Tíminn - 27.10.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.10.1989, Blaðsíða 5
Föstudagur 27. október 1989 Tíminn 5 Óformlegur fundur utanríkisráðherra EFTAríkjanna i dag um niðurstöður könnunarviðræðnanna við EB um að Evrópa verði eitt efnahagssvæði. Jón Baldvin Hannibalsson: Nýtt hagvaxtarskeið að hefjast í Evrópu ,Það sem er að gerast í Evrópu nú er nýskipan álfunnar Þegar hagfræðingar og stjórnmálamenn hér í Genf leggja mat á þessa þróun þá sjá þeir fyrst og fremst að útvíkkun markaðssvæðisins er hvati til nýs hagvaxtarskeiðs í Evrópu. Það mun bæta stórlega samkeppnisstöðu Evrópu sem heildar gagnvart öðrum efnahagsheildum, svo sem BNA og Japan. Þetta mun hjálpa til við að skapa ný störf og draga úr atvinnuleysi og vafalaust verða hvati að nýrri tækniþróun og örari hagvexti,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson er Tíminn ræddi ið hann í Genf í gær. Hann sagði að fyrir íslendinga þýddi málið það að vildum við á annað borð búa við sambærileg lífs- kjör og nágrannaþjóðir okkar þá hefðum við einfaldlega ekki efni á því að verða viðskila við Evrópu á þessum sögulegu tímamótum. Jón Baldvin var spurður um hug- myndir um að ísland gengi í Efna- hagsbandalagið. Um það sagði hann: „Það er ekkert á dagskrá að ganga í Evrópubandalagið af þeirri ein- földu ástæðu að það mun ekki taka við neinum nýjum aðildarríkjum á næstu árum - að flestra mati ekki fyrr en á miðjum næsta áratug þann- ig að það verða komnar niðurstöður í þessa sameiginlegu tilraun EFTA og EB um að koma á sameiginlegu efnahagssvæði löngu áður. í annan stað byggir sú leið sem EFTAríkin eru að fara á þeirri hugmynd að það sé aðkallandi og brýnt að gæta sameiginlegra efna- hagshagsmuna, tryggja samkeppnis- getu og tryggja aðild að þessari markaðsþróun. Jafnframt er ekki af hálfu EFTA óskað eftir beinni aðild með þeim kvöðum sem því fylgir, þannig að niðurstaðan er sú að það er ekki valkostur í stöðunni hér og nú. Því er ekki hægt að segja; -íslendingar eiga að ganga í Efnahagsbandalagið. Það er ekkert á dagskrá fremur en einhver væri að lýsa eldheitum áformum sínum um að hann vilji ganga að eiga einhverja konu og konan bara ekkert til í tuskið. Það Jón Baldvin Hannibalsson. væri dálítið einmanaleg yfirlýsing," sagði Jón Baldvin Hannibalsson. í dag verður óformlegur fundur allra utanríkisráðherra EFTAríkj- anna en ráðherrarnir munu á fundin- um fjalla um heildarskýrslu stjórnar- nefndar EFTA um viðræður innan sameiginlegrar stjórnarnefndar EFTA og Efnahagsbandalagsins og um nýloknar könnunarviðræður EFTA og EB. Þetta er fyrsta pólitíska umfjöllun- in um árangur könnunarviðræðn- anna milli bandalaganna sem lauk þann 20. þessa mánaðar og í fyrsta sinn sem fjallað er um málið í heild á þessum vettvangi. Engin dagskrá hefur verið gerð fyrir fundinn og engin fréttatilkynning verður gefin út að honum loknum. Þann 19. desember n.k. verður fundur utanríkisráðherra EFTA og EBríkjanna og fljótlega upp úr ára- mótunum er reiknað með að eigin- legar samningaviðræður milli banda- laganna hefjist um sameiginlegt efnahagssvæði í Evrópu. Jón Baldvin Hannibalsson sem stjórnar viðræðum EFTA við Efna- hagsbandalagið átti í fyrradag fund með varaforseta framkvæmdastjórn- ar EB; Frank Andriessen og fór ítarlega yfir helstu mál sem til um- ræðu hafa verið í könnunarviðræð- um bandalaganna að undanförnu. Fulltrúar EFTA og EB munu hittast eftir þörfum næstu vikur og munu Jón Baldvin og Andriessen hittast aftur á mánudaginn í kjölfar óformlega ráðherrafundarins í dag. bands iðnaðarmanna. 43. Iðnþing íslendinga: Iðnaður og framtíðin íslenskur iðnaður - íslensk framtíð er yfirskrift 43. Iðnþings sem hófst í gær og mun standa yfir í þrjá daga. Iðnþingið hófst með ræðu fors- eta Landssambands iðnaðarm- anna, Haralds Sumarliðasonar og þar næst flutti iðnaðarráðherra Jón Sigurðsson ræðu. Að því búnu flutti Laue Traberg Smidt, þingmaður í danska þinginu og framkvæmdastjóri danska hand- iðnaðarsambandsins, fyrirlestur um áætlun dönsku ríkisstjórnar- innar um aðlögun að innri mark- aði Evrópubandalagsins og undirbúning samtaka atvinnulífs- ins. Að loknu hádegishléi hófust eiginleg þingstörf þar sem kosið var í nefndir og meðal annars rætt um lagabreytingar. Að því loknu flutti Svavar Gestsson menntamálaráðherra erindi um ný framhaldsskólalög og breyt- ingar á iðnfræðslu. I dag einkennist dagskrá þings- ins af ýmsum erindum um hags- munamál iðnaðarins og fram- þróun hans bæði hér á landi og erlendis. SSH Stjómarandstaöan dregur stórlega í efa áreiðanleika fjárlagafrumvarpsins og deilir á fjármálaráðherra: SJÁLFUMGLADUR MED „G0T0TT FRUMVARP" Pálmi Jónsson. Alexander Stefánsson. ■ Málfríður Sigurðardóttir. Fyrsta umræða um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1990 fór fram í sameinuðu þingi í gær. Þar komu fram efasemdir stjórnarandstæðinga um að þær forsendur sem gefnar væru í frumvarpinu stæðust og það sagt „götótt“. Jafnframt var fjár- málaráðherra gagnrýndur fyrir að ráðstafa peningum sem lögum sam- kvæmt ættu að renna til byggingu Þjóðarbókhlöðu, til annarra liða í útgjöldum ríkisins. Að lokinni framsöguræðu Ólafs Ragnars Grímssonar steig í pontu Pálmi Jónsson fulltrúi sjálfstæðis- manna í fjárveitinganefnd. Pálmi gagnrýndi frumvarpið, og fjármála- ráðherra harkalega og sagði greini- legt að skrum og sjálfsánægja Ólafs Ragnars Grímssonar blindaði hon- um sýn. Hann sagði frumvarpið ekki traustara en það fjárlagafrumvarp sem lagt var fyrir Alþingi fyrir tæpu ári síðan og markaði engin tímamót. Frumvarpið væri lagt fram með nálega 3 milljarða króna halla sem sýndi að ríkisstjórnin hefði gefist upp við að ná jafnvægi í ríkisbú- skapnum. í því fælist villandi saman- burður. Víða væru tekna- og gjalda- liðir bornir saman við spá um líklega útkomu sambærilegra liða á þessu ári, en áður hefði slíkur samanburð- ur yfirleitt verið á milli frumvarps og síðustu fjárlaga. Þá væru forsendur fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta ár óljósar og settar upp með svo flókn- um hætti að jafna mætti við feluleik og engar líkur til þess að þær fengju staðist. Gjörbreyting væri áformuð á tekjuöflunarkerfi ríkisins með upptöku virðisaukaskatts. Ýmis framkvæmdaratriði skattsins væru hins vegar í algerri óvissu og áætlanir um tekjuhlið frumvarpsins þess vegna óáreiðanlegar, þótt ljóst væri að það gerði ráð fyrir mikilli hækkun á óbeinum sköttum og launaskött- um. Pálmi vék sérstaklega að því að frumvarpið fæli í sér niðurskurð til opinberra framkvæmda, en útþenslu ríkiskerfisins sjálfs. „Frumvarpið boðar verulega útþenslu ríkiskerfis- ins á næsta ári með á þriðja hundrað nýjum starfsmönnum, að frátöldu skólakerfinu, og útþenslu rekstrar- útgjalda um 1,8% að raungildi. Framlög til fjárfestingar, viðhalds og ýmissa tilfærslna eru skorin harkalega niður í frumvarpinu svo að hafa mun áhrif á atvinnumögu- leika fólks í næsta ári, auk þess sem brotnar verða ýmsar ákvarðanir síð- asta Alþingis, t.d. í vegamálum, landbúnaðarmálum og öðrum mál- efnum strj álbýlisins. “ Pálmi bætti við að yfirlýsingar fjármálaráðherra um 4% raunlækkun ríkisútgjalda væru markleysa. Þetta hlutfall væri fengið með röngum samanburði og hæpnum reikniforsendum, auk þess sem að Alþingi ætti eftir að stoppa upp í eitthvað af þeim götum sem í þeim væru. Málfríður Sigurðardóttir, Kvennalista, tók undir með tals- manni Sjálfstæðisflokksins og kvaðst efast mjög um að forsendur fjárlaga- frumvarpsins stæðust. „Frumvarp fjárlaga þessa árs reyndist markleysa og því skyldu menn trúa þessu“, sagði þingmaðurinn. Hún sagðist efast um að það stæðist að gert væri ráð fyrir 16% verðbólgu á næsta ári og að gengi héldist óbreitt, og minnti á í því sambandi að kjarasamningar væru lausir eftir næstu áramót, en í kjölfar þeirra yrði væntanlega gripið til þess ráðs að láta gengið síga. Almenningi í landinu væri sagt að um næstu áramót myndi verð á nauðsynjavörum lækka, en sú yrði raunin ekki, nú væri einungis talað um mjólk og kjöt sem nauðsynjavör- ur samkvæmt reglugerðum um virð- isaukaskatt. Þá gagnrýndi Málfríður lág framlög til menningarmála og minntist sérstaklega á að tekið hefði verið af peningum sem lögum sam- kvæmt ættu að renna til byggingu Þjóðarbókhlöðu og þeir notaðir í þágu ríkissjóðs. Frjálslyndi hægrimaðurinn Hregg- viður Jónsson, tók heldur dýpra í árina en Málfríður varðandi málefni Þjóðarbókhlöðunnar. Hann sagði aðeins 34% af þeim skatti sem sérstaklega hefði verið lagður á til að fjármagna byggingu Þjóðarbók- hlöðunnar hefði verið notaður í þeim tilgangi. Afgangnum hefði ver- ið „stolið“ í ríkissjóð og skattgreið- endur ættu endurkröfurétt á þeim hluta skattsins sem ekki hefði verið notaður í Þjóðarbókhlöðuna. Hreggviður sagðist telja að hér væri um ótvírætt lögbrot að ræða, sem fljótlega þyrfti að fá skorið úr fyrir dómstólum. Spurning væri hvort hér væri ekki um brot á Stjórnarskránni að ræða. Hann kvað það óviðunandi að fjármagna halla ríkissjóðs með innlendum lánum, er leiddu til hækkunar vaxta og Ólafur Ragnar Grímsson væri hollt að fara í læri í fjármálastjórn til Reykjavíkurborg- ar. Þar gæti hann meðal annars lært hvernig byggja ætti stórhýsi á sem fljótlegastan og hagkvæmastan hátt. Alexander Stefánsson, Framsókn- arflokki, hældi fjármálaráðherra fyr- ir að taka á söluskattssvikum, þar sem óprúttnir menn hefðu leikið þann leik að innheimta söluskatt fyrir ríkið, en skila honum síðan ekki. Þá væri sú ákvörðun skynsam- leg, að leggja fram á hverju hausti frumvarp til fjáraukalaga, sem leið- réttingu á fjárlögum viðkomandi árs, og í anda þess sem hann og fleiri hefðu barist fyrir. Alexander gerði virðisaukaskattslögin að umtalsefni og sagðist harma það hve sú milli- þinganefnd sem skipuð hefði verið til þess að fjalla um óútkljáð atriði vaðandi framkvæmd laganna hefði starfað slælega. Undirbúningur í þeim efnum væri allt of skammt á veg kominn. Þrátt fyrir að vansmíði hefði komið fram í lögum um verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga, mætti það ekki verða til þess að breyta grundvelli laganna og skerða hlut sveitarfélaga. Alexander vék einnig að húsn- æðismálum og lýsti furðu sinni yfir þeirri stefnubreytingu sem orðið hefði síðan á síðasta vori, að lífeyris- sjóðunum væri nú heimilt að kaupa húsbréf fyrir 10% af þeim fjármun- um sem þeir hefðu skuldbundið sig til að lána til Húsnæðisstofnunar ríkisins. Þetta gæti þýtt að fé sem stofnunin fengi að láni frá lífeyris- sjóðunum yrði um 10 milljarðar, í stað þess að vera rúmir 13 milljarðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.