Tíminn - 01.03.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 01.03.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn Miðvikudagur 1. mars 1989 (þróttir Tólf réttir í getraunum 1x2: „Ulla á gíró- seðlana sína Hópur „tippara" datt heldur betur í lukkupottinn þegar síðasti pottur var gerður upp. Þeir fengu einir tólf rétta og unnu rúmlega 4,5 milljónir. Hópurinn samanstendur af átta einstaklingum og kallar sig dagskokk. Þeir hittast í Inghóli á Selfossi hvert föstudagskvöld, hver leggur fimm hundruð krónur í sjóð og fyrir hann er „tippað“. „Þetta er hópur kátra pilta sem hittist einu sinni í viku til að freista gæfunnar. Það er langt því frá að við leggjum eitthvað upp úr skokkinu þó nafnið bendi til þess. Það er samsett úr upphafsstöfum okkar allra og kemur svona skemmtilega út,“ sagði Sig- urður Grétarsson, einn þeirra heppnu, í samtali við Tímann. I vikunni áður fengu þeir ellefu rétta og unnu áttatíu þúsund krónur og lögðu því heldur meira upp úr „tippinu" í síðustu viku en venju- lega. „Tippuðu" samtals fyrir sextán þúsund krónur. Kerfið sem hópur- inn nota er á getraunaseðlinum „þetta er útgangskerfi 1605 raðir að því mig minnir, með tíu útgangs- merkjum" sagði Sigurður. Þó hópurinn leggi ekki mikið upp úr skokkinu núna eru í honum fyrrverandi íþróttamenn, bæði úr knattspyrnunni og landsliðinu í lyft- ingum. Þeir hafa áður verið með tólf rétta, fyrir þremur árum og fengu þá 130 þúsund krónur. Dagskokk ætlar sér ótrauður að halda „tippinu" áfram. Sérstaklega líta meðlimir björtum augum til komandi sumars sem verður fyrsta sumarið sem get- raunirnar verða starfræktar. „Sumir ákváðu nú bara að fara heim og ulla á gíróseðlana sína þegar við fréttum af vinningnurh," sagði Sigurður. jkb Handboltinn rúllar á ný Eftir tæplega tveggja mánaða hlé á keppni í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik, verður flautað til leiks á nýjan leik í kvöld. Grótta og Breiðablik leika á Seltjarnarnesi og hefst leikurinn klukkan 19:30. Með þeim leik hefst ellefta umferð 1. deildar. 11. umferð verður kláruð á sunnu- dag, en þá leika Fram-Valur, Stjarn- an-KR, KA-FH og ÍBV-Víkingur. Tólfta umferð verður leikin mið- vikudaginn 8. mars og mætast þá: Valur-Stjarnan, KR-KA, FH-ÍBV og UBK-Fram. Síðasti leikur um- ferðarinnar verður leikinn fimmtu- daginn 9. febrúar en þá leika Grótta og Víkingur. -ES Skíðafélag Reykjavíkur 75 ára Sunnudaginn 26. febrúar sl. voru 75 ár liðin frá stofnun Skíðafélags Reykjavíkur. Skíðafélagið á að baki merka sögu og í tilefni af afmælinu fer hér á eftir stutt ágrip af sögu félagsins. Aðalhvatamaður að stofnun Skíðafélags Reykjavíkur var Lor- entz H. Múller, sem talinn hefur verið faðir skíðaíþróttarinnar í Reykjavík. Múller fluttist frá Noregi til íslands og settist að í Reykjavík árið 1906. Hann varð fljótt virkur í í íþróttalífi bæjarins enda mikill áhugamaður um íþróttir, útivist og ferðalög. Skíðaskóla kom hann á fót á Kolviðarhóli og árið 1913 fór hann í mikið skíðaferðalag með tveimur ungum mönnum, þeim Herluf Clausen og Tryggva Magnússyni, sem niikla athygli vakti. Gengu þeir yfir 200 km á 5 dögum. L.H. Múller sagði svo frá stofnun félagsins í ræðu á 20 ára afmæli félagsins: „Veturinn 1914, eftir jól var mikill snjóavetur, og á hverjum sunnudegi var heill hópur skíða- manna sem mættust í Ártúnsbrekk- unum og einmitt þar kom fyrst fram hugmyndin um stofnun skíðafélags. Undirbúningsfundur var haldinn í Bárubúð 23. febrúar 1914 og á þeim fundi voru mættir Axel Tulinius forseti ÍSÍ, Guðmundur Björnsson landlæknir, Jón Þórarinsson fræðslu- málastjóri, Ólafur Björnsson rit- stjóri og ég. Við undirbjuggum frumvarp til laga fyrir félagið og urðum ásáttir um að boða til stofn- fundar 26. febr. 1914. Ca. 60-70 áhugasamir menn mættu á fundinum og Skíðafélag Reykjavíkur var stofnað og lög þess samþykkt." L.H. Múller var að sjálfsögðu kjörinn fyrsti formaður félagsins en með honum í stjórn voru kosnir: Steindór Björnsson, Herluf Clausen, Tryggvi Magnússon og Pét- ur Hoffmann. Fyrstu skrefin Stjórn félagsins lét þegar hendur standa fram úr ermum. Fyrsta Sala getraunaseðla með ensku knattspyrnunni lokar á laugardögum kl. 14.45. 9. LEIKVIKA- 4. MARS 1989 III 11 11 Leikur 1 Sheff. Wed. - Charlton Leikur 2 Southampton - Norwich TENINGUR Leikur 3 Birmingham - Oxford Leikur 4 Bradford - Barnsley Leikur 5 Brighton - Blackburn Leikur 6 C. Palace - Bournemouth Leikur 7 Hull - Stoke Leikur 8 Ipswich - Swindon Leikur 9 Leicester - Walsall Leikur 10 Plymouth - Portsmouth Leikur11 Watford - Man. City Leikur 12 Fulham - Swansea Símsvari hiá getraunum á laugardögum eftir kl. 17:15 er 91-84590 og -844§4. BR0SUM / og ¥ alltgengurbetur ^ verk hennar var að efna til skíða- námskeiðs eða skíðaskóla fyrir nokkra pilta. Kennarar voru L.H. Múller og Steindór Björnsson. Kennsla fór fram á kvöldin og var þá með „teoretísk kennsla“ sem fram fór í leikfimihúsi barnaskólans. Einnig fór kennslan fram í Ártúns- brekkunum. Morgunblaðið segirsvo frá 9. mars: „Skíðafélagið fer vel af stað. Námskeið stendur yfir þar sem allt er lært sem að skíðaför lýtur. í morgun mættum vér hr. L. Múller í fylgd með 10-20 drengjum og ungl- ingum á leið upp í Ártúnsbrekku. Ætluðu þeir að eyða deginum þar.“ Um svipað leyti sendi stjórnin frá sér áskorun til allra um að veita skíðaíþróttinni lið. Áskorunin hófst með þessutn orðum: „Vér undirrit- aðir skorum hér með á alla, konur sem karla, unga sem gamla, að hjálpa til að efla skíðaíþróttina hér á landi og koma henni í það gengi sem hún á með réttu skilið". Margir urðu til þess að lýsa yfir stuðningi sínum við áskorun félagsins og með- al þeirra voru Hannes Hafstein ráð- herra, Jón Þórarinsson sem áður var nefndur, Þorsteinn Gíslason ritstjóri og stjórnarmenn ÍSÍ. Um páskana þennan sama vetur gengu betri skíðamenn félagsins yfir Kjöl og til Reykjavíkur eftir að hafa farið með skipi inn í Hvalfjörð. Var þetta fyrsta skíðaför félagsins en þær áttu eftir að verða fleiri. Sprengisandsferð Veturinn 1925 fóru L.H. Múller og þrír félagar hans úr Skíðafélag- inu, Reidar Sörensson, Axel Gríms- son og Tryggvi Einarsson, mikla frægðarför á skíðum úr Eyjafirði suður yfir Sprengisand. Þótti ferð þeirra félaga hið mesta afrek. Árið 1927 færðist mikið líf í félagið enda var þá mikill snjóavetur. Eftir það fór félaginu að vaxa fiskur um hrygg og félagsstarfsemin jókst með ári hverju. Veturinn 1929/30 fór félagið t.d. 13 ferðir og voru þátttakendur 705. Skíðaskálinn reistur Eitt merkasta framtak Skíðafé- lagsins var bygging Skíðaskálans í Hveradölum sem vígður var þann 15. september 1935. L.H. Múller var hinn drífandi maður í því máli sem öðrum hjá félaginu. Fé til byggingarinnar var safnað með ýmsu móti, m.a. mcð sölu rnerkja og svokallaðri „krónuveltu" eða „tú- kallsveltu", sem auk þess að vera ágæt auglýsing fyrir skálann, vakti almenna athygli og ánægju, því blöðin Formenn Skíðafélags Reykjavíkur L.H. Miiller Kristján Ó. Skagfjörð Stefán G. Björnsson Leifur Muller Jónas Ásgeirsson Páll Samúelsson Matthías Sveinsson Páll Samúelsson Guðni Stefánsson 1914-1939 1939-1947 1947-1968 1968-1975 1975- 1976 1976- 1978 1978-1984 1984-1988 1988 birtu nöfn þeirra sem skorað var á og urðu að greiða 2 kr. (minnst) og svo koll af kolli. Allur efniviður í skálann var keyptur í Noregi og kom hann til landsins í lok maímánaðar 1935 ásamt nokkrum húsgögnum í skíðaskálastíl. Skíðaskálinn var sá fyrsti sem reistur var sunnanlands og bygging hans eitt hið mesta átak í íþróttamálum þjóðarinnar. Hann var strax vel sóttur af skíðafólki og ekki leið á löngu þar til félagið hafði fengið norskan skíðakennara til starfa við hann. Fyrsta skíðalandsmótið í marsmánuði 1937 efndi Skíðafé- lag Reykjavíkur til fyrsta skíðamóts- ins hér á landi með þátttöku víðs vegar að af landinu. Þetta mót var Landsmót skíðamanna. Þessi félög sendu keppendur á mótið: Skíðafé- lagið Einherjar ísafirði, Skíðafélag Siglufjarðar, Skíðafélagið Siglfirð- ingur (síðar Skíðaborg), KR, Ár- mann og að sjálfsögðu Skíðafélag Reykjavíkur. Á mótinu var keppt í göngu og stökki. Auk einstaklings- greina var í göngunni keppt um sveitarverðlaun, „Thule-bikarinn“, sem Vátryggingafélagið Thule hafði gefið. Sigurvegari í göngunni (18 km) varð Jón Þorsteinsson úr Skíðafélagi Siglufjarðar. Hann var þá aðeins 15 ára að aldri. Skíðastökkið vann hins vegar Alfreð Jónsson úr Skíðafélag- inu Siglfirðingi. Hann var aðeins tveimur árum eldri en Jón. „Thule- bikarinn" vann sveit Skíðafélags Siglufjarðar. Skíðafélag Reykjavíkur hélt aftur mót árið eftir og var það kallað „Thulemót" enda þótt „Thulegang- an“ væri aðeins ein keppnisgreina. Á þessu móti var keppt í svigi í fyrsta sinn opinberlega á íslandi. Siglfirð- íngar unnu „Thule-bikarinn“ öðru sinni og síðar til eignar. Ólympíumeistari í heimsókn Á 25 ára afmæli félagins 1939, var efnt til afmælismóts á Hellisheiði og jafnframt var Thulemót. Tilraunir stjórnar félagsins til þess að fá kepp- endur frá Norðurlöndunum á mótið báru ekki árangur en henni tókst hins vegar að fá norska skíðakapp- ann Birgi Ruud til að koma til landsins. Hann var þá Ólympíu- meistari í skíðastökki, reyndar tvö- faldur, því hann hafði sigrað á vetrarleikunum í Lake Placid 1932 og í Garmisch-Partenkirchen 1936. Koma hans til landsins vakti óhemju athygli og fjölmenntu áhorfendur á afmælismót félagsins. Birgir sýndi svig og skíðastökk á mótinu og einn daginn stökk hann heljarstökk á skíðum. Formannsskipti Árið 1939 gaf L.H. Múller ekki lengur kost á sér í embætti formanns enda hafði hann verið formaður þess óslitið í 26 ár. Við formennsku tók Kristján Ó. Skagfjörð sem átt hafði sæti í stjórn félagsins um 20 ára skeið. Eins og L.H. Múller var Kristján mikill áhugamaður um skíðagöngu og fjallaferðir. Hann átti um árabil sæti í stjórn Ferðafé- lags Islands og var fararstjóri í ótal ferðum þess. Formannstíð Kristjáns í Skíðafélaginu stóð í átta ár eða til ársins 1947. Þá tók Stefán G. Björns- son við formennsku. Kristján Ó. Skagfjörð lést í sept- ember 1951 og í aprílmánuði árið eftir lést L.H. Múller. Báðum þess- um íþróttafrömuðum reisti Skíðafé- lagið veglegan minnisvarða við Skíðaskálann. { formannstíð Stefáns Björnsson- ar keypti Reykjavíkurborg Skíða- skálann og rak hann í nokkur ár eða til 1985. Þá var skálinn seldur veit- ingamanni og Skíðafélagið missti þar með húsnæði sitt. Félagið hefur fengið inni hjá Bláfjallanefnd - eða nánar tiltekið í gamla Borgarskálan- um í Bláfjöllum. Þetta fyrirkomulag er mjög gott og skíðamót og æfingar fara fram með góðri aðstoð Þorsteins Hjaltasonar, stjórnanda í Bláfjöll- um. Skrifstofa félagsins hefur síð- ustu hárin verið á Amtmannsstíg 2. Þar eru bækur félagsins og þar fara fram fundir og námskeið. Skíðafélagið hefur aðallega skíða- göngur á dagskrá og margir bestu skíðagöngumennirnir hafa gegnum árin keppt fyrir félagið og unnið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.