Tíminn - 12.10.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.10.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 12. október 1988 TLmlmi MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. í’rentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- % Sjóf rysting og hefð- bundin fiskvinnsla Eitt af táknum tímanna er gífurleg fjölgun togara, sem hraðfrysta afla sinn um borð í stað þess að ísa hann til vinnslu í fiskiðjuverum í landi. Verksmiðjuskip eru að vísu ekki ný uppfinning, því að ýmsar þjóðir gera út stór skip með fullkomnum vinnslubúnaði og senda um öll höf til þess að nýta fiskimið úthafanna eða strandmið, sem þær taka á leigu hjá öðrum þjóðum. Ekki er að efa að frystitogaraútgerð hefur ýmsa kosti og þann helstan að fiskurinn er nýrri og ferskari, þegar hann er unninn um borð heldur en þegar hann er geymdur í ís til vinnslu í hraðfrysti- húsum í landi. Það kemur einnig í ljós í rekstrar- reikningum að ágóði af útgerð frystitogara er verulegur og miklu meiri en gerist í útgerð ísfisktogara út af fyrir sig. Það er því ekki að undra þótt frystitogurum fjölgi, enda kemur fram í skýrslum Fiskifélags íslands að sjófrysting hafi aukist milli áranna 1986 og 1987 yfir 60%. Þótt ekki séu nema 4-5 ár síðan verulegar tilraunir voru gerðar með útgerð örfárra frystitogara, er fjöldi þeirra nú orðinn um 70. Frystitogararnir eru síður en svo allir eins. Þeir sinna mismunandi fisktegundum. M.a. er hér um að ræða rúmlega 20 rækjutogara. Hitt virðist þó ljóst, að mjög er eftir því sóst að togararnir séu útbúnir og notaðir til frystingar á blönduðum togaraafla, ekki síst þorski. Þessi velgengni frystitogaraútgerðar er ánægju- leg og lýsir framtaki og hugkvæmni í atvinnu- rekstri, sem ber góðan árangur. Þarf engum blöðum um það að fletta, að íslendingum er nauðsyn að notfæra sér alla möguleika sem í boði eru varðandi arðvænlega fiskiskipaútgerð og fjöl- breytni í því sambandi. Hins vegar er að ýmsu að hyggja í sambandi við svo hraðar breytingar sem hér eiga sér stað, jafnvel hvort frystitogaraútgerðin eigi ekki sín takmörk, sem hafa verður í huga og taka ber tillit til. Það væri óhyggilegt, ef sjófrystingunni væri beinlínis stefnt með öfgafullum átrúnaði á þessa veiði- og vinnslugrein gegn hefðbundnum veiði- og vinnslu- aðferðum, sem byggjast á togaraútgerð í þágu fiskvinnslunnar í landi. Hér verður af sanngirni að bera saman kosti og galla þessa tvenns konar skipulags sjávarútvegs- greina. Það eru engar líkur til að sjófrystingin leysi fiskvinnsluna í landi af hólmi. Það liggur ekkert fyrir um það, að sjófrystingin sé þjóðhagslega hagkvæmari en hin hefðbundna aðferð, sem felst í því að veiðar og fjölbreytt úrvinnsla aflans í landi sé ein og órofin vinnslukeðja. Reyndar tengjast þessu einnig félagsleg sjónarmið* byggðastefna og búsetumál, að ekki sé minnst á nýtingu atvinnu- tækja, húseigna og annarrar fjárfestingar, sem þjóðin hefur þegar yfir að ráða. GARRI Aðkunnaaðhlýða Nýlega bárust fréttir af því að lögreglan í Reykjavík teldi orðið nauðsynlegt að láta lögregluþjóna í ómerktum bflum vaka yfir um- ferðarljósum borgarinnar. Ástæð- an er sú að það færist nú stöðugt í aukana að fólk virði ekki Ijósin og aki yfir á rauðu. Þetta eru í rauninni furðulegar fréttir. Umferðarljósin eru ekki sett til höfuðs einum né neinum, heldur til þess eins að greiða fyrir umferðinni. Þau eru til þess að halda skipulagi á henni og gera hana öruggari fyrir alla. Þau eru til þess að allir komist sem fljótast leiðar sinnar. Ökumaður, sem ekur yfir á rauðu, er fyrst og fremst að setja aðra ökumenn og farþega í beina lifshættu. Athæfið er bæði hættulegt og glæpsamlegt. Þess vegna er það stórfurðulegt að nokkur ökumaður skuli yfirleitt láta sér detta í hug að aka yfir á rauðu. Og ástæðan getur tæplega verið nema ein. Menn kunna ekki lengur að fara eftir settum reglum. Menn kunna ekki lengur að hlýða. Agaleysi Það fer ekki á milli mála að agaleysi hefur farið stórvaxandi hér í þjóðfélaginu á síðustu áratug- um. A heimilum alast börn ekki lengur upp við að þurfa að hlýða foreldrum sínum og fara eftir því sem þau segja. I skólunum þurfa börn heldur ekki lengur að hlýða kennurum eins fortakslaust og áður var. f þessu öllu hefur orðið stór- breyting. Agaleysi í þjóðfélaginu fer vaxandi, og afleiðingin er sú að hlýðni við settar reglur er ekki jafn sjálfsagður hlutur og áður var. Egóismi fer vaxandi og menn hugsa fyrst um eigin þarfir áður en þeir líta til þess hverju aðrir þurfa á að halda, að ekki sé minnst á samfé- lagið. f þessum anda er það svo að menn eru famir að aka yfir á rauðum Ijósum. Ef mönnum liggur á - og hverjum liggur ekki á í hraða nútímans - þá hika þeir ekki lengur við að brjóta settar umferðarreglur til þess eins að komast fljótar áfram en ella. Skítt með það þó að þeir setji aðra vegfarendur í bráða lifshættu með þessu atferli. „Ég“ við stýrið þarf að flýta mér og þá varðar mig ekkert um hina. Hvað þá hitt að einhverjum detti í hug að menn eigi að hlýða og fara eftir því sem þeim er sagt. Hvaða máli skiptir svo sem þótt einhverjir karlar og kerlingar úti í bæ vilji alltaf vera að setja ein- hverjar reglur og skipta sér af því hvað aðrir gera? Þess háttar pípi ansar enginn maður með viti. Mál- ið er að komast áfram. Ef einhverj- ar reglur eru fyrir manni þá er barasta að brjóta þær. Svo sem um rauð Ijós eða hámarkshraða. Aga- leysið er með öðrum orðum að verða algert. Barid til hlýðni Afleiðingin er svo sú að lögregl- an hefur ekki nema eitt ráð, og það er að berja menn til hlýðni með sektum og ökuleyfissviptingum. Með öðrum orðum að liggja í leyni í umferðinni og beita fortakslaust refsingum gegn þeim sem brjóta. Þess háttar er auðvitað alltaf vandræðaaðferð, en viðurkenna verður þó að lögreglan á fárra kosta völ. Og auðvitað er ekki annað hægt en að standa með lögreglunni í þessu. Ef hún stendur sig ekki þá kostar athæfi eins og þetta einfaldlega nokkra tugi landsmanna lífið á hverju ári. En hitt er Ijóst að í brotunum gegn rauðu Ijósunum endurspegl- ast verulegt þjóðfélagsmein. Lög og reglur eru sett í landinu til þess að auðvelda fólki iífið, en ekki til höfuðs einum né neinum. Þetta verður fólk að skilja. Boð og bönn eru af hinu góða en ekki af hinu illa. °8 sé svo komið að stór hluti þjóðarinnar skilji þetta ekki lengur þá er aðgerða þörf. Hér þarf átak til. Vissulega hljóta augu manna að horfa upp á skólakerfið í þessu sambandi. Þótt allir kennarar séu gerðir að sprenglærðum uppeldis- fræðingum, eins og helst sýnist stefnt að í seinni tíð, þá dugar það lítið ef í Ijós kemur að nemendur þeirra kunna ekki lengur að hlýða einföldum reglum um að stöðva ökutæki sín á rauðu Ijósi. Þá er eitthvað meira en lítið að. Hér þarf því meiri aga og meiri stjórnsemi. Ungt fólk þarf að fá tækifæri til að læra að það er engin minnkun í að fara eftir settum reglum í þjóðfélaginu. Það þarf með öðrum orðum að læra að hlýða. Af þessu þurfa kennarar að hafa meiri hliðsjón. Þeir verða að gera sér grein fyrir því að nemend- ur þurfa að venjast ungir við að hlýða settum reglum og beygja sig undir aga. Með öðru móti verður ekki haldið uppi reglu hérí umferð- inni. Né heldur í þjóðfélaginu almennt. Garri. VÍTTOG BREITT Lífslíkur seldar einsoggosdrykkkir Oft er það þegar maður er að vanda sig við að sjá hvorki né heyra þegar sjónvörpin eru að dæla auglýsingum inn í stofurnar til manns, að einhverjir dynkir fara í gang og tveir fagurlimaðir kropp- ar fara að láta vel hver að öðrum. Þeir eru af gagnstæðu kyni. Þessu fer fram um stund og svo dettur errið niður úr deyr og rödd djákn- ans á Myrká þrumar í apparatinu að fólk deyi af völdum alnæmis. Þetta er það sem eftir er af upplýsingaherferð heilbrigðisyfir- valda um hættur kynlífsins. Þar áður var mikið upplýst með mynd- birtingum af frægðarfólki með gúmmíverjur á nefi, fingrum og eyrum, en um svipað leyti stundaði starfsfólk sjónvarpa mikla sjálf- boðavinnu með gengdarlausu tali um smokka og auglýsti frjálslyndi sitt og fordómaleysi af augljósri mannúð. Þetta er sem sagt skerfur hins opinbera til varnar útbreiðslu al- næmis og einhverjir pésar hafa verið samdir og sendir einhverjum aldurshópum. Hugmyndafræði auglýsinga Dr. Sölvína Konráðs gerir þessa svokölluðu fræðslu að umtalsefni í grein í Morgunblaðinu í gær. Þar bendir hún réttilega á að forvarnir heilbrigðisyfirvalda gegn smitun alnæmisveirunar byggist á hug- myndafræði auglýsinga og hræðslu- fræðslu, en yfirskrift greinar henn- ar er Fjólubláar forvarnir, sem vísar náttúrlega til þess að öll þessi auglýsingastarfsemi hefur ekki ver- ið laus við að vera klámkennd. Sálfræðingurinn telur að þegar best lætur hafi sá áróður sem svona er staðið að engin áhrif. Læknavísindin standa ráðalaus gegnvart alnæmi og hafa ekkert til mála að leggja annað en forvarnir. Heilbrigðisyfirvöld eru álíka ráða- laus um hvernig á að standa að forvömum og leita til auglýsinga- kontóra, sem kunna ráð við öllum vanda, aðeins ef peningar eru í boði. Og svo voru skaffaðar for- vamarauglýsingar og enginn hefur hugmynd um hvort nokkurt minnsta gagn sé af öllu standinu. Það hefur ítrekað komið fram í könnunum að þrátt fyrir alla „fræðsluna" er fólk almennt af- skaplega fáfrótt um smitleiðir al- næmis en það breytir engu um fölbláu forvamirnar sem dynja á heimilunum samkvæmt pöntunum. Er hættan liðin hjá? Fjölmiðlar eru ekki eins spenntir fyrir umfjöllun um alnæmi eins og þegar sjúkdómurinn var í hátfsku og heilbrigðisyfirvöld virðast hafa gleymt honum nema að láta auglýs- ingastofu panta tíma í sjónvörpum fyrir kroppasýningar. Að öðm leyti virðist helst sem sjúkdómurinn sé gleymdur og grafinn. Engar nýjar upplýsingar koma fram og forvarnimar hafa ekkert breyst þrátt fyrir að sú vitneskja liggur fyrir að fæstir hafa hugmynd um smitleiðir þrátt fyrir allar smokkasýningarnar og hmn errsins eða gönguferðir á almanna- færi með samfaramynd á plast- poka. Dr. Sölvína bendir á í grein sinni að tilgangur auglýsinga sé að stjóma neysluvenjum almennings og viðhalda neysluhegðun, en að sú tækni dugi engan veginn til að stjóma kynhvöt manna eða kyn- lífshegðun. Því sé verr af stað farið en heima setið hvað hræðslu- áróðurinn snertir. Því verður ekki trúað að óreyndu að heilbrigðisyfirvöld hafi gefist upp við forvarnarstarf gegn alnæmi. En hætt er við að það verði gagnslítið ef það á ekki að byggjast á öðru en fálmi og fumi aðila sem reyna að selja lífslíkur með sama hugarfari og aðferðum og að pranga út gosdrykkjum. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.