Tíminn - 05.10.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 05.10.1988, Blaðsíða 15
n 'ít'í Miövikudagur 5. október 1988 MINNING ALDARMINNING Sigurðar Kristjánssonar bónda í Hrísdal í dag, 5. október 1988, er ein öld liðin frá fæðingu Sigurðar Kristjáns- sonar, bónda í Hrísdal í Miklaholts- hreppi. Sigurður fæddist að Hjarðarfelli 5. október 1888, sonur hjónanna Kristjáns Guðmundssonar bónda þar og seinni konu hans Elínar Árnadóttur. Hann var elstur af þrcniur börnum þeirra hjóna. Á Hjarðarfelli hefur sama ættin haft búsetu frá árinu 1805, svo sem rakið er í bókinni Hjarðarfellsætt, sem Þórður Kárason tók saman og út kom árið 1972. Kristján flutti að Hjarðarfelli með fyrri konu sinni Sigríði Jónsdóttur og fjórum börnum þeirra vorið 1884 eftir að Vilborg systir hans hafði flutt með fjölskyldu sína árið áður til Kanada. Á síðustu áratugum 19. aldarinnar var árferði illt, tíðarfar var kalt og harðindi mikil. Níundi áratugurinn var sérlega erfiður að þessu leyti. Þetta árferði setti mark sitt á allt mannlíf á íslandi. Sigríður kona Kristjáns dó af barnsburði sumarið 1887 og náðist þá ekki til læknishjálpar, enda var læknisþjónusta þá í lágmarki í hér- aðinu. Kristján fékk þá Elínu til sín sem ráðskonu. Almannarómur taldi að hún hefði gert líknar- og kærleiks- verk með því að taka að sér móður- hlutverk að börnum Kristjáns. Þau Elín og Kristján giftust ári síðar. En þeirra samvistir urðu skammar, því Kristján dó í febrúar 1894 aðeins 42 ára að aldri úr svokallaðri brjóst- veiki. Sigurður var á sjötta árinu, er faðir hans dó. Frændi Kristjáns, Erlendur Erlendsson frá Fáskrúðs- bakka, kom þá til umsjár heimilisins með Elínu. Þau gengu í hjónaband og eignuðust þrjú börn. Þannig ólust upp samtímis á Hjarðarfelli þrenn systkini. Þau elstu samfeðra Sigurði voru Guð- bjartur, síðar bóndi á Hjarðarfelli, Stefán, síðar verkstjóri í Ólafsvík, Guðný Theodóra, síðar húsfreyja í Reykjavík og Alexander, sem drukknaði ungur í Ólafsvíkurhöfn. Alsystkini Sigurðar voru Þórður, síðar bóndi á Miðhrauni og Vilborg húsfreyja á Ölkeldu. Og svo voru hálfsystkini hans sammæðra honum, þau Kristján, síðar bóndi á Mel. Halldór, bóndi í Dal og Ingibjörg, sem lengst af var saumakona í Dan- mörku. Sigurður missti móður sína þegar hann var á 16. ári og var það mikið áfall fyrir systkinahópinn. Erlendur hélt þó áfram búskap og hélt saman heimilinu með aðstoð Guðrúnar Árnadóttur ráðskonu, systur Elínar. Þá voru elstu hálfsystkini Sigurðar öll flutt í burtu, nema Guðbjartur, sem ávallt var við heyskap á sumrin á Hjarðarfelli, þó hann væri til sjós á veturna. En 20 ára raunasaga Hjarðarfells- heimilisins var ekki á enda runnin. í lok janúar 1906 varð Erlendur bóndi úti á ferð yfir Kerlingarskarð ásamt póstinum úr Borgarnesi, Marís Guðmundssyni. Þá var heimilið enn á ný forsjár- laust með öllu. Vorið eftir flutti Guðbjartur aftur heim að Hjarðar- felli, og tók við forsjá heimilisins, en hann hafði kvænst vorið 1905 og þá stofnað heimili í Ólafsvík. Við þau erfiðu skilyrði, sem að framan er lýst, liðu barns- og ung- lingsár Sigurðar Kristjánssonar. Það var stór systkina- og barna- hópur, sem ólst upp á Hjarðarfelli við mjög fátækleg ytri skilyrði. Hann varð fyrir endurteknum ástvina- missi, sem búast mátti við að setti mark sitt á börnin. Fátæktin gekk heldur ekki fram hjá garði þeirra. Sigurður bar þó ekki nein merki þess, að hann hefði búið við neins- konar skort í æsku, því hann varð mjög stór maður vexti og karlmann- legur í öllu útliti, glaður og hress jafnan og bjartsýnismaður í hví- vetna. Hann var sterkur og afkasta- mikill við vinnu. Ekki átti hann þess kost að ganga í skóla í æsku, því enginn skóli var þá kominn í sveitina. Hinsvegar var lestur bóka iðkaður á heimilinu, svo sem aðstæður Ieyfðu. Kvöldvökur voru fastur liður í heimilishaldinu alla vetur og gestakomur voru tíðar. Ferðamenn fluttu fróðleik inn á heimilið um það sem var að gerast t' samtímanum bæði hér á fslandi og einnig erlendis. Börn þeirra tíma kunnu að hlusta og nota sér þau tækifæri, sem buðust í þekkingaröfl- un. Siguröur var mjög fjölfróður um samtíma sinn þó hann nyti engrar menntunar í æsku. Sigurður dvaldi hjá bróður sínum Guðbjarti á Hjarðarfelli eftir lát stjúpa síns. Þar dvaldi hann til ársins 1920, síðasta árið sem bóndi. Hinn 3. mars 1919 gekk hann að eiga unga stúlku úrsveitinni Margréti Oddnýju Hjörleifsdóttur frá Hofsstöðum. Margrét var aðeins tvítug er hún giftist, en stórmyndarleg eins og hún átti kyn til. Vorið 1920 fluttu ungu hjónin að Hofsstöðum og hófu þar búskap í tvíbýli við Hjörleif föður Margrétar, en hann var þá fyrir nokkru búinn að missa fyrri konu sína Kristjönu Elísabetu Sigurðardóttur móður Margrétar. Fljótlega hlóðst mikil ómegð á ungu hjónin og heimilið stækkaði skjótt. Þau gátu því ekki komið hópnum fyrir í mjög takmörkuðu húsrými, sem þau höfðu yfir að ráða á Hofsstöðum og fluttu því vorið 1927 að Dal. Þar bjuggu þau í 4 ár. þá fluttu þau að Hrísdal og bjuggu þar alla tíð síðan, meðan heilsa Sigurðar entist til bústarfa. Elstu synir hans, Hjörleifur og Kristján hófu báðir búskap í Hrísdal þegar þeir kvæntust. Því var þríbýli þar í mörg ár og þrjár mannmargar fjöl- skyldur þar í heimili. Alls eignuðust þau hjón 11 börn. Þau eru Hjörleifur, fyrrv. vegaverk- stjóri í Ólafsvík. Hann er kvæntur Kristínu Hansdóttur frá Selhóli á Hellissandi. Kristján bóndi í Hrísdal. Hann var kvæntur Maríu Eðvarðsdóttur, þýskrar ættar. Sigfús. flugafgreiðslumaður í Stykk- ishólmi. Hann er kvæntur Ragnheiði Esther Einarsdóttur úr Reykjavík. Kristjana Elísabet, húsfreyja í Hlíð- arholti, Staðarsveit. Hún er gift Vigfúsi Þráni Bjarnasyni bónda þar. Áslaug, húsfreyja í Reykjavík. Hún er gift Sveinbirni Bjarnasyni, lög- regluvarðstjóra frá Neðra-Hóli í Staðarsveit. Valdimar, lögreglu- maður í Reykjavík. Hann er kvænt- ur Brynhildi D. Eggertsdóttur frá Akureyri. Elín Guörún, Ijósmóðir í Stykkishólmi. Hún er gift Sigurði Ágústssyni, fyrrverandi vegaverk- stjóra þar. Olga, húsfreyja á Hrauni í Norðurárdal. Hún er gift Leopold Jóhannessyni fyrrvcrandi veitinga- manni í Hreðavatnsskála. Magda- lena Margrét, húsfreyja á ísafirði. Hún er gift Oddi Péturssyni, bæjar- verkstjóra. Anna, húsfreyja á Brekku í Norðurárdal. Hún er gift Þorsteini Þórðarsyni, bónda. Ásdís, húsfreyja á Seltjarnarnesi. Hún er gift Sigmundi Sigurgeirssyni trésmið. Öll eru börnin myndarleg og vel að manni, svo sem foreldrar þeirra voru. Þau eru öll lifandi, nema Kristján, sem dó2. jan. 1987. Barna- börn þeirra eru orðin 54 talsins og barnabarnabörnin 72 og eitt barn er í fjórða lið afkomenda. Það má því segja að þau Hrísdalshjónin hafi átt miklu barnaláni að fagna, þó oftlega hafi lífsbaráttan veriðerfið hjá þeim. Árin 1930-1931 var Sigurður al- gjör sjúklingur og var um skeið tvísýnt um hvort hann sigraði þann sjúkdóm. Þá var ómegðin hvað mest og í hönd fóru kreppuárin alræmdu, sem settu mörg heimili í miklar þrengingar, þó fyrirvinna væri full- fær til vinnu. En hamingja Sigurðar var sú að hann sigraði sjúkdóminn og náði fullri heilsu aftur og átti farsæld að fagna langa ævi. Ekki vildu Hrísdalshjónin leita á náðir samfélagsins um hjálp til að koma börnum sínum á legg og lögðu því fast að sér til að bjargast án þess. Ekki voru þá komnar almennar tryggingar til að Iétta fjárhagserfið- leika og því þurfti meiri nægjusemi, hyggindi og útsjónarsemi en nú tíðk- Baldur Þórarinsson Fallinn er félagi, fagur meiður, horfinn sjónum, horfinn úrleik. Það er okkur skákmönnum ætíð mikill sjónarsviftir, þegar einn úr hópnum hverfur yfir móðuna miklu, en það gerðist er Baldur Þórarinsson féll frá, langt fyrir aldur fram, þann 14. september síðastliðinn. Cassia, gyðja skáklistarinnar hef- ur töfrað hug milljóna manna og einn þeirra var vinur okkar Baldur. Ungur að árum lærði hann að tefla, en faðir hans, Þórarinn Þorleifsson, var mikill skákáhugamaður. Við minnu -t Baldurs sem góðs félaga, sem r. tíð fórnaði skákinni frístundum s i, þrátt fyrir strang- anvinnudag ft vonbrigði í harðri lífsbaráttu. lur var víðlesinn maður og a< iafróður á flestum sviðum, ekki ,ð síst um skák og skákmenn. Hann hafði komið sér upp fágætu safni skákbókmennta, sem hann sökkti sér niður í, hvenær sem færi gafst. Við félagar í Taflfélagi Blönduóss nutum þekkingar hans og fróðlciks um áratuga skeið og nú er við kveðjum hann í hinsta sinn, viljum við færa honum alúöarþakkir fyrir trygga vináttu, vaska framgöngu og baráttu fyrir vexti og viðgangi félags okkar og skáklistarinnar. Hann er staðinn upp frá skákborð- inu í síðasta sinn og genginn á vit hins ókunna. Við sendum eiginkonu hans, Guðrúnu Erlendsdottur, börnum þeirra sex og öðrum ástvinum inni- legar samúðarkveðjur. Taflfélag Blönduóss. Tíminn 15 Sigurður Kristjánsson og Margrét Oddný Hjörleifsdóttir. ast að viðhafa til að koma stórum barnahóp til manns. En erfiðleikarn- ir urðu til þess, að þau Hrísdalshjón- in létu tvö af börnum sínum í fóstur til frændfólks síns. Áslaug dóttir þeirra fór til afa síns að Hofsstöðum og ólst upp hjá honum og Valdimar fór að Hjarðarfelli og ólst þar upp. Ævistarf þeirra Hrísdalshjóna má teljast eftirtektarvert afreksverk, sem á lofti ætti að halda. Að sjálf- sögðu hjálpuðu börnin til, jafnóðum og þau komust á legg. Synirnir fóru í vegavinnu strax 10-12 ára gamlir og öfluðu þar fjár til styrktar hcimilinu og samheldnin var afar góð og allir hjálpuðust að, hönd studdi hendi. Allt blessaðist þetta því rnjög vel. Eftir að Sigurður fór að búa í Hrísdal, hóf hann umbætur á jörð- inni. Fyrst byggöi liann lítinn torfbæ fyrir barnahópinn sinn og bjó í honum í 12 ár, en 1943 var reist stórt og myndarlegt steinhús. Sama ár keypti hann jörðina. Fljótlega hóf hann ræktunarfram- kvæmdir eftir því sem aðstæður frekast leyfðu og byggði hús yfir hcy og búfé. Skemmst cr af því að segja að Hrísdalur var talinn smábýli, þegar Sigurður kom þangað en varð stórbýli í höndum lians. Þcss er þó skylt að geta að þar eiga börn Sigurðar, þó sérstaklega elstu syn- irnir Hjörleifur og Kristján stóran hlut í. Sigurður var þó alla tíð hvetjandi til stórræða og skipuleggj- andi framkvæmdanna, stórhuga og bjartsýnn. Eitt einkenni í búskap Sigurðar var góð meðferð búfénaðar og snyrtileg umgengni íhvívetna. Hann hafði alla tíð glöggt auga fyrir gildi þeirra þátta í búskapnum. Þetta varð m.a. til þess að honum var ungum falið forðagæslueftirlit í Miklaholtshreppi og hélt hann því starfi lengst af, þegar hann var heill heilsu allt til ársins 1965. Hann var leiðbeinandi bænda í sveitinni varð- andi ásetning og fóðrun búfjár og hafði áhrif til umbóta í því efni, þó beitti hann ekki nema mjög sjaldan því valdi, sem honum var fengið , samkvæmt lögum um forða- gæslueftirlit. Hann var hvarvetna aufúsugestur. Honum fylgdi hressandi glaðværð og hispursleysi í tali. Hann hafði lifandi, frjóa frásagnargáfu og allir, ungir jafnt sem gamlir, karlar og konur, hlökkuðu til að fá hann í heimsókn og vildu að hann dveldi sem lengst hverju sinni. Allir höfðu yndi af að hlýða á frásagnir hans. Hann gat oft gert gleðistund úr því að segja frá litlu atviki og gæða það lífi stundum með smávegis ýkjum. Hann var söngmaður góður, radd- mikill bassamaður og tók mikinn þátt í sönglífi sveitarinnar um ára- tugi. Á unga aldri starfaði hann í ungmennafélagi sveitarinnar og lagði jafnan æskunni gott liðsinni og öllum félagssamtökum sem störfuðu í sveitinni. Hann var hrókur alls fagnaðar á mannfundum. Það breyttist ekki þó aldur færðist yfir hann. Sigurður var góður heim að sækja. Á heimilinu ríkti glaðværð. Allir voru frjálslegir í viðmóti. Húsfreyj- an átti stóran þátt í að móta heimilið og var rnikil rausn í veitingum hennar. Hún gerði oft veislu úr takmörkuðum kosti. Á langri búskapartíð þeirra hjóna sóttu margir gestir heimili þeirra og nutu þess að koma þangað. Þau nutu einnig í hvívetna virðingar og vin- senidar samferðafólksins á langri lífsleið. Börnin í Hrísdal báru mikla virð- ingu fyrir foreldrum sínum og lögðu ung sitt liö til að tryggja afkomu hcimilisins svo sem fyrr cr grcint. Barnabörnin, sem ólust upp í Hrísdal, nutu góðra áhrifa frá afa og ömmu sérstaklcga og virtu þau mik- ils og rcyndar á þctta við um öll barnabörnin. Sigurður var einstaklega barngóð- ur maður og hafði sérstakt lag á því að temja baldna unglinga og gera scr þá fylgisama. Mörg börn óvanda- bundin dvöldu í Hrísdal, einkum á síðari búskaparárum hans og sóttu gjarnan eftir að koma þangað ár cftir ár, svo vcl líkaði þeim vistin. Sigurður hélt lengi þeim heimilis- sið áöur en útvarpiö kom að hafa kvöldvökur. Einnig las hann og söng fyrir börnin á rökkurstundum. Þá las hann húslestra á sunnudögum og öll kvöld föstunnar og var sungið vers bæði á undan og eftir. Börn hans segja, að þó fátækt hafi verið á hcimilinu hafi þau ætíð haft nóg að borða og þeim hafi liðið vcl, þó sitthvað hafi skort, scm nútíminn gerir kröfur til. Þau scgja að ætíð hafi ríkt samheldni og gott andrúms- loft á heimilinu. Ég minnist Sigurðar frænda míns með einstakri gleði, allt frá barnsár- um mínum. Hann kom hvert vor til að hjálpa til við smölun, því fé hans sótti að Hjarðarfelli, cftir að hann flutti að Hofsstöðum. Hann var einstaklega glöggur á fé, svo eftirtekt vakti og hafði ég sérstakt yndi af umgengni við hann. Lærði ég á bernsku- og unglingsárunt mínum mikið af honum í því efni. Hann bar með sér söng og glað- værð í bæinn og laðaði að sér börnin og var hugljúfi hvers þeirra. Þessar minningar allar eru mér ómetanleg- ar. Ég veit að mörg börn, sem með honum hafa dvalið eiga slíkar minningar og eru honum þakklát fyrir. Sigurður dó 9. september 1969 og var jarðsettur í Fáskrúðarbakka- kirkjugarði. Margrét lifði mannsinn og dvaldi síðustu árin hjá börnum sínum á víxl, þar til hún fór á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Þar lést hún 9. ágúst 1985. Sigurður bar mikla ást til æsku- stöðvanna í Hjarðarfelli og sagðist njóta þess að geta horft frá Hrísdal hvern dag „heim“ að Hjarðarfelli. Hann óskaði eftir því að á leiði hans yrði settur grágrýtissteinn úr Hjarðarfellslandi. Að sjálfsögðu var það gjört. Sigurður var sjálfur eins og klettur, stór og eftirminnilegur. Hann gleymist ekki þeim er þekktu hann. Gunnar Guöbjartsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.