Tíminn - 12.10.1988, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.10.1988, Blaðsíða 1
Long John Silver neitarað kaupa íslenskan fisk • Blaðsíða 2 Jakob Jakobsson kosinn forseti Hafrannsóknaráðs • Blaðsíða 5 Guðrún Helgad. kosin forseti sameinaðs þings • Baksíða Höskuldur Einarsson ritstjóri Slökkviliðsmannsins og kennari í bruna- vörnum hjá SVFI segir að stjórn brunamála í landinu sé öll í molum: Skylt að tryggja eldgildrur í topp Brunaverðir á íslandi eru áhyggjufullir vegna ástands brunamála á hérlendis og kemur þetta m.a. fram í nýjasta félagsblaði þeirra, Slökkviliðsmanninum. Tíminn ræddi þessi mál við Höskuld Einarsson, ritstjóra blaðsins og kennara í brunavörnum í Slysavarnaskóla sjómanna og var hann ómyrkur í máli. Benti hann á að á landsbyggðinni virtust engar kröfur gerðar til þeirra sem verða slökkvi- liðsstjórar. Svipaða sögu væri að segja um æðstu yfirmenn brunamála. Allt væri á sömu bókina lært í þessum efnum, æfingar ónógar og reglur þverbrotnar. Benti hann á að þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir Eldvarna- eftirlits um eldgildrur t.d. í frystihúsum væri þeim í engu sinnt enda allt tryggt upp í topp. Hjá Brunabótafélaginu fengust þær upplýsingar að skylt væri að tryggja slíkar eldgildrur þó þeir hefðu heimild til að hækka iðgjöld ef ákveðin atriði væru í ólagi. £ Blaðsíða 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.