmermanns innanrík- isráðherra, svo og ríkissaksóknar- ans, er náðun einungis veitt sem endurgjald fyrir að snúast gegn fyrrverandi félögum sínum, eins og gerðist í máli Karl-Heinz Ruh- land (1973). En þetta dæmi er engin fyrir- mynd í augum von Weizsáckers. Hann vildi langtum heldur setja nýja fyrirmynd, þ.e. að í vestur- þýska ríkinu eigi þeir líka kost á náðun sem ekki hafa látið snúa sér gegn félögum sínum. Boðskapur hans til þeirra sem nú lifa í felum vegna fortíðarinnar er sá að hver sá sem reiðubúinn er að taka upp betra líf skuli engan veginn þurfa að líða það að líf hans verði eyðilagt vegna þess að enga náð sé að finna. Nákvæmlega þetta sjónarmið er í andstöðu við afstöðu innanríkis- ráðuneytisins. Þar er skoðunin sú að sá sem sé viljugur til að gerast vitni ákæranda sýni svo ekki verði um villst að hann hafi snúið frá villu síns vegar, en ekki ómerkileg- ar yfirlýsingar um að hann segi skilið við ofbeldið og skrifi um það bækur. Strauss og aðrir hægrisinnaðir gagnrýnendur forsetans geta stuðst við skoðanir meirihluta þjóðarinn- ar. Áður en von Weizsácker kast- aði bombunni leiddi skoðanakönn- un í ljós að tveir þriðju hlutar Vestur-Þjóðverja væru andvígir náðun hryðjuverkamanna. Ekkja Schleyers er í þeim hópi sem er andsnúinn náðun þeirra og segist ekki skilja önnur sjónarmið. Hins vegar er ekkja stjórnarerindrekans Gerold von Braunmúhl, sem skot- inn var til bana í október 1986, þeirrar skoðunar að stuðla verði að því að leysa upp Rauðu herdeild- Hvað eru Rauðu herdeildirnar nú að aðhafast? Hinir ósáttfúsu vinir réttar og laga benda líka á að tímasetningin á aðgerðum forsetans sé út í hött. Öryggismálasérfræðingar þykjast hafa vissu fyrir því að Rauðu herdeildirnar, sem nú eru með 12-14 manna harðan kjarna innan sinna vébanda og u.þ.b. 200 manns þeim vinveittar, séu nú að byggja upp nýja hryðjuverkaöldu. Þær hafi komið sér upp samböndum á Ítalíu, Spáni og við írska lýðveldis- herinn. Vestur-Þjóðverjar biðu í ofvæni eftir því hvort þær létu til skarar skríða á meðan fundur Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins stóð í Berlín í septemberlok og fremdu eitthvert voðaverk. Hefði það gerst væri úti um áætlun Richards von Weizsáck- ers um að gefa iðrandi hryðju- verkamönnum grið. Fundurinn er nú afstaðinn og þrátt fyrir óróa og mótmæli var ekkert skelfingarverk framið. Hvort afstaða vestur-þýsku þjóðar- innar til náðunar hryðjuverka- manna hefur breyst við þau þægi- legu fundarlok er nú eftir að sjá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.