Tíminn - 12.10.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.10.1988, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 12. október 1988 Tíminn 9 Þjóðleikhúsið: HVAR ER HAM- ARINN? Höfundur: Njörður P. Njarðvík. Tónlist: Hjálmar H. Ragnars- son. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir. Sýnt í Gamla bíói. Maður hefði getað haldið að nú væri að hefjast kennsluleikrit um fornnorræna goðafræði þegar kom- ið var í Gamla bíó á laugardaginn. Loki Laufeyjarson, í froskmanns- búningi, stígur fram og segir áhorf- endum frá „gömlu goðunum ykkar“. Hann syngur: Með einu auga Óðinn allan heiminn sér. Heimdallur heyrir er grasið gróa fer. Njörður lœtur vindana vaða út á haf. Freyr lœtur rigninguna fœra allt í kaf. Og Freyja - hún er fegurst allra meyja. f>að er auðvitað gott og gilt verkefni: að kynna ungum íslend- ingum fornan menningarheim með leikrænum hætti. En sýningin er ekki beint þess eðlis. Hún er nokk- uð litskrúðugur ærslaleikur út af Þrymskviðu, byggður á klassískum grunni eins og leikstjóri lýsir í leikskrá: „Auðvitað hefur Þryms- kviða verið leikin í gamla daga. Hvað gerum við ekki enn í dag á öllum þorrablótum, í átthagaveisl- um, árshátíðum og skólaskemmt- unum. Hvað er grínið með karl- þjóðina í kvenfötum, klæðskipti karlanna hlægilegu, átið, drykkjan og ofbeldið í lokin annað en upp- suða og leifar af Þrymskviðunni gömlu? En hún hvílir sjálfsagt á sömu undirstöðu og Commedia dell’Arte, en hana má rekja til fornaldar í gegnum Róm og alla leið til Grikklands". Hvað sem þessum sögulega fróð- leik líður þá er Ijóst að Brynja Benediktsdóttir hefur skapað skemmtilega og lifandi sýningu úr þeim efniviði sem hér liggur fyrir. Ég nefni leikstjórann með vilja á undan höfundum texta og tónlist- ar. Ekki lasta ég á neinn hátt verk þeirra manna, það virðist snyrti- lega af hendi leyst, texti Njarðar lipur en ekki sérlega persónulegur, tónlistin létt og glaðleg. En öllu þessu skipar leikstjórinn í heildar- mynd sem var ánægjuleg fyrir skilningarvitin. Enda var ekki ann- að að sjá en bæði ungir og aldnir leikhúsgestir skemmtu sér hið besta. Leikmyndin er hæfilega einföld, en ljósabeiting og litaspil notað til að aðgreina þá tvo heima þar sem leikurinn fer fram. Annars vegar er Ásgaður, bjartur, hins vegar hinir dökku Jötunheimar. Vissu- lega býður Þrymskviöa upp á grót- eskan leik með sínu groddalega skopi þar sem dregið er dár að goðunum, þau gædd svo mannleg- um eiginleikum. Persónusköpunin er blátt áfram lögð upp í hendurnar á séðum leikstjóra: Þór, einfaldur og máttlaus án hamarsins, Freyja hin stórláta, Loki lævísi og hinn gírugi Þrymur. Með dálitlum sjón- brögðum tekst að gefa þessu sjón- arspili svip, samanber hið kostu- lega atriði þegar Freyja reiðist sem mest eftir að henni hafa verið borin þau tíðindi að Þrymur vilji fá hana fyrir konu: þá stækkar hún upp í tröllastærð og sprautar úr brjóstum sínum yfir Loka og Þór! Hér er vissulega hið gróteska teygt til hins ítrasta en fór einkar vel í samhengi sýningarinnar. Eiginleg leikhlutverk eru ekki nema fjögur: Æsirnir Freyja, Þór og Loki og jötunninn Þrymur. Sá síðastnefndi hefur tvö höfuð, og sá ég ekki að mikil bót væri að því uppátæki enda hverfur annað höfuðið þegar til tíðinda dregur. En Erlingur Gíslason fór á kostum í hlutverki Þryms. Hann er auðvit- að reyndastur leikaranna, og sann- aði þá kenningu að til að skila verulega góðum skopleik þarf mikla og langvinna reynslu. Að minnsta kosti bar hann af leikend- unum. Hin þrjú, Örn Árnason, Þór, Randver Þorláksson, Loki og Lilja Þórisdóttir, Freyja, stóðu sig öll vel og réttilega valin í hlutverkin. - Umhverfis er skipað liði söngvara og hljóðfæraleikara sem bregða sér í gervi ása og jötna eftir því sem þarf. Lítt reynir þar á leik en trúðleikur þeirra cr vitaskuld þátt- ur í að skapa unrgerð sýningarinn- ar. Mér þóttu reyndar Þór og Loki nokkuð úr annarri átt en hinir að gervi til: Þeir falla ekki inn í þá sirkuskenndu trúðamynd sem að öðru leyti er upp brugðið. Þetta misræmi truflaði þó lítið á sýning- unni. Lengi hefur mátt bíða þessarar sýningar enda átti hún að koma á fjalirnar í fyrravetur þótt ekki yrði af. Fyrir bragðið var þá engin barnasýning í Þjóðleikhúsinu. Nú hefur verið bætt l'yrir það með myndarlegum hætti. Eftirmáli um leiklistarþing Frá því var sagt í fjölmiðlum á dögunum að leiklistarþing hefði verið haldið í Þjóðleikhúskjallar- anum 1. og 2. okt. Nokkuð ítarleg frásögn af þingi þessu er í Morgun- blaðinu 6. okt. Það kemur kynlega fyrir sjónir að þingið átti einkum að fjalla um samskipti fjölmiðla og leikhúss, en forráðamenn þess höfðu ekki fyrir því að kalla til þá sem einkum fjalla um leikhús í fjölmiðlum! Hvorki var boðið gagnrýnendum né stjórnendum þeirra útvarpsþátta sem taka leik- sýningar til meðferðar. Og reyndar virðast öll „fjölmiðlatengsl" vegna þinghaldsins hafa verið með endemum: engum fulltrúa þessa blaðs var boðið þangað! Ástæða er til að spyrja hvað vinnubrögð af þessu tagi eiga að þýða. Vilja þeir leikhúsmenn sem að samkomunni stóðu aðeins nota fjölmiðla til að auglýsa leikstarf- semi? Svo er að sjá að fréttastjórar hafi þar verið um það beðnir að sjá nú til þess að fréttaflutningur sé í lagi - sem hann virðist raunar vera yfirleitt. Gagnrýnin umfjöllun er ekki neitt sem þarf að ræða - eða hvað? „Markaðssetning" er tískuorð neysluþjóðfélagsins. Leikhús þurfa auðvitað að „markaðssetja“ sína vöru eins og aðrir. Gagnrýnendur líta ekki á sig sem sölustjóra. Vart verður því trúað að sú sé ástæða þess að þeim var haldið utan við þetta leiklistarþing. Gunnar Stcfánsson. BÆKUR lllllllll!! Bókaútgáfan Örn og Örlygur: 13 jólabækur í ár Eins og greint var frá hér í Tíman- um í fyrri viku er nú unnið hörðum höndum að vinnslu jólabókanna í prentsmiðjum landsins. Svo virðist sem flóðið sé um 20% minna en fyrir sl. jól. Stóru rótgrónu forlögin draga þó lítið sem ekkert saman seglin og gefa sem fyrr út veglegar bækur, íslenskar og þýddar erlendar. Frá Erni og Örlygi koma 13 jóla- bækur í ár, sem rétt er að greina hér stuttlega frá. Fyrst skal nefna bókina Fegurð íslands og forna sögustaði, ritaða af W.G. Collingwood árið 1897. í henni er greint frá afrakstri ferðar Collingwoods til íslands í máli og myndum. Meðal annars eru sýndur fjöldi vatnslitamynda sem hann mál- aði á ferð sinni um ísland. Formála ritar Haraldur Hannes- son, Björn Th. Björnsson og Janet Collingwood Gnosspelius. Bókin er á fjórða hundrað blaðsíður í skreyttri öskju. Þriðja bindi bókarinnar Reykja- vík - sögustaður við Sund kemur nú út. Textahöfundur er sem fyrr Páll Líndal en ritstjóri Einar Arnalds. Myndaritstjóri er Örlygur Hálfdán- arson. Eins og nafn bókarinnar gefur til kynna er viðfangsefni hennar höfuðborg landsins. Efninu er skip- að í stafrófsröð líkt og í bókinni Landið þitt ísland. Þessi bók spann- ar síðasta hluta stafrófsins. Auk texta er í henni mikill fjöldi gamalla og nýrra ljósmynda, málverka, teikninga, korta og uppdrátta. Þjóðhættir og þjóðtrú heitir bók sem Þórður Tómasson safnstjóri á Skógum skráði eftir Sigurði Þórðar- syni frá Brunnhól. Greint er frá lífi og starfi, þjóðsiðum og þjóðtrú í afskekktri byggð. Undirheimar íslenskra stjórnmála er nafn á bók sem Þorleifur Friðriks- son, sagnfræðingur ritar. Um er að ræða sjálfstætt framhald bókarinnar Gullna flugan sem kom út í fyrra. Þorleifur fjallar m.a. um það mikla umrót í Alþýðuflokknum á árunum 1952-1956 í kjölfar hallar- byltingar Hannibals Valdimarsson- ar. Fram kemur að erlendir andstæð- ingar „hannibalisma", bæði austan hafs og vestan, tóku höndum saman við hægri krata hér heima og beittu fyrir sig reyfarakenndum aðferðum. Slík leynd lá yfir aðgerðunum að sumir þeirra sem stóðu mitt í hring- iðunni höfðu ekki hugmynd hvað átti sér stað, hvaða launráð voru brugguð að tjaldabaki. Skúli Helgason hefur ritað Sögu Þorlákshafnar sem er þriggja binda verk, ríkulega skreytt myndum. Skúli getur þjóðsagna frá Þorláks- höfn, rekur útgerðarsögu staðarins í þaula og segir frá nokkrum sögu- frægum bændum og sjómönnum. Auk þess er í Sögu Þorlákshafnar birt ýmislegt efni um þennan merka útgerðarstað sem birst hefur í blöð- um og bókum eða varðveist í hand- ritum. Lokabindi Minninga Huldu Á. Stefánsdóttur kemur út fyrir jólin. Undirtitill bókarinnar er Skólastarf og efri ár og skiptist hún í tvo hluta; „Tveir skólar“ og „Við gluggann minn“. í fyrri hluta. bókarinnar segir Hulda frá Kvennaskólanum á Blönduósi, þar sem hún var tvisvar skólastjóri, og Húsmæðraskóla Reykjavíkur. í síðari hluta bókar- innar situr Hulda við gluggann sinn í Reykjavík, háöldruð kona, og lætur hugann reika. Nítjánda bindi bókaflokksins Þrautgóðir á raunastund, eftir Stein- ar J. Lúðvíksson, verður gefið út fyrir jólin. Að þessu sinni fjallar Steinar um björgunar- og sjóslysa- sögu áranna 1972, 1973 og 1974. Þessi bók er sú síðasta í nefndum bókaflokki, að því undanskyldu að áformað er á næstunni að gefa út lykilbók með ítarlegum nafnaskrám. Lækningahandbókin er nafn á væntanlegri bók frá Erni og Örlygi eftir Erik Bostrup í þýðingu Ólafs Halldórssonar líffræðings. Formála ritar Guðjón Magnússon, landlækn- ir. Bókin er í sama broti og Vega- handbókin. Auk almennra upplýs- inga um sjúkdóma og meðferð þeirra er í bókinni að finna ýmsar greinar sem ætlað er að auðvelda fólki að glöggva sig á ýmsu því er snertir sjúkdóma beint eða óbeint. í bókinni Himinn og hel-undur lífsins eftir dauðann, eftir Emanúel Swedenborg í þýðingu Sveins Ólafs- sonar er fjallað um framhaldslífið. Bókin fjallar um upplifun og reynslu Swedenborgs í lífi annars heims um árabil. David Williams hefur skrifað bók sem ber heitið Mývatn - A Paradise for Nature Lovers. Bókin er rituð á ensku og eru í henni 133 litmyndir og kort sem tengjast efni bókarinn- ar. Fyrir unnendur reyfara kemur nú út bók eftir hinn kunna höfund Colin Forbes í þýðingu Snjólaugar Bragadóttur. Þessi bók ber heitið Ógnir alpakastalans og er njósna- og átakasaga sem gerist að mestu leyti í Sviss. Fyrir börnin gefur Örn og Örlygur út tvær bækur, annarsvegar Gólf- leikjabók Arnar og Örlygs eftir Car- oline og John Astrop í þýðingu Jóns Skaptasonar og hinsvegar Lítill ís- björn einn í vanda, sögu með mynd- um eftir Hans de Beer í þýðingu Helgu Einarsdóttur bókavarðar. óþh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.