Tíminn - 17.08.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.08.1989, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 17. ágúst 1989 Tíminn 3 Stærsta hvalatalningarverkef ni sögunnar lokiö. Samvinna sex þjóða með f immtán skip og tvær f lugvélar: Fjögur skip sigldu framál0.000hvali „Það er merkilegt að þjóðir sem hafa beitt sér gegn íslendingum í hvalamálinu og alltaf hafa verið að rífa kjaft, skuli hafa hafnað þátttöku í talningunni þó svo að þær hafi áður verið að halda því fram að hið eina rétta væri að talning færi fram til að hið sanna kæmi í ljós um ástand hvalastofn- anna,“ sagði Jakob Jakobsson forstjóri Hafrannsóknarstofn- unar meðal annars þegar hann kynnti í gær fyrstu bráðabirgð- aniðurstöður hvalatalningarinnar sem staðið hefur yfír á N-Atlantshafínu að frumkvæði íslendinga að undanförnu. Jakob Jakobsson sagði að ljóst væri að þessar fyrstu niðurstöður bentu eindregið til að hvalir almennt væru ekki í útrýmingarhættu í N- Atlantshafinu. Ýmis náttúruvemd- arsamtök hefðu komið hvölum á skrár yfir dýr sem væru í útrýmingar- hættu en það væri álíka rökrænt og að halda því fram að mannkynið í heild liði hungur af því að það væri hungursneyð á svæðum í Eþíópíu. Rétt væri að sumir stofnar sums staðar væru í hættu en það virtist almennt iangt í frá raunin á því stóra svæði sem athugunin náði til. í talningunni tóku þátt 15 skip frá íslandi, Noregi Færeyjum og Græn- landi og voru íslensku skipin fjögur samtals 100 daga á sjó en hver sjódagur hefur kostað rúmar 200 þúsund krónur að sögn Jakobs. Jóhann Sigurjónsson hafði með höndum yfirstjóm hvalatalningar- innar en honum til aðstoðar var Þorvaldur Gunnlaugsson. Jóhann sagði að leiðangurinn hefði í flestu gengið að óskum og alls hefðu í leiðangrinum sést frá íslensku leið- angursskipunum hvorki meira né minna en tíu þúsund hvalir. íslensku skipin sem þátt tóku í talningunni vom Hvalur 9 sem kann- aði svæði í vestsuðvestur allt að strönd Grænlands en það er alþekkt stórhvelaslóð. Hvalur 8 kannaði svæði suður og suðaustur af landinu. Þá könnuðu rannsóknaskipið Ámi Friðriksson og Barðinn stórt svæði mjög langt suður og suðvestur af landinu allt suður á fimmtugustu breiddargráðu og milli 16. og 44. lengdargráðu. Jóhann sagði að mjög hefði komið á óvart hversu mikil hvalagengd hefði verið allt suður undir 50. breiddargráðu en þangað náði leitar- svæðið. Mikið hefði sést af sandreyði og langreyði, eða svipað og sást í talningunni 1987 og talningin nú virtist staðfesta niðurstöður hennar hvað varðaði þessar tegundir. Af þeim tíu þúsund hvölum sem leiðangursmenn í fslensku skipunum komu auga á munaði mestu um fjögur þúsund smáhveli en algeng- astar þeirra vom fjórar tegundir höfmnga og um 3.500 grindhvalir. Af stærri hvölum sáust 36 steypi- reyðar, 25 hnúfubakar, 156 búrhval- ir, um 100 hrefnur og álíka margir svínhvalir, en þeir hafa aldrei áður sést í jafn miklum mæli. Þá hefði það gleðilega gerst að tveir sléttbakar, trúlega kýr með kálf, hefðu sést. Sléttbakur sást einnig f talningunni 1987 og bendir nú allt til að hann haldi fótfestu og sé jafnvel að rétta úr kútnum en sléttbakur var svo stíft veiddur af erlendum þjóðum fyrr á öldum að við lá að honum væri útrýmt undir lok 18. aldar. Einnig hefðu menn séð sæskjaldbökur. Hvalarannsóknamenn vildu í gær ekki nefna neinar tölur um hugsan- legan veiðikvóta á helstu hvalateg- undum miðað við þann fjölda hvala sem sást meðan á talningunni stóð. Eftir væri að vinna úr þeim gögnum sem söfnuðust nú og bera saman við önnur gögn sem tengjast ýmsum lífsþáttum hvala. Því starfi ætti að ljúka á næsta vetri en að því loknu væri hægt að gera skynsamlegar tillögur um nýtingu stofnanna. Jóhann Sigurjónsson var verkefnisstjóri stærstu hvalatalningar sögunnar. Hann kynnti f gær fyrstu niðurstöður hennar en í vetur verður unnið að fullu úr þeim gögnum sem söfnuðust. Jóhanni á hægri hönd sitja tveir erlendir menn sem störfuðu að verkefninu með íslendingunum, þeir Poul Ensor frá Nýja-Sjálandi og lengst til vinstri Michael Newcomer frá BNA. Tímamynd; Ami Bjama. Fram kom þó að með hæfilegu ábyrgðarleysi mætti gefa sér að mið- að við fjöida grindhvala sem sást gæti stofninn verið 185 þúsund dýr. Jóhann Sigurjónsson sagði þó að mjög óvarlegt væri að gefa sér þessa niðurstöðu fyrirfram áður en unnið hefur verið úr gögnunum. Þó benti fjöldinn sem sást til þess að stofninn þyldi vel veiðar Færeyinga sem hafa verið kringum 2 þúsund dýr árlega. Undirbúningur fyrir talninguna tók um eitt og hálft ár og fyllstu nákvæmni í vinnubrögðum var beitt og farið að stöðlum Alþjóðahval- veiðiráðsins. Leiðangursstjórar um borð í skipunum voru þeir Jóhann Sigur- jónsson, Þorvaldur Gunnlaugsson og Gísli Víkingsson frá Hafrann- sóknarstofnun. Þá tóku þátt í taln- ingunni tveir erlendir menn, þaul- vanir hvalatalningum í S-íshafi og N-Kyrrahafi. Þeir eru Michael Newcomer frá BNA og Poul Ensor frá Nýja-Sjálandi. Alls voru rúmlega sextíu manns um borð í skipunum þegar þeir voru flestir. Auk íslendinga tóku þátt í talning- unni Danir, Grænlendingar, Færey- ingar, Norðmenn og Spánverjar og voru skipin alls fimmtán auk tveggja flugvéla. Farið var samtímis um hafsvæðið frá Barentshafi og Sval- barða í norðri að Spánarströndum í suðri og frá ströndum V-Grænlands að Noregsströndum. Þetta er talið langstærsta talning- arverkefni fyrr og síðar og vonir standa til að árangur verði þar eftir. Talningarsvæðið sunnan 60. breidd- argráðu var áður nánast óþekkt með tilliti til göngu hvala. Jóhann Sigur- jónsson sagði að það yrði athygl- isvert að bera saman útbreiðslu og fjölda tegunda við það sem fram kom við talningarnar 1987, einkum hvað varðaði árstíðabundnar göngur tegundanna. Langreyðurin hefði nú virst dreifðari en hún var 1987 en fjöldinn sem sást hefði verið svipaður nú en eftir talninguna 1987 hefði langreyð- arstofninn verið talinn milli 11 og 12 þúsund dýr. -sá Utanríkisráðherrar Norðurlanda: Ospart ályktað á Isafirði Norrænir utanríkisráðherrar þing- uðu sér til sveita í fundarsal bæjar- stjómar á ísaiirði, síðdegis á þríðju- dag. Lá fyrir 10 síðna ályktun eftir fund þennan, og má af því ráða að fundarmenn hafi unnið bærilega fyr- ir hýru sinni. Sér til andlegrar og líkamlegrar uppörvunar lagði svo rjómi hinnar virðulegu samkundu út á hið bláa haf, um hálf-fimm leytið í morgun, á hraðbáti ísfirskum. Gæftir vom hinni norrænu áhöfn óvilhallar, 6-7 vindstiga strekkingur, handfæri öll lágu flöt fyrir vindi og andlitsfarfi tekinn að gulna á hafsins hetjum. Er skemmst frá því að segja, að ekki gekk á kvóta vestfirskra í það skiptið. Með sanni má segja að í ályktun fundarins láta hinir norrænu starfs- bræður sér ekkert mannlegt óvið- komandi. Lýstu þeir ánægju sinni með jákvæðan gang mála í samskipt- um risaveldanna og Austur- og Vest- ur-Evrópu. Þá röktu þeir áhyggjur sínar yfir seinagangi í mannréttinda- málum nokkurra A-Evrópuríkja, sem og í Kína. Einnig ályktuðu ráðherramir um gang mála á Örygg- ismálaráðstefnu Evrópu, afvopnun- arviðræður stórveldanna, SA-Asíu, mannréttindamál, og fleira. Sérstak- lega var fjallað um málefni S.Þ. og lýst vilja Norðurlanda til að efla starf samtakanna að friðargæslu sem og á sviði fjármála og félagslegs starfs. Þá var ítarlega rætt ástand mála í Mið- Austurlöndum og settar fram hug- myndir fundarins að lausn deilu- mála. Á fundinum var einnig gerð grein fyrir margra ára undirbúningi tillagna um kjamorkuvopnalaus Norðurlönd og viðraðar áhyggjur sökum mengunar í Eystrasalti. Þá vom rædd málefni Namibíu og S- Afríku og ákveðið að aflétta við- skiptahömlum á Namibíu jafnskjótt og sjálfstæði væri í höfn. Kjarnorkulaust svæði ekki í augsýn í stuttu spjalli við Tímann lýsti Jón Baldvin Hannibalsson ánægju sinni með fundinn og taldi helst til tíðinda að samstaða hefði náðst um að afvopnunartillögur næðu einnig til hafsvæða. Aðspurður um hvað liði framgangi tillagna um kjam- orkuvopnalaus Norðurlönd sagði utanríkisráðherra hægt miða í þeim málum, enda hefði margt breyst frá því hugmyndum þessum var hreyft, um miðjan sjötta áratuginn. Þíða væri í samskiptum risaveldanna og mikilsverður árangur hefði náðst í afvopnunarviðræðum. „Spuming- una um hvaða þýðingu kjamorku- laus svæði á Norðurlöndum hafi, í ljósi þessarar þróunar, hana þarf nánast að endurskoða", sagði Jón Baldvin. Hækkun framlaga ekki á dagskrá Þrátt fyrir ályktanir fundarins kvað ráðherra ekki vera í ráði að ísland auki framlög sín til S.Þ. Reyndar hefðum við stutt fjárhagslega við bakið á friðargæslusveitum í Nam- ibíu, en hér kæmi fyrst og fremst til kasta Finna, Dana og Norðmanna er fremstir hefðu verið í flokki í þessu efni. Norrænar friðardúfur ekki til Mið-Austurlanda í yfirlýsingu fundarins viðra ráð- herrar allítarlegar skoðanir á deilu- málum Mið-Austurlanda. M.a. lýsa þeir áhyggjum sínum vegna fram- ferðis ísraelskra yfirvalda á her- numdu svæðunum og telja málefn- um þeirra best borgið með lýðræðis- legum kosningum, við aðstæður er Palestínumenn fái sætt sig við. Jón Baldvin kvað þó ekki á dagskrá að norræn yfirvöld hafi samráð um milligöngu þar eystra. Norðurlönd lýsi hins vegar stuðningi sfnum við hugmyndir um frjálsar kosningar á hemumdu svæðunum, í því skyni að taka af allan vafa um lögmæti full- trúa Palestínumanna við samninga- borðið. Verði afstaða þessi kynnt á vettvangi S.Þ.. 1 lok samþykktar fimmmenning- anna lýsa þeir eftirvæntingu sinni vegna væntanlegrar ráðstefnu S.Þ. um réttindi bama í haust, sem og tillögu er færð skal fram á Allsherjar- þingi S.Þ. um afnám dauðarefsinga. Lokanótur yfirlýsingar ráðherra- fundarins em slegnar um umhverf- ismál. Fundarmenn líta vonaraugum til ráðstefnu S.Þ. um umhverfi og þróun 1992 og hvetja til að raunhæf- ar og bindandi ákvarðanir verði teknar um þá þætti umhverfismála er brýnastir em. Þeir benda einnig á, að nauðsyn beri til að iðnvæddar þjóðir hlaupi undir bagga með þró- unarlöndum í því skyni að efla umhverfisvemd. Að sögn Jóns Baldvins er að vænta aukins sam- starfs Norðurlandaþjóðanna á þessu sviði, og einnig eflingar á samstarfi Eystrasaltsþjóðanna, Svíþjóðar og Finnlands, við ríkin austan tjalds er land eiga að Eystrasalti, þar sem mengunarvandi sé orðinn risavax- inn. Lýsi norrænu ríkin sig reiðubúin að ljá “perestrojku" lið á sviði mengunarvama, er vera munu í algjörum ólestri þar eystra. í haust mun sérstök Umhverfismálastofnun Evrópu taka til starfa í Strasbourg, í samstarfi EBE og EFTA-ríkjanna. Er henni ætlað að sameina krafta Evrópuríkja á sviði mengunarvama og umvenda orðum í athafnir. Finnar verða gestgjafar næsta utanríkisráðherrafundar Norður- landa, er haldinn verður f Abo dagana6.-7. marsánæstaári. JBG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.