Tíminn - 25.04.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 25.04.1989, Blaðsíða 20
AUGLYSINGASIMAR: 680001 —686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAB Holnorhúsinu v/Tryggvagölu, S 28822 „LÍFSBJÖRG í NORDURHÖFUM" VT> Útvegsbankinn Seltj. VERflBRÉFAVKISKIPn Gíró—1990 SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18. SlMI: 688568 Gegn náttúruvernd á villigötum PÓSTFAX TÍMANS 687691 Tíniiiui ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1989 Húsnæðismálafrumvarpinu haldiðföstu í félagsmálanefnd. Ekki þingmeirihluti fyrirmálinu _________ og reynt að finna útgönguleið fyrir Jóhönnu: Sprengiefni í félags- málanefnd neðri deildar Frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráð- herra um húsnæðismál var ekki afgreitt út úr félagsmála- nefnd neðri deildar Alþingis í gær, eins og gert hafði verið ráð fyrir. Óvíst er hvenær frumvarpið kemur úr nefndinni, en fundur er í nefndinni í fyrramálið og þar er húsbréfakerfið ekki á dagskrá. Er talið líklegt að málið verði í nefnd fram yfir helgi. Svo virðist sem húsnæðismála- frumvarpið sé að verða að veru- legu vandamáli innan ríkisstjórn- arinnar. Félagsmálaráðherra hef- ur lýst því yfir að hún muni segja af sér ráðherraembætti nái málið ekki fram að ganga fyrir þinglok. Þessu lýsti hún yfir þrátt fyrir að ljóst væri að ekki var þingmeiri- hluti fyrir að málið kæmist í gegn. Eins og kunnugt er hafa Alexand- er Stefánsson og fleiri þingmenn Framsóknarflokksins lýst því yfir að þeir muni ekki geta fallist á að frumvarpið, eða öllu heldur sá kafli þess er fjallar um húsbéf, verði að lögum án þess að málið sé skoðað betur. Lítill tími er til stefnu, en stefnt var að þinglausn- um 6. maí. Nú þykir líklegt að þær dragist að minnsta kosti fram að hvítasunnu. Þá ber á það að líta að ein umræða hefur farið fram um húsnæðisfrumvarpið í neðri deild, þar eru tvær eftir og aðrar þrjár í efri deild þingsins. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra mun í gær hafa lagt fram málamiðlunartillögu sem tekin var fyrir á þingflokksfundi Alþýðuflokksins í gær. Hvorki náðist í Jón Baldvin Hannibals- son formann flokksins, né félags- málaráðherra í gærkvöld, en að sögn kunnugra fer að verða erfitt að finna lendingu sem félags- málaráðherra geti samþykkt án þess að þurfa að draga í land með sínar fyrri yfirlýsingar. Stjórnar- liðar innan Framsóknarflokks og Alþýðubandalags hafa einnig velt þeirri spurningu fyrir sér hvort Jóhanna vilji ef til vill í raun sprengja stjórnina, láta kjósa og fara síðan í stjórn með Sjálf- stæðisflokki. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa lýst því yfir að þeir vilji að málinu verði vísað til ríkisstjórn- arinnar og að kosin verði nefnd er fari betur yfir frumvarpsdrögin milli þinga. Fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í félagsmálanefnd neðri deildar munu leggja það formlega til í nefndaráliti þegar málið verð- ur aftur tekið upp í deildinni. Alexander Stefánsson er einn af nefndarmönnum og hann hefur bent á að fáránlegt sé að ráðherra treysti á að fulltrúar stjórnarand- stöðu verji stjórnarfrumvörp á þingi, ella segi hann af sér. Alex- ander segir að sín afstaða hafi alltaf legið ljós fyrir og hún hafi ekkert breyst síðan framlagning húsnæðismálafrumvarpsins var heimiluð. Spurningin er ekki einungis hvort málamiðlunartillaga finnst á milli Jóhönnu Sigurðardóttur og annarra ráðherra innan ríkis- stjórnarinnar, heldur einnig hvernig Alexander Stefánsson og aðrir efasemdarmenn húsbréfa- kerfis í röðum stjórnarliða greiða frávísunartillögu sjálfstæðis- manna atkvæði. Þá má einnig minna á að húsnæðismálin eru ekki einu stórmálin frá félags- málaráðuneytinu sem bíða af- greiðslu þingsins. Meðal mála sem brýnt er talið að komist í gegn á þessu þingi er frumvarp um verkaskiptingu ríkis og sveit- arfélags og breytta tekjustofna svéitarfélaga. Reyndar hefur ver- ið bent á að vegna mikillar óánægju sveitarstjórnarmanna var þeim málum í fyrra vt'sað til milliþinganefnda með þeim ár- angri að frumvörpunum var breytt svo báðir aðilar, ríki og sveitarfélög, gátu verði sáttir við sinn hlut. -ÁG Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segirað þátttak- endum verði fækkað um 1/3 í væntanlegum heræfingum í júní: Æfingum frestað þar til 20.júní Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra hefur ákveðið að fresta heræfingum varaliðs Bandaríkjahers hér á landi, eráttu að hefjast 17. júní n.k., þar til 20. sama mánaðar. Jafnframt hefur verið ákveðið að þátttakendum í æfingunum fækki um 1/3. Ráðherrar Alþýðubanda- lagsins í ríksstjórninni segjast vera sáttir við þessa málamiðlun. Þetta þýðir að í stað um 1.000 manna æfingaliðs, sem í fyrstu var áætlað að tæki þátt í „Northern Viking" æfingunni, munu um 670 hermenn varaliðsins æfa hér á landi, frá 20. júní og fram í byrjun júlí. Flestir þeirra munu verða á íslandi í nokkra daga aðeins til að æfa við- töku varaliðssveita af fastasveitum. Þessar upplýsingar komu m.a. fram í ræðu utanríkisráðherra á þingi í gær, þar sem hann gerði grein fyrir skýrslu sinni um utanríkismál fyrir árið 1989. Jón Baldvin vék í máli sínu að umbótastefnu Sovétmanna og sagði að ef hugmyndafræði perestrojku Gorbatsjovs næði fram að ganga Jón Baldvin Hannibalsson. væri hugmyndafræði kaldastríðsins liðin undir lok. Ráðherrann varaði samt við óhóflegri bjartsýni og sagði að þótt náðst hefði umtalsverður árangur í bættum samskiptum aust- urs og vesturs, væri enn óleystur grundvallarágreiningur þar á milli. Hann taldi Sovétleiðtogann hafa treyst sig í sessi innan valdakerfis Sovétríkjanna, en þó væri óráðið ennþá hvort hann næði að fylgja umbótastefnu sinni eftir. Jón Baldv- in sagði það sem sína skoðun að yfirburðir Sovétmanna í hefðbundn- um vopnabúnaði á landi og í lang- drægum kjarnorkueldflaugum væri einn helsti þröskuldur fyrir gagn- kvæmri afvopnun austurs og vesturs. Utanríkisráðherra sagði æskilegt að íslendingar ásamt bandalagsríkj- um sínum ættu frumkvæði að fækk- un kjarnorkuvígbúnaðar í og á höfunum, ásamt því að koma í veg fyrir mengun hafsins. Fækkun land- herja og vígbúnaðar á landi gæti leitt til samsvarandi aukningar í vígbún- aði á höfum úti, slíkt gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir ríki sem ísland er sæktu lífsafkomu sína að verulegu leyti til hafsins. Minnti utanríkisráðherra í því sambandi á nýlegt strand sovésks kafbáts norð- vestur af Jan Mayen. Umræður um skýrslu utanríkis- ráðherra urðu ekki í gær, en þær verða teknar upp í dag og er búist viðaðþærstandiframánótt. -ÁG Tveir pollar fylgjast með sinubruna í Fossvogsdal. Timamynd: Arni Bjarna Slökkviliðið kallað 12 sinnum út í gær: SINUELDAR SLÖKKTIR Slökkviliðið í Reykjavík var kallað út tólf sinnum í gær til að slökkva sinubruna, sem kveiktir höfðu verið víðsvegar á opnum svæðum í borginni. Að sögn varðstjóra hjá slökkvi- liðinu, var mikið um sinubruna í Fossvoginum og upp Elliðaárdal- inn. Aðspurður sagði hann að engin veruleg hætta hefði stafað af sinubrunum í gær, en hins vegar væri þetta bagalegt og til óþæginda einkum í kringum Borgarspítal- ann, því reykur hefði borist inn á spítalann og þeir því þurft að sinna slíkum sinubruna eins og skot. Sem kunnugt er, er bannað að kveikja í sinu innan borgarlandsins og eru foreldrar hvattir til að brýna það fyrir börnum sínum að vera ekki að kveikja í sinu. - ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.